,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 24. MARS

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 24. mars kl. 20-22. Félagsmenn og gestir eru velkomnir.

Góður félagsskapur, nýjustu amatörtímaritin liggja frammi og QSL stjóri félagsins verður búinn að flokka nýjustu kortasendingarnar. Heitt á könnunni og veglegt kaffimeðlæti.

Þess er farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

ÚR FÉLAGSSTARFI ÍRA. Frá síðasta smíðanámskeiði fyrir Covid-19 í Skeljanesi 6. apríl 2019. Frá vinstri: Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, Mathías Hagvaag TF3MH, Ólafur Örn Ólafsson TF1OL, Reynir Björnsson TF3JL, Jón Björnsson TF3PW, Kristján Benediktsson TF3KB, Yngvi Harðarson TF3Y, Guðmundur Ingi Hjálmtýsson TF3IG og Ársæll Óskarsson TF3AO.

Fyrirhugað er að byrja á ný með smíðanámskeið félagsins haustið 2022.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five + 2 =