,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI 9. FEBRÚAR

Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 9. febrúar.

Sérstakur gestur okkar var Albert (Bert) Flower III, N1MXO frá Nantucket í Massachusetts í Bandaríkjunum. Hann var að heimsækja okkur annan fimmtudaginn í röð og tók m.a. nokkur sambönd frá TF3IRA á heimaslóðir á austurströnd Bandaríkjanna.

Umræður voru um tækin, m.a. nýjar stöðvar sem sagt er að séu væntanlegar á markað samkvæmt upplýsingum á netinu. Mikið var líka rætt um DX-leiðangurinn til Bouvetøya, 3YØJ sem er nr. 2 á lista Club log yfir eftirsóttustu DXCC einingarnar. Það fréttist, að a.m.k. TF3SG hafi náð sambandi við leiðangurinn á morsi á 10 MHZ sem er glæsilegur árangur!

Sigurður Harðarson, TF3WS hafði fært í hús fyrir opnun, ýmislegt radíódót sem komið var fyrir í ganginum niðri. Þakkir til Sigga fyrir hlýhug til félagsins.

Alls mættu 16 félagar og 1 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld á miðvetri í froststilltu veðri í vesturbænum í Reykjavík. Þakkir til Georgs Kulp, TF3GZ fyrir ljósmyndir.

Stjórn ÍRA.

Við stóra fundarborðið. Mathías Hagvaag TF3MH, Ársæll Óskarsson TF3AO, Georg Magnússon TF2LL og Heimir Konráðsson TF1EIN.
Sveinn Goði Sveinsson TF3ID og Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA skoða búnað TF3IRA sem notaður er til fjarskipta um QO-100 gervitunglið.
Mark N1MXO og Hans Konrad Kristjánsson TF3FG. Mark var þakklátur fyrir móttökurnar og sagðist hrifinn af starfsemi félagsins sem væri sambærileg við það besta sem hann þekkti til í Bandaríkjunum.
Mark N1MXO í loftinu frá TF3IRA. Njáll H. Hilmarsson TF3NH fylgist með.
Þorvaldur Bjarnason TF3TB og Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA ræddu m.a. loftnet og flutningslínur.
Hluti af radíódótinu sem Sigurður Harðarson TF3WS færði félaginu 9. febrúar. Ljósmyndir: Georg Kulp TF3GZ.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × three =