OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 23. JANÚAR
Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudag 23. janúar fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.
Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffið og tekur fram meðlæti.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.

Sigurður leitaði til nokkurra félagsmanna sem og til félagsins. Til að gera langa sögu stutta, komst hann í samband við Hrafnkel Sigurðsson, TF8KY (fyrir milligöngu Guðmundar Inga Hjálmtýssonar, TF3IG) og smíðaði Hrafnkell morsþýðara og gerði kláran. Þess má geta að hann hafði áður smíðað svipað/samskonar tæki fyrir Guðmund Inga.
Á myndinni er Siggi að stilla „morsþýðarann“ í fjarskiptaherbergi TF3IRA í Skeljanesi 11. Október 2021. Lítill skjár er „monteraður“ á kassann með stillitökkum. Síðan var morsað með handlyklinum og „Voila!“ stafirnir birtust á skjá tölvunnar sem og á litlum skjá á tækinu sjálfu. Tækið virkar vel og var prófað að senda bæði orð og kallmerki, punkta og kommur. Skemmtilegt dæmi um gott samstarf á milli félagsmanna.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!