,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI 2. FEBRÚAR

Skeljanesi 2. febrúar. Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Mathías Hagvaag TF3MH, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Guðmundur Birgir Pálsson TF3AK, Georg Kulp TF3GZ, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Albert Flower III N1MXO (bak í myndavél) og Erik Finskas OH2LAK/TF3EY.

Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 2. febrúar. Skemmtilegt kvöld og góðar umræður á báðum hæðum.

Sérstakir gestir okkar voru Erik Finskas, OH2LAK (TF3EY) frá Mankkaa í Espoo í Finnlandi og Albert (Bert) Flower III, N1MXO frá Nantucket í Massachusetts í Bandaríkjunum.

Mikið var rætt um tækin, loftnet og annan búnað. Ennfremur um góð skilyrði á böndunum og um alþjóðlegar keppnir sem fram fóru um nýliðna helgi.

Erik og Benedikt tengdust FlexRadio Systems 6300 stöð Eriks sem sett var upp í fjarskiptaaðstöðu TF3T og TF3SG við Eyrarbakka í síðustu viku. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum voru menn áhugasamir þegar Benedikt var í sambandi við TF2MSN og TF3VE á 80 metrum um 6300 stöðina frá Eyrarbakka yfir netið í félagsaðstöðunni í Skeljanesi.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A hafði fært í hús ýmislegt radíódót, m.a. kóaxkapla með N-tengjum, HF og VHF RF magnara (100 og 500W), Yaesu rótora með stýrikössum og margt fleira sem var vinsælt og gekk vel út.

Alls mættu 22 félagar og 3 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld á miðvetri í léttri rigningu í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Benedikt Sveinsson TF3T, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Njáll H. Hilmarsson TF3NH, Guðmundur Birgir Pálsson TF3AK, Georg Kulp TF3GZ, Pier Albert Kaspersma TF3KPN, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Mathías Hagvaag TF3MH, Albert Flower III N1MXO (fyrir enda borðs), Erik Finskas OH2LAK/TF3EY og Óskar Sverrisson TF3DC.
Frá vinstri: Albert Flower III N1MXO, Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Mathías Hagvaag TF3MH, Erik Finskas OH2LAK/TF3EY (bak í myndavél), Benedikt Sveinsson TF3T, Njáll H. Hilmarsson TF3NH, Guðmundur Birgir Pálsson TF3AK, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG (bak í myndavél), Georg Kulp TF3GZ og Pier Albert Kaspersma TF3KPN.
Frá vinstri: Albert Flower III N1MXO, Jónas Bjarnason TF3JB (fjær), Mathías Hagvaag TF3MH, Benedikt Sveinsson TF3T og Sveinn Goði Sveinsson TF3ID.
Hans Konrad Kristjánsson og Albert Flower III N1MXO ræddu áhugamálið. Fjær: Guðmundur Birgir Pálsson TF3AK, Björgvin Víglundsson TF3BOI, Benedikt Sveinsson TF3T og Sveinn Goði Sveinsson TF3ID.
Guðmundur Sveinsson TF3SG í fjarskiptaherbergi TF3IRA.
Hluti af radíódóti sem Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A færði félaginu nýlega. Ljósmyndir: TF3DC, TF3GZ og TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

16 − 6 =