OPIÐ VAR Í SKELJANESI 21. MARS
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 21. mars. Umræður voru á báðum hæðum, menn hressir og TF3IRA var í loftinu á 14 MHz SSB og á 7 MHz CW.
Mikið var rætt um loftnet og skilyrðin á böndunum, en undanfarna mánuði hafa verið hagstæð DX skilyrði á HF, enda er sólblettahámarki lotu (sólarsveiflu) 25 spáð síðar á þessu ári (2024).
Rætt var um CQ WW WPX SSB keppnina sem fram fer í lok mánaðarins, en stefnt er að þátttöku frá félagsstöðinni TF3W í fleirmenningsflokki. Einnig var rætt um Páskaleika ÍRA sem í ár fara fram helgina 3.-5. maí n.k.
Sérstakur gestur kvöldsins var Einar Sverrir Sandoz, TF3ES sem stóðst próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis s.l. laugardag. Hann er þegar búinn að afla sér Icom IC-7300 HF stöðvar, mAT-40 loftnetsaðlögunarrásar frá Mat-Tuner og stangarloftnets. Við óskum Einari til hamingju með kallmerkið og bjóðum hann velkominn í loftið.
Alls mættu 22 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í rólegu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.
.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!