OPIÐ HÚS VAR Í SKELJANESI 20. JÚLÍ
Opið hús var í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 20. júlí. Sérstakur gestur okkar var Alexander Björn Kerff Nielsen, OZ2ALX sem er staddur hér á landi í námsferð, en hann er nemandi í „Civilingeniør, Fysik og Teknologi“ deild Syddansk Universitet (SDU).
Mikið var rætt um fjarskiptastöðvar á HF og VHF/UHF og annan búnað, s.s. loftnet og fæðilínur. Margir eru einmitt að vinna í loftnetum þessa dagana. Einnig var rætt um fjarskipti um gervitungl, en Alexander vinnur m.a. að smíði gervihnattar með öðrum verkfræðinemum í Danmörku. Fram kom, að sumir eru þegar farnir að undirbúa sig fyrir útileikana, en TF útileikarnir verða haldnir 5.-7. ágúst n.k.
Alls mættu 12 félagar og 1 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í sumarblíðu í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!