OPIÐ VAR Í SKELJANESI 9. FEBRÚAR
Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 9. febrúar.
Sérstakur gestur okkar var Albert (Bert) Flower III, N1MXO frá Nantucket í Massachusetts í Bandaríkjunum. Hann var að heimsækja okkur annan fimmtudaginn í röð og tók m.a. nokkur sambönd frá TF3IRA á heimaslóðir á austurströnd Bandaríkjanna.
Umræður voru um tækin, m.a. nýjar stöðvar sem sagt er að séu væntanlegar á markað samkvæmt upplýsingum á netinu. Mikið var líka rætt um DX-leiðangurinn til Bouvetøya, 3YØJ sem er nr. 2 á lista Club log yfir eftirsóttustu DXCC einingarnar. Það fréttist, að a.m.k. TF3SG hafi náð sambandi við leiðangurinn á morsi á 10 MHZ sem er glæsilegur árangur!
Sigurður Harðarson, TF3WS hafði fært í hús fyrir opnun, ýmislegt radíódót sem komið var fyrir í ganginum niðri. Þakkir til Sigga fyrir hlýhug til félagsins.
Alls mættu 16 félagar og 1 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld á miðvetri í froststilltu veðri í vesturbænum í Reykjavík. Þakkir til Georgs Kulp, TF3GZ fyrir ljósmyndir.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!