,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI 28. SEPTEMBER

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 28. ágúst. Umræður voru á báðum hæðum, allir hressir og TF3IRA var í loftinu á 7 MHz á morsi og 14 MHz á SSB.

Sérstakir gestir okkar voru þau Greg Zier, KA9VDU og XYL Brenda sem eru búsett í Mcfarland í Wisconsin í Bandaríkjunum og frá Reyðarfirði, Baldur Sigurðsson, TF6-ØØ9. Greg náði m.a. samböndum við tvo radíóamatöra heima í Mcfarland á 14 MHz SSB.

Glæsileg fræðsludagskrá félagsins sem hefst í næstu viku (5. október) lá frammi á prentuðu formi fyrir viðstadda að taka með heim. Dagskráin er komin á heimasíðuna og má sækja hana með því að smella á þessa vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2023/09/dagskr.pdf

Yfir kaffinu var m.a. rætt um námskeið ÍRA til amatörprófs sem hófst í Háskólanum í Reykjavík 25. september s.l. Einnig var rætt um loftnet, tæki og búnað og skilyrðin á böndunum, þ.á.m. um QO-100 gervitunglið.

Alls mættu 23 (þar af 3 gestir) í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Pier Albert Kaspersma TF3PKN, Jón Björnsson TF3PW, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID og Hans Konrad Kristjánsson TF3FG.
Andrés Þórarinsson TF1AM, Greg Zier KA9VDU og XYL Brenda.
Andrés Þórarinsson TF1AM og Haukur Konráðsson TF3HK.
Fræðsludagskrá ÍRA haustið 2023 var til dreifingar í félagsaðstöðunni. Myndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × one =