Ég rakst í morgun á þessa frétt sem mér finnst eiga miklu betur við okkur radíóáhugamenn sem forsíðufrétt en sú sem var hér í fyrsta sæti.. fréttin er um þá nýju tækni sem er að þróast í framhaldi af SDR-tækninni að staðsetja tækin nær loftnetinu eða jafnvel innbyggð í loftnetin. Við lestur fréttarinnar mundi ég líka allt í einu eftir því að þegar Villi DX kom heim frá sínu námi í USA fyrir einum mannsaldri eða svo var hann uppfullur af hugmyndum um að bestu viðtækin væru með beina umbreytingu frá RF í AF án millitíðni og án allra LC rása á inngangi. Nú er þessi Villa-veröld orðin að veruleika eins og kannski allir vita en fyrir þá sem kannski ekki hafa alveg fylgst með gæti verið áhugavert að lesa þessa frétt.
Ég get heldur ekki látið hjá líða að minnast Skyggnis heitins en hann var eimmitt byggður á þennan hátt, að vísu þannig að virkni 32 metra loftnetsins var dregin inn að tækjunum með hjálp spegla.
Pushing Software Radio Closer To The Antenna
By Pentek, Inc.
New technologies offer engineers of SDR (software-defined radio) systems diverse opportunities to perform digital-signal processing much closer to the antenna than ever before. Strategies for doing so include the latest wideband data converters, monolithic receiver chips, compact RF tuners, and remote receiver modules using gigabit serial interfaces. Each approach presents benefits and tradeoffs that must be considered in choosing the optimal solution for a given application.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3SG - Guðmundur Sveinssonhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3SG - Guðmundur Sveinsson2014-02-18 14:40:272017-07-24 14:40:52TF3AM og TF2LL hætta í stjórn ÍRA
Dagana 9. til 12. maí næstkomandi verður haldin alþjóðleg ráðstefna kvenradíóamatöra hér á Íslandi, International Young Lady conference. 26 erlendir gestir, 16 YL og 10 OM hafa boðað komu sína á ráðstefnuna. Anna Henriksdóttir, TF3VB, og Vala Dröfn Hauksdóttir, TF3VD, skipuleggja ráðstefnuna og ÍRA kemur að ráðstefnunni á ýmsan hátt.
Föstudaginn 9. maí fer hópurinn í skoðunarferð um Reykjavík sem endar í Skerjafirðinum hjá ÍRA um kl. 16. Félagsmenn ÍRA eru hvattir til að kíkja við í Skerjafirðinum á leið heim úr vinnu þann dag, hitta erlendu gestina, spjalla um áhugamálið og kynna sig.
Laugardaginn 10. maí ætla konurnar að eiga stund saman en karlarnir fara í “dagvistun” hjá ÍRA. Þann dag frá kl. 10 til 15 verður opið hús í Skerjafirðinum þar sem erlendu gestunum gefst tækifæri til að taka í lykilinn, prófa mækinn og skoða búnað TF3IRA, jafnvel taka þátt í einhverju verkefni við stöðina eins og að lagfæra eða setja upp loftnet.
Sunnudaginn 11. maí verður hinn eiginlegi ráðstefnudagur og eru ÍRA félagar og aðrir áhugasamir velkomnir á ráðstefnuna. Á ráðstefnunni kynna Íslenskir fyrirlesarar ýmis fjarskiptatengd verkefni á ensku. Meðal annars ætlar starfsmaður 112 að kynna öryggisfjarskiptakerfi landsins og Sólveig Þorvaldsdóttir fyrrum framkvæmdastjóri Almannavarna ætlar að segja frá ýmsum alþjóðlegum rústabjörgunarverkefnum og mikilvægi fjarskipta þeim tengdum. Ráðstefnan verður frá kl. 13 til 16 og er þátttökugjaldið 1.500 kr. Á ráðstefnunni verður boðið uppá kaffi og meðlæti.
Að kvöldi sunnudagsins stendur ÍRA félögum til boða að taka þátt í hátíðarkvöldverði ráðstefnunnar. Kvöldverður, 3 rétta, kostar 9.500 á mann.
Þeir sem koma bæði á ráðstefnu og kvöldverð greiða fyrir það samtals 10.000 krónur.
Vegna vinnu við skipulag ráðstefnunnar er mikilvægt að áhugasamir skrái sig, að minnsta kosti á kvöldverðinn, sem fyrst eða í síðasta lagi fyrir 15. mars. Vala tekur við skráningu í netfangið tf3vd@centrum.is.
Félagsmenn eru hvattir til að nýta sér þetta einstaka tækifæri til að hitta amatöra víða að. Anna og Vala verða á opnu húsi fimmtudaginn 27. mars í Skeljanesi og segja frá alþjóðlegu samstarfi YL, ráðstefnum sem þær hafa farið á og starfinu sem framundan er. Nánar verður sagt frá ráðstefnunni í næsta CQTF.
TF3SG, TF3VD, TF3VB og TF3JA hittust í Skeljanesi í kvöld til að spjalla þátt ÍRA í IYL2014.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00Jón Þóroddur Jónssonhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngJón Þóroddur Jónsson2014-02-18 14:38:212017-07-24 14:40:21IYL 2014 – YL ráðstefna á Íslandi í vor
Nýtt SteppIR loftnet var sett upp í dag á þaki viðbyggingar. Hér á eftir fylgja nokkrar myndir frá því fyrr í dag.
Benedikt Sveinsson, TF3CY og synir hans Kári og Snorri, Guðmundur Sveinsson TF3SG og sonur hans Andreas Guðmundsson unnu saman að því að koma fyrir stögum og strekkja stögin. Stefán Arndal, TF3SA og Rósa Kristjánsdóttir (XYL, TF3SA) komu í Skeljanes og fylgdust með. Seinna komu Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA og Haraldur Þórðarson, TF3HP.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3SG - Guðmundur Sveinssonhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3SG - Guðmundur Sveinsson2014-02-09 14:31:382017-07-24 14:38:09SteppIR settur upp
Hátt í 30 radíóáhugamenn mættu í Skeljanesið í gærkvöldi og hlustuðu á fyrirlestur Hauks Konráðssonar, TF3HK, um mælitækni, Ýmislegt áhugavert kom þar fram sem ekki allir hafa hugsað um eins og hversu varasamt er að tengja tíðnirófssjá við loftnet. En sjón er sögu ríkri og hér á eftir er vísun á skjámyndirnar sem Haukur sýndi og útskýrði fyrir okkur. Haukur fékk margar spurningar og sýndi heimasmíðaða tíðnirófssjá.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00Jón Þóroddur Jónssonhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngJón Þóroddur Jónsson2014-02-07 14:13:142017-07-24 14:15:19TF3HK var með fyrirlestur um sveiflu- og tíðnirófssjár í gærkvöldi
Hér fyrir neðan er að finna tengil á túlkun og greinargerð Prófnefndar félagsins á því sem snýr að lærlingum í 4. grein reglugerðar 348/2004 um starfsemi radíóáhugamanna.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3SG - Guðmundur Sveinssonhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3SG - Guðmundur Sveinsson2014-02-05 13:06:212017-07-24 14:11:44Prófnefnd – túlkun á 4.gr.reglugerðar 348/2004 sem snýr að lærlingum
Haukur Konráðsson, TF3HK, verður með fyrirlestur um mælitækni í Skeljanesi fimmtudagskvöldið 6. febrúar klukkan 20:15. Haukur ætlar að fjalla um:
“Styrk versus tíma og tíðnimælingar merkja með sveiflusjá og tíðnirófsgreini. Algengustu mistök við notkun og túlkun gagna. Aðhæfing mælitækis að mælipunkti. Má nota hugbúnað ásamt hljóðkorti PC tölvu við mælingar LF og RF merkja?”
Auglýst er eftir ritstjóra CQ TF. Um skipun ritstjóra og útgáfumála CQ TF er fjallað í 26. gr. laga ÍRA. Vinsamlegast sendið tölvupóst til stjórnar ÍRA á tölvupóstfangið ira@ira.is.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3SG - Guðmundur Sveinssonhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3SG - Guðmundur Sveinsson2014-01-21 13:05:292017-07-24 13:05:46Auglýsing, auglýst eftir ritstjóra CQ TF
Tökum daginn snemma á sunnudaginn og mætum vestur í Skeljanes í kaffi og nýbakað. Á dagskrá er að skoða væntanlega uppsetningu á StepIR loftneti sem félagið festi kaup á fyrir nokkru.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3SG - Guðmundur Sveinssonhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3SG - Guðmundur Sveinsson2014-01-17 13:05:042017-07-24 13:05:22Sunnudagsopnun 19. janúar
Nú er unnið að því að setja fundargerðir stjórnar ÍRA á starfsári stjórnar 2013 til 2014 á vef félagsins. Með því er félagsmönnum auðveldað að nálgast upplýsingar um starf stjórnar og það mikla og fjölbreytta starf sem fram fer.
Nú þegar eru tvær fundargerðir aðgengilegar með því að smella á linkinn til vinstri, félagið, og svo linkinn fundargerðir stjórnar ÍRA eða fara styttri leið, smella beint á takkann, Fundargerðir stjórnar.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3SG - Guðmundur Sveinssonhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3SG - Guðmundur Sveinsson2014-01-13 13:04:412017-07-24 13:04:58Fundargerðir stjórnar ÍRA 2013 – 2014 nú brátt aðgengilegar á heimasíðu ÍRA.
Á stjórnarfundi sem haldinn var 11. Janúar var ákveðið að kanna áhuga nemenda á þáttöku í næsta námskeiði til nýliðaprófs með auglýsingu. Því er hér með komið á framfæri við nemendur að þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í næsta námskeiði eru vinsamlegast beðnir að senda inn nafn og kt., símanúmer og tölvupóstfang á netfangið ira@ira.is eða hafa samband í síma 896 0814.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3SG - Guðmundur Sveinssonhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3SG - Guðmundur Sveinsson2014-01-13 13:04:142017-07-24 13:04:35Amatörpróf, könnun á áhuga
Á stjórnarfundi ÍRA í dag varð sú breyting á stjórn ÍRA að Sigurður Óskar Óskarsson, TF2WIN tekur sæti í stjórn ÍRA. Breytingin er í samræmi við 9. grein laga ÍRA sem segir að varamaður skuli taka við segi stjórnarmaður af sér. Við þetta tækifæri eru Sigurði Óskari Óskarssyni færðar heillaóskir stjórnarmanna og hann boðinn velkominn.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3SG - Guðmundur Sveinssonhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3SG - Guðmundur Sveinsson2014-01-13 13:03:412017-07-24 13:04:06Stjórn ÍRA, breyting, Sigurður Óskar Óskarsson tekur sæti í stjórn ÍRA
Færum tækin nær loftnetinu
Sælir félagar.
Ég rakst í morgun á þessa frétt sem mér finnst eiga miklu betur við okkur radíóáhugamenn sem forsíðufrétt en sú sem var hér í fyrsta sæti.. fréttin er um þá nýju tækni sem er að þróast í framhaldi af SDR-tækninni að staðsetja tækin nær loftnetinu eða jafnvel innbyggð í loftnetin. Við lestur fréttarinnar mundi ég líka allt í einu eftir því að þegar Villi DX kom heim frá sínu námi í USA fyrir einum mannsaldri eða svo var hann uppfullur af hugmyndum um að bestu viðtækin væru með beina umbreytingu frá RF í AF án millitíðni og án allra LC rása á inngangi. Nú er þessi Villa-veröld orðin að veruleika eins og kannski allir vita en fyrir þá sem kannski ekki hafa alveg fylgst með gæti verið áhugavert að lesa þessa frétt.
Ég get heldur ekki látið hjá líða að minnast Skyggnis heitins en hann var eimmitt byggður á þennan hátt, að vísu þannig að virkni 32 metra loftnetsins var dregin inn að tækjunum með hjálp spegla.
Pushing Software Radio Closer To The Antenna
By Pentek, Inc.
New technologies offer engineers of SDR (software-defined radio) systems diverse opportunities to perform digital-signal processing much closer to the antenna than ever before. Strategies for doing so include the latest wideband data converters, monolithic receiver chips, compact RF tuners, and remote receiver modules using gigabit serial interfaces. Each approach presents benefits and tradeoffs that must be considered in choosing the optimal solution for a given application.
73 de TF3JA
TF3AM og TF2LL hætta í stjórn ÍRA
Úr stjórn ÍRA hafa sagt sig:
Andrés Þórarinsson TF3AM hefur í tölvupósti á Irapósti sagt sig úr stjórn ÍRA.
Georg Magnússon, TF2LL hefur með tölvupóst tilkynnt að hann sé hættur í stjórn ÍRA.
Það er með trega sem stjórn ÍRA horfir á eftir Andrési og Georg hverfa á braut úr stjórn ÍRA. Formaður ÍRA færir þeim þakkir fyrir samstarfið.
73
Guðmundur, TF3SG
IYL 2014 – YL ráðstefna á Íslandi í vor
Dagana 9. til 12. maí næstkomandi verður haldin alþjóðleg ráðstefna kvenradíóamatöra hér á Íslandi, International Young Lady conference. 26 erlendir gestir, 16 YL og 10 OM hafa boðað komu sína á ráðstefnuna. Anna Henriksdóttir, TF3VB, og Vala Dröfn Hauksdóttir, TF3VD, skipuleggja ráðstefnuna og ÍRA kemur að ráðstefnunni á ýmsan hátt.
Föstudaginn 9. maí fer hópurinn í skoðunarferð um Reykjavík sem endar í Skerjafirðinum hjá ÍRA um kl. 16. Félagsmenn ÍRA eru hvattir til að kíkja við í Skerjafirðinum á leið heim úr vinnu þann dag, hitta erlendu gestina, spjalla um áhugamálið og kynna sig.
Laugardaginn 10. maí ætla konurnar að eiga stund saman en karlarnir fara í “dagvistun” hjá ÍRA. Þann dag frá kl. 10 til 15 verður opið hús í Skerjafirðinum þar sem erlendu gestunum gefst tækifæri til að taka í lykilinn, prófa mækinn og skoða búnað TF3IRA, jafnvel taka þátt í einhverju verkefni við stöðina eins og að lagfæra eða setja upp loftnet.
Sunnudaginn 11. maí verður hinn eiginlegi ráðstefnudagur og eru ÍRA félagar og aðrir áhugasamir velkomnir á ráðstefnuna. Á ráðstefnunni kynna Íslenskir fyrirlesarar ýmis fjarskiptatengd verkefni á ensku. Meðal annars ætlar starfsmaður 112 að kynna öryggisfjarskiptakerfi landsins og Sólveig Þorvaldsdóttir fyrrum framkvæmdastjóri Almannavarna ætlar að segja frá ýmsum alþjóðlegum rústabjörgunarverkefnum og mikilvægi fjarskipta þeim tengdum. Ráðstefnan verður frá kl. 13 til 16 og er þátttökugjaldið 1.500 kr. Á ráðstefnunni verður boðið uppá kaffi og meðlæti.
Að kvöldi sunnudagsins stendur ÍRA félögum til boða að taka þátt í hátíðarkvöldverði ráðstefnunnar. Kvöldverður, 3 rétta, kostar 9.500 á mann.
Þeir sem koma bæði á ráðstefnu og kvöldverð greiða fyrir það samtals 10.000 krónur.
Vegna vinnu við skipulag ráðstefnunnar er mikilvægt að áhugasamir skrái sig, að minnsta kosti á kvöldverðinn, sem fyrst eða í síðasta lagi fyrir 15. mars. Vala tekur við skráningu í netfangið tf3vd@centrum.is.
Heimasíða ráðstefnunnar er hér: www.iyl.ritmal.is
Félagsmenn eru hvattir til að nýta sér þetta einstaka tækifæri til að hitta amatöra víða að. Anna og Vala verða á opnu húsi fimmtudaginn 27. mars í Skeljanesi og segja frá alþjóðlegu samstarfi YL, ráðstefnum sem þær hafa farið á og starfinu sem framundan er. Nánar verður sagt frá ráðstefnunni í næsta CQTF.
TF3SG, TF3VD, TF3VB og TF3JA hittust í Skeljanesi í kvöld til að spjalla þátt ÍRA í IYL2014.
SteppIR settur upp
Nýtt SteppIR loftnet var sett upp í dag á þaki viðbyggingar. Hér á eftir fylgja nokkrar myndir frá því fyrr í dag.
Benedikt Sveinsson, TF3CY og synir hans Kári og Snorri, Guðmundur Sveinsson TF3SG og sonur hans Andreas Guðmundsson unnu saman að því að koma fyrir stögum og strekkja stögin. Stefán Arndal, TF3SA og Rósa Kristjánsdóttir (XYL, TF3SA) komu í Skeljanes og fylgdust með. Seinna komu Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA og Haraldur Þórðarson, TF3HP.
TF3HK var með fyrirlestur um sveiflu- og tíðnirófssjár í gærkvöldi
Hátt í 30 radíóáhugamenn mættu í Skeljanesið í gærkvöldi og hlustuðu á fyrirlestur Hauks Konráðssonar, TF3HK, um mælitækni, Ýmislegt áhugavert kom þar fram sem ekki allir hafa hugsað um eins og hversu varasamt er að tengja tíðnirófssjá við loftnet. En sjón er sögu ríkri og hér á eftir er vísun á skjámyndirnar sem Haukur sýndi og útskýrði fyrir okkur. Haukur fékk margar spurningar og sýndi heimasmíðaða tíðnirófssjá.
TF3HK
Prófnefnd – túlkun á 4.gr.reglugerðar 348/2004 sem snýr að lærlingum
Hér fyrir neðan er að finna tengil á túlkun og greinargerð Prófnefndar félagsins á því sem snýr að lærlingum í 4. grein reglugerðar 348/2004 um starfsemi radíóáhugamanna.
Mælitækni 6. febrúar í Skeljanesi
Haukur Konráðsson, TF3HK, verður með fyrirlestur um mælitækni í Skeljanesi fimmtudagskvöldið 6. febrúar klukkan 20:15. Haukur ætlar að fjalla um:
“Styrk versus tíma og tíðnimælingar merkja með sveiflusjá og tíðnirófsgreini. Algengustu mistök við notkun og túlkun gagna. Aðhæfing mælitækis að mælipunkti. Má nota hugbúnað ásamt hljóðkorti PC tölvu við mælingar LF og RF merkja?”
Auglýsing, auglýst eftir ritstjóra CQ TF
Auglýst er eftir ritstjóra CQ TF. Um skipun ritstjóra og útgáfumála CQ TF er fjallað í 26. gr. laga ÍRA. Vinsamlegast sendið tölvupóst til stjórnar ÍRA á tölvupóstfangið ira@ira.is.
73
Guðmundur, TF3SG
Sunnudagsopnun 19. janúar
Sunnudagsopnun 19. janúar.
Tökum daginn snemma á sunnudaginn og mætum vestur í Skeljanes í kaffi og nýbakað. Á dagskrá er að skoða væntanlega uppsetningu á StepIR loftneti sem félagið festi kaup á fyrir nokkru.
73
Guðmundur, TF3SG
Fundargerðir stjórnar ÍRA 2013 – 2014 nú brátt aðgengilegar á heimasíðu ÍRA.
Nú er unnið að því að setja fundargerðir stjórnar ÍRA á starfsári stjórnar 2013 til 2014 á vef félagsins. Með því er félagsmönnum auðveldað að nálgast upplýsingar um starf stjórnar og það mikla og fjölbreytta starf sem fram fer.
Nú þegar eru tvær fundargerðir aðgengilegar með því að smella á linkinn til vinstri, félagið, og svo linkinn fundargerðir stjórnar ÍRA eða fara styttri leið, smella beint á takkann, Fundargerðir stjórnar.
73
Guðmundur, TF3SG
Amatörpróf, könnun á áhuga
Á stjórnarfundi sem haldinn var 11. Janúar var ákveðið að kanna áhuga nemenda á þáttöku í næsta námskeiði til nýliðaprófs með auglýsingu. Því er hér með komið á framfæri við nemendur að þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í næsta námskeiði eru vinsamlegast beðnir að senda inn nafn og kt., símanúmer og tölvupóstfang á netfangið ira@ira.is eða hafa samband í síma 896 0814.
73
Guðmundur, TF3SG
Stjórn ÍRA, breyting, Sigurður Óskar Óskarsson tekur sæti í stjórn ÍRA
Á stjórnarfundi ÍRA í dag varð sú breyting á stjórn ÍRA að Sigurður Óskar Óskarsson, TF2WIN tekur sæti í stjórn ÍRA. Breytingin er í samræmi við 9. grein laga ÍRA sem segir að varamaður skuli taka við segi stjórnarmaður af sér. Við þetta tækifæri eru Sigurði Óskari Óskarssyni færðar heillaóskir stjórnarmanna og hann boðinn velkominn.
73
Guðmundur, TF3SG