,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 9. DESEMBER

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 9. desember frá kl. 20:00.

Grímuskylda er í húsnæðinu og kaffiveitingar verða ekki í boði. Fjarskiptaherbergi TF3IRA og  QSL herbergi verða opin, en fjöldi félaga er takmarkaður.

Þessar kröfur eru gerðar í ljósi gildandi reglugerðar heilbrigðisráðherra um hertar opinberar sóttvarnaráðstafanir vegna Covod-19 – sem nú hefur verið framlengd til 21. desember n.k. vegna kórónafaraldursins.

Vegna þessara aðstæðna er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Mynd úr fundarsal félagsaðstöðunnar í Skeljanesi. Litla jólatréð á borðinu minnir á að jólahátíðin nálgast en 9. desember er næstsíðasta opnunarkvöldið í Skeljanesi á þessu ári, því hefð er fyrir því að hafa lokað á milli jóla og nýárs. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

17 − 10 =