OX/DB5MH týndur á Grænlandi
Nýrri fréttir … Þess má geta að Grænlensk yfirvöld hafa hafið leit að honum þannig að málið lítur ekki of vel út.
Sæl allir.
Ég var beðinn að koma áfram þeim skilaboðum að þjóðverji sem hefur verið á ferð á Grænlandi og ætlaði að vera farinn heim skilaði sér ekki í flug. Hann hefur kallmerkið OX/DB5MH og heitir Michael, síðast heyrðist frá honum þann 16. júlí, hann er á svæðinu norður af Nuuk. Þess er óskað að íslenzkir radioamatörar hlusti eftir honum næstu kvöld kl. 21:00 GMT á tíðninni 14260 KHz þar sem óvíst er hvort eitthvað hafi komið fyrir hann en hann ætlaði að vera í sambandi daglega kl. 21:00 á þessari tíðni.
73 de TF3GW
Daddi
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!