Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 10. ágúst.
Umræður voru á báðum hæðum, menn hressir og TF3IRA var í loftinu á FM á 2 metrum og á morsi á 17 metrum.
Yfir kaffinu var m.a. rætt um TF útileikana sem haldnir voru um síðustu helgi og báru menn saman bækur sínar. Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður leikanna staðfesti að mikið væri komið inn af dagbókum, en skilafrestur er fram á mánudag. Einnig var mikið rætt um loftnet, tæki og búnað og skilyrðin á böndunum, m.a. um QO-100 gervitunglið sem sendir merki á 10.489 GHz.
Þór Þórisson, TF1GW færði félaginu töluvert af vönduðu radíódóti.
Alls mættu 24 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í sumarblíðu og logni í vesturbænum í Reykjavík.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2023-08-11 10:41:162023-08-11 10:49:49OPIÐ VAR Í SKELJANESI 10. ÁGÚST
0replies
Leave a Reply
Want to join the discussion? Feel free to contribute!
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!