OCEANIA DX SSB KEPPNIN 2021
76. Oceania DX keppnin á SSB verður haldin um næstu helgi, 2.-3. október. Landsfélög radíóamatöra í Ástralíu (WIA) og á Nýja Sjálandi (NZART) standa saman að viðburðinum.
Þetta er 24 klst. keppni sem hefst kl. 06 laugardaginn 2. október og lýkur kl. 06 sunnudaginn 3. október. Keppnin fer fram á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metra böndunum.
QSO punktar fyrir sambönd við stöðvar í Eyjaálfu (e. Oceania) eru: 160m=20; 80m=10, 40m=5, 20m=1, 15m= 1 og 10m=3. Sambönd við stöðvar utan álfunnar gefa ekki punkta. Margfaldarar reiknast fyrir fyrsta samband á hverju bandi við hvert forskeyti kallmerkja í Eyjaálfu. Önnur sambönd gefa ekki margfaldara.
Morshluti keppninnar fer fram viku síðar, helgina 9.-10. október. Vefslóð á keppnisreglur: https://www.oceaniadxcontest.com/
Með ósk um gott gengi!
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!