Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 2. febrúar. Skemmtilegt kvöld og góðar umræður á báðum hæðum.
Sérstakir gestir okkar voru Erik Finskas, OH2LAK (TF3EY) frá Mankkaa í Espoo í Finnlandi og Albert (Bert) Flower III, N1MXO frá Nantucket í Massachusetts í Bandaríkjunum.
Mikið var rætt um tækin, loftnet og annan búnað. Ennfremur um góð skilyrði á böndunum og um alþjóðlegar keppnir sem fram fóru um nýliðna helgi.
Erik og Benedikt tengdust FlexRadio Systems 6300 stöð Eriks sem sett var upp í fjarskiptaaðstöðu TF3T og TF3SG við Eyrarbakka í síðustu viku. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum voru menn áhugasamir þegar Benedikt var í sambandi við TF2MSN og TF3VE á 80 metrum um 6300 stöðina frá Eyrarbakka yfir netið í félagsaðstöðunni í Skeljanesi.
Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A hafði fært í hús ýmislegt radíódót, m.a. kóaxkapla með N-tengjum, HF og VHF RF magnara (100 og 500W), Yaesu rótora með stýrikössum og margt fleira sem var vinsælt og gekk vel út.
Alls mættu 22 félagar og 3 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld á miðvetri í léttri rigningu í vesturbænum í Reykjavík.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2023-02-03 12:48:482023-02-03 13:47:08OPIÐ VAR Í SKELJANESI 2. FEBRÚAR
0replies
Leave a Reply
Want to join the discussion? Feel free to contribute!
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!