OPIÐ VAR Í SKELJANESI 3. OKTÓBER.
Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 3. október.
Góðar umræður og ágætt opnunarkvöld, enda næg umræðuefni þegar áhugamálið er annars vegar. Opið á báðum hæðum og kaffiveitingar. Félagsstöðin TF3IRA var virkjuð bæði á morsi og tali á 14 MHz í ágætum skilyrðum. Sérstakur gestur okkar var Elín Sigurðardóttir, TF2EQ/PA2EQ sem stundar háskólanám í Hollandi.
Rætt var m.a. um CQ WW RTTY keppnina sem fram fór 28.-29. september s.l. Þeir félagar, Ársæll Óskarsson, TF3AO, Georg Magnússon, TF2LL og Jón Gunnar Harðarson, TF3PPN virkjuðu kallmerkið TF2R frá QTH TF2LL í Borgarfirði. Fjöldi sambanda var um 2.500 og fjöldi stiga var nær 3 milljónir. Keppt var í „Multi-Op One, High, Assisted“ flokki. Ársæll sagði okkur m.a. frá áhugaverðum skilyrðunum í keppninni.
Einnig var rætt um HF stöðvar, m.a. nýju Icom IC-7760 200W HF stöðina, nýju FlexRadio 8000 línuna, Elecraft K4 línuna og nýju Yaesu QRP stöðina á HF, VHF og UHF, gerð FTX-1F (sem kemur í stað FT-818ND). Einnig var rætt um HF og VHF loftnet, m.a. stangarloftnet fyrir lægri böndin og „Beverage“ loftnet fyrir viðtöku á lægri böndunum.
Alls mættu 23 félagar og 3 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu haustveðri í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!