,

OPIÐ HÚS Á ALÞJÓÐADAG RADÍÓAMATÖRA

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi á alþjóðadag radíóamatöra, 18. apríl.

Kallmerkið TF3WARD var sett í loftið í hádeginu kl. 12:20. Skilyrði voru góð og var stöðin QRV meira og minna til kl. 22 um kvöldið. Alls voru höfð 1.177 sambönd – um allan heim á 14 MHz, SSB þ.á.m. við 11 TF kallmerki. Þrír félagar virkjuðu stöðina: Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY; Sigurður R. Jakobsson, TF3CW og Jónas Bjarnason, TF3JB.

Opið hús var síðan frá kl. 20 um kvöldið þar sem menn ræddu m.a. um skilyrðin sem hafa verið mjög góð undanfarið. Flux var t.d. 219 og sólblettafjöldi 247 í gær (18. apríl). Áfram er búist við góðum skilyrðum á HF en sólblettahámarki lotu (sólarsveiflu) 25 er  spáð á þessu ári (2024). Einnig var rætt um alþjóðlegar keppnir framundan, m.a. CQ WW WPX CW keppnina í næsta mánuði.

Með afmæliskaffinu var m.a. í boði hin sívinsæla rjómaterta sem er kennd við Hressingarskálann í Reykjavík, svokölluð „Skálaterta“ frá Reyni bakara – sem ÍRA var gefin í tilefni alþjóðadagsins. Sérstakar þakkir til NN fyrir velvild í þágu félagsins. Ennfremur þakkir til Hans Konrads Kristjánssonar, TF3FG sem færði félaginu radíótæki og búnað.

Alls mættu 27 félagar og 2 gestir í Skeljanes þetta ágæta og vel heppnaða fimmtudagskvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

.

Kallmerkið TF3WARD var QRV á 14 MHz SSB frá Skeljanesi á alþjóðadag radíóamatöra 2024.
Hrafnkell Sigurðsson TF8KY virkjaði TF3WARD á alþjóðadaginn.
Sigurður R. Jakobsson TF3CW virkjaði TF3WARD á alþjóðadaginn.
Í boði með kaffinu var m.a. hin sívinsæla rjómaterta sem er kennd við Hressingarskálann í Reykjavík, svokölluð „Skálaterta“ frá Reyni bakara – sem ÍRA var gefin af NN í tilefni alþjóðadagsins.
Sigurður R. Jakobsson TF3CW heilsar Kristjáni Benediktssyni TF3KB. Aðrir við borðið (frá vinstri): Jón Gunnar Harðarson TF3PPN, Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Gunnar Bjarni Guðlaugsson (gestur) og Mathías Hagvaag TF3MH.
Spáð og spekúlerað í CQ World Wide WPX CW keppnina sem fram fer í næsta mánuði (maí). Sigurður R. Jakobsson TF3CW, Kristján Benediktsson TF3KB og Yngvi Harðarson TF3Y.
Einar Sverrir Sandoz TF3ES, Hrafnkell Sigurðsson TF8KY og Heimir Konráðsson TF1EIN. Strákarnir sögðust kunna vel við síg í leðrinu, en félaginu barst nýlega að gjöf annað leðursófasett sem nú hefur verið komið fyrir.
Á þessari mynd sést betur hvernig sófasettin raðast upp í rýminu. Alls eru nú þægileg sæti fyrir 10 manns í stað 5 áður.
Hans Konrad Kristjánsson TF3FG kom færandi hendi þetta fimmtudagskvöld með radíódót af ýmsu tagi. Með honum á mynd er kunningi hans sem hjálpaði honum að halda á hlutunum.
Meðal tækja sem TF3FG færði félaginu er þetta fornfræga viðtæki BC-348. Myndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

14 − 5 =