OPIÐ HÚS VAR Í SKELJANESI 13. JÚLÍ
Opið hús var í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 13. júlí. Sérstakir gestir okkar voru þeir Stefán Sæmundsson, TF3SE og Ásgeir H. Sigurðsson, TF3TV. Stefán er búsettur á Spáni og Ásgeir að nokkru leyti – en þeir eru í heimsókn á landinu um þessar mundir. Ennfremur var John W. Woo, WA6CR frá Novato í Kaliforníu gestur okkar. Hann dvelur á landinu sumarlangt og heimsótti félagið áður 29. júní s.l.
Mikið var rætt um VHF/UHF leikana sem fóru fram 30. júní til 2. júlí s.l., en niðurstöður voru birtar á netinu fyrr um daginn. Það var Andrés Þórarinsson, TF1AM sem sigraði þá með yfirburðum en þeir Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN og Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY voru í 2. og 3. sæti. Ennfremur var mikið rætt um loftnet (stangarnet, Yagi og HexBeam) og fæðilínur enda er sumartíminn loftnetatími. Loks var rætt um IARU HF World Championship keppnina sem fór fram um nýliðna helgi en a.m.k. sex TF kallmerki hafa sent inn keppnisupplýsingar en frestur til að skila gögnum er til 16. júlí.
Alls mættu 30 félagar og 3 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld miðsumarsblæstri í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!