Guðmundur Löve TF3GL flutti erindi um endurvarpsstöðvar á VHF/UHF í Skeljanesi 29. nóvember.
Guðmundur Löve, TF3GL, flutti fróðlegt erindi í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes fimmtudaginn 29. nóvember s.l. undir heitinu: Áhugaverðar nýjungar í endurvarpsstöðvum á VHF/UHF.
Hann fjallaði m.a. um samanburð á merkjum frá endurvarpa, bílstöð og handstöð á VHF og UHF, út frá mismunandi tæknilegum forsendum og mismunandi staðsetningu endurvarpa, s.s. á Skarðsmýrarfjalli, Skálafelli, í Bláfjöllum, Vestmannaeyjum, á Garðskaga og víðar. Guðmundur sýndi m.a. afar áhugaverðar útbreiðslumyndir í Radio Mobile forriti VE2DBE.
Miklar umræður fóru fram yfir kaffibollum (og dönskum piparkökum) og síðan færðu menn sig yfir á tússtöfluna eftir að formlegu erindi lauk. Alls mættu 25 félagsmenn í Skeljanes þrátt fyrir rigningu og hvassviðri í höfuðborginni og áttu saman fróðlega og skemmtilega kvöldstund.
Stjórn Í.R.A. þakkar Guðmundi Löve, TF3GL vel heppnað og áhugavert erindi og TF3JB og TF3SB,
fyrir myndatökuna.
Sýna má áhugaverðar og nákvæmar útbreiðslumyndir í “Radio Mobile” forritinu; hér frá 4 endurvörpum.
TF3ARI skýrði m.a. frá fyrirhugaðri uppsetningu nýs FM endurvarpa í eigu TF3ML á Skarðsmýrarfjalli.
Menn hlustuðu af athygli þegar TF3GL ræddi mikilvægi næmni endurvarpa og jákvæð áhrif tónlæsingar.
Áhugaverðar umræður fóru m.a. fram um aukna möguleika með innleiðslu “kross-band” varpa á UHF.
Hluti nemenda sem sat próf til amatörleyfis í félagsaðstöðunni við Skeljanes í maí 2011.
Stjórn Í.R.A. samþykkti nýlega á fundi sínum, að félagið bjóði á næstunni upp á námskeið til undirbúnings amatörprófs. Fyrirhugað er að námskeiðið standi yfir um 10 vikna skeið, frá febrúar til apríl n.k. og ljúki með prófi Póst- og fjarskiptastofnunar laugardaginn 4. maí 2013.
Námskeiðið verður kvöldnámskeið og verður kennt tvö kvöld í viku, 2 kennslustundir í senn. Það verður opið öllum og ekki eru gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Tekið skal fram, að stjórnvöld gera ekki lengur kröfur um morskunnáttu þannig að morskennsla er ekki hluti af námskeiðinu.
Áhugasamir eru beðnir um að skrá nafn sitt og tölvupóstfang á “ira hjá ira.is”. Ath. að skráningu fylgir engin skuldbinding, en veitir félaginu mikilvægar upplýsingar um fyrirhugaðan fjölda nemenda. Fyrirspurnum má beina á sama töluvpóstfang. Námskeiðsgjald verður 14 þúsund krónur fyrir félagsmenn Í.R.A., en 19 þúsund krónur fyrir aðra. Inni í þessu verði eru öll námsgögn.
Skráning verður opin til og með 28. desember n.k. Félagið setur þann fyrirvara um námskeiðshald, að
lágmarksþátttaka fáist.
________
Prófkröfur Póst- og fjarskiptastofnunar til amatörleyfis miðast við 5. gr. reglugerðar nr. 348/2004 og tilmæli CEPT nr. 61-02 eftir því sem við á og eru tvískiptar, þ.e. annars vegar fyrir N-próf og hins vegar fyrir G-próf. Prófkröfur eru eftirfarandi til N-prófs:
1. Grunnatriði í rafmagns- og radíófræði.
2. Innlendar og alþjóðlegar reglur og aðferðir í viðskiptum.
3. Helstu atriði í lögum um fjarskipti og reglugerð um radíóáhugamenn.
Prófkröfur stofnunarinnar til amatörleyfis miðast við 5. gr. reglugerðar nr. 348/2004 og tilmæli CEPT nr. 61-02 eftir því sem við á. Þær eru eftirfarandi til G-prófs:
1. Tækni: Raf-, rafsegul- og radíófræði; íhlutir; rásir; viðtæki; sendar; loftnet og sendilínur; útbreiðsla rafsegulbylgna; mælingar; truflanir og truflanavernd; öryggismál í sambandi við rafmagn.
2. Innlendar og alþjóðareglur um viðskipti og aðferðir: Stöfun með orðum; Q-skammstafanir; skammstafanir sem eru notaðar í viðskiptum; alþjóðleg neyðarmerki, neyðarköll og fjarskipti í náttúruhamförum; kallmerki; og skipulag alþjóðlegu radíóáhugamannasamtakanna (IARU) á tíðnisviðum radíóáhugamanna.
3. Innlendar og alþjóðlegar reglur um þráðlaus fjarskipti áhugamanna: Radíóreglugerð ITU; reglur CEPT; og innlend löggjöf, reglugerðir og leyfisskilyrði.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2012-11-28 10:17:472017-07-19 10:19:08Námskeið fyrir próf til amatörleyfis, skráning
Vitað er um a.m.k. fimm TF kallmerki sem voru QRV í CQ World-Wide DX morskeppninni sem haldin var um s.l. helgi, 24.-25. nóvember, þ.e. TF2CW, TF3SG, TF3VS, TF4X og TF8GX.TF2CW keppti í einmenningsflokki á 14 MHz, háafli, aðstoð og hafði alls 3.059 QSO. TF4X (ops: G3SWH, N3ZZ,WA6O, UA3AB, TF3DC og TF3Y) keppti í fleirmenningsflokki á öllum böndum, háafli, 2 sendar og hafði alls 7.771 QSO.
Þessi útkoma er afspyrnu góð hjá báðum stöðvum, m.a. með tilliti til þess hve slök skilyrðin voru, u.þ.b. hálfan fyrri dag keppninnar. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fjölda sambanda hjá TF3SG, TF3VS og TF8GX. Nánari umfjöllun verður birt um keppnina strax og bráðabirgðaniðurstöður (e. claimed scores) verða fáanlegar hjá keppnisnefnd CQ tímaritsins, sem líklega verður innan tveggja vikna.
Stjórn Í.R.A. óskar þátttakendum innilega til hamingju með árangurinn.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2012-11-27 10:16:142017-07-19 10:17:41Góður árangur í CQ WW miðað við skilyrði
Guðmundur Löve, TF3GL, flytur næsta fimmtudagserindi á vetrardagskrá Í.R.A. Það
verður haldið í félagsaðstöðunni í Skeljanesi þann 29. nóvember n.k. kl. 20:30.
Umræðuefnið er: Áhugaverðar nýjungar í endurvarpsstöðvum radíóamatöra á VHF/UHF.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar verða í boði
félagsins.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2012-11-25 10:15:322017-07-19 10:16:03TF3GL verður með fimmtudagserindið 29. nóv
Nýr tengiliður gagnvart LoTW. Mathías Hagvaag, TF3-Ø35, var formlega skipaður tengiliður Í.R.A. gagnvart Logbook of the World, LoTW, á stjórnarfundi í félaginu þann 6. nóvember s.l. Mathías tók við verkefninu til bráðabirgða þann 2. október s.l. þegar Ársæll Óskarsson, TF3AO, óskaði eftir að verða leystur frá störfum. Verkefnið varðar eftirtalin kallmerki félagsins: TF3IRA, TF8IRA, TF3W og TF3HQ. Þess má geta að Mathías gegnir jafnframt embætti QSL stjóra félagsins fyrir útsend kort.
Undirbúningur vetrardagskrár 2013.
Fyrsti fundur til undirbúnings síðari hluta vetrardagskrár Í.R.A. var haldinn þann 21. nóvember s.l. Verkefnið er undir stjórn Andrésar Þórarinssonar, TF3AM, varaformanns Í.R.A., en Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður og Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ, eru til aðstoðar (en sama fyrirkomulag var viðhaft vegna yfirstandandi vetrardagskrár). Á fundinum var ákveðið að mæla með því við stjórn félagsins, að síðari hluti vetrardagskrárinnar hefjist á sérstökum fimmtudagsfundi þann 24. janúar n.k., þar sem VHF málefni verði í brennipunkti.
Tilflutningar í Skeljanesi.
Þann 14. nóvember voru tímaritaskápar félagsins fluttir til í fundarsalnum á 1. hæð. Þeir eru nú staðsettir þar sem ljósritunarvél félagsins var staðsett áður, en hún hefur fengið nýjn stað í salnum inn af hurðinni út á pallinn. Í raun eru tímaritaskáparnir nú í fyrsta skipti vel aðgengilegir, samanborið við fyrri staðsetningu. Ástæða þessara breytingar er, að fyrirhugað er að aðilar sem við deilum fundarsalnum með, fái nokkurt magn bóka sem verða vistaðar í salnum. Á meðfylgjandi ljósmyndum (neðar á síðunni) má m.a. sjá þrjá nýja bókaskápa sem komið hefur verið fyrir í salnum.
Merkingar í fjarskiptaherbergi
Þann 5. nóvember s.l., var komið fyrir merkingum við APRS stafvarpann í fjarskiptaherbergi félagsins. Í raun hefur staðið til, að koma merkingu af þessu tagi fyrir allt frá því stafvarpinn var tengdur þann 2. apríl 2010 og enn frekar eftir að hann fékk sérstakt kallmerki, TF3RPG, þann 10. júní 2011. Á merkispjaldinu, fyrir neðan kallmerkið, TF3RPG, stendur: APRS stafvapi á 144.800 MHz. Sjá ljósmynd neðar á síðunni.
Tímaritaskápar félagsins eru vel staðsettir og hafa mun betri aðkomu félagsmanna nú en fyrir breytingarnar.
Mynd úr salnum eftir breytingu. Ljósu bókaskáparnir eru staðsettir þar sem tímaritaskápar Í.R.A. voru áður.
Bókaskápur er kominn í salinn við gluggann. Myndirnar tvær á veggnum (fyrir ofan stólana) eru úr félgagsstarfinu.
Á merkispjandinu á veggnum stendur: TF3RPG, APRS stafvarpi á 144.800 MHz.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2012-11-24 10:13:052017-07-19 10:15:25Fréttir úr Skeljanesi í nóvember
3. sunnudagsopnun á yfirstandandi vetrardagskrá verður haldin sunnudaginn 25. nóvember n.k. kl. 10:30 í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Jónas Bjarnason, TF3JB, mætir í sófaumræður og er yfirskriftin: Reglugerðarmál.
Veitt verður yfirlit yfir reglugerðir um starfsemi radíóamatöra hér á landi frá upphafi og stiklað á stóru, en m.a. staðnæmst reglugerðina 1977 þegar við fengum m.a. “restina” af 80 metra bandinu, SSTV og RTTY; reglugerðina 1982 þegar við fengum 160 metra bandið o.s.frv. Þá verður núgildandi reglugerð frá 2004 skoðuð með tilliti til þess hvað það er sem við helst viljum breyta og hvaða heimildir nágrannalöndin (t.d. Noregur) hafa umfram okkur. Síðan verða metnar líkur á nýju amatörbandi á WRC-2015 og litið á þróun reglugerðarmála er varða radíóamatöra í heiminum. Húsið verður opnað kl. 10 árdegis og er miðað við að dagskrá verði tæmd á hádegi.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2012-11-23 10:11:122017-07-19 10:12:36TF3JB verður á 3. sunnudagsopnun vetrarins
CQ World-Wide DX CW keppnin 2012 verður haldin um næstu helgi, dagana 24.-25. nóvember. Keppnin er 48 klst. keppni og hefst kl. 00:00 á laugardag og lýkur kl. 23:59 á sunnudag. CQ World-Wide er fram á öllum böndum, þ.e. 80, 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Í boði eru fjölmargir keppnisriðlar, bæði fyrir einmennings- og fleirmenningsþáttöku (sjá reglur). Keppnisskilaboð eru einföld, RST+CQ svæði (e. zone), t.d. 599-40.
Þátttaka var góð frá TF í fyrra (2011) og sendu alls 9 stöðvar inn keppnisdagbækur. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, náði afburðaárangi (882,444 stigum) sem tryggði honum 3. sæti yfir heiminn og 2. sætið yfir Evrópu í einmenningsflokki á 14 MHz, hámarksafli.
Keppnin er stærsta alþjóðlega keppni ársins á morsi og skipta þátttakendur tugum þúsunda um allan heim. Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að taka þátt í keppninni.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2012-11-21 10:10:252017-07-19 10:11:05CQ WW morskeppnin 2012 er um helgina
TF1RPB hefur aðsetur í þessu húsi í Bláfjöllum í 690 metra hæð yfir sjávarmáli. Ljósmynd: TF3ARI.
Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI, fékk far í Bláfjöll í morgun, 20. nóvember. Við það tækifæri var endurvarpi félagsins, TF1RPB („Páll”), tengdur yfir á ¼-bylgju GP loftnet þar á staðnum sem félagið fékk heimild til að nota. Um leið var APRS stafvarpinn TF1APB, tengdur á ný, nú við það loftnet sem TF1RPB hafði notað áður. Báðir varparnir eru nú QRV og fyrstu niðurstöður um styrk á merkjum frá þeim á höfuðborgarsvæðinu lofa góðu.
Stjórn Í.R.A. þakkar Ara Þórólfi Jóhannessyni, TF3ARI, fyrir að hafa tekist á hendur þessa ferð og Jóni Þóroddi Jónssyni, TF3JA, fyrir aðstoð við undirbúning ferðarinnar.
Loftnet TF1RPB er GP loftnetið sem er staðsett hægra megin á þaki hússins. Ljósmynd: TF3ARI.
Kenwood TKR-750 endurvarpinn hvílir á “cavity” síum sínum og aflgjafinn þar ofan á. Ljósmynd: TF3ARI.
Búnaður stafvarpans TF1APB er staðsettur í sama húsi og TF1RPB. Ljósmynd: TF3ARI.
TF1RPB; stutt yfirlit.
Það var sumarið 2010 sem félagið festi kaup á nýju 3 metra háu stangarloftneti með 4 radíölum fyrir TF1RPB sem sett var upp í ágúst það ár (Hustler G6-144B, sem hefur 6 dB ávinning yfir tvípól). Það loftnet stóð sig afburða vel um 14 mánaða skeið, uns stagfesta fyrir burðarstaur gaf sig í hvassviðri í október 2011 og staurinn féll til jarðar. Staurinn mun þó hafa fallið á “réttu” hliðina, þannig að loftnet félagsins er óskemmt.
TF1RPB varð loks QRV á ný þann 14. júní 2012 þegar TF3WS lagði á fjallið. Þá hafði fengist heimild til að nota til bráðabirgða, gamalt loftnet á staðnum sem reyndist vel um 3 mánaða skeið, uns endurvarpinn fékk í sig eldingu. Í framhaldi var tekin sú ákvörðun þann 8. september að sækja Kenwood endurvarpa félagsins á Garðskaga (sem hafði þjónað TF8RPH vel frá því í apríl) og var hann fluttur í Bláfjöll af þeim TF3WS og TF3ARI að morgni 9. september. Endurvarpinn gekk síðan með ágætum fram undir miðjan október uns sambandsleysi í gamla loftnetinu varð yfirþyrmandi. Þann 20. október, lagði TF3JA á fjallið og tengdi hann varpann til bráðabirgða á APRS loftnet TF1APB. TF1RPB gekk síðan ágætlega á því loftneti í mánaðartíma, uns sviðsstyrkur hans nánast hvarf. Í ljós kom, að stilkur APRS loftnetsins hafði brotnað af festingunni og fokið. Á ný átti TF3JA ferð á fjallið þann 18. nóvember og var TF1RPB aftur tengdur við gamla netið og gekk ágætlega, en sviðsstyrkur frá því var minni samanborið við áður. Til að laga þá stöðu mála, lagði TF3ARI á fjallið í morgun (20. nóvember) og tengdi endurvarpann við ofangreint loftnet sem virðist koma vel út.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2012-11-20 10:08:462017-07-19 10:10:16TF1RPB QRV á nýju loftneti
Í.R.A. hefur borist erindi frá Póst- og fjarskiptastofnun dags. 14. nóvember þess efnis, að íslenskum leyfishöfum er veitt framlengd tímabundin heimild til notkunar á tíðnisviðinu 70.000-70.200 MHz (4 metrum). Heimildin er veitt í tilraunaskyni með eftirfarandi skilyrðum:
1. Hámarks bandbreidd er 16 kHz; engin skilyrði hvað varðar mótun.
2. Hámarks útgeislað afl er 100W.
3. Heimildin er veitt með þeim fyrirvara, að komi til truflana á annarri fjarskiptastarfsemi verður að hætta sendingum strax.
4. Heimildin gildir til 31.12.2014.
5. Kallmerki skal notast í upphafi og lok fjarskiptasambands og með viðeigandi reglulegu millibili á meðan fjarskiptasamband varir.
Erindi PFS er svar við beiðni félagsins sem sent var stofnuninni fyrr í mánuðinum.
Núgildandi heimild, hefði að óbreyttu runnið út í lok þessa árs (2012). Ný heimild er áfram veitt á víkjandi grundvelli samkvæmt forgangsflokki 2. Leyfishafar skulu sækja sérstaklega um til PFS áður en starfræksla er hafin á hrh@pfs.is eða pfs@pfs.is
Stjórn Í.R.A. fagnar áframhaldandi heimild til handa íslenskum leyfishöfum til nota á ofangreindu tíðnisviði til loka ársins 2014.
________
Í svari frá Póst- og fjarskiptstofnun sem félaginu barst í dag, þann 20. nóvember,
kemur í ljós að PFS fer þess á leit að leyfishafar endurnýji ósk/óskir um heimildir
til starfrækslu í eftirtöldum þremur tíðnisviðum eftir 1. janúar n.k.:
1850-1900 kHz (2013).
5260-5410 kHz (2013 og 2014).
70.000-70.000 MHz (2012 og 2014).
Ekkert er því til fyrirstöðu að menn sæki um heimild á öllum þremur tíðnisviðunum í sama tölvupósti/bréfi.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2012-11-20 10:08:082017-07-19 10:08:38Erindi hefur borist frá Póst- og fjarskiptastofnun
Næsti viðburður á vetrardagskrá félagsins verður haldinn fimmtudaginn 22. nóvember kl. 20:30í Skeljanesi. Þá verður sýnd DVD heimildarmynd frá DX-leiðangrinum til Malpeolo Island, HKØNA, sem farinn var dagana 21. janúar til 6. febrúar 2012.
Leiðangurinn hafði alls 195,292 QSO. Sýningarstjóri verður Guðmundur Sveinsson, TF3SGog er sýningartími myndarinnar 51 mínúta. Sýningin er í boði Brynjólfs Jónssonar, TF5B, sem jafnframt færir félaginu mynddiskinn til eignar.
Eyjan Malpelo, Isla de Malpelo, er staðsett í 378 km fjarlægð frá Kyrrahafsströnd Kólumbíu. Á eyjunni er engin byggð, en herstöð frá kólumbíska hernum sem hefur verið mönnuð í aldarfjórðung. Eyjan er á skrá UNESCO yfir helstu náttúruminjar heims.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að láta viðburðinn ekki fram hjá sér fara. Kaffiveitingar.
________
Eftirtaldar TF stöðvar höfðu samtals 45 QSO við leiðangurinn:
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2012-11-19 10:07:112017-07-19 10:07:58DVD heimildarmynd frá HKØNA á fimmtudag
Í.R.A. hefur borist erindi frá Póst- og fjarskiptastofnun dags. 13. nóvember þess efnis, að íslenskum leyfishöfum er veitt framlengd tímabundin heimild til notkunar á tíðnisviðinu 5260-5410 kHz (60 metrum). Heimildin er veitt í tilraunaskyni með eftirfarandi skilyrðum:
1. Leyfilegar mótunaraðferðir eru 3K0J3E (USB), 100H0A1A (CW) og 60H0J2B (PSK-31).
2. Hámarks útgeislað afl er 100W (20dBW).
3. Hámarks bandbreidd er 3 kHz.
4. Heimildin er veitt með þeim fyrirvara, að komi til truflana á annarri fjarskiptastarfsemi verður að hætta sendingum strax.
5. Heimildin gildir til 31.12.2014.
6. Kallmerki skal notast í upphafi og lok fjarskiptasambands og með viðeigandi reglulegu millibili á meðan fjarskiptasamband varir.
Erindi PFS er svar við beiðni félagsins sem sent var stofnuninni fyrr í mánuðinum.
Núgildandi heimild, hefði að óbreyttu runnið út í lok þessa árs (2012). Ný heimild er áfram veitt á víkjandi grundvelli samkvæmt forgangsflokki 2. Leyfishafar skulu sækja sérstaklega um til PFS áður en starfræksla er hafin á hrh@pfs.is eða pfs@pfs.is
Stjórn Í.R.A. fagnar áframhaldandi heimild til handa íslenskum leyfishöfum á ofangreindu tíðnisviði til loka ársins 2014.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2012-11-19 10:06:312017-07-19 10:07:02Erindi hefur borist frá Póst- og fjarskiptastofnun
Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB í Skeljanesi þann 18. nóvember. Á myndinni má einnig sjá Ara Þórólf Jóhannesson TF3ARI.
2. sunnudagsopnun á yfirstandandi vetrardagskrá var haldin sunnudaginn 18. nóvember í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes.Sigurbjörn Þór “Doddi” Bjarnason, TF3SB,mætti í sófaumræður og var yfirskriftin:Lampatækin lifa enn; Heathkit HW 101 á staðnum.
Flestir voru mættir upp úr kl. 10 en Doddi byrjaði umræðurnar nákvæmlega kl. 10:30. Hann fjallaði fyrst á afar fróðlegan hátt um mismunandi gerðir lampa og síðan um tímabilið ca. frá 1960 til 1980 og um helstu framfarir í HF stöðvum radíóamatöra á þeim tíma. Sérstaklega var rætt um stöðvar frá Heathkit, Collins, Swan, R.L. Drake og fleiri. Doddi fékk mikið af spurningum sem hann svaraði greiðlega og út frá þeim voru sagðar margar skemmtilegar “lampatækjasögur”.
TF3SB mætti í Skeljanes með (sem nýja) Heathkit HW-101 sendi-/móttökustöð, en HW-101 var einhver vinsælasta HF stöðin upp úr 1970 um allan heim (þ.m.t. á Íslandi). Hann kom einnig með „original” aflgjafa, SpeedEx („original”) handmorslykil og Shure 444D borðhljóðnema. Oskerblock „original” silfraði afl-/standbylgjumælir félagsins var notaður og valkvætt gerviálag frá Celwave svo og Butternut HF6Vstangarloftnet
félagsins.
Eftir umræður, gafst viðstöddum tækifæri til að handleika og prófa HW-101 stöðina. Eins og áður segir, var hún sem ný á að líta og silkimjúkar stillingar VFO’sins vöktu athygli. Miðað var við að dagskrá yrði tæmd á hádegi en þar sem umræðuefnið var mönnum hjartfólgið var húsið ekki yfirgefið fyrr en klukkustund síðar.
Stjórn Í.R.A. þakkar Sigurbirni Þór Bjarnasyni, TF3SB, fróðlegan og áhugaverðan viðburð.
Doddi flutti afar fróðlegt inngangserindi um mismunandi gerðir lampa. Frá vinstri: Carl Jóhann Lilliendahl TF3KJ, Mathías Hagvaag TF3-Ø35, Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB og Brynjólfur Jónsson TF5B.
Jón Þóroddur Jónsson TF3JA skoðar búnaðinn af áhuga. Carl Jóhann Lilliendahl TF3KJ fylgist með.
Vel heppnað fimmtudagserindi TF3GL
Guðmundur Löve TF3GL flutti erindi um endurvarpsstöðvar á VHF/UHF í Skeljanesi 29. nóvember.
Guðmundur Löve, TF3GL, flutti fróðlegt erindi í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes fimmtudaginn 29. nóvember s.l. undir heitinu: Áhugaverðar nýjungar í endurvarpsstöðvum á VHF/UHF.
Hann fjallaði m.a. um samanburð á merkjum frá endurvarpa, bílstöð og handstöð á VHF og UHF, út frá mismunandi tæknilegum forsendum og mismunandi staðsetningu endurvarpa, s.s. á Skarðsmýrarfjalli, Skálafelli, í Bláfjöllum, Vestmannaeyjum, á Garðskaga og víðar. Guðmundur sýndi m.a. afar áhugaverðar útbreiðslumyndir í Radio Mobile forriti VE2DBE.
Miklar umræður fóru fram yfir kaffibollum (og dönskum piparkökum) og síðan færðu menn sig yfir á tússtöfluna eftir að formlegu erindi lauk. Alls mættu 25 félagsmenn í Skeljanes þrátt fyrir rigningu og hvassviðri í höfuðborginni og áttu saman fróðlega og skemmtilega kvöldstund.
Stjórn Í.R.A. þakkar Guðmundi Löve, TF3GL vel heppnað og áhugavert erindi og TF3JB og TF3SB,
fyrir myndatökuna.
Sýna má áhugaverðar og nákvæmar útbreiðslumyndir í “Radio Mobile” forritinu; hér frá 4 endurvörpum.
TF3ARI skýrði m.a. frá fyrirhugaðri uppsetningu nýs FM endurvarpa í eigu TF3ML á Skarðsmýrarfjalli.
Menn hlustuðu af athygli þegar TF3GL ræddi mikilvægi næmni endurvarpa og jákvæð áhrif tónlæsingar.
Áhugaverðar umræður fóru m.a. fram um aukna möguleika með innleiðslu “kross-band” varpa á UHF.
Námskeið fyrir próf til amatörleyfis, skráning
Hluti nemenda sem sat próf til amatörleyfis í félagsaðstöðunni við Skeljanes í maí 2011.
Stjórn Í.R.A. samþykkti nýlega á fundi sínum, að félagið bjóði á næstunni upp á námskeið til undirbúnings amatörprófs. Fyrirhugað er að námskeiðið standi yfir um 10 vikna skeið, frá febrúar til apríl n.k. og ljúki með prófi Póst- og fjarskiptastofnunar laugardaginn 4. maí 2013.
Námskeiðið verður kvöldnámskeið og verður kennt tvö kvöld í viku, 2 kennslustundir í senn. Það verður opið öllum og ekki eru gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Tekið skal fram, að stjórnvöld gera ekki lengur kröfur um morskunnáttu þannig að morskennsla er ekki hluti af námskeiðinu.
Áhugasamir eru beðnir um að skrá nafn sitt og tölvupóstfang á “ira hjá ira.is”. Ath. að skráningu fylgir engin skuldbinding, en veitir félaginu mikilvægar upplýsingar um fyrirhugaðan fjölda nemenda. Fyrirspurnum má beina á sama töluvpóstfang. Námskeiðsgjald verður 14 þúsund krónur fyrir félagsmenn Í.R.A., en 19 þúsund krónur fyrir aðra. Inni í þessu verði eru öll námsgögn.
Skráning verður opin til og með 28. desember n.k. Félagið setur þann fyrirvara um námskeiðshald, að
lágmarksþátttaka fáist.
________
Prófkröfur Póst- og fjarskiptastofnunar til amatörleyfis miðast við 5. gr. reglugerðar nr. 348/2004 og tilmæli CEPT nr. 61-02 eftir því sem við á og eru tvískiptar, þ.e. annars vegar fyrir N-próf og hins vegar fyrir G-próf. Prófkröfur eru eftirfarandi til N-prófs:
1. Grunnatriði í rafmagns- og radíófræði.
2. Innlendar og alþjóðlegar reglur og aðferðir í viðskiptum.
3. Helstu atriði í lögum um fjarskipti og reglugerð um radíóáhugamenn.
Prófkröfur stofnunarinnar til amatörleyfis miðast við 5. gr. reglugerðar nr. 348/2004 og tilmæli CEPT nr. 61-02 eftir því sem við á. Þær eru eftirfarandi til G-prófs:
1. Tækni: Raf-, rafsegul- og radíófræði; íhlutir; rásir; viðtæki; sendar; loftnet og sendilínur; útbreiðsla rafsegulbylgna; mælingar; truflanir og truflanavernd; öryggismál í sambandi við rafmagn.
2. Innlendar og alþjóðareglur um viðskipti og aðferðir: Stöfun með orðum; Q-skammstafanir; skammstafanir sem eru notaðar í viðskiptum; alþjóðleg neyðarmerki, neyðarköll og fjarskipti í náttúruhamförum; kallmerki; og skipulag alþjóðlegu radíóáhugamannasamtakanna (IARU) á tíðnisviðum radíóáhugamanna.
3. Innlendar og alþjóðlegar reglur um þráðlaus fjarskipti áhugamanna: Radíóreglugerð ITU; reglur CEPT; og innlend löggjöf, reglugerðir og leyfisskilyrði.
Góður árangur í CQ WW miðað við skilyrði
TF2CW keppti frá Norðtungu 3 í Borgarfirði.
TF4X keppti frá Otradal í Vesturbyggð.
Vitað er um a.m.k. fimm TF kallmerki sem voru QRV í CQ World-Wide DX morskeppninni sem haldin var um s.l. helgi, 24.-25. nóvember, þ.e. TF2CW, TF3SG, TF3VS, TF4X og TF8GX.TF2CW keppti í einmenningsflokki á 14 MHz, háafli, aðstoð og hafði alls 3.059 QSO. TF4X (ops: G3SWH, N3ZZ, WA6O, UA3AB, TF3DC og TF3Y) keppti í fleirmenningsflokki á öllum böndum, háafli, 2 sendar og hafði alls 7.771 QSO.
Þessi útkoma er afspyrnu góð hjá báðum stöðvum, m.a. með tilliti til þess hve slök skilyrðin voru, u.þ.b. hálfan fyrri dag keppninnar. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fjölda sambanda hjá TF3SG, TF3VS og TF8GX. Nánari umfjöllun verður birt um keppnina strax og bráðabirgðaniðurstöður (e. claimed scores) verða fáanlegar hjá keppnisnefnd CQ tímaritsins, sem líklega verður innan tveggja vikna.
Stjórn Í.R.A. óskar þátttakendum innilega til hamingju með árangurinn.
________
Vefslóð á heimasíðu keppnisnefndar CQ tímaritsins:
http://www.cqww.com/
TF3GL verður með fimmtudagserindið 29. nóv
Guðmundur Löve, TF3GL.
Guðmundur Löve, TF3GL, flytur næsta fimmtudagserindi á vetrardagskrá Í.R.A. Það
verður haldið í félagsaðstöðunni í Skeljanesi þann 29. nóvember n.k. kl. 20:30.
Umræðuefnið er: Áhugaverðar nýjungar í endurvarpsstöðvum radíóamatöra á VHF/UHF.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar verða í boði
félagsins.
Fréttir úr Skeljanesi í nóvember
Matthías Hagvaag, TF3MH.
Nýr tengiliður gagnvart LoTW.
Mathías Hagvaag, TF3-Ø35, var formlega skipaður tengiliður Í.R.A. gagnvart Logbook of the World, LoTW, á stjórnarfundi í félaginu þann 6. nóvember s.l. Mathías tók við verkefninu til bráðabirgða þann 2. október s.l. þegar Ársæll Óskarsson, TF3AO, óskaði eftir að verða leystur frá störfum. Verkefnið varðar eftirtalin kallmerki félagsins: TF3IRA, TF8IRA, TF3W og TF3HQ. Þess má geta að Mathías gegnir jafnframt embætti QSL stjóra félagsins fyrir útsend kort.
Undirbúningur vetrardagskrár 2013.
Fyrsti fundur til undirbúnings síðari hluta vetrardagskrár Í.R.A. var haldinn þann 21. nóvember s.l. Verkefnið er undir stjórn Andrésar Þórarinssonar, TF3AM, varaformanns Í.R.A., en Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður og Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ, eru til aðstoðar (en sama fyrirkomulag var viðhaft vegna yfirstandandi vetrardagskrár). Á fundinum var ákveðið að mæla með því við stjórn félagsins, að síðari hluti vetrardagskrárinnar hefjist á sérstökum fimmtudagsfundi þann 24. janúar n.k., þar sem VHF málefni verði í brennipunkti.
Tilflutningar í Skeljanesi.
Þann 14. nóvember voru tímaritaskápar félagsins fluttir til í fundarsalnum á 1. hæð. Þeir eru nú staðsettir þar sem ljósritunarvél félagsins var staðsett áður, en hún hefur fengið nýjn stað í salnum inn af hurðinni út á pallinn. Í raun eru tímaritaskáparnir nú í fyrsta skipti vel aðgengilegir, samanborið við fyrri staðsetningu. Ástæða þessara breytingar er, að fyrirhugað er að aðilar sem við deilum fundarsalnum með, fái nokkurt magn bóka sem verða vistaðar í salnum. Á meðfylgjandi ljósmyndum (neðar á síðunni) má m.a. sjá þrjá nýja bókaskápa sem komið hefur verið fyrir í salnum.
Merkingar í fjarskiptaherbergi
Þann 5. nóvember s.l., var komið fyrir merkingum við APRS stafvarpann í fjarskiptaherbergi félagsins. Í raun hefur staðið til, að koma merkingu af þessu tagi fyrir allt frá því stafvarpinn var tengdur þann 2. apríl 2010 og enn frekar eftir að hann fékk sérstakt kallmerki, TF3RPG, þann 10. júní 2011. Á merkispjaldinu, fyrir neðan kallmerkið, TF3RPG, stendur: APRS stafvapi á 144.800 MHz. Sjá ljósmynd neðar á síðunni.
Tímaritaskápar félagsins eru vel staðsettir og hafa mun betri aðkomu félagsmanna nú en fyrir breytingarnar.
Mynd úr salnum eftir breytingu. Ljósu bókaskáparnir eru staðsettir þar sem tímaritaskápar Í.R.A. voru áður.
Bókaskápur er kominn í salinn við gluggann. Myndirnar tvær á veggnum (fyrir ofan stólana) eru úr félgagsstarfinu.
Á merkispjandinu á veggnum stendur: TF3RPG, APRS stafvarpi á 144.800 MHz.
TF3JB verður á 3. sunnudagsopnun vetrarins
Jónas Bjarnason, TF3JB
3. sunnudagsopnun á yfirstandandi vetrardagskrá verður haldin sunnudaginn 25. nóvember n.k. kl. 10:30 í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Jónas Bjarnason, TF3JB, mætir í sófaumræður og er yfirskriftin: Reglugerðarmál.
Veitt verður yfirlit yfir reglugerðir um starfsemi radíóamatöra hér á landi frá upphafi og stiklað á stóru, en m.a. staðnæmst reglugerðina 1977 þegar við fengum m.a. “restina” af 80 metra bandinu, SSTV og RTTY; reglugerðina 1982 þegar við fengum 160 metra bandið o.s.frv. Þá verður núgildandi reglugerð frá 2004 skoðuð með tilliti til þess hvað það er sem við helst viljum breyta og hvaða heimildir nágrannalöndin (t.d. Noregur) hafa umfram okkur. Síðan verða metnar líkur á nýju amatörbandi á WRC-2015 og litið á þróun reglugerðarmála er varða radíóamatöra í heiminum. Húsið verður opnað kl. 10 árdegis og er miðað við að dagskrá verði tæmd á hádegi.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar.
________
Núgildandi reglugerð um starfsemi radíóamatöra má nálgast á þessari vefslóð:
http://stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=8ebada7d-0f5f-4187-ba63-515ebb303d72
CQ WW morskeppnin 2012 er um helgina
CQ World-Wide DX CW keppnin 2012 verður haldin um næstu helgi, dagana 24.-25. nóvember. Keppnin er 48 klst. keppni og hefst kl. 00:00 á laugardag og lýkur kl. 23:59 á sunnudag. CQ World-Wide er fram á öllum böndum, þ.e. 80, 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Í boði eru fjölmargir keppnisriðlar, bæði fyrir einmennings- og fleirmenningsþáttöku (sjá reglur). Keppnisskilaboð eru einföld, RST+CQ svæði (e. zone), t.d. 599-40.
Þátttaka var góð frá TF í fyrra (2011) og sendu alls 9 stöðvar inn keppnisdagbækur. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, náði afburðaárangi (882,444 stigum) sem tryggði honum 3. sæti yfir heiminn og 2. sætið yfir Evrópu í einmenningsflokki á 14 MHz, hámarksafli.
Keppnin er stærsta alþjóðlega keppni ársins á morsi og skipta þátttakendur tugum þúsunda um allan heim. Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að taka þátt í keppninni.
Sjá keppnisreglur hér: http://www.cqww.com/rules.htm
Heimasíða keppninnar: http://www.cqww.com/
TF1RPB QRV á nýju loftneti
TF1RPB hefur aðsetur í þessu húsi í Bláfjöllum í 690 metra hæð yfir sjávarmáli. Ljósmynd: TF3ARI.
Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI, fékk far í Bláfjöll í morgun, 20. nóvember. Við það tækifæri var endurvarpi félagsins, TF1RPB („Páll”), tengdur yfir á ¼-bylgju GP loftnet þar á staðnum sem félagið fékk heimild til að nota. Um leið var APRS stafvarpinn TF1APB, tengdur á ný, nú við það loftnet sem TF1RPB hafði notað áður. Báðir varparnir eru nú QRV og fyrstu niðurstöður um styrk á merkjum frá þeim á höfuðborgarsvæðinu lofa góðu.
Stjórn Í.R.A. þakkar Ara Þórólfi Jóhannessyni, TF3ARI, fyrir að hafa tekist á hendur þessa ferð og Jóni Þóroddi Jónssyni, TF3JA, fyrir aðstoð við undirbúning ferðarinnar.
Loftnet TF1RPB er GP loftnetið sem er staðsett hægra megin á þaki hússins. Ljósmynd: TF3ARI.
Kenwood TKR-750 endurvarpinn hvílir á “cavity” síum sínum og aflgjafinn þar ofan á. Ljósmynd: TF3ARI.
Búnaður stafvarpans TF1APB er staðsettur í sama húsi og TF1RPB. Ljósmynd: TF3ARI.
TF1RPB; stutt yfirlit.
Það var sumarið 2010 sem félagið festi kaup á nýju 3 metra háu stangarloftneti með 4 radíölum fyrir TF1RPB sem sett var upp í ágúst það ár (Hustler G6-144B, sem hefur 6 dB ávinning yfir tvípól). Það loftnet stóð sig afburða vel um 14 mánaða skeið, uns stagfesta fyrir burðarstaur gaf sig í hvassviðri í október 2011 og staurinn féll til jarðar. Staurinn mun þó hafa fallið á “réttu” hliðina, þannig að loftnet félagsins er óskemmt.
TF1RPB varð loks QRV á ný þann 14. júní 2012 þegar TF3WS lagði á fjallið. Þá hafði fengist heimild til að nota til bráðabirgða, gamalt loftnet á staðnum sem reyndist vel um 3 mánaða skeið, uns endurvarpinn fékk í sig eldingu. Í framhaldi var tekin sú ákvörðun þann 8. september að sækja Kenwood endurvarpa félagsins á Garðskaga (sem hafði þjónað TF8RPH vel frá því í apríl) og var hann fluttur í Bláfjöll af þeim TF3WS og TF3ARI að morgni 9. september. Endurvarpinn gekk síðan með ágætum fram undir miðjan október uns sambandsleysi í gamla loftnetinu varð yfirþyrmandi. Þann 20. október, lagði TF3JA á fjallið og tengdi hann varpann til bráðabirgða á APRS loftnet TF1APB. TF1RPB gekk síðan ágætlega á því loftneti í mánaðartíma, uns sviðsstyrkur hans nánast hvarf. Í ljós kom, að stilkur APRS loftnetsins hafði brotnað af festingunni og fokið. Á ný átti TF3JA ferð á fjallið þann 18. nóvember og var TF1RPB aftur tengdur við gamla netið og gekk ágætlega, en sviðsstyrkur frá því var minni samanborið við áður. Til að laga þá stöðu mála, lagði TF3ARI á fjallið í morgun (20. nóvember) og tengdi endurvarpann við ofangreint loftnet sem virðist koma vel út.
Erindi hefur borist frá Póst- og fjarskiptastofnun
Í.R.A. hefur borist erindi frá Póst- og fjarskiptastofnun dags. 14. nóvember þess efnis, að íslenskum leyfishöfum er veitt framlengd tímabundin heimild til notkunar á tíðnisviðinu 70.000-70.200 MHz (4 metrum). Heimildin er veitt í tilraunaskyni með eftirfarandi skilyrðum:
1. Hámarks bandbreidd er 16 kHz; engin skilyrði hvað varðar mótun.
2. Hámarks útgeislað afl er 100W.
3. Heimildin er veitt með þeim fyrirvara, að komi til truflana á annarri fjarskiptastarfsemi verður að hætta sendingum strax.
4. Heimildin gildir til 31.12.2014.
5. Kallmerki skal notast í upphafi og lok fjarskiptasambands og með viðeigandi reglulegu millibili á meðan fjarskiptasamband varir.
Erindi PFS er svar við beiðni félagsins sem sent var stofnuninni fyrr í mánuðinum.
Núgildandi heimild, hefði að óbreyttu runnið út í lok þessa árs (2012). Ný heimild er áfram veitt á víkjandi grundvelli samkvæmt forgangsflokki 2. Leyfishafar skulu sækja sérstaklega um til PFS áður en starfræksla er hafin á hrh@pfs.is eða pfs@pfs.is
Stjórn Í.R.A. fagnar áframhaldandi heimild til handa íslenskum leyfishöfum til nota á ofangreindu tíðnisviði til loka ársins 2014.
________
Í svari frá Póst- og fjarskiptstofnun sem félaginu barst í dag, þann 20. nóvember,
kemur í ljós að PFS fer þess á leit að leyfishafar endurnýji ósk/óskir um heimildir
til starfrækslu í eftirtöldum þremur tíðnisviðum eftir 1. janúar n.k.:
1850-1900 kHz (2013).
5260-5410 kHz (2013 og 2014).
70.000-70.000 MHz (2012 og 2014).
Ekkert er því til fyrirstöðu að menn sæki um heimild á öllum þremur tíðnisviðunum í sama tölvupósti/bréfi.
DVD heimildarmynd frá HKØNA á fimmtudag
Næsti viðburður á vetrardagskrá félagsins verður haldinn fimmtudaginn 22. nóvember kl. 20:30 í Skeljanesi. Þá verður sýnd DVD heimildarmynd frá DX-leiðangrinum til Malpeolo Island, HKØNA, sem farinn var dagana 21. janúar til 6. febrúar 2012.
Leiðangurinn hafði alls 195,292 QSO. Sýningarstjóri verður Guðmundur Sveinsson, TF3SGog er sýningartími myndarinnar 51 mínúta. Sýningin er í boði Brynjólfs Jónssonar, TF5B, sem jafnframt færir félaginu mynddiskinn til eignar.
Eyjan Malpelo, Isla de Malpelo, er staðsett í 378 km fjarlægð frá Kyrrahafsströnd Kólumbíu. Á eyjunni er engin byggð, en herstöð frá kólumbíska hernum sem hefur verið mönnuð í aldarfjórðung. Eyjan er á skrá UNESCO yfir helstu náttúruminjar heims.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að láta viðburðinn ekki fram hjá sér fara. Kaffiveitingar.
________
Eftirtaldar TF stöðvar höfðu samtals 45 QSO við leiðangurinn:
Kallmerki
QSO
Heimild: Heimasíða Clublog.
Erindi hefur borist frá Póst- og fjarskiptastofnun
Í.R.A. hefur borist erindi frá Póst- og fjarskiptastofnun dags. 13. nóvember þess efnis, að íslenskum leyfishöfum er veitt framlengd tímabundin heimild til notkunar á tíðnisviðinu 5260-5410 kHz (60 metrum). Heimildin er veitt í tilraunaskyni með eftirfarandi skilyrðum:
1. Leyfilegar mótunaraðferðir eru 3K0J3E (USB), 100H0A1A (CW) og 60H0J2B (PSK-31).
2. Hámarks útgeislað afl er 100W (20dBW).
3. Hámarks bandbreidd er 3 kHz.
4. Heimildin er veitt með þeim fyrirvara, að komi til truflana á annarri fjarskiptastarfsemi verður að hætta sendingum strax.
5. Heimildin gildir til 31.12.2014.
6. Kallmerki skal notast í upphafi og lok fjarskiptasambands og með viðeigandi reglulegu millibili á meðan fjarskiptasamband varir.
Erindi PFS er svar við beiðni félagsins sem sent var stofnuninni fyrr í mánuðinum.
Núgildandi heimild, hefði að óbreyttu runnið út í lok þessa árs (2012). Ný heimild er áfram veitt á víkjandi grundvelli samkvæmt forgangsflokki 2. Leyfishafar skulu sækja sérstaklega um til PFS áður en starfræksla er hafin á hrh@pfs.is eða pfs@pfs.is
Stjórn Í.R.A. fagnar áframhaldandi heimild til handa íslenskum leyfishöfum á ofangreindu tíðnisviði til loka ársins 2014.
Vel heppnaðar sunnudagsumræður hjá TF3SB
Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB í Skeljanesi þann 18. nóvember. Á myndinni má einnig sjá Ara Þórólf Jóhannesson TF3ARI.
2. sunnudagsopnun á yfirstandandi vetrardagskrá var haldin sunnudaginn 18. nóvember í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Sigurbjörn Þór “Doddi” Bjarnason, TF3SB, mætti í sófaumræður og var yfirskriftin: Lampatækin lifa enn; Heathkit HW 101 á staðnum.
Flestir voru mættir upp úr kl. 10 en Doddi byrjaði umræðurnar nákvæmlega kl. 10:30. Hann fjallaði fyrst á afar fróðlegan hátt um mismunandi gerðir lampa og síðan um tímabilið ca. frá 1960 til 1980 og um helstu framfarir í HF stöðvum radíóamatöra á þeim tíma. Sérstaklega var rætt um stöðvar frá Heathkit, Collins, Swan, R.L. Drake og fleiri. Doddi fékk mikið af spurningum sem hann svaraði greiðlega og út frá þeim voru sagðar margar skemmtilegar “lampatækjasögur”.
TF3SB mætti í Skeljanes með (sem nýja) Heathkit HW-101 sendi-/móttökustöð, en HW-101 var einhver vinsælasta HF stöðin upp úr 1970 um allan heim (þ.m.t. á Íslandi). Hann kom einnig með „original” aflgjafa, SpeedEx („original”) handmorslykil og Shure 444D borðhljóðnema. Oskerblock „original” silfraði afl-/standbylgjumælir félagsins var notaður og valkvætt gerviálag frá Celwave svo og Butternut HF6Vstangarloftnet
félagsins.
Eftir umræður, gafst viðstöddum tækifæri til að handleika og prófa HW-101 stöðina. Eins og áður segir, var hún sem ný á að líta og silkimjúkar stillingar VFO’sins vöktu athygli. Miðað var við að dagskrá yrði tæmd á hádegi en þar sem umræðuefnið var mönnum hjartfólgið var húsið ekki yfirgefið fyrr en klukkustund síðar.
Stjórn Í.R.A. þakkar Sigurbirni Þór Bjarnasyni, TF3SB, fróðlegan og áhugaverðan viðburð.
Doddi flutti afar fróðlegt inngangserindi um mismunandi gerðir lampa. Frá vinstri: Carl Jóhann Lilliendahl TF3KJ, Mathías Hagvaag TF3-Ø35, Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB og Brynjólfur Jónsson TF5B.
Jón Þóroddur Jónsson TF3JA skoðar búnaðinn af áhuga. Carl Jóhann Lilliendahl TF3KJ fylgist með.