,

OPIÐ Í SKELJANESI 10. OKTÓBER.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 10. október frá kl. 20:00 til 22:00.

Fram fer afhending verðlaunagripa og viðurkenningaskjala í fjarskiptaleikum ársins:

  •  Páskaleikum ÍRA 2024, sem fram fóru 3.-5. maí.
  •  Sumarleikum ÍRA 2024, sem fram fóru 5.-7. júlí.
  •  TF útileikum ÍRA 2024,  sem fram fóru 3.-5. ágúst s.l.

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY umsjónarmaður páska- og sumarleikana og Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður útileikana munu afhenda viðurkenningar og hefst dagskrá kl. 20:30 stundvíslega.

QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og raða innkomnum kortum.

Félagsmenn fjölmennið. Veglegar kaffiveitingar.

Stjórn ÍRA.

Mynd 1.  Verðlaunagripir fyrir fyrstu þrjú sætin í Páskaleikunum 2024: (1) Andrés Þórarinsson, TF1AM; (2) Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY; og (3) Óðinn Þór Hallgrímsson.

Mynd 2. Viðurkenningarskjöl fyrir fjölda sambanda í Páskaleikunum 2024: (1) Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN; (2) Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY; og (3) Sigmundur Karlsson, TF3VE.

Upplýsingar um verðlaunahafa og ljósmyndir af viðurkenningum í sumarleikunum og TF útileikunum birtust í fyrri pósti.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twelve − 10 =