OPIÐ VAR Í SKELJANESI 25. JANÚAR
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 25. janúar. Góðar umræður, menn hressir og TF3IRA var í loftinu á 14 MHz á morsi.
Sérstakur gestur okkar var Sergii Matlash, US5LB frá Úkraínu. Serge hefur verið búsettur á Suðurnesjum um nokkurra mánaða skeið. Hann er mikill áhugamaður um mors og færði félaginu að gjöf tvo morslykla. Annar er borðlykill og hinn er lykill af burðarstöð. Þetta eru lyklar í fullkomnu lagi sem gefa mjúka og örugga lyklun. Þakkir til Serge fyrir góða gjöf. Lyklunum verður fundinn staður í fjarskiptaherbergi TF3IRA.
Alls mættu 11 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld þrátt fyrir erfiða vetrarfærð í höfuðborginni.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!