,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI 7. SEPTEMBER

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 7. september. Umræður voru á báðum hæðum, menn hressir og TF3IRA var QRV á 7 og 14 MHz.

Yfir kaffinu var mikið rætt um loftnet, tæki og búnað og skilyrðin á böndunum. Margir velta fyrir sér uppsetningu á nýjum loftnetum, en stærstu alþjóðlegu keppnir ársins eru framundan. Einnig komu góðir gestir í hús sem íhuga að taka þátt í námskeiði félagsins sem hefst 25. september n.k. í HR, bæði í stað- og fjarnámi. Þá hafði töluvert borist af góðu radíódóti frá þeim TF3TV og TF3WS.

Alls mættu 25 félagar og 2 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í kyrru síðsumarveðri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Björgvin Víglundsson TF3BOI (standandi), Jón Björnsson TF3PW, Einar Kjartansson TF3EK, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Mathías Hagvaag TF3MH.
Benedikts Sveinsson TF3T, Erling Guðnason TF3E og Einar Kjartansson TF3EK. Benedikt sýndi okkur áhugaverðan heimasmíðaðan loftnetsrofa.
Gestir félagsins þetta fimmtudagskvöld voru tveir ungir menn úr hugbúnaðargeiranum sem íhuga að skella sér á námskeið ÍRA til amatörleyfis sem hefst 25. september n.k. Með þeim á mynd er Sveinn Goði Sveinsson TF3ID.
Kristján Benediktsson TF3KB, Ólafur Örn Ólafsson TF1OL og Mathías Hagvaag TF3MH. Ólafur er nýkominn til landsins úr þriggja mánaða ferð með eigin bifreið og fjarskiptabúnað um Evrópu. Hann var m.a. QRV frá 11 DXCC löndum /M.
Þorvaldur Bjarnason TF3TB og Bernhard M. Svavarsson TF3BS ræddu m.a. um aflgjafa.
Erling Guðnason TF3E og Georg Kulp TF3GZ.
Hluti af radíódóti sem Sigurður Harðarson TF3WS færði félaginu nýlega.
Mynd af radíódóti sem Ásgeir Sigurðsson TF3TV færði félaginu nýlega. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

nine − 8 =