,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 2. JÚNÍ

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 2. júní kl. 20-22.

Þátttakendur á námskeiði félagsins sem lauk nýverði með prófi Fjarskiptastofu eru sérstaklega boðnir velkomnir.

Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Búið verður að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar fyrir opnun. Veglegar kaffiveitingar.

Töluvert hefur borist af radíódóti síðan opið var síðast.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Mynd úr fundarsal á 2. hæð.
Radíódót í ganginum niðri í Skeljanesi. Lengst til vinstri eru rafhlöðustaukar sem hver inniheldur 10 stk. 12VDC 9A sýrulausar rafhlöður. Búnaðurinn er nánast ónotaður og í fullkomnu lagi. Rafhlöðurnar eru framleiddar af Schneider Electric í Bandaríkjunum. Þær eru af Galaxy gerð, VM Battery Unit, Model OG-GVMBTU.
Hér er rafhlöðustaukurinn sýndur opinn, en aðeins eru tvær skrúfur sem þarf að losa til að renna hlífinni út. Hver rafhlaða er 12VDC 9A. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

2 + 20 =