,

OPIÐ HÚS Á FIMMTUDAG 13. JÚNÍ

Skeljanesi 13. júní. Erik færir gjöfina til ÍRA í hús.

Opið hús var í Skeljanesi fimmtudag 13. júní. Góð mæting og menn hressir.

Allir tóku eftir glæsilegri vinnu þeirra Andrésar Þórarinssonar, TF1AM, Georgs Kulp, TF3GZ og Sveins Goða Sveinssonar, TF3ID sem fyrr í vikunni tóku sig til og fóru yfir gólfið í salnum með sérstökum vélbúnaði sem hreinsaði og bónaði gólfdúkinn sem nú er eins og nýr á að líta. Þakkir góðar til þeirra félaga.

Sérstakur gestur okkar var Erik Finskas, TF3EY/OH2LAK sem færði ÍRA Motorola DR300 UHF endurvarpa að gjöf frá klúbbi sínum í Finnlandi (OH2CH). Sérstakir þakkir til Erik og var hann beðinn fyrir góðar þakkir til félaganna heima í Finnlandi.

Mikið var rætt um böndin og DX‘inn, 6 metrana og VHF/UHF leikana sem verða haldnir 6.-7. júlí n.k. Mikið var rætt um 10 metra bandið sem hugmyndin er að verði bætt við í leikunum til.

Rætt um nýja búnaðinn sem Georg Kulp, TF3GZ er að setja upp til að gera félögum úti á landi kleift að nota 2 m. bandið. Pier Kaspersma, TF3PKN sem er áhugasamur um þessa tækni kemur einnig að málinu. Rætt um Ham Radio sýninguna í Friedrichshafen sem verður haldin 28.-30. júní n.k.

Frábært kaffi hjá Sveini Goða Sveinssyni, TF3ID og „Pound Cake“ & karamelluklossarnir frá Costco líkuðu vel. Alls voru 26 félagar og 3 gestir í Skeljanesi þetta ágæta fimmtudagskvöld.

Stjórn ÍRA.

Mathías Hagvaag TF3MH, Björgvin Víglundsson TF3BOI, Alex M. Senchurov, TF/UT4EK, Andrés Þórarinsson TF1AM, Pier Kaspersma TF3PKN og Georg Kulp TF3GZ
Jón Björnsson TF3PW, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG og Sveinn Goði Sveinsson TF3ID.
Kristján Benediktsson TF3KB og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS. Fjær: Mathías Hagvaag og Andrés Þórarinsson TF1AM.
Andrés Þórarinsson TF1AM og Þorvaldur Bjarnason TF3TB.
Erik Finskas TF3EY/OH2LAK og Benedikt Sveinsson TF3T.
Erik QRV frá TF3IRA í ágætum skilyrðum á 50 MHz SSB. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eighteen − nine =