,

OPIÐ HÚS VAR Í SKELJANESI 20. JÚLÍ

Mathías Hagvaag TF3MH, Alexander Björn Kerff Nielsen OZ2ALX, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA og Sveinn Goði Sveinsson TF3ID.

Opið hús var í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 20. júlí. Sérstakur gestur okkar var Alexander Björn Kerff Nielsen, OZ2ALX sem er staddur hér á landi í námsferð, en hann er nemandi í  „Civilingeniør, Fysik og Teknologi“ deild Syddansk Universitet (SDU).

Mikið var rætt um fjarskiptastöðvar á HF og VHF/UHF og annan búnað, s.s. loftnet og fæðilínur. Margir eru einmitt að vinna í loftnetum þessa dagana. Einnig var rætt um fjarskipti um gervitungl, en Alexander vinnur m.a. að smíði gervihnattar með öðrum verkfræðinemum í Danmörku. Fram kom, að sumir eru þegar farnir að undirbúa sig fyrir útileikana, en TF útileikarnir verða haldnir 5.-7. ágúst n.k.

Alls mættu 12 félagar og 1 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í sumarblíðu í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Benedikt Sveinsson TF1T, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG og Mathías Hagvaag TF3MH.
Björgvin Víglundsson TF3BOI, Eiður Kristinsson TF1EM og Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA.
Alexander Björn Kerff Nielsen OZ2ALX og Njáll H. Hilmarsson TF3NH í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Þakkir til Andrésar Þórarinssonar TF1AM fyrir ljósmyndir.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eighteen − 13 =