OPIÐ HÚS 22. JÚNÍ Í SKELJANESI
Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 22. júní fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20 til 22.
Fjarskiptaherbergi TF3IRA á 2. hæð verður opið ásamt QSL herbergi. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kort í hólfin.
Enn hefur bæst við af radíódóti, m.a. tölvuhlutir, VHF stöðvar (Kenwood, Kraco, Yaesu o.fl.), fjarskiptahátalarar (Yaesu og Kris og fl.), standar fyrir heyrnartól o.m.fl.
Nýjustu tímaritin liggja frammi. Kaffiveitingar.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!