Opið hús í Skeljanesi í kvöld 20 – 22
Opið hús í Skeljanesi í kvöld 20 – 22 og um helgina er SSB hluti SAC keppninnar.
Heitt kaffi á könnunni og frystar kleinur í Skeljanesi í kvöld frá 20 til 22.
Um helgina er SSB hluti SAC keppninnar. SAC keppnin er norræn alheimskeppni þar sem stöðvar á Norðurlöndunum keppa sín í milli um að ná sem flestum samböndum út um heiminn. Keppnin er líka keppni milli Norðurklandanna á þann hátt að borinn er saman samanlagður árangur allar stöðva í hverju landi Norðurlandanna fyrir sig. Er ekki löngu kominn tími á að Ísland geri tilraun til að vinna þessa keppni?
Stjórn ÍRA hvetur alla félagsmenn til þess að taka þátt og væntanlega verður stöð félagsins virk í keppninni. Fyrir SAC CW keppninna auglýsti stjórn ÍRA eftir áhugasömum amatörum til að taka að sér að sjá um þáttökuna í SAC SSB en enginn hefur ennþá sýnt áhuga.
Keppt er frá kl 12:00 á hádegi laugardagsins 8. október til og með kl 11:59 á hádegi sunnudagsins 9. október. Hér er tengill á heimasíðu SAC þar sem hægt er að kynna sér reglur keppninnar: SAC reglur.