Háskólinn í Reykjavík

Athygli er vakin á að skráning á námskeið Í.R.A. til amatörprófs er opin til 5. febrúar n.k. Námskeiðið hefst þann 12. febrúar n.k. og lýkur með prófi Póst- og fjarskiptastofnunar þann 4. maí. Kennt verður á þriðjudögum og föstudögum kl. 18:30-20:30 í Háskólanum í Reykjavík.

Áhugasamir eru beðnir um að skrá þátttöku á ira (hjá) ira.is Námskeiðsgjald er 14 þúsund krónur fyrir félagsmenn en 19 þúsund krónur fyrir aðra. Inni í því verði fylgja öll námskeiðsgögn. Greiða má gjaldið beint inn á bankareikning Í.R.A. sem er: 0116-26-7783; kennitala: 610174-2809. Beðið er um, að láta fylgja í athugasemdadálki frá hverjum greiðslan er (þ.e. nafn og kennitölu).

Námskeiðgögn verða til afgreiðslu til þeirra sem greitt hafa námskeiðsgjald frá 7. febrúar n.k. í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes eða til sendingar í pósti. Ábyrgðarmaður námskeiðsins fyrir hönd Í.R.A. er Jónas Bjarnason, TF3JB. Tölvupóstfang: jonas (hjá) hag.is / GSM sími: 898-0559.

Stjórn Í.R.A. þakkar forráðamönnum Póst- og fjarskiptastofnunar, forráðamönnum Háskólans í Reykjavík og Prófnefnd Í.R.A. fyrir stuðning og góða aðstoð við undirbúning námskeiðsins.

TF3AM opnaði kvöldið stundvíslega kl. 20:30 með fljúgandi góðum inngangi.

Sérstakur fimmtudagsfundur var haldinn í félagsaðstöðunni við Skeljanes fimmtudaginn 24. janúar. Á dagskrá var annars vegar afhending verðlauna í TF VHF leikunum 2012 og VHF/UHF málefni og fluttu þrír félagsmenn stutt inngangserindi um málaflokkinn; Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA; Guðmundur Löve, TF3GL og Benedikt Guðnason, TF3TNT.

Andrés Þórarinsson, TF3AM, varaformaður félagsins, opnaði kvöldið á glæsilegan hátt með fljúgandi góðum inngangi með tilvísan í vetrardagskrá félagsins. Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ, gjaldkeri félagsins, tók síðan við fundarstjórn og kynnti TF3GL til skjalanna, sem sýndi glærur og rifjaði upp helstu niðurstöður VHF leikanna 2012. Hann fór þess svo á leit við TF3JB að afhenda viðurkenningaskjöl fyrir fyrstu þrjú verðlaunasætin og var fyrstur kallaður upp Ólafur B. Ólafsson, TF3ML, síðan Guðmundur Löve, TF3GL, sjálfur og loks Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN.Viðurkenningarskjölin eru vönduð, listalega vel unnin af TF5B og vel við hæfi.

TF3BJ annaðist fundarstjórn af röggsemi og lipurð á fimmtudagsfundinum.

Þá var komið að erindum og reið TF3JA fyrstur á vaðið og flutti áhugaverða tölu um útbreiðsluna í metrabylgjunni og skyld mál. Næstur talaði TF3TNT og fjallaði einkum um forsendur og grundvöll rekstrar endurvarpsstöðva á VHF. Hann spurði ýmissa spurninga og bað menn t.d. að hugsa um það hvort ástæða sé til að félagssjóður kosti til uppsetningu og rekstur endurvarpanna. TF3GL fjallaði að síðustu um útbreiðsluna frá núverandi endurvörpum svo og um útbreiðslu frá öðrum landsvæðum þar sem til greina kemur að staðsetja varpa. Í framhaldi fóru fram líflegar umræður. Niðurstaða fundarins var í raun, að umfjöllunarefnið sé það víðfemt að nauðsynlegt sé að hittast á ný fyrir lok vetrar og ræða VHF/UHF málin frekar. Menn voru sammála um að hugsa málið frekar til þess tíma. Vel heppnað kvöld. Alls mættu 38 félagar í Skeljanes þetta fimmtudagskvöld.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim TF3AM, TF3BJ, TF3JA, TF3TNT og TF3GL fyrir aðkomu þeirra að fundinum.

Ólafur B. Ólafsson, TF3ML (fyrir miðju), sigraði með yfirburðum í VHF leikunum 2012 og var alls með 445.521 stig. Í öðru sæti varð Guðmundur Löve TF3GL (til vinstri) með 60.491 stig og í þriðja sæti, Óðinn Þór Hallgrímsson, TF3MSN, með 48.672 stig. Jónas Bjarnason, TF3JB, tók við viðurkenningu Óðins Þórs sem ekki var á staðnum. Ljósmynd: Jón Svavarsson TF3LMN.

TF3GL og TF3TNT sýndu m.a. útbreiðslukort og ræddu forsendur rekstrar endurvarpa. Ljósm.: TF3LMN.

Hluti fundarmanna sem sat fundinn í félagsaðstöðunni þann 24. janúar. Ljósmynd: TF3SB.

Guðmundur Sveinsson TF3SG

Stefán Arndal, TF3SA

 

 

 

 

 

 

 

Næsti viðburður á vetrardagskrá félagsins er stöðutaka í morsi, sem fram fer laugardaginn 2. febrúar n.k. kl. 15:00-17:00 í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Þeir Stefán Arndal, TF3SA og Guðmundur Sveinsson, TF3SG, annast viðburðinn.

Félagsmenn geta skráð þátttöku með því að senda töluvpóst á Guðmund. Tölvupóstfang hans er: dn (hjá) hive.is eða haft samband við hann í GSM síma 896-0814. Líkt og áður hefur komið fram, er stöðutakan fyrir alla leyfishafa, þ.e. jafnt fyrir þá sem eru rétt að byrja sem og þá sem lengra eru komnir.

Svipað fyrirkomulag verður og síðast, þ.e. upphitunaræfingar með texta í fimm stafa “grúppum” annarsvegar, og á mæltu máli, hinsvegar. Menn geta valið um að slá textann inn á lyklaborð (tölvu) eða að skrá niður á pappír. Þá er val um að hlusta á sendingarnar í gegnum hátalara eða heyrnartól (og eru menn hvattir til að koma með eigin heyrnartól sem það vilja). Stöðutaka í morsi var síðast haldin þann 13. október s.l. og var mikil ánægja með viðburðinn.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að nýta sér þetta tækifæri.

Háskólinn í Reykjavík er staðsettur við Menntaveg í Öskjuhlíðinni skammt frá Reykjavíkurflugvelli.

Námskeið Í.R.A. til amatörprófs hefst þann 12. febrúar n.k. og lýkur með prófi hjá Póst- og fjarskiptastofnun þann 4. maí n.k. Kennt verður á þriðjudögum og föstudögum kl. 18:30-20:30. Kennsla fer fram í Háskólanum í Reykjavík. Próf PFS til amatörleyfis verður haldið á sama stað laugardaginn 4. maí.

Áhugasamir eru beðnir um að staðfesta fyrri skráningar á ira (hjá) ira.is fyrir 5. febrúar n.k. Námskeiðsgjald er 14 þúsund krónur fyrir félagsmenn en 19 þúsund krónur fyrir aðra. Inni í því verði fylgja öll námskeiðsgögn. Greiða má gjaldið beint inn á bankareikning Í.R.A. sem er: 0116-26-7783; kennitala: 610174-2809. Beðið er um, að láta fylgja í athugasemdadálki frá hverjum greiðslan er (þ.e. nafn og kennitölu).

Námskeiðgögn verða til afgreiðslu til þeirra sem greitt hafa námskeiðsgjald frá 7. febrúar n.k. í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes eða til sendingar í pósti. Ábyrgðarmaður námskeiðsins fyrir hönd Í.R.A. er Jónas Bjarnason, TF3JB. Tölvupóstfang: jonas (hjá) hag.is / GSM sími: 898-0559.

Stjórn Í.R.A. þakkar forráðamönnum Póst- og fjarskiptastofnunar, forráðamönnum Háskólans í Reykjavík og Prófnefnd Í.R.A. fyrir ánægjuleg samskipti og góða aðstoð við undirbúning námskeiðsins.

 

 

Póst- og fjarskiptastofnunin, PFS hefur nýlega úthlutað eftirtöldum nýjum kallmerkjum:

Kallmerki

Leyfi

Leyfishafi / not

Staðsetning

Skýringar / rétthafi

TF3APE Sérheimild APRS stafvarpi 104 Reykjavík Ari Þ. Jóhannesson TF3ARI
TF3APF Sérheimild APRS stafvarpi 110 Reykjavik Eldra kallmerki TF3RPF; Í.R.A.
TF3APG Sérheimild APRS stafvarpi 101 Reykjavík Eldra kallmerki TF3RPG; Í.R.A.
TF3OZ G-leyfisbréf Óskar Þórðarson 170 Seltjarnarnes Stóðst G-próf þann 28.5.2011
TF3RPI Sérheimild FM endurvarpi 109 Reykjavík 145.075 MHz RX / 145.675 TX; TF3ARI
TF3Z G-leyfisbréf Sameiginleg stöð 221 Hafnarfjörður Sigurður R. Jakobsson TF3CW o.fl.

Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með ný kallmerki.

___________

Kallmerki radíóamatöra

Kallmerkið er einkenni hverrar amatörstöðvar. Engar tvær stöðvar radíóamatöra í heiminum hafa sama kallmerki og er því sérhvert kallmerki einstakt. Öll íslensk kallmerki radíóamatöra byrja á TF sem er alþjóðlegt forskeyti fyrir Ísland samkvæmt úthlutun Alþjóða fjarskiptastofnunarinnar, ITU. Sem dæmi um forskeyti kallmerkja radíóamatöra í öðrum löndum, má nefna í OZ í Danmörku, LA í Noregi og LU í Argentínu.

Íslensk kallmerki eru yfirleitt á bilinu 4-6 stafir að lengd. Þau eru samsett af forskeyti og síðan 1-3 persónubundnum bókstöfum (ath. að stafurinn N bætist aftan við tveggja bókstafa viðskeyti þegar um N-leyfi er að ræða). Landið skiptist í 10 kallsvæði, frá 0-9. Algengasti tölustafur í forskeytum íslenskra kallmerkja er tölustafurinn 3 (höfuðborgarsvæðið) annarsvegar, og tölustafurinn 8 (Suðurnes) hinsvegar. Þannig hafa flest íslensk kallmerki radíóamatöra forskeytin TF3 og TF8.

Uppbygging kallmerkja. Dæmi: TF3IRA. Forskeytið í kallmerkinu TF stendur fyrir Ísland. Tölustafurinn 3 (sem er hluti forskeytisins) hefur landfræðilega tilvísan og merkir að stöðin hafi lögheimili á höfuðborgarsvæðinu. Viðskeytið IRA stendur fyrir Íslenskir radíóamatörar. Í sumum þjóðlöndum hefur tölustafur/tölustafir í forskeyti kallmerkis ekki landfræðilega skírskotun; þau lönd eru þó í minnihluta í heiminum.

Við Jökulsárlón þann 7. janúar s.l. á leið til Seyðisfjarðar. Jón Ágúst, TF3ZA, er annar frá hægri.

Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA og 15 manna ferðahópurinn sem lét úr höfn frá Seyðisfirði með ferjunni Norröna þann 9. janúar s.l., er nú kominn til Marokkó í Afríku, eftir akstur í gegnum Evrópu og ferjusiglingu frá Spáni. Þar með má segja að hið eiginlega sex mánaða bifreiðaferðalag hópsins um Afríkulönd sé hafið en takmarkið er að enda ferðina í Cape Town í S-Afríku í lok júnímánaðar.

Áður hefur komið fram, að Jón Ágúst hefur fengið útgefin leyfisbréf í þessum DXCC löndum: CN, 5T, 6W, 3X, TU, 9G, 5V, TY, 5N, TJ, TR, TN, 9Q, 9J, Z2, A2 og ZS. Það gæti því verið, að CN/TFF3ZA fari að heyrast á böndunum hvað og hverju. Mönnum er bent á að fylgjast með á þyrpingu (e. cluster). Upplýsingar um tíðnir eru gefnar á heimasíðu ferðarinnar (sjá neðar).

Heimasíða ferðarinnar: http://www.dxacrossafrica.com/about/

Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA.

Stefán Arndal TF3SA við lykilinn frá TF3W í síðustu SAC morskeppni. Ljósmynd: TF3JA.

Félagsstöðin TF3W verður virkjuð í morshluta CQ World Wide 160 metra keppninnar sem haldin verður um næstu helgi, 25.-27. janúar. Fyrir liggur þegar þetta er skrifað, að þeir Stefán Arndal, TF3SA og Guðmundur Sveinsson, TF3SG munu virkja stöðina. Að sögn Guðmundar, er ekki ólíklegt að fleiri leyfishafar komi til liðs við þá félaga í keppninni.

Notað verður 20 metra hátt færanlegt stangarloftnet TF3SG á 80 metrum sem þegar hefur verið flutt á staðinn og því breytt í svokallað „L loftnet á hvolfi” fyrir 160 metra bandið (líkt og áður hefur verið gert með ágætum árangri).

CQ World Wide 160 metra morskeppnin er 48 klst. keppni. Hún hefst föstudagskvöldið 25. janúar kl. 22:00 og lýkur sunnudagskvöldið 27. janúar kl. 22:00.

Nálgast má heimasíðu keppninnar á þessari vefslóð: http://www.cq160.com/

Andrés Þórarinsson, TF3AM

Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ

 

 

 

 

 

 

 

Í.R.A. boðar til sérstaks fimmtudagsfundar í félagsaðstöðunni við Skeljanes fimmtudaginn
24. janúar 2013 kl. 20:30. Dagskrá verður sem hér segir:

1. Setning fundar. Andrés Þórarinsson TF3AM, varaformaður Í.R.A.
2. Afhending verðlauna í TF VHF leikunum 2012. Guðmundur Löve TF3GL, umsjónarmaður leikanna.
3. VHF og UHF málefni. Inngangserindi (10-15 mín. hvert): Jón Þ. Jónsson TF3JA, Guðmundur Löve TF3GL, og Benedikt Guðnason TF3TNT.
4. Umræður. Fundarstjóri, Kjartan H. Bjarnason TF3BJ, gjaldkeri Í.R.A.
5. Samantekt umræðna og fundarlok.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar í boði félagssjóðs.

Jón Þóroddur, TF3JA

Guðmundur Löve, TF3GL

Benedikt Guðnason, TF3TNT

 

Í.R.A. hefur borist erindi frá Póst- og fjarskiptastofnun dags. 16. janúar 2013 þess efnis, að íslenskum leyfishöfum er veitt heimild til að nota nýtt tíðnisviðið 472-479 kHz á 630 metra bandi. Heimildin miðast við 5 wött e.i.r.p. og má bandbreidd merkis vera allt að 1 kHz. Heimildin gildir fyrir G-leyfishafa og er á víkjandi grunni (forgangsflokkur 2 í reglugerð)

Á alþjóða tíðniráðstefnunni í Genf (WRC 2012) var samþykkt að veita radíóamatörum heimild fyrir notkun á tíðnisviðsinu 472-479 kHz fyrir starfsemi sína, á víkjandi grunni, og með ákveðnum skilyrðum varðandi sendiafl. Almenna reglan varðandi sendiafl er, að nota megi allt að 1 watt e.i.r.p. Lönd sem eru staðsett, a.m.k. 800 km frá ákveðnum löndum sem talin eru upp í alþjóða radíóreglugerðinni, mega heimila allt að 5 wött e.i.r.p. sendiafl og hefur Póst- og fjarskiptastofnun ákveðið að veita íslenskum radíóamatörum þá heimild með hliðsjón af staðsetningu landsins.

Á næstunni verður sama tíðnisvið (472-479 kHz) til úthlutunar til radíóamatöra um allan heim, þ.e. í IARU Svæðum 1, 2 og 3 og verður engin skörun í tíðni á milli svæða (sem er afar jákvætt). Þess má geta til viðbótar, að eldri tímabundin sérheimild til íslenskra leyfishafa í tíðnisviðinu 493-510 kHz féll niður þann 31. desember 2012.

Stjórn Í.R.A. fagnar framkominni heimild frá Póst- og fjarskiptastofnun.

Fyrsta Worked All Zones (WAZ) viðurkenningarskjal TF3IRA er nr. 8935 í “Mixed Mode” útgáfu.

Fyrsta Worked All Zones (WAZ) viðurkenningarskjal félagsins (af þremur) barst til félagsins þann
13. desember s.l. Ekki reyndist unnt að koma því í innrömmun þá vegna annríkis á innrömmunarverkstæði félagsins fyrir jólin. Nú hefur verkefnastaðan lagast og er þess að vænta að sækja megi skjalið fljótlega, finna því stað í fjarskiptaherbergi félagsins og negla á vegg, í samráði við Benedikt Guðnason, TF3TNT, stöðvarstjóra.

Það var Mathías Hagvaag, TF3-Ø35, sem hafði veg og vanda af undirbúningi umsóknarinnar en
Jónas Bjarnason, TF3JB (trúnaðarmaður CQ tímaritsins vegna viðurkenningaskjala þeirra hér á landi), yfirfór kort og kom gögnum í hefðbundið umsóknarferli. Ástæða er til að taka fram, að WAZ viðurkenningarskjalið er félagssjóði að kostnaðarlausu, þ.e. CQ tímaritið felldi niður umsóknargjöld, auk þess sem annar kostnaður en án útgjalda fyrir félagssjóð. Viðkomandi eru færðar bestu þakkir.

CQ Worked All Zones Award (WAZ) viðurkenningarskjalið og mismunandi útgáfur þess eru gefnar út til radíóamatöra, sem geta framvísað gögnum sem staðfesta að þeir hafi haft sambönd við stöðvar í sérhverju 40 skilgreindra landssvæða í heiminum (e. zones). WAZ hefur verið til frá því fyrir seinni heimstyrjöld og skipast því í flokk með elstu viðurkenningarskjölum radíóamatöra. Þótt DXCC einingar (e. entities) séu vissulega þáttur sem menn þurfa að hafa í huga þegar unnið er að skjalinu, þá er áherslan fyrst og fremst landfræðileg og í því felst áskorunin. WAZ er því í flokki með erfiðustu viðurkenningarskjölum radíóamatöra sem eru í boði í dag.

Reglur fyrir WAZ hafa verið þýddar á íslensku og má lesa þær með að smella á eftirfarandi hlekk:
http://www.cq-amateur-radio.com/cq_awards/cq_waz_awards/cq_waz_rules_icelandic.pdf

Eins og kynnt hefur verið á póstlista félagsins, setti TF3CY í gang nýtt spjallsvæði hér á heimasíðunni
þann 19. desember s.l. Slóðin er: http//spjall.ira.is Tenging hefur verið gerð virk frá heimasíðunni (dálkur
lengst til hægri). Svæðið skiptist annarsvegar í almennt spjall og hinsvegar í sérhæft spjall, samkvæmt
eftirfarandi töflu:

Almennt spjall

Umræður

Spjallið Hér má ræða um allt á milli himins og jarðar
Smáauglýsingar Hér getur þú auglýst til sölu eða óskað eftir hverju sem er sem tengist amatörradíói
Aðstoð Hjálp! Spurningar og svör
DX hornið Póstar um góða DX’a – er eitthvað í loftinu?
Húmor og annað Og svo allt annað!
Sérhæft spjall Umræður
Föndurhornið Tækjasmíði, loftnet, breytingar á búnaði o.s.fr.
APRS Umræður um APRS og neyðarfjarskipti
Keppnir Ætlar þú að taka þátt?
Mors Læra morse? góð ráð?
Vefurinn Umræða um vefinn og spjallið – hvað má bæta og fl.
Prufuþráður Hér má prófa umræðusvæðið

Benedikt segir: “Þar sem gamla spjallið okkar komst aldrei almennilega í gang, ákvað ég að reyna ekki að flytja það yfir, en gagnagrunnurinn var orðinn hálfónýtur og þetta var óþarflega flókið spjallkerfi. Ég setti upp spjallborð sem heitir “FluxBB” sem er frekar einfalt, en er með möguleika að setja inn myndir. Skráning er opin, þ.e. allir geta skráð sig – borðið kemur sjálfgefið upp á Íslensku, en það er hægt að velja ensku ef menn vilja. Endilega prófið að skrá ykkur og setja inn efni – Ef þið lendið í vandamálum, sendið póst á mig: benni (hjá) ccpgames.com

Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA.

Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA, hefur lagt upp í sex mánaða bifreiðaferðalag um Afríkulönd.
Um er að ræða 16 manna ferðahóp sem ferðast saman og notar uppgerðan 4X4 hertrukk af
gerðinni Bedford MK. Hópurinn lét úr höfn með ferjunni Norröna frá Seyðisfirði í gær, miðviku-
daginn 9. janúar og er takmarkið að enda ferðina í Cape Town í S-Afríku í lok júnímánaðar.

Jón Ágúst hefur í hyggju að vera QRV á amatörböndum á ferðalaginu og er ágætlega birgur af
tækjum og búnaði (en hann er eini leyfishafinn í hópnum). Jón er þegar kominn með leyfisbréf
í eftirtöldum DXCC löndum: CN, 5T, 6W, 3X, TU, 9G, 5V, TY, 5N, TJ, TR, TN, 9Q, 9J, Z2, A2
og ZS. Hann áætlar að verða QRV á 160-6 metrum, bæði á morsi og tali.

Stjórn Í.R.A. óskar Jóni Ágúst góðrar ferðar og hvetur félagsmenn til að fylgjast með merkjum
frá honum á tilgreindum tímum og böndum, sbr. upplýsingar á vefsíðu hans sem sérstaklega
var sett upp vegna ferðarinnar.

Heimasíða ferðarinnar:
http://www.dxacrossafrica.com/about/

Sjá einnig þessa vefslóð:
http://my1stimpressions.com/2013/01/08/vikings-across-africa-across-the-southern-coast-o-iceland/