OPIÐ VAR Í SKELJANESI 28. SEPTEMBER
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 28. ágúst. Umræður voru á báðum hæðum, allir hressir og TF3IRA var í loftinu á 7 MHz á morsi og 14 MHz á SSB.
Sérstakir gestir okkar voru þau Greg Zier, KA9VDU og XYL Brenda sem eru búsett í Mcfarland í Wisconsin í Bandaríkjunum og frá Reyðarfirði, Baldur Sigurðsson, TF6-ØØ9. Greg náði m.a. samböndum við tvo radíóamatöra heima í Mcfarland á 14 MHz SSB.
Glæsileg fræðsludagskrá félagsins sem hefst í næstu viku (5. október) lá frammi á prentuðu formi fyrir viðstadda að taka með heim. Dagskráin er komin á heimasíðuna og má sækja hana með því að smella á þessa vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2023/09/dagskr.pdf
Yfir kaffinu var m.a. rætt um námskeið ÍRA til amatörprófs sem hófst í Háskólanum í Reykjavík 25. september s.l. Einnig var rætt um loftnet, tæki og búnað og skilyrðin á böndunum, þ.á.m. um QO-100 gervitunglið.
Alls mættu 23 (þar af 3 gestir) í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!