,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI 23. FEBRÚAR

Skeljanesi 23. febrúar. Frá vinstri: Mathías Hagvaag TF3MH, Benedikt Sveinsson TF3T, James P. Kooistra KB8VUC, Ársæll Óskarsson TF3AO, Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Einar Kjartansson TF3EK og Sveinn Goði Sveinsson TF3ID.

Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 23. febrúar.

Sérstakir gestir okkar voru þeir Arngrímur Jóhannsson, TF5AD frá Akureyri og James P. Kooistra, KB8VUC sem er búsettur Wayland í Michiganríki í Bandaríkjunum.

Góð mæting, umræður á báðum hæðum, menn hressir og TF3IRA var QRV á 20M SSB.

Mikið var rætt um HF stöðvar og nýjar VHF/UHF stöðvar. M.a. Elecraft K4D, FlexRadio 6600, Anan 8000DLE MK II og nýju Yaesu FTM-500DR bílstöðina. James, KB8VUC sagði okkur m.a. frá klúbbstarfsemi radíóamatöra á því svæði sem hann býr í Michigan.

Alls mættu 30 félagar og 2 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld á Góu í mildu veðri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

James P. Kooistra KB8VUC og Ársæll Óskarsson TF3AO.
Frá vinstri: Sigurður Harðarson TF3WS (standandi), Einar Kjartansson TF3EK, Njáll H. Hilmarsson TF3NH, Ágúst H. Bjarnason TF3OM, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Mathías Hagvaag TF3M (fyrir enda borðs).
Hans Konrad Kristjánsson TF3FG og Georg Kulp TF3GZ.
Arngrímur Jóhannsson TF5AD og Sigurður Harðarson TF3WS.
Arngrímur TF5AD prófar Kent pöllurnar og innbyggða rafmagnsmorslykilinn í Icom IC-7300 stöðinni.
James P. Kooistra KB8VUC í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Hann náði m.a. samböndum á SSB heim til Bandaríkjanna í góðum skilyrðum.
Mynd af tilkynningatöflu ÍRA. James, KB8VUC færði okkur bréf frá formanni Allegan County Amateur Radio Club í Michigan þar sem hann er félagi. Stjórn ÍRA þakkar góðar kveðjur og var James beðinn um að skila vinakveðjum frá radíóamatörum á Íslandi þegar hann kemur aftur heim til Bandaríkjanna. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four + 7 =