Rétt uppúr átta í gærkvöldi mátti heyra TF3IRA í morsesambandi við TF3DX/M. Á lyklinum í Skeljanesi var Paul, W0AIH. Að loknu sambandinu sagði Paul kankvís ” I am not a keysqueezer” sem allir morsarar vita hvað þýðir. Eftirá sagði Villi, TF3DX að þetta hefði verið alger tilviljun að á leiðinni í Skeljanes var hann með tækið stillt á sömu tíðni og TF3IRA þegar Paul sendi út CQ á lágu afli rétt til að prófa lykilinn. Paul og Mary kona hans voru í stuttu stoppi á Íslandi á leið sinni til Evrópu að áeggjan TF3Y, TF3SA og fleiri amatöra sem haft hafa samband við hann gegnum árin. Paul er mikill keppnismaður og hefur á nokkrum áratugum byggt upp með hjálp fjöldra góðra vina mikla keppnisstöð í Wisconsin, USA. Hann var með mjög skemmtilega kynningu vestur í ÍRA í gærkvöldi þar sem hann rakti sögu sína og stöðvarinnar, W0AIH, og kom oftlega inná mikilvægi mannlega þáttarins og tilfinninga í öllu starfi. Paul er lútherskur prestur.
1992 skrifaði Mary í CQ
‘Twas the night of “the Contest” and all through the house…
All the Creatures were stirring, including the mouse…
TF3VS varð á orði eftir kynninguna “það er merkilegt og gaman að sjá hvað er hægt að gera af eljusemi, útsjónarsemi og með góðri hjálp vina án þess að vera milljónamæringur”.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00Jón Þóroddur Jónssonhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngJón Þóroddur Jónsson2013-10-03 11:59:442017-07-24 12:02:10…munið að W0AIH, Paul Bittner, kemur í kvöld klukkan átta í Skeljanes
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00Jón Þóroddur Jónssonhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngJón Þóroddur Jónsson2013-09-30 11:58:522017-07-24 11:59:33D-Star endurvarpi er kominn í loftið í Reykjavík
Þá er keppnishelgin að baki. TF2R gerðu gott, skv skortöflu á http://cqcontest.net/view/readscore.php eru þeir í 9. sæti yfir heiminn í sínum flokki með 3,9M stig sem er í heimsklassa. Vel gert, strákar! Ég sat einnig við, 1900q og 1,9M stig en það lækkar nokkuð þegar búið er að taka frá villur. Þetta var mjög gaman.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00Jón Þóroddur Jónssonhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngJón Þóroddur Jónsson2013-09-29 11:57:022017-07-24 11:58:09WØAIH kemur í heimsókn næsta fimmtudag 3. október og rabbar við okkur um keppnir
Eftir því sem best verður séð eru þáttakendur frá Íslandi stöðvarnar TF2R sem eru íslensku Refirnir, Tango Fox Radio Foxes þeir TF3AO, TF3FIN, TF3HP, TF3IG. TF3GB og TF3PPN, stöðin TF3AM og kannski TF3AO.
Fyrir helgina birtist eftirfarandi frétt frá TF3AO á írarabbinu:
Sælir félagar, nú um komandi helgi fer fram CQ WW RTTY keppnin. Á síðasta ári gerðum við það bara nokkuð gott, enduðum í 11. sæti í Evrópu og í 13. sæti á heimsvísu í okkar flokki, sem TF2RR. Nú er stefnan að gera enn betur, og nú er kallmerkið heldur styttra, eða TF2R. Sem og í fyrra notum við stöð og búnað Georgs, TF2LL. Með von um að loftskilyrðin verði okkur hliðholl. Þeir sem verða á lyklaborðinu eru: TF3AO, TF3HP, TF3IG, TF3PPN, TF3FIN og TF3GB.
Bein útsending verður frá landsmóti breskra radíóamatöra sem haldið er um helgina í Newark, Englandi í boði Lincoln Shortwave Club. Á landsmótinu sýna allir helstu framleiðendur radíomatörbúnaðar það nýjasta úr sinni framleiðslu og einnig er í gangi flóamarkaður fyrir notuð tæki.
Friday, Sept 27: 0900 UTC (3:00 AM CT) – 1600 UTC (10;00 AM CT)
Saturday, Sept 28: 0900 UTC (3:00 AM CT) – 1600 UTC (10:00 AM CT)
Útsendingarstjórinn erTom Medlin, W5KUB http://w5kub.com en hann er þekktur fyrir að senda út í beinni á netinu frá ýmsum sýningum og viðburðum radíóamatöra víða um heim.Það er líka hægt að rabba við hann á hans eigin rabbsvæði á W5KUB.com .
Ýmsir góðir gestir hafa í dag heimsótt ÍRA í Fífunni í dag og hér er Stefán, TF3SA, sestur við lykilinn. Neðri myndin sýnir nokkra amatöra sem mættir voru með risavertikal á VHF/UHF á staðinn stilla sér upp að lokninni uppsetningu. Vertikallinn var sumarloftnetið á Bláfjallaendurvarpanum og sést í neðsta hluta loftnetsins milli þeirra Ara, TF3ARI og Guðjóns, TF3WO, lengst til vinstri er Svanur, TF3FIN og síðan Árni, TF3CE. Árni er í fjarskiptanefnd Ferðafélagsins 4×4.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00Jón Þóroddur Jónssonhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngJón Þóroddur Jónsson2013-09-15 11:54:112017-07-24 11:55:44Heimsókn í Fífuna fyrr í dag
ÍRA er í einu horninu á Fífunni í Kópavogi með HF stöð í loftinu um helgina og þar við hliðina sýningu á gömlum fjarskiftabúnaði í samvinnu við fjarskiptahóp 4×4 og radíóskáta. TF3BR, Bragi Reynisson er þar í tjaldi félagsins með stöðina sína og ekki var að heyra annað en að skilyrðin væru góð í gær og mikill áhugi sýningargesta á að forvitnast um þessi einkennilegu hljóð sem bárust úr tjaldinu. Einhverjir radíóamatörar höfðu heimsótt hann um daginn og haft á orði að lykillinn væri fyrir örfhenta…því var snarlega reddað sem formaður ÍRA, TF3SG staðfesti og tók aðeins í lykilinn. Á fyrstu myndinni er Bragi sitjandi við stöðina og er allur að koma til eftir mikil veikindi. Hann hafði það á orði að gott væri að vera búinn að snúa lyklinum því hann væri að byrja að æfa aftur lykilhreyfingarnar og engu máli skipti hverju hann hafði vanist fyrir veikindin.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00Jón Þóroddur Jónssonhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngJón Þóroddur Jónsson2013-09-15 11:35:162017-07-24 11:42:19ÍRA á ferðasýningu 4×4 í Fífunni um helgina
…og fréttir eru óljósar en svo virðist sem hann hafi hætt við að halda áfram og á þessari síðu er frásögn með ótrúlegum myndum af undirbúningi að og af sjálfu flugtakinu..
Radíóamatörinn JonathanTrappe, KJ4GQV, frá Raleigh í Norður-Karólína er að reynaað fljúga yfirAtlantshafið hangandi neðan í blöðruklasa. Hann fór í loftið í gær 12. september klukkan 1200UTCfráCaribou í ríkinu Maine. Trappe sendir frá sér með reglulegu millibili APRS-staðsetningarskeyti á14,0956MHz og144,390MHz. Síðustu fréttir herma að hann hafi óvænt lent á Nýfundnalandi og ætli að hafast þar við í nótt.
Merkjasendingin á 14,0956MHzerrétt fyrir ofanWSPRtíðnina, nálægt 1.880Hz á skjáfossinum. Sendingin er 110baudASCIIRTTY(8N1) á kallmerkinu NGØX. Merkjasendingarnar eru á10mínútna frestiá hverjum heilum tíma og síðan 10, 20, 30, 40og,50 mínútur yfir hvern heilan tíma. APRS sendinginá144,390MHzverður í gangi meðan blöðruklasinn er ennnálægtBandaríkjunumog Kanada og er meðkallmerkiTrappe, KJ4GQV.
Trappe fyllti blöðruklasann með helíum 11. september og beið eftir að stormur sem herjaði á norðurhluta Maine gengi yfir.
“Tveggja ára undirbúningsvinna liggur að baki þessu flugi” segir Trappe á vefsíðu sinn.
Meiri upplýsingar eru á heima- og Facebook-síðum Trappe.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00Jón Þóroddur Jónssonhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngJón Þóroddur Jónsson2013-09-13 11:31:002017-07-24 11:33:13Radíóamatör gerir tilraun til að fljúga yfir Atlanshafið hangandi neðan í blöðruklasa
SAC keppni ársins 2013 sem hefst eftir hálfan mánuð er tilvalið tækifæri fyrir þá sem eru byrjendur eða endurkomendur í radíóamatöráhugmálið til að ná betra valdi á morsinu og samskiptaaðferðum radíóamatöra um allan heim. Þremur vikum seinna verður SSB hluti keppninnar.
SAC keppnisnefndin býður radíóamatörum um allan heim til “2013 Scandinavian Activity Contest”
Markmiðkeppninnarer aðefla amatörradíóstarfið íSkandinavíu eða réttara á Norðurlöndunum oghvetja tilsamskiptamilliradíóamatöra í Skandinavíu ogradíóamatöra utan Skandinavíu. Scandinavíustöðvarreynaað ná sambandi viðeins margar stöðvar utan Skandinavíuog unnt er ogöfugt.
Á heimasíðu ÍRA er hafin vinna við að íslenska keppnisreglurnar. Allir félagar ÍRA sem réttindi hafa til að skrifa á vefinn geta tekið þátt í að þýða reglurnar á íslensku og er reyndar tilvalið tækifæri fyrir alla sem vilja ná valdi á þessum framtíðar samskiptahætti sem ÍRA-vefurinn er til að læra hvernig farið er að og kynnast því hversu miklu virkari samskiptaháttur gagnvirki vefurinn er heldur en venjulegur tölvupóstur sem allsstaðar er á undanhaldi í heiminum.
Koma svo og láta í sér heyra á vefnum á jákvæðan hátt, hættum að nöldra úti í horni eða í felum á bak við tölvupóst. Þeir sem hafa áður tekið þátt í þessari keppni eru sérstaklega hvattir til að bæta hér við eða skrifa í umsagnarhólfið við þessa frétt hvaðeina sem þeim liggur á hjarta um keppnina. Við treystum á reynsluboltana til að upplýsa okkur hina.
ps… allir félagar ÍRA geta fengið réttindi, aðgangsheimild, hjá Benna, TF3CY, til að skrifa á vefinn og engin stór hætta þó mistök verði, Benni getur alltaf endurheimt fyrri stöð
Skemmtileg stund í Skeljanesi í gærkvöldi
Rétt uppúr átta í gærkvöldi mátti heyra TF3IRA í morsesambandi við TF3DX/M. Á lyklinum í Skeljanesi var Paul, W0AIH. Að loknu sambandinu sagði Paul kankvís ” I am not a keysqueezer” sem allir morsarar vita hvað þýðir. Eftirá sagði Villi, TF3DX að þetta hefði verið alger tilviljun að á leiðinni í Skeljanes var hann með tækið stillt á sömu tíðni og TF3IRA þegar Paul sendi út CQ á lágu afli rétt til að prófa lykilinn. Paul og Mary kona hans voru í stuttu stoppi á Íslandi á leið sinni til Evrópu að áeggjan TF3Y, TF3SA og fleiri amatöra sem haft hafa samband við hann gegnum árin. Paul er mikill keppnismaður og hefur á nokkrum áratugum byggt upp með hjálp fjöldra góðra vina mikla keppnisstöð í Wisconsin, USA. Hann var með mjög skemmtilega kynningu vestur í ÍRA í gærkvöldi þar sem hann rakti sögu sína og stöðvarinnar, W0AIH, og kom oftlega inná mikilvægi mannlega þáttarins og tilfinninga í öllu starfi. Paul er lútherskur prestur.
1992 skrifaði Mary í CQ
‘Twas the night of “the Contest” and all through the house…
All the Creatures were stirring, including the mouse…
TF3VS varð á orði eftir kynninguna “það er merkilegt og gaman að sjá hvað er hægt að gera af eljusemi, útsjónarsemi og með góðri hjálp vina án þess að vera milljónamæringur”.
…munið að W0AIH, Paul Bittner, kemur í kvöld klukkan átta í Skeljanes
…og verður með kynningu á sinni frábæru keppnisstöð ásamt því að fræða okkur um keppnir almennt.
meiri upplýsingar eru á http://www.qth.com/w0aih/ og https://www.dropbox.com/s/peh69p0xyloatb0/W0AIH_W0DXCC_2011.ppt
TF3AM, Andrés og Paul, W0AIH á góðri stundu. Myndina tók TF3SA, Stefán Arndal
D-Star endurvarpi er kominn í loftið í Reykjavík
TF3ML segir rétt í þessu frá því á fésbókinn frá því að fyrsti D-Star endurvarpinn á Íslandi hafi verið settur í loftið í dag:
“D-Star endurvarpinn Kominn í loftið. Þakkir til Ara (TF3ARI)
de TF3ML”
Endurvarpinn sem er á tíðniparinu Tx 439,950 – Rx 434,950 MHz er í eigu TF3ML en TF3ARI sá um uppsettningu.
Meira verður sagt frá þessu þegar nánari fréttir hafa borist.
myndina tók TF3ARI
CQ WW RTTY
Þá er keppnishelgin að baki. TF2R gerðu gott, skv skortöflu á http://cqcontest.net/view/readscore.php eru þeir í 9. sæti yfir heiminn í sínum flokki með 3,9M stig sem er í heimsklassa. Vel gert, strákar! Ég sat einnig við, 1900q og 1,9M stig en það lækkar nokkuð þegar búið er að taka frá villur. Þetta var mjög gaman.
73, Andrés TF3AM
WØAIH kemur í heimsókn næsta fimmtudag 3. október og rabbar við okkur um keppnir
Paul Bittner, WØAIH
Fyrir Paul er CQWW keppnin!
CQ WW RTTY keppnin er um helgina
Eftir því sem best verður séð eru þáttakendur frá Íslandi stöðvarnar TF2R sem eru íslensku Refirnir, Tango Fox Radio Foxes þeir TF3AO, TF3FIN, TF3HP, TF3IG. TF3GB og TF3PPN, stöðin TF3AM og kannski TF3AO.
Fyrir helgina birtist eftirfarandi frétt frá TF3AO á írarabbinu:
Sælir félagar, nú um komandi helgi fer fram CQ WW RTTY keppnin. Á síðasta ári gerðum við það bara nokkuð gott, enduðum í 11. sæti í Evrópu og í 13. sæti á heimsvísu í okkar flokki, sem TF2RR. Nú er stefnan að gera enn betur, og nú er kallmerkið heldur styttra, eða TF2R. Sem og í fyrra notum við stöð og búnað Georgs, TF2LL. Með von um að loftskilyrðin verði okkur hliðholl. Þeir sem verða á lyklaborðinu eru: TF3AO, TF3HP, TF3IG, TF3PPN, TF3FIN og TF3GB.
Á netsíðunni http://cqcontest.net/view/readscore.php má sjá í rauntíma stöðuna í keppninni á þeim stöðvum sem ská sinn logg beint á netið.
… Þessa stundina er TF2R í sjötta sæti í sínum keppnisflokki.
Bein úsending frá landsmóti breskra radíóamatöra um helgina
Bein útsending verður frá landsmóti breskra radíóamatöra sem haldið er um helgina í Newark, Englandi í boði Lincoln Shortwave Club. Á landsmótinu sýna allir helstu framleiðendur radíomatörbúnaðar það nýjasta úr sinni framleiðslu og einnig er í gangi flóamarkaður fyrir notuð tæki.
Enn meiri upplýsingar eru á http://www.nationalhamfest.org.uk/
Útsendingin er á netsíðunni http://W5KUB.com og einnig er í gangi grúppa á fésbókinni https://www.facebook.com/groups/w5kub/ .
Útsendingarstjórinn erTom Medlin, W5KUB http://w5kub.com en hann er þekktur fyrir að senda út í beinni á netinu frá ýmsum sýningum og viðburðum radíóamatöra víða um heim.Það er líka hægt að rabba við hann á hans eigin rabbsvæði á W5KUB.com .
Heimsókn í Fífuna fyrr í dag
Ýmsir góðir gestir hafa í dag heimsótt ÍRA í Fífunni í dag og hér er Stefán, TF3SA, sestur við lykilinn. Neðri myndin sýnir nokkra amatöra sem mættir voru með risavertikal á VHF/UHF á staðinn stilla sér upp að lokninni uppsetningu. Vertikallinn var sumarloftnetið á Bláfjallaendurvarpanum og sést í neðsta hluta loftnetsins milli þeirra Ara, TF3ARI og Guðjóns, TF3WO, lengst til vinstri er Svanur, TF3FIN og síðan Árni, TF3CE. Árni er í fjarskiptanefnd Ferðafélagsins 4×4.
ÍRA á ferðasýningu 4×4 í Fífunni um helgina
ÍRA er í einu horninu á Fífunni í Kópavogi með HF stöð í loftinu um helgina og þar við hliðina sýningu á gömlum fjarskiftabúnaði í samvinnu við fjarskiptahóp 4×4 og radíóskáta. TF3BR, Bragi Reynisson er þar í tjaldi félagsins með stöðina sína og ekki var að heyra annað en að skilyrðin væru góð í gær og mikill áhugi sýningargesta á að forvitnast um þessi einkennilegu hljóð sem bárust úr tjaldinu. Einhverjir radíóamatörar höfðu heimsótt hann um daginn og haft á orði að lykillinn væri fyrir örfhenta…því var snarlega reddað sem formaður ÍRA, TF3SG staðfesti og tók aðeins í lykilinn. Á fyrstu myndinni er Bragi sitjandi við stöðina og er allur að koma til eftir mikil veikindi. Hann hafði það á orði að gott væri að vera búinn að snúa lyklinum því hann væri að byrja að æfa aftur lykilhreyfingarnar og engu máli skipti hverju hann hafði vanist fyrir veikindin.
Trappe virðist fastur á Nýfundnalandi
…og fréttir eru óljósar en svo virðist sem hann hafi hætt við að halda áfram og á þessari síðu er frásögn með ótrúlegum myndum af undirbúningi að og af sjálfu flugtakinu..
http://www.dailymail.co.uk/news/article-2418598/Jonathan-Trappe-IT-manager-attempts-cross-Atlantic-simply-clinging-helium-BALLOONS.html
Radíóamatör gerir tilraun til að fljúga yfir Atlanshafið hangandi neðan í blöðruklasa
Radíóamatörinn Jonathan Trappe, KJ4GQV, frá Raleigh í Norður-Karólína er að reyna að fljúga yfir Atlantshafið hangandi neðan í blöðruklasa. Hann fór í loftið í gær 12. september klukkan 1200 UTC frá Caribou í ríkinu Maine. Trappe sendir frá sér með reglulegu millibili APRS-staðsetningarskeyti á 14,0956 MHz og 144,390 MHz. Síðustu fréttir herma að hann hafi óvænt lent á Nýfundnalandi og ætli að hafast þar við í nótt.
Merkjasendingin á 14,0956 MHz er rétt fyrir ofan WSPR tíðnina, nálægt 1.880 Hz á skjáfossinum. Sendingin er 110 baud ASCII RTTY (8N1) á kallmerkinu NGØX. Merkjasendingarnar eru á 10 mínútna fresti á hverjum heilum tíma og síðan 10, 20, 30, 40 og, 50 mínútur yfir hvern heilan tíma. APRS sendingin á 144,390MHz verður í gangi meðan blöðruklasinn er enn nálægt Bandaríkjunum og Kanada og er með kallmerki Trappe, KJ4GQV.
Trappe fyllti blöðruklasann með helíum 11. september og beið eftir að stormur sem herjaði á norðurhluta Maine gengi yfir.
“Tveggja ára undirbúningsvinna liggur að baki þessu flugi” segir Trappe á vefsíðu sinn.
Meiri upplýsingar eru á heima- og Facebook-síðum Trappe.
http://amsat-uk.org/2013/09/12/14-mhz-beacon-on-radio-hams-trans-atlantic-balloon-flight/
https://www.facebook.com/jonathan.r.trappe.1
SAC CW eftir hálfan mánuð
SAC keppni ársins 2013 sem hefst eftir hálfan mánuð er tilvalið tækifæri fyrir þá sem eru byrjendur eða endurkomendur í radíóamatöráhugmálið til að ná betra valdi á morsinu og samskiptaaðferðum radíóamatöra um allan heim. Þremur vikum seinna verður SSB hluti keppninnar.
SAC keppnisnefndin býður radíóamatörum um allan heim til “2013 Scandinavian Activity Contest”
sjá: http://www.sactest.net/blog/ …
Markmið keppninnar er að efla amatörradíóstarfið í Skandinavíu eða réttara á Norðurlöndunum og hvetja til samskipta milli radíóamatöra í Skandinavíu og radíóamatöra utan Skandinavíu. Scandinavíustöðvar reyna að ná sambandi við eins margar stöðvar utan Skandinavíu og unnt er og öfugt.
Á heimasíðu ÍRA er hafin vinna við að íslenska keppnisreglurnar. Allir félagar ÍRA sem réttindi hafa til að skrifa á vefinn geta tekið þátt í að þýða reglurnar á íslensku og er reyndar tilvalið tækifæri fyrir alla sem vilja ná valdi á þessum framtíðar samskiptahætti sem ÍRA-vefurinn er til að læra hvernig farið er að og kynnast því hversu miklu virkari samskiptaháttur gagnvirki vefurinn er heldur en venjulegur tölvupóstur sem allsstaðar er á undanhaldi í heiminum.
Koma svo og láta í sér heyra á vefnum á jákvæðan hátt, hættum að nöldra úti í horni eða í felum á bak við tölvupóst. Þeir sem hafa áður tekið þátt í þessari keppni eru sérstaklega hvattir til að bæta hér við eða skrifa í umsagnarhólfið við þessa frétt hvaðeina sem þeim liggur á hjarta um keppnina. Við treystum á reynsluboltana til að upplýsa okkur hina.
ps… allir félagar ÍRA geta fengið réttindi, aðgangsheimild, hjá Benna, TF3CY, til að skrifa á vefinn og engin stór hætta þó mistök verði, Benni getur alltaf endurheimt fyrri stöð