,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 22. SEPTEMBER

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 22. september fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20-22.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins verður búinn að tæma pósthólfið og flokka innkomin kort.

Nýjustu tímaritin liggja frammi. Kaffiveitingar. Ath. að töluvert er enn af óráðstöfuðu radíódóti á staðnum.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Mynd úr fundarsal í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi.
Mynd úr félagsstarfinu. Mahías Hagvaag TF3MH, Brynjólfur Jónsson TF5B og Gísli G. Ófeigsson TF3G líta yfir sendingu af QSL kortum í Skeljanesi. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

20 − 19 =