,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI 17. OKTÓBER

Opið var í Skeljanesi fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 17. október.

Í  fundarsal fóru fram óformlegar umræður, m.a. um DMR fjarskipti (Digital Mobile Radio) en stjórn félagsins samþykkti nýlega að standa fyrir uppsetningu DMR endurvarpa í Skeljanesi (sem félagið fékk að gjöf frá Finnlandi).

Til að undurbúa þær umræður, lágu frammi prentuð eintök af glærum Erik Finskas, OH2LAK/TF3EY frá erindi sem hann flutti í Skeljanesi vorið 2019. Í glærunum koma fram fróðlegar upplýsingar um DMR, vefslóð: https://onedrive.live.com/?authkey=%21AHYrwN21juFt5p0&id=B76BB14D3F52BFF4%2170754&cid=B76BB14D3F52BFF4&parId=root&parQt=sharedby&o=OneUp

.

Sérstakir gestir okkar voru radíóamatörar frá Slóveníu, Simon Pribec, S54MI; Luca Hrvatin, S53CL; og Agar Gorecan, S56RGA. Þeir eru búsettir í hafnarborginni Koper í suðvesturhluta Slóvenínu og eru félagar í „Klub Jardan Kooper; S59CST/S58W“.

Þeir ferðuðust m.a. um hringveginn og voru mjög hrifnir af náttúru landsins. Þeir höfðu meðferðis HF stöð og búnað og einnig fyrir QO-100 gervitunglið, en útveguðu sér diskloftnet hér á landi sem þeir síðan gáfu félaginu til að ráðstafa þegar þeir kvöddu í gærkvöldi.

Alls mættu 16 félagar og 3 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í haustblíðu og logni í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Pier Albert Kaspersma TF3PKN, Garðar Valberg Sveinsson TF8YY, Einar Kjartansson TF3EK, Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Mathías Hagvaag TF3MH (bak í myndavél).
Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS og Hrafnkell Eiríksson TF3HR. Fjær: Kristján Benediktsson TF3KB.
Í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Kristján Benediktsson TF3KB, Simon Pribec S54MI, Agar Gorecan S56RGA og Luca Hrvatin S53CL.
Agar Gorecan S56RGA, Luca Hrvatin S53CL og Simon Pribec, S54MI afhenda diskloftnetið góða.


Kveðja frá hópnum. QSL kortið er fyrir kallmerkið sem þeir nota frá félagstöðinni S59CST í keppnum, S58W. Myndir: TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two × three =