,

FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 3. MARS

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 3. mars. QSL stjóri hafði flokkað nýjar kortasendingar í hólfin og veglegt var með kaffinu frá Björnsbakaríi.

Hressir menn, góðar umræður og ekki laust við að það væri vortilfinning í lofti enda hlé á lægðagangi og stutt í jafndægur á vori. Það var því mikið rætt um mismunandi loftnet, loftnetsturna, rótora, aðlögun loftneta og skilyrðin. Ennfremur rætt um alþjóðlegu ARRL keppnina sem fram fer á SSB um helgina.   

Alls mættu 12 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í rólegu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Skeljanesi 3. mars. Frá vinstri: Mathías Hagvaag TF3MH, Benedikt Sveinsson TF3T, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Georg Kulp TF3GZ, Jónas Bjarnason TF3JB, Þórður Adolfsson TF3DT og Sveinn Goði Sveinsson TF3ID. Ljósmynd: Jón Björnsson TF3PW.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × 4 =