Í septemberhefti CQ tímaritsins 2012 eru birtar niðurstöður úr morshluta CQ World-Wide DX keppninnar sem fram fór dagana 26.-27. nóvember 2011. Þátttaka var góð frá TF en alls sendu 9 TF stöðvar inn keppnisdagbækur og dreifðust keppendur á 8 mismunandi keppnisflokka.
Sigurður R. Jakobsson,TF3CW, náði afburðaárangi í sínum keppnisflokki, en hann keppti í einmenningsflokki á 14 MHz, hámarksafli. Heildarárangur varð 882.444 stig.Að baki þessum stigafjölda voru 3.158 QSO, 35 CQ svæðiog 116 DXCC einingar.Sigurður náði silfurverðlaunum, – 2. sæti – yfir Evrópu sem tryggði honum bronsverðlaunin – 3. sæti – yfir heiminn. Árangurinn er framúrskarandi góður, ekki síst með tilliti til afleitra skilyrða síðari dag keppninnar. Viðvera hans var 40 klst., og besta QSO hlutfall 185 QSO/klst.
Árangur Óskars Sverrissonar, TF3DC, sem tók þátt í keppninni frá TF3W er einnig góður. Óskar keppti í einmenningsflokki á öllum böndum, hámarksafli. Heildarárangur hans varð 480.442 stig. Að baki þessum
stigafjölda voru 1.095 QSO, 61 CQ svæði og 168 DXCC einingar.
Stjórn Í.R.A. óskar Sigurði R. Jakobssyni, TF3CW, innilega til hamingju með glæsilegan árangur í keppninni, sem er á heimsmælikvarða – svo og öðrum íslenskum leyfishöfum sem tóku þátt. Í meðfylgjandi töflu má sjá útkomuna sundurgreinda eftir keppnisflokkum.
Keppnisflokkur
Kallmerki
Árangur, stig
QSO
CQ svæði
DXCC einingar
3.5 MHz – einmenningsflokkur, hámarksafl
TF3SG*
18.112
160
15
49
14 MHz – einmenningsflokkur, lágafl
TF3HP
3.800
78
9
29
14 MHz – einmenningsflokkur, hámarksafl
TF3CW*
882.444
3.158
35
116
21 MHz – einmenningsflokkur, lágafl – aðstoð
TF3AO
7.650
83
10
40
28 MHz – einmenningsflokkur, lágafl
TF2JB*
76.194
663
17
66
Öll bönd – einmenningsflokkur, lágafl
TF3G*
23.310
128
30
75
Öll bönd – einmenningsflokkur, lágafl
TF3UA
15.778
85
39
59
Öll bönd – einmenningsflokkur, lágafl – aðstoð
TF8GX*
42.183
184
41
88
Öll bönd – einmenningsflokkur, hámarksafl – aðstoð
TF3W*
480.442
1.095
61
168
*Bestur árangur í viðkomandi keppnisflokki (innan TF) og handhafi viðurkenningarskjals frá CQ tímaritinu.
Gjaldkeri minnir á að eindagi félagsgjalda er í dag, 1. september samkvæmt útsendingu gíróseðla sem fram fór í júnímánuði. Samkvæmt félagslögum er innheimt eftir tvennskonar félagsaðild, þ.e.
fyrir félagsmenn á aldrinum 16-66 ára og fyrir félagsmenn á aldrinum 67 ára og eldri, maka félagsmanna og yngra fólk en 16 ára. Fyrrnefndi hópurinn greiðir fullt gjald, 6000 krónur og síðarnefndi
hópurinn hálft gjald, 3000 krónur.
Fjárhæð árgjalds var ákveðin á aðalfundi félagsins þann 19. maí s.l. Yfirstandandi félagsár sem nú er til innheimtu er fyrir tímbilið 2012/2013, þ.e. 12 mánaða tímabilið júní 2012 til maí 2013. Þar til nú, hafði félagsgjaldið verið óbreytt að krónutölu í þrjú ár (2009, 2010 og 2011) en hafði fyrir þann tíma, verið lækkað úr 5000 krónum í 4000 krónur, eftir efnahagshrunið 2008.
Félagsmenn sem ekki hafa fengið erindi um greiðslu félagsgjalds, vilja fá heimild til að skipta greiðslu eða eiga annað erindi við gjaldkera vegna innheimtunnar, eru beðnir að snúa sér til undirritaðs.
73, Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ,
gjaldkeri Í.R.A.
(kjartan(hjá)skyggnir.is)
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2012-09-01 00:12:512017-07-18 00:15:36Eindagi félagsgjalda er 1. september
Með þessum tölvupósti vil ég minna þá sem tóku þátt í útileikum dagana 3.-6. ágúst s.l.á að frestur til að skila inn loggum er langt genginn. Ég veit að það voru fleiri í loftinu þessa daga en þegar hafa sent inn logga. Því vil ég hvetja þá sem enn eiga eftir að senda inn logg, að gera það sem allra fyrst. Telji menn sig í tímaþröng hef ég ákveðið að lokadagur skila verði þann 7. september n.k.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2012-08-28 21:00:172017-07-18 00:11:59Skilafrestur í TF útileikunum er til 7. september
Yngvi Harðarson TF3Y vinnur við forritun loftnets og rótors félagsstöðvarinnar TF3IRA.
Góð mæting var í Skeljanes fimmtudagskvöldið 23. ágúst. Þessa dagana er m.a. unnið að því að ljúka frágangi félagsstöðvarinnar fyrir veturinn. TF3Y kom og forritaði annarsvegar, SteppIR 3E Yagi loftnet félagsins og hinsvegar, AlfaSpid RAK rótor félagsins. SteppIR loftnetið er nú frágengið á öllum böndum á mors- og talsvæðum bandanna. Þá voru minniseiningar rótorsins forritaður í eftirfarandi stefnur: 20°(JA) 100°(EU) 160°(AF) 210° (SA) 290°(USA) og 330°(Pac.). Áfram er þó valkvætt hvort minnin eru notuð eða ekki.
Ari Þór Jóhannesson TF3ARI í QSO’i við Ólaf B. Ólafsson TF3ML á Bolafjalli á 145.500 MHz
Samúel Þór Guðjónsson TF2SUT og Guðjón Helgi Egilsson TF3WO gera fellitvípólinn kláran.
Á meðan á þessu stóð, unnu þeir TF3WO, TF2SUT og TF3TNT stöðvarstjóri TF3IRA við uppsetningu fellitvípóls (e. “folded dipole“) fyrir 7 MHz sem var strengdur frá fjarskiptaherbergi félagsstöðvarinar út í loftnetsturn félagsins. Fyrr, hafði New-Tronics Hustler 6-BTV, stangarloftnetið, verið endurtengdt. Samanburður þess við nýja loftnetið (sem er að vísu í lágmarkshæð) lofaði mjög góðu.
Kjartan H. Bjarnason TF3BJ og Benedikt Guðnason TF3TNT bíða þess að þeir félagar, TF3WO og TF2SUT geri fellitvípólinn kláran.
Benedikt Guðnason TF3TNT notaði tímann á meðan hann beið eftir TF3WO og TF2SUT og lagfærði festingar á köplunum út í turninn sem festir eru við stálvírana tvo.
Tvípóllinn kominn upp. TF3ARI og TF3WO prófa tvípólinn og bera saman við stangarloftnetið.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2012-08-23 20:56:282017-07-17 21:00:07Lagfæringar og tilraunir í Skeljanesi
Vilhjálmur Freyr Jónsson, TF3VF, er látinn. Á Mbl.is kemur fram í dag að hann hafi látist á gjörgæsludeild Landspítalans eftir mótorhjólaslys á Sandskeiði á sunnudag.
Vilhjálmur Freyr var handhafi leyfisbréfs nr. 357 og félagsmaður í Í.R.A. Hann var á 47. aldursári.
Stjórn Í.R.A. sendir fjölskyldu Vilhjálms hugheilar samúðarkveðjur vegna fráfalls hans.
Úr félagsstarfinu. Unnið við að reisa uppblásinn ferðasturn TF3ARI við félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi þann 5. júlí s.l. Frá vinstri: TF3ARI, TF2MSN og TF3-Ø35.
Áður auglýstur frestur til tilnefninga í starfshóp er geri tillögur um neyðarfjarskiptastefnu Í.R.A. rennur út þann 14. september n.k. Starfshópurinn verður formlega skipaður á stjórnarfundi síðar í mánuðinum. Hópurinn mun vinna að verkefninu í vetur og er miðað við að vekefnaskil til stjórnar eigi síðar en 13. maí.
Málið verður í framhaldi til formlegrar kynningar á aðalfundi félagsins 2013.
Áhugasamir eru beðnir um að setja sig í samband við stjórn félagsins eða að senda tölvupóst á: ira (hjá)ira.is fyrir 14. september n.k.
Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA, neyðarfjarskiptastjóri Í.R.A., verður formaður starfshópsins og mun svara fyrirspurnum um verkefnið. Fulltrúi stjórnar í þessari vinnu verður Sigurður Óskar Óskarsson, TF2WIN.
Ofangreindu til staðfestingar,
F.h. stjórnar,
Jónas Bjarnason, TF3JB,
formaður.
________
Turninn (á myndinni að ofan) var blásinn upp á grasflötinni fyrir framan félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi. Hann er af afar óvanalegri gerð, kemst fyrir í ferðatösku og er síðan blásinn upp á fáum mínútum (sjá mynd neðar). Turninn nær 12 metra hæð og eru festingar fyrir kóaxkapal með “frönskum rennilásum” upp eftir honum auk þess sem setja má fíberrör efst. Turn af þessari gerð gæti hentað til neyðarfjarskipta (þegar veður leyfir).
TF3ARI gerir sig kláran til að blása ferðaturninn upp.
Frá Alþjóðlegu Vita- og vitaskipahelginni 2012 á Garðskaga. Fjarskiptabifreið TF3ML og loftnetsturn í forgrunni. Turninn var reistur í 25 metra hæð þegar myndin var tekin.
Alþjóðlega Vita- og vitaskipahelgin hófst í dag, laugardaginn 18. ágúst og stendur hún yfir fram á sunnudag. Veðrið við Garðskagavita var í einu orði sagt “frábært”; heiður himinn, 17°C lofthiti og logn. Samkomutjald félagsins var komið upp um hádegisbilið og félagsstöðin, Kenwood TS-2000, varð QRV skömmu síðar. Þakkir til TF3FIN (og TF3FIN yngri), TF3IG, TF3JA, TF3-Ø33 og TF3-Ø35 fyrir vinnuframlagið og snör handbrögð.
Þrjár stöðvar voru samtímis QRV á kallmerki félagsins, TF8IRA. Á morsi á 14 MHz, á morsi (og tali) á 18 MHz og á PSK-31 á 14 MHz. Þótt tilfinningin væri einstök að vinna úr stóra tjaldi félagsins á ferskri grasflötinni, var toppurinn óneitanlega stórglæsileg færanleg fjarskiptastöð TF3ML sem var búin stóru einbands Yagi loftneti á 14 MHz frá OptiBeam, af gerðinni OB5-20.
Síðdegis þáðu viðstaddir síðan eftirmiðdagskaffi í boði TF3ML, en viðurgerningur var ilmandi heimabakaðar múffur sem Kolbrún Edda, dóttir TF3ARI, hafði sérstaklega bakað fyrir Ólaf fyrr um daginn fyrir gesti á vitahelginni.
Fjarskiptabifreið TF3ML ásamt kerru með færanlegum loftnetsturni í nærmynd.
TF3SA í loftinu á morsi sem TF8IRA í fjarskiptabifreið TF3ML. Stefán var mjög hrifinn af aðstöðunni.
TF8GX í loftinu á morsi sem TF8IRA í samkomutjaldi Í.R.A. TF3-Ø33 og TF3-Ø35 fylgjast með.
TF3-Ø33, TF3FIN og TF3ML í hádegisverðarhléi í veðurblíðunni. Hjólhýsi TF3IG er í baksýn.
TF3JA og TF3IG “pústa” og bíða þess að kaffið verði til eftir að lokið var við að tjalda.
TF3XON og TF3-Ø35 bíða þess að kaffið renni í fjarskiptatjaldi TF8IRA.
TF3ARI kom færandi hendi úr Reykjavík kl. 15 með múffurnar hennar Kolbrúnar Eddu.
TF3MSN sagðist viss um að skilyrðin væru ekki síðri á Akranesi en á Garðskaga. TF3IG var ekki viss…
TF8GX og XYL TF3IG njóta veðurblíðunnar fyrir utan vitavarðarhúsið á Garðskaga
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2012-08-20 20:49:102017-07-17 20:52:50Vita- og vitaskipahelgin 2012 í veðurblíðu
itahelgin undirbúin í veðurblíðinni á Garðskaga 16. ágúst. Frá vinstri: Páll B. Jónsson TF8PB og Guðmundur Ingi Hjálmtýsson TF3IG/8. Ljósmynd: Ari Þór Jóhannesson TF3ARI.
Alþjóðlega Vita- og vitaskipahelgin verður haldin nú um helgina, 18.-19. ágúst, við Garðskagavita. Þetta er 3. árið í röð sem Í.R.A. styður þátttöku radíóamatöra í þessum alþjóðlega viðburði frá vitanum. Félagið verður með bækistöð í vitavarðarhúsinu, en að auki verður samkomutjald félagsins reist á flötinni þar nærri.
HF-stöð verður starfrækt í vitavarðarhúsinu (örskammt frá vitanum) og verður hún opin félagsmönnum. Notað verður kallmerkið TF8IRA. Þeir félagsmenn sem koma með eigin stöðvar og búnað, geta jafnframt notað þetta kallmerki, enda skili menn afriti af fjarskiptadagbók til TF3TNT, stöðvarstjóra. TF8IRA hefur verið skráð vegna þátttöku um helgina og er sérstakt vitanúmer Garðskagavita: IS-0002. Þegar skráning TF8IRA fór fram (í síðustu viku) voru þegar skráðir um 450 vitar og vitaskip í 50 þjóðlöndum.
Félagsmaður okkar, Ólafur B. Ólafsson, TF3ML, mætir á vitahelgina á nýrri og glæsilega búinni fjarskiptabifreið sinni. Þess má geta, að þegar loftnetsturn hennar er kominn í fulla hæð, er hann jafn hár Garðskagavita sjálfum, eða 28,5 metrar. Bifreiðin og fjarskiptavirkið verða sérstaklega til sýnis fyrir félagsmenn Í.R.A. og fjölskyldur þeirra við vitann um helgina. Sjá myndir neðar á síðunni.
Formaður undirbúningsnefndar, Guðmundur Ingi Hjálmtýsson, TF3IG, var mættur suður eftir strax í gær (miðvikudag) og hefur tekið frá frá bestu hjólhýsa- og tjaldvagnastæðin. Ingi sagði, að því fylgdi góð tilfinning að vera kominn í námunda við vitann á ný þetta sumarið og sagði veðurspána frábæra fyrir helgina, þ.e. sól og hita.
Það er Ayr Amateur Radio Group í Skotlandi sem stendur fyrir alþjóðlegu Vita- og vitaskipahelgunum, vefslóð: http://illw.net/ Vita- og vitaskipahelgin er 2 sólarhringa viðburður, þ.e. á laugardag og sunnudag. Miðað er við, að þeir sem koma til dvalar á staðnum, hafi komið sér fyrir upp úr hádegi á laugardag. Fólk þarf sjálft að hafa með sér matföng og annan viðurgerning.
Aðstæður við Garðskagavita eru hinar ákjósanlegustu, m.a. frí tjaldsvæði og góð aðstaða fyrir hjól- og tjaldhýsi, auk W.C. aðstöðu. Á staðnum er byggðasafn og handverkssala (á efri hæð í vitavarðarhúsinu) þar sem í boði úrval af vörum frá handverksfólki á Suðurnesjum. Þá er veitingastaðurinn Tveir vitar starfræktur skammt þar frá (fyrir ofan byggðasafnið). Þaðan er frábært útsýni og er hægt að sitja úti þegar vel viðrar. Þess má geta, að Garðskagaviti er 28,5 metra hár og er hæsti viti landsins. Hann var reistur árið 1944. Fjarlægð frá Reykjavík er 57 km.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að fjölmenna á Garðskaga.
Fjarskiptabifreið TF3ML ásamt kerru með turni sem reisa má í allt að 28,5 metra hæð, er eitthvert glæsilegasta færanlega fjarskiptavirkið hér á landi og þótt víðar væri leitað. Myndin var tekin í reynsluferð þann 30. apríl 2012. Ljósmynd: TF3ML.
Myndin sýnir kerruna og loftnetsturninn. Kerran er að auki búin öflugri rafstöð. Ljósmynd: TF3ML.
Auðvelt er að koma fyrir nokkrum stefnuvirkum loftnetum á turninum. Ljósmynd: TF3ML.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2012-08-16 20:46:112017-07-17 20:49:01Vita- og vitaskipahelgin er 18.-19. ágúst
í blíðviðri á vitahelginni á Garðskaga 2011. Frá vinstri: TF3EE, TF3GC, TF3GB, TF3IG, TF3SA, TF8SM og TF3RF. Ljósmynd: XYL TF8SM.
Vita- og vitaskipahelgin 2012 nálgast, en hún verður haldin helgina 18.-19. ágúst n.k. við Garðskagavita. Þetta verður í 3. árið í röð sem félagið styður þátttöku í þessum viðburði frá vitanum. Aðstæður eru allar hinar bestu. Góð aðstaða er fyrir fjölskyldur, m.a. frítt tjaldsvæði og rúm aðstaða fyrir hjól- og tjaldhýsi, auk leiksvæðis fyrir börnin og góð hreinlætisaðstaða. Vert er að benda á Byggðasafnið í Garði. Veitingastaður (og bar) sem tekur 50 manns í sæti er þar á efri hæð. Að auki er starfrækt handverkssala í gamla vitavarðarhúsinu þar sem í boði er úrval af vörum frá handverksfólki á Suðurnesjum.
Meðal nýjunga að þessu sinni er að félagsmaður okkar, Ólafur B. Ólafsson, TF3ML,kemur á staðinn á nýrri og glæsilega búninni fjarskiptabifreið sinni ásamt fylgibúnaði. Þegar turninn er kominn í fulla hæð, mun hann verða jafn hár Garðskagavita sjálfum, eða 28,5 metrar. Bifreiðin og fjarskiptavirkið sjálft verða til sýnis fyrir félagsmenn Í.R.A. og fjölskyldur þeirra við Garðskagavita um helgina. Sjá mynd neðar á síðunni.
Undirbúningsnefnd Vita- og vitaskipahelgarinnar er að störfum um þessa helgi og þess að vænta, að endanlegar upplýsingar um starfsemina, m.a. um starfrækslu TF8IRA, liggi fyrir fljótlega og verða þá upplýsingarnar birtar á þessum vettvangi. Það er Ayr Amateur Radio Group í Skotlandi sem stendur fyrir Vita- og vitaskipahelgunum. Vefslóð: http://illw.net/
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að fjölmenna á Garðskaga um næstu helgi enda veðurspá góð.
Fjarskiptabifreið TF3ML ásamt kerru með turni sem reisa má í allt að 28,5 metra hæð, er eitthvert glæsilegasta færanlega fjarskiptavirkið hér á landi og þótt víðar væri leitað. Myndin var tekin í reynsluferð þann 30. apríl 2012. Ljósmynd: TF3ML.
Um helgina voru gerðar breytingar á vefsíðu kortastofunnar á heimasíðu Í.R.A. Leiðbeiningar til félagsmanna hafa nú verið einfaldaðar, auk þess sem settar voru inn upplýsingar um nýjan QSL stjóra félagsins (þ.e. tölvupóstfang og símanúmer). Þá eru upplýsingar um nýjan bankareikning kortastofunnar komnar inn, fyrir þá sem kjósa að leggja andvirði kortagjalds beint inn á reikning félagsins í stað þess að leggja reiðufé með kortum og skilagrein í QSL umslögin.
Nýr bankareikningur kortastofunnar er reikningsnúmer: 0114-26-010059. Skrá þarf inn kennitölu félagsins sem er: 610174-2809. Í skýringu með greiðslu, skal skrá kallmerki og fjölda korta.
Mathías hefur í hyggju að setja QSL skilagreinina inn á heimasíðuna, þannig að ef menn gleyma að grípa með sér nokkur eyðublöð í heimsóknum sínum í félagsaðstöðuna (eða eru búsettir úti á landi), megi einfaldlega prenta út skilagreinar heima. Þá hefur Mathías til athugunar, hvort í boði verður að menn geti lagt inn kortagjald fyrirfram, sem úttekt félagsmanns dregst siðan frá eftir því sem kortum er skilað inn.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2012-08-07 20:41:512017-07-17 20:43:34Breytingar á vefsíðu TF Í.R.A. QSL Bureau
Claudio Corcione TF2CL, Salvatore Sasso IC8SQS og Pasquale Scannapieco DJØCL/IC8SQP skoða útprentun af fyrsta RTTY QSO’inu sem haft var frá íslenskri radíóamatörstöð (TF3IRA) fyrir rúmum 38 árum, þ.e. þann 29. mars 1974.
Góðir gestir sóttu félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi heim þann 2. ágúst. Það voru þeir SalvatoreSasso, IC8SQS og Pasquale Scannapieco, DJØCL/IC8SQP. Þeir félagar eru í heimsókn hér á landi hjá Claudio Corcione, TF2CL, sem er búsettur á Akranesi og komu þeir í Skeljanesið í hans fylgd. Salvatore hefur reyndar komið áður til landsins og heimsótti Í.R.A. í vor sem leið.
Salvatore og Pasquale eru báðir áhugamenn um RTTY og eldri „teletype” vélar og spunnust miklar umræður um slík mál þegar þeir komu auga á innrammaðan pappír („hard copy”) sem hékk á vegg í fjarskiptaherbergi félagsins af fyrsta RTTY QSO’inu sem haft var frá íslenskri radíóamatörstöð sem Kristján Benediktsson, TF3KB, hafði frá TF3IRA, þann 29. mars 1974 á Teletype 15 vél.
Það kom í ljós að þeir þekktu báðir vel til Teletype véla, ásamt Siemens og Olivetti. Umræðan náði síðan nýjum hæðum þegar Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI, kom inn í herbergið og tjáði þeim að hann hafi verið viðgerðarmaður hjá Pósti & síma um áratuga skeið með sérhæfingu í að gera við og setja upp þessar vélar (þá sem telex búnað). Salvatore og Pasquale voru afar hrifnir af þeirri forsjálni að halda til haga pappírnum frá 1. QSO’inu á RTTY frá landinu. Spurðu þeir mikið um þennan TF3KB
og báðu fyrir góðar kveðjur til hans. IC8SQS, DJØCL/IC8SQP og TF2CL eru allir Ítalir að uppruna og ættaðir frá eyjunni Ischia sem er um 30 km frá Napólí.
Umrætt innrammað pappírsafrit af fyrsta RTTY QSO’i frá Íslandi sem haft var frá TF3IRA fyrir rúmum 38 árum og hangir á vegg í fjarskiptaherbergi félagsins.
Líkt og fram kemur að ofan, var sá sem hafði ofangreint QSO frá TF3IRA árið 1974, Kristján Benediktsson, TF3KB. Sambandið var við K3KV á 14 MHz. Móttekið RST var 579; nafnið var John; og QTH nærri Philadelphia í Bandaríkjunum. Sent RST var 599. Kristján notaði Teletype 15 vél ( http://www.baudot.net/teletype/M15.htm ) og heimasmíðaðan afmótara (e. demodulator). Þáverandi QTH félagsins var vestast á Vesturgötunni í Reykjavík. Sendiafl var 30W og loftnet, tvípóll.
Þegar þetta fyrsta RTTY samband var haft fyrir rúmum 38 árum notuðu radíóamatörar svokallaðar fjarritvélar (einnig nefndar “telex” eða “teletype” vélar). Vélarnar “hömruðu” stafina á pappír sem á þeim tíma var fáanlegur á þáverandi lager hjá Landssímanum í kjallara Landssímahússins við Sölvhólsgötu. Afar ánægjulegt er, að upphaflega pappírsafritið af QSO’inu hefur varðveist. Sú innrömmun sem sjá má á myndinni að ofan, er “endurnýjuð” innrömmun og bætt að gæðum. Þess má geta, að þegar eldri ramminn var “opnaður” til að nálgast upphaflega pappírinn til endurinnrömmunar, kom í ljós að pappírinn hafði verið notaður báðum megin og eru á bakhliðinni (sem reyndar sést ekki) afrit af prófunum Kristjáns, TF3KB, áður heldur en hann fór í loftið þetta kvöld í mars 1974 og kallaði út fyrsta CQ’ið á RTTY “de TF3IRA”. Þetta sýnir að menn nýttu pappírinn vel á þessum tíma.
Sumarmynd af SteppIR 3E 3 staka Yagi loftnet TF3IRA þann 1. ágúst 2012.
Í dag var unnið við að forrita “stoppið” á AlfaSpid rótor félagsins, sem snýr SteppIR 3E Yagi loftneti félagsstöðvarinnar, TF3IRA. Yngvi Harðarson, TF3Y, annaðist verkefnið, sem tókst vel. Að auki var farið yfir aðrar stillingar rótors og loftnets. Stöðin er nú að fullu QRV á sex böndum á ný, þ.e. 14, 17,21, 24, 28 og 50 MHz.
Líkt og fram kom í frásögn af lokaviðgerð rótorsins sem TF3CY annaðist og lauk s.l. fimmtudag, þá þarf að fella turninn á næstunni til að vatnsverja rótorhúsið, enda Atlandshafið aðeins örfáa metra frá loftnetsturninum. Í vettvangsskoðun í dag kom ennfremur í ljós, að hluti bómunnar, þ.e. frá “drifna” stakinu að “reflectornum” virðist vera snúin. Þetta má sjá glögglega á meðfylgjandi ljósmynd af loftnetinu (sjá stakið sem er fjærst).
Í gær barst síðan staðfesting frá SteppIR, vegna pöntunar á sérstökum “High-wind” festingum fyrir loftnetið, sem samþykkt var að kaupa á stjórnarfundi í félaginu s.l. fimmtudag. Að sögn Erlings Guðnasonar, TF3EE, sem annaðist pöntunina, er þess að vænta að festingarnar berist til landsins innan mánaðar.
Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Yngva Harðarsyni, TF3Y og Erling Guðnasyni, TF3EE, fyrir þeirra ágætu aðkomu að þessu verkefni.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2012-08-04 20:30:502017-07-17 20:32:22TF3IRA að fullu QRV á ný á 14-52 MHz
Glæsilegur árangur TF3CW á heimsmælikvarða
Sigurður R. Jakobsson, TF3CW
Í septemberhefti CQ tímaritsins 2012 eru birtar niðurstöður úr morshluta CQ World-Wide DX keppninnar sem fram fór dagana 26.-27. nóvember 2011. Þátttaka var góð frá TF en alls sendu 9 TF stöðvar inn keppnisdagbækur og dreifðust keppendur á 8 mismunandi keppnisflokka.
Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, náði afburðaárangi í sínum keppnisflokki, en hann keppti í einmenningsflokki á 14 MHz, hámarksafli. Heildarárangur varð 882.444 stig. Að baki þessum stigafjölda voru 3.158 QSO, 35 CQ svæði og 116 DXCC einingar. Sigurður náði silfurverðlaunum, – 2. sæti – yfir Evrópu sem tryggði honum bronsverðlaunin – 3. sæti – yfir heiminn. Árangurinn er framúrskarandi góður, ekki síst með tilliti til afleitra skilyrða síðari dag keppninnar. Viðvera hans var 40 klst., og besta QSO hlutfall 185 QSO/klst.
Árangur Óskars Sverrissonar, TF3DC, sem tók þátt í keppninni frá TF3W er einnig góður. Óskar keppti í einmenningsflokki á öllum böndum, hámarksafli. Heildarárangur hans varð 480.442 stig. Að baki þessum
stigafjölda voru 1.095 QSO, 61 CQ svæði og 168 DXCC einingar.
Stjórn Í.R.A. óskar Sigurði R. Jakobssyni, TF3CW, innilega til hamingju með glæsilegan árangur í keppninni, sem er á heimsmælikvarða – svo og öðrum íslenskum leyfishöfum sem tóku þátt. Í meðfylgjandi töflu má sjá útkomuna sundurgreinda eftir keppnisflokkum.
Keppnisflokkur
Kallmerki
Árangur, stig
QSO
CQ svæði
DXCC einingar
160
15
49
TF3HP
3.800
78
9
29
TF3CW*
882.444
3.158
35
116
TF3AO
7.650
83
10
40
TF2JB*
76.194
663
17
66
TF3G*
23.310
128
30
75
TF3UA
15.778
85
39
59
TF8GX*
42.183
184
41
88
TF3W*
480.442
1.095
61
168
*Bestur árangur í viðkomandi keppnisflokki (innan TF) og handhafi viðurkenningarskjals frá CQ tímaritinu.
Eindagi félagsgjalda er 1. september
Gjaldkeri minnir á að eindagi félagsgjalda er í dag, 1. september samkvæmt útsendingu gíróseðla sem fram fór í júnímánuði. Samkvæmt félagslögum er innheimt eftir tvennskonar félagsaðild, þ.e.
fyrir félagsmenn á aldrinum 16-66 ára og fyrir félagsmenn á aldrinum 67 ára og eldri, maka félagsmanna og yngra fólk en 16 ára. Fyrrnefndi hópurinn greiðir fullt gjald, 6000 krónur og síðarnefndi
hópurinn hálft gjald, 3000 krónur.
Fjárhæð árgjalds var ákveðin á aðalfundi félagsins þann 19. maí s.l. Yfirstandandi félagsár sem nú er til innheimtu er fyrir tímbilið 2012/2013, þ.e. 12 mánaða tímabilið júní 2012 til maí 2013. Þar til nú, hafði félagsgjaldið verið óbreytt að krónutölu í þrjú ár (2009, 2010 og 2011) en hafði fyrir þann tíma, verið lækkað úr 5000 krónum í 4000 krónur, eftir efnahagshrunið 2008.
Félagsmenn sem ekki hafa fengið erindi um greiðslu félagsgjalds, vilja fá heimild til að skipta greiðslu eða eiga annað erindi við gjaldkera vegna innheimtunnar, eru beðnir að snúa sér til undirritaðs.
73,
Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ,
gjaldkeri Í.R.A.
(kjartan(hjá)skyggnir.is)
Skilafrestur í TF útileikunum er til 7. september
Bjarni Sverrisson, TF3GB.
Með þessum tölvupósti vil ég minna þá sem tóku þátt í útileikum dagana 3.-6. ágúst s.l.á að frestur til að skila inn loggum er langt genginn. Ég veit að það voru fleiri í loftinu þessa daga en þegar hafa sent inn logga. Því vil ég hvetja þá sem enn eiga eftir að senda inn logg, að gera það sem allra fyrst. Telji menn sig í tímaþröng hef ég ákveðið að lokadagur skila verði þann 7. september n.k.
73 de TF3GB.
Lagfæringar og tilraunir í Skeljanesi
Yngvi Harðarson TF3Y vinnur við forritun loftnets og rótors félagsstöðvarinnar TF3IRA.
Góð mæting var í Skeljanes fimmtudagskvöldið 23. ágúst. Þessa dagana er m.a. unnið að því að ljúka frágangi félagsstöðvarinnar fyrir veturinn. TF3Y kom og forritaði annarsvegar, SteppIR 3E Yagi loftnet félagsins og hinsvegar, AlfaSpid RAK rótor félagsins. SteppIR loftnetið er nú frágengið á öllum böndum á mors- og talsvæðum bandanna. Þá voru minniseiningar rótorsins forritaður í eftirfarandi stefnur: 20°(JA) 100°(EU) 160°(AF) 210° (SA) 290°(USA) og 330°(Pac.). Áfram er þó valkvætt hvort minnin eru notuð eða ekki.
Ari Þór Jóhannesson TF3ARI í QSO’i við Ólaf B. Ólafsson TF3ML á Bolafjalli á 145.500 MHz
Samúel Þór Guðjónsson TF2SUT og Guðjón Helgi Egilsson TF3WO gera fellitvípólinn kláran.
Á meðan á þessu stóð, unnu þeir TF3WO, TF2SUT og TF3TNT stöðvarstjóri TF3IRA við uppsetningu fellitvípóls (e. “folded dipole“) fyrir 7 MHz sem var strengdur frá fjarskiptaherbergi félagsstöðvarinar út í loftnetsturn félagsins. Fyrr, hafði New-Tronics Hustler 6-BTV, stangarloftnetið, verið endurtengdt. Samanburður þess við nýja loftnetið (sem er að vísu í lágmarkshæð) lofaði mjög góðu.
Kjartan H. Bjarnason TF3BJ og Benedikt Guðnason TF3TNT bíða þess að þeir félagar, TF3WO og TF2SUT geri fellitvípólinn kláran.
Benedikt Guðnason TF3TNT notaði tímann á meðan hann beið eftir TF3WO og TF2SUT og lagfærði festingar á köplunum út í turninn sem festir eru við stálvírana tvo.
Tvípóllinn kominn upp. TF3ARI og TF3WO prófa tvípólinn og bera saman við stangarloftnetið.
Vilhjálmur Freyr Jónsson, TF3VF, er látinn
Vilhjálmur Freyr Jónsson, TF3VF, er látinn. Á Mbl.is kemur fram í dag að hann hafi látist á gjörgæsludeild Landspítalans eftir mótorhjólaslys á Sandskeiði á sunnudag.
Vilhjálmur Freyr var handhafi leyfisbréfs nr. 357 og félagsmaður í Í.R.A. Hann var á 47. aldursári.
Stjórn Í.R.A. sendir fjölskyldu Vilhjálms hugheilar samúðarkveðjur vegna fráfalls hans.
Starfshópur um neyðarfjarskiptastefnu Í.R.A.
Úr félagsstarfinu. Unnið við að reisa uppblásinn ferðasturn TF3ARI við félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi þann 5. júlí s.l. Frá vinstri: TF3ARI, TF2MSN og TF3-Ø35.
Áður auglýstur frestur til tilnefninga í starfshóp er geri tillögur um neyðarfjarskiptastefnu Í.R.A. rennur út þann 14. september n.k. Starfshópurinn verður formlega skipaður á stjórnarfundi síðar í mánuðinum. Hópurinn mun vinna að verkefninu í vetur og er miðað við að vekefnaskil til stjórnar eigi síðar en 13. maí.
Málið verður í framhaldi til formlegrar kynningar á aðalfundi félagsins 2013.
Áhugasamir eru beðnir um að setja sig í samband við stjórn félagsins eða að senda tölvupóst á: ira (hjá) ira.is fyrir 14. september n.k.
Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA, neyðarfjarskiptastjóri Í.R.A., verður formaður starfshópsins og mun svara fyrirspurnum um verkefnið. Fulltrúi stjórnar í þessari vinnu verður Sigurður Óskar Óskarsson, TF2WIN.
Ofangreindu til staðfestingar,
F.h. stjórnar,
Jónas Bjarnason, TF3JB,
formaður.
________
Turninn (á myndinni að ofan) var blásinn upp á grasflötinni fyrir framan félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi. Hann er af afar óvanalegri gerð, kemst fyrir í ferðatösku og er síðan blásinn upp á fáum mínútum (sjá mynd neðar). Turninn nær 12 metra hæð og eru festingar fyrir kóaxkapal með “frönskum rennilásum” upp eftir honum auk þess sem setja má fíberrör efst. Turn af þessari gerð gæti hentað til neyðarfjarskipta (þegar veður leyfir).
TF3ARI gerir sig kláran til að blása ferðaturninn upp.
Vita- og vitaskipahelgin 2012 í veðurblíðu
Frá Alþjóðlegu Vita- og vitaskipahelginni 2012 á Garðskaga. Fjarskiptabifreið TF3ML og loftnetsturn í forgrunni. Turninn var reistur í 25 metra hæð þegar myndin var tekin.
Alþjóðlega Vita- og vitaskipahelgin hófst í dag, laugardaginn 18. ágúst og stendur hún yfir fram á sunnudag. Veðrið við Garðskagavita var í einu orði sagt “frábært”; heiður himinn, 17°C lofthiti og logn. Samkomutjald félagsins var komið upp um hádegisbilið og félagsstöðin, Kenwood TS-2000, varð QRV skömmu síðar. Þakkir til TF3FIN (og TF3FIN yngri), TF3IG, TF3JA, TF3-Ø33 og TF3-Ø35 fyrir vinnuframlagið og snör handbrögð.
Þrjár stöðvar voru samtímis QRV á kallmerki félagsins, TF8IRA. Á morsi á 14 MHz, á morsi (og tali) á 18 MHz og á PSK-31 á 14 MHz. Þótt tilfinningin væri einstök að vinna úr stóra tjaldi félagsins á ferskri grasflötinni, var toppurinn óneitanlega stórglæsileg færanleg fjarskiptastöð TF3ML sem var búin stóru einbands Yagi loftneti á 14 MHz frá OptiBeam, af gerðinni OB5-20.
Síðdegis þáðu viðstaddir síðan eftirmiðdagskaffi í boði TF3ML, en viðurgerningur var ilmandi heimabakaðar múffur sem Kolbrún Edda, dóttir TF3ARI, hafði sérstaklega bakað fyrir Ólaf fyrr um daginn fyrir gesti á vitahelginni.
Fjarskiptabifreið TF3ML ásamt kerru með færanlegum loftnetsturni í nærmynd.
TF3SA í loftinu á morsi sem TF8IRA í fjarskiptabifreið TF3ML. Stefán var mjög hrifinn af aðstöðunni.
TF8GX í loftinu á morsi sem TF8IRA í samkomutjaldi Í.R.A. TF3-Ø33 og TF3-Ø35 fylgjast með.
TF3-Ø33, TF3FIN og TF3ML í hádegisverðarhléi í veðurblíðunni. Hjólhýsi TF3IG er í baksýn.
TF3JA og TF3IG “pústa” og bíða þess að kaffið verði til eftir að lokið var við að tjalda.
TF3XON og TF3-Ø35 bíða þess að kaffið renni í fjarskiptatjaldi TF8IRA.
TF3ARI kom færandi hendi úr Reykjavík kl. 15 með múffurnar hennar Kolbrúnar Eddu.
TF3MSN sagðist viss um að skilyrðin væru ekki síðri á Akranesi en á Garðskaga. TF3IG var ekki viss…
TF8GX og XYL TF3IG njóta veðurblíðunnar fyrir utan vitavarðarhúsið á Garðskaga
Vita- og vitaskipahelgin er 18.-19. ágúst
Vitinn er staðsettur efst til vinstri á kortinu.
itahelgin undirbúin í veðurblíðinni á Garðskaga 16. ágúst. Frá vinstri: Páll B. Jónsson TF8PB og Guðmundur Ingi Hjálmtýsson TF3IG/8. Ljósmynd: Ari Þór Jóhannesson TF3ARI.
Alþjóðlega Vita- og vitaskipahelgin verður haldin nú um helgina, 18.-19. ágúst, við Garðskagavita. Þetta er 3. árið í röð sem Í.R.A. styður þátttöku radíóamatöra í þessum alþjóðlega viðburði frá vitanum. Félagið verður með bækistöð í vitavarðarhúsinu, en að auki verður samkomutjald félagsins reist á flötinni þar nærri.
HF-stöð verður starfrækt í vitavarðarhúsinu (örskammt frá vitanum) og verður hún opin félagsmönnum. Notað verður kallmerkið TF8IRA. Þeir félagsmenn sem koma með eigin stöðvar og búnað, geta jafnframt notað þetta kallmerki, enda skili menn afriti af fjarskiptadagbók til TF3TNT, stöðvarstjóra. TF8IRA hefur verið skráð vegna þátttöku um helgina og er sérstakt vitanúmer Garðskagavita: IS-0002. Þegar skráning TF8IRA fór fram (í síðustu viku) voru þegar skráðir um 450 vitar og vitaskip í 50 þjóðlöndum.
Félagsmaður okkar, Ólafur B. Ólafsson, TF3ML, mætir á vitahelgina á nýrri og glæsilega búinni fjarskiptabifreið sinni. Þess má geta, að þegar loftnetsturn hennar er kominn í fulla hæð, er hann jafn hár Garðskagavita sjálfum, eða 28,5 metrar. Bifreiðin og fjarskiptavirkið verða sérstaklega til sýnis fyrir félagsmenn Í.R.A. og fjölskyldur þeirra við vitann um helgina. Sjá myndir neðar á síðunni.
Formaður undirbúningsnefndar, Guðmundur Ingi Hjálmtýsson, TF3IG, var mættur suður eftir strax í gær (miðvikudag) og hefur tekið frá frá bestu hjólhýsa- og tjaldvagnastæðin. Ingi sagði, að því fylgdi góð tilfinning að vera kominn í námunda við vitann á ný þetta sumarið og sagði veðurspána frábæra fyrir helgina, þ.e. sól og hita.
Það er Ayr Amateur Radio Group í Skotlandi sem stendur fyrir alþjóðlegu Vita- og vitaskipahelgunum, vefslóð: http://illw.net/ Vita- og vitaskipahelgin er 2 sólarhringa viðburður, þ.e. á laugardag og sunnudag. Miðað er við, að þeir sem koma til dvalar á staðnum, hafi komið sér fyrir upp úr hádegi á laugardag. Fólk þarf sjálft að hafa með sér matföng og annan viðurgerning.
Aðstæður við Garðskagavita eru hinar ákjósanlegustu, m.a. frí tjaldsvæði og góð aðstaða fyrir hjól- og tjaldhýsi, auk W.C. aðstöðu. Á staðnum er byggðasafn og handverkssala (á efri hæð í vitavarðarhúsinu) þar sem í boði úrval af vörum frá handverksfólki á Suðurnesjum. Þá er veitingastaðurinn Tveir vitar starfræktur skammt þar frá (fyrir ofan byggðasafnið). Þaðan er frábært útsýni og er hægt að sitja úti þegar vel viðrar. Þess má geta, að Garðskagaviti er 28,5 metra hár og er hæsti viti landsins. Hann var reistur árið 1944. Fjarlægð frá Reykjavík er 57 km.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að fjölmenna á Garðskaga.
Fjarskiptabifreið TF3ML ásamt kerru með turni sem reisa má í allt að 28,5 metra hæð, er
eitthvert glæsilegasta færanlega fjarskiptavirkið hér á landi og þótt víðar væri leitað. Myndin var tekin í reynsluferð þann 30. apríl 2012. Ljósmynd: TF3ML.
Myndin sýnir kerruna og loftnetsturninn. Kerran er að auki búin öflugri rafstöð. Ljósmynd: TF3ML.
Auðvelt er að koma fyrir nokkrum stefnuvirkum loftnetum á turninum. Ljósmynd: TF3ML.
Vita- og vitaskipahelgin 2012 nálgast
í blíðviðri á vitahelginni á Garðskaga 2011. Frá vinstri: TF3EE, TF3GC, TF3GB, TF3IG, TF3SA, TF8SM og TF3RF. Ljósmynd: XYL TF8SM.
Vita- og vitaskipahelgin 2012 nálgast, en hún verður haldin helgina 18.-19. ágúst n.k. við Garðskagavita. Þetta verður í 3. árið í röð sem félagið styður þátttöku í þessum viðburði frá vitanum. Aðstæður eru allar hinar bestu. Góð aðstaða er fyrir fjölskyldur, m.a. frítt tjaldsvæði og rúm aðstaða fyrir hjól- og tjaldhýsi, auk leiksvæðis fyrir börnin og góð hreinlætisaðstaða. Vert er að benda á Byggðasafnið í Garði. Veitingastaður (og bar) sem tekur 50 manns í sæti er þar á efri hæð. Að auki er starfrækt handverkssala í gamla vitavarðarhúsinu þar sem í boði er úrval af vörum frá handverksfólki á Suðurnesjum.
Meðal nýjunga að þessu sinni er að félagsmaður okkar, Ólafur B. Ólafsson, TF3ML,kemur á staðinn á nýrri og glæsilega búninni fjarskiptabifreið sinni ásamt fylgibúnaði. Þegar turninn er kominn í fulla hæð, mun hann verða jafn hár Garðskagavita sjálfum, eða 28,5 metrar. Bifreiðin og fjarskiptavirkið sjálft verða til sýnis fyrir félagsmenn Í.R.A. og fjölskyldur þeirra við Garðskagavita um helgina. Sjá mynd neðar á síðunni.
Undirbúningsnefnd Vita- og vitaskipahelgarinnar er að störfum um þessa helgi og þess að vænta, að endanlegar upplýsingar um starfsemina, m.a. um starfrækslu TF8IRA, liggi fyrir fljótlega og verða þá upplýsingarnar birtar á þessum vettvangi. Það er Ayr Amateur Radio Group í Skotlandi sem stendur fyrir Vita- og vitaskipahelgunum. Vefslóð: http://illw.net/
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að fjölmenna á Garðskaga um næstu helgi enda veðurspá góð.
Fjarskiptabifreið TF3ML ásamt kerru með turni sem reisa má í allt að 28,5 metra hæð, er
eitthvert glæsilegasta færanlega fjarskiptavirkið hér á landi og þótt víðar væri leitað. Myndin var tekin í reynsluferð þann 30. apríl 2012. Ljósmynd: TF3ML.
Breytingar á vefsíðu TF Í.R.A. QSL Bureau
Matthías Hagvaag, TF3MH.
Um helgina voru gerðar breytingar á vefsíðu kortastofunnar á heimasíðu Í.R.A. Leiðbeiningar til félagsmanna hafa nú verið einfaldaðar, auk þess sem settar voru inn upplýsingar um nýjan QSL stjóra félagsins (þ.e. tölvupóstfang og símanúmer). Þá eru upplýsingar um nýjan bankareikning kortastofunnar komnar inn, fyrir þá sem kjósa að leggja andvirði kortagjalds beint inn á reikning félagsins í stað þess að leggja reiðufé með kortum og skilagrein í QSL umslögin.
Nýr bankareikningur kortastofunnar er reikningsnúmer: 0114-26-010059. Skrá þarf inn kennitölu félagsins sem er: 610174-2809. Í skýringu með greiðslu, skal skrá kallmerki og fjölda korta.
Mathías hefur í hyggju að setja QSL skilagreinina inn á heimasíðuna, þannig að ef menn gleyma að grípa með sér nokkur eyðublöð í heimsóknum sínum í félagsaðstöðuna (eða eru búsettir úti á landi), megi einfaldlega prenta út skilagreinar heima. Þá hefur Mathías til athugunar, hvort í boði verður að menn geti lagt inn kortagjald fyrirfram, sem úttekt félagsmanns dregst siðan frá eftir því sem kortum er skilað inn.
Vefslóð á vefsíðu Kortastofu Í.R.A.: http://www.ira.is/um-qsl-bureau/
Góðir gestir í Skeljanesi
Claudio Corcione TF2CL, Salvatore Sasso IC8SQS og Pasquale Scannapieco DJØCL/IC8SQP
skoða útprentun af fyrsta RTTY QSO’inu sem haft var frá íslenskri radíóamatörstöð (TF3IRA)
fyrir rúmum 38 árum, þ.e. þann 29. mars 1974.
Góðir gestir sóttu félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi heim þann 2. ágúst. Það voru þeir Salvatore Sasso, IC8SQS og Pasquale Scannapieco, DJØCL/IC8SQP. Þeir félagar eru í heimsókn hér á landi hjá Claudio Corcione, TF2CL, sem er búsettur á Akranesi og komu þeir í Skeljanesið í hans fylgd. Salvatore hefur reyndar komið áður til landsins og heimsótti Í.R.A. í vor sem leið.
Salvatore og Pasquale eru báðir áhugamenn um RTTY og eldri „teletype” vélar og spunnust miklar umræður um slík mál þegar þeir komu auga á innrammaðan pappír („hard copy”) sem hékk á vegg í fjarskiptaherbergi félagsins af fyrsta RTTY QSO’inu sem haft var frá íslenskri radíóamatörstöð sem Kristján Benediktsson, TF3KB, hafði frá TF3IRA, þann 29. mars 1974 á Teletype 15 vél.
Það kom í ljós að þeir þekktu báðir vel til Teletype véla, ásamt Siemens og Olivetti. Umræðan náði síðan nýjum hæðum þegar Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI, kom inn í herbergið og tjáði þeim að hann hafi verið viðgerðarmaður hjá Pósti & síma um áratuga skeið með sérhæfingu í að gera við og setja upp þessar vélar (þá sem telex búnað). Salvatore og Pasquale voru afar hrifnir af þeirri forsjálni að halda til haga pappírnum frá 1. QSO’inu á RTTY frá landinu. Spurðu þeir mikið um þennan TF3KB
og báðu fyrir góðar kveðjur til hans. IC8SQS, DJØCL/IC8SQP og TF2CL eru allir Ítalir að uppruna og ættaðir frá eyjunni Ischia sem er um 30 km frá Napólí.
Umrætt innrammað pappírsafrit af fyrsta RTTY QSO’i frá Íslandi sem haft var frá TF3IRA fyrir rúmum 38 árum og hangir á vegg í fjarskiptaherbergi félagsins.
Líkt og fram kemur að ofan, var sá sem hafði ofangreint QSO frá TF3IRA árið 1974, Kristján Benediktsson, TF3KB. Sambandið var við K3KV á 14 MHz. Móttekið RST var 579; nafnið var John; og QTH nærri Philadelphia í Bandaríkjunum. Sent RST var 599. Kristján notaði Teletype 15 vél ( http://www.baudot.net/teletype/M15.htm ) og heimasmíðaðan afmótara (e. demodulator). Þáverandi QTH félagsins var vestast á Vesturgötunni í Reykjavík. Sendiafl var 30W og loftnet, tvípóll.
Þegar þetta fyrsta RTTY samband var haft fyrir rúmum 38 árum notuðu radíóamatörar svokallaðar fjarritvélar (einnig nefndar “telex” eða “teletype” vélar). Vélarnar “hömruðu” stafina á pappír sem á þeim tíma var fáanlegur á þáverandi lager hjá Landssímanum í kjallara Landssímahússins við Sölvhólsgötu. Afar ánægjulegt er, að upphaflega pappírsafritið af QSO’inu hefur varðveist. Sú innrömmun sem sjá má á myndinni að ofan, er “endurnýjuð” innrömmun og bætt að gæðum. Þess má geta, að þegar eldri ramminn var “opnaður” til að nálgast upphaflega pappírinn til endurinnrömmunar, kom í ljós að pappírinn hafði verið notaður báðum megin og eru á bakhliðinni (sem reyndar sést ekki) afrit af prófunum Kristjáns, TF3KB, áður heldur en hann fór í loftið þetta kvöld í mars 1974 og kallaði út fyrsta CQ’ið á RTTY “de TF3IRA”. Þetta sýnir að menn nýttu pappírinn vel á þessum tíma.
TF3IRA að fullu QRV á ný á 14-52 MHz
Sumarmynd af SteppIR 3E 3 staka Yagi loftnet TF3IRA þann 1. ágúst 2012.
Í dag var unnið við að forrita “stoppið” á AlfaSpid rótor félagsins, sem snýr SteppIR 3E Yagi loftneti félagsstöðvarinnar, TF3IRA. Yngvi Harðarson, TF3Y, annaðist verkefnið, sem tókst vel. Að auki var farið yfir aðrar stillingar rótors og loftnets. Stöðin er nú að fullu QRV á sex böndum á ný, þ.e. 14, 17,21, 24, 28 og 50 MHz.
Líkt og fram kom í frásögn af lokaviðgerð rótorsins sem TF3CY annaðist og lauk s.l. fimmtudag, þá þarf að fella turninn á næstunni til að vatnsverja rótorhúsið, enda Atlandshafið aðeins örfáa metra frá loftnetsturninum. Í vettvangsskoðun í dag kom ennfremur í ljós, að hluti bómunnar, þ.e. frá “drifna” stakinu að “reflectornum” virðist vera snúin. Þetta má sjá glögglega á meðfylgjandi ljósmynd af loftnetinu (sjá stakið sem er fjærst).
Í gær barst síðan staðfesting frá SteppIR, vegna pöntunar á sérstökum “High-wind” festingum fyrir loftnetið, sem samþykkt var að kaupa á stjórnarfundi í félaginu s.l. fimmtudag. Að sögn Erlings Guðnasonar, TF3EE, sem annaðist pöntunina, er þess að vænta að festingarnar berist til landsins innan mánaðar.
Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Yngva Harðarsyni, TF3Y og Erling Guðnasyni, TF3EE, fyrir þeirra ágætu aðkomu að þessu verkefni.