Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 14. september kl. 20 til 22 fyrir félagsmenn og gesti.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin.

Nýjustu tímarit fyrir radíóamatöra liggja frammi. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Málningarframkvæmdir standa yfir í Skeljanesi. Myndin er af bakhlið hússins. Sjá má starfsmann verktakans á þakinu.
Mynd af framhlið hússins. Þegar búið verður að mála gluggakarma verður þetta eins og nýtt hús. Ljósmyndir: TF3JB.

Scandinavian Activity keppnin (SAC) – CW hluti – verður haldinn um næstu helgi, 16.-17. september.

Þetta er 24 klst. keppni sem hefst á laugardag á hádegi og lýkur á sunnudag á hádegi.

Radíóamatörar í Danmörku, Íslandi, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð keppa ásamt radíóamatörum á Svalbarða, Bjarnareyju, Álandseyjum, Market Reef, Grælandi og í Færeyjum á móti heiminum og innbyrðis.

Svalbarði og Bjarnareyja – JW
Jan Mayen – JX
Noregur – LA – LB – LC – LG – LI – LJ – LN
Finnland – OF – OG – OH – OI
Álandseyjar –  OFØ – OGØ – OHØ
Market Reef – OJØ
Grænland – OX – XP
Færeyjar – OW – OY
Danmörk – 5P – 5Q – OU – OV – OZ
Svíþjóð – 7S – 8S – SA – SB – SC – SD – SE – SF – SG – SH – SI – SJ – SK – SL – SM

Ísland – TF

Mikilvægt er að sem flestar TF-stöðvar taki þátt!

Stjórn ÍRA.

.

Námskeið ÍRA til amatörprófs verður haldið 25. september til 7. nóvember í Háskólanum í Reykjavík, bæði í staðnámi og fjarnámi. Hægt er að mæta í kennslustofu þegar það hentar eða vera yfir netið þegar það hentar.

Námskeiðið er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Kennt verður á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum kl. 18:30-21:30.

Námskeiðsgjald er kr. 22.500. Greiðsla þarf að hafa borist til gjaldkera eigi síðar en 17. september. Í framhaldi verður námsefni á prenti póstlagt 19. september. Sjá greiðsluupplýsingar hér: http://www.ira.is/skraning-a-namskeid/  Bent á fræðslustyrki stéttarfélaga og Vinnumálastofnunar til þeirra sem sækja námskeiðið.

Skipulag: https://tinyurl.com/namsk-haust23
Vefslóðir á námsefni: https://tinyurl.com/namsefni-haust23
Kynningarefni: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2021/12/Kynning-2022.pdf

Fyrirspurnir eru velkomnar á póstfang félagsins: ira@ira.is

Stjórn ÍRA.

.

Myndin er af Elínu Sigurðardóttur TF2EQ í fjarskiptum um gervitunglið QO-100 (OSCAR 100) við gervihnattastöð TF3IRA í Skeljanesi í Reykjavík. Ljósmynd: TF3JB.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 7. september. Umræður voru á báðum hæðum, menn hressir og TF3IRA var QRV á 7 og 14 MHz.

Yfir kaffinu var mikið rætt um loftnet, tæki og búnað og skilyrðin á böndunum. Margir velta fyrir sér uppsetningu á nýjum loftnetum, en stærstu alþjóðlegu keppnir ársins eru framundan. Einnig komu góðir gestir í hús sem íhuga að taka þátt í námskeiði félagsins sem hefst 25. september n.k. í HR, bæði í stað- og fjarnámi. Þá hafði töluvert borist af góðu radíódóti frá þeim TF3TV og TF3WS.

Alls mættu 25 félagar og 2 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í kyrru síðsumarveðri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Björgvin Víglundsson TF3BOI (standandi), Jón Björnsson TF3PW, Einar Kjartansson TF3EK, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Mathías Hagvaag TF3MH.
Benedikts Sveinsson TF3T, Erling Guðnason TF3E og Einar Kjartansson TF3EK. Benedikt sýndi okkur áhugaverðan heimasmíðaðan loftnetsrofa.
Gestir félagsins þetta fimmtudagskvöld voru tveir ungir menn úr hugbúnaðargeiranum sem íhuga að skella sér á námskeið ÍRA til amatörleyfis sem hefst 25. september n.k. Með þeim á mynd er Sveinn Goði Sveinsson TF3ID.
Kristján Benediktsson TF3KB, Ólafur Örn Ólafsson TF1OL og Mathías Hagvaag TF3MH. Ólafur er nýkominn til landsins úr þriggja mánaða ferð með eigin bifreið og fjarskiptabúnað um Evrópu. Hann var m.a. QRV frá 11 DXCC löndum /M.
Þorvaldur Bjarnason TF3TB og Bernhard M. Svavarsson TF3BS ræddu m.a. um aflgjafa.
Erling Guðnason TF3E og Georg Kulp TF3GZ.
Hluti af radíódóti sem Sigurður Harðarson TF3WS færði félaginu nýlega.
Mynd af radíódóti sem Ásgeir Sigurðsson TF3TV færði félaginu nýlega. Ljósmyndir: TF3JB.

Ritstjóri vekur athygli á að enn er hægt að senda efni í næsta tölublað CQ TF, eða til 15. september.

Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr.

Athygli er vakin á að félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu.

Netfang ritstjóra: saemi@hi.is

Fyrirfram þakkir og 73,
TF3UA, ritstjóri CQ TF.

Ein af stóru keppnum ársins er Worked All Europe (WAE) keppnin. SSB hlutinn er haldinn nú um helgina 9.-10. september. Þetta er 48 klst. keppni, en þátttaka er leyfð í mest 36 klst.

Markmiðið er að hafa sambönd við stöðvar utan Evrópu, þ.e. sambönd innan Evrópu gilda ekki í keppninni.  Skilaboð: RS+raðnúmer. Í keppninni gefa QTC skilaboð punkta aukalega.

Sambönd við hverja nýja DXCC einingu (e. entity) gilda sem margfaldarar, auk sambanda við hvert nýtt kallsvæði í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Suður-Afríku,  Japan og Brasilíu, auk kallsvæðanna RA8 og RA9.

Margfaldarar hafa aukið vægi eftir böndum; á 80 metrum fjórir, á 7 MHz þrír og á 14/21/28 MHz tveir.

Með ósk um gott gengi.

Stjórn ÍRA.

Sjá nánar í reglum:  https://www.darc.de/der-club/referate/conteste/wae-dx-contest/en/

.

UM QTC Í WAE KEPPNUM
Í WAE keppnunum má fá aukapunkta með því að skiptast á skilaboðum (QTC) við aðra keppendur. Gilt QTC þarf að innihalda tíma, kallmerki og raðnúmer. Dæmi: „1307 W1AW 431“. Það þýðir að haft hafi verið samband við W1AW kl. 13.07 GMT og að sent raðnúmer var 431.

Aðeins má nota QSO einu sinni sem QTC og ekki er heimilt að senda QSO sem QTC til stöðvar sem samband var haft við í keppninni. Sérhvert rétt móttekið QTC gefur sendanda og móttakanda 1 stig. Tvær stöðvar geta mest skipst á 10 QTC. Viðkomandi stöðvar mega hafa fleiri en eitt samband til að ná þeim QTC fjölda.

QTC eru send sem raðir (e. series). QTC er skilgreint sem runa (e. block) sem samanstendur að lágmarki af einu QTC en að hámarki 10. QTC raðir eru númeraðar á eftirfarandi hátt: Fyrri tölustafurinn er hækkandi raðnúmer og sá síðari táknar fjölda QTC í röð. Dæmi: „QTC 3/7“ táknar þriðju QTC röð sem inniheldur 7 QTC“. Sérhverja QTC röð sem er send eða móttekin þarf að færa í keppnisdagbók, þ.e. „QTC númer, tíma og band“ þess sambands sem er að baki QTC sendingarinnar.

(Ath. Að þessar upplýsingar eiga við mors- og talhluta WAE keppnanna).

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 7. september kl. 20 til 22 fyrir félagsmenn og gesti.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin.

Nýjustu tímaritin liggja frammi. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

.

Úr félagsstarfinu árið 2012. Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A kom með óvanalegan “turn” í Skeljanes 5. júlí 212. Hann komst fyrir í ferðatösku og var síðan blásinn upp á ótrúlega fáum mínútum (með sérstökum blásara).
Óðinn Þór TF2MSN aðstoðar. Ari Þór TF1A og Mathías TF3MH koma til aðstoðar.
Turninn kominn upp, alls 12 metrar, “Bazooka” loftnetið tengt og TF1A var QRV fyrir heiminn úr bílnum.

Villi, TF3DX fór í SOTA ferð á Syðstusúlu (1093 m) í Botnssúlum 31. ágúst. Hann hafði 13 QSO. Þar með varð hann fyrstur manna til að virkja 100 íslenska SOTA tinda og alla 43 sem tilheyra Suðvesturlandi. Að auki 2 á Sikiley.

Þann 1. september voru liðin 7 ár síðan hann virkjaði Ísland í fyrsta sinn, af Helgafelli sunnan Hafnarfjarðar.

Þess má geta að Villi verður áttræður í desember á þessu ári.

Hamingjuóskir með þennan árangur!

Stjórn ÍRA.

.

SOTA verkefnið (Summits On The Air) var stofnað 2. mars 2002. Málið snýst um að fara á fjöll með fjarskiptatæki og búnað og hafa sambönd við aðra leyfishafa á amatörböndunum. Fjallatindar eru skilgreindir sérstaklega í hverju landi og hérlendis eru þeir 911.

TF3DX varð fyrstur til að „virkja“ fjallatind samkvæmt verkefninu, þann 1. september 2016 þegar Ísland gerist aðili að SOTA. Um 24 þúsund radíóamatörar eru með skráða þátttöku í verkefninu í yfir 100 þjóðlöndum. Þar af eru um 20 TF kallmerki.

TF3DX morsar í SOTA ferð á Syðstusúlu (1083 m) í Botnssúlum 31. ágúst 2023.               Ljósmynd: Guðmundur Ágústsson.

Námskeið ÍRA til amatörprófs verður haldið 25. september til 7. nóvember í Háskólanum í Reykjavík, bæði í staðnámi og fjarnámi.

Hægt er að mæta í kennslustofu þegar það hentar eða vera yfir netið þegar það hentar. Námskeiðið er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Kennt verður á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum kl. 18:30-21:30.

Námskeiðsgjald er kr. 22.500. Greiðsla þarf að hafa borist til gjaldkera eigi síðar en 17. september. Í framhaldi verður námsefni á prenti póstlagt 19. september. Sjá greiðsluupplýsingar hér: http://www.ira.is/skraning-a-namskeid/  Bent á fræðslustyrki stéttarfélaga og Vinnumálastofnunar til þeirra sem sækja námskeiðið.

Skipulag: https://tinyurl.com/namsk-haust23
Vefslóðir á námsefni: https://tinyurl.com/namsefni-haust23
Kynningarefni: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2021/12/Kynning-2022.pdf

Fyrirspurnir eru velkomnar á póstfang félagsins: ira@ira.is

Stjórn ÍRA.

Alls koma 10 leiðbeinendur að kennslu á námskeiðinu. Þeir eru: Kristinn Andersen TF3KX, Ágúst Úlfar Sigurðsson TF3AU, Henry Arnar Hálfdánarson TF3HRY, Haukur Konráðsson TF3HK, Njáll H. Hilmarsson TF3NH, Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX, Hrafnkell Eiríksson TF3HR, Andrés Þórarinsson TF1AM, Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA og Óskar Sverrisson TF3DC.

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 24.-30. ágúst 2023.

Alls fengu 17 TF kallmerki skráningu. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og FT4), en einnig á morsi (CW), fjarritun (RTTY) og tali (SSB). Bönd: 10, 12, 15, 17, 20, 40, 60, 80 metrar og um QO-100 gervitunglið.

Kallmerki fær skráningu þegar leyfishafi [eða hlustari] hefur haft samband við [eða heyrt í] TF kallmerki. Svokallað „self spotting“ er ekki tekið með. Upplýsingarnar eru fengnar á http://new.dxsummit.fi/#/   Sambærilegar síður eru í boði á netinu til samanburðar.

Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund(ir) útgeislunar og band/bönd sem kallmerki fær skráningu á.

Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.

Stjórn ÍRA.

TF1A                FT8 á 12 metrum.
TF1EIN             FT8 á 60 metrum.
TF1EM             FT8 á 12, 17 og 30 metrum.
TF2MSN           FT8 á 10, 12, 15, 17, 20, 30  og 60 metrum.
TF3AO             RTTY á 20 metrum.
TF3EK/P           SSB á 17 metrum.
TF3DC             CW á 12 metrum.
TF3MH             FT8 á 12 metrum.
TF3VE              FT4 á 20 metrum.
TF3VG              FT8 á 10, 15 og 30 metrum.
TF3VS              FT8 á 15, 17 og 80 metrum.
TF3XO             SSB á 20 metrum.
TF4WD            SSB á 20 metrum.
TF5B                FT8 á 12, 17, 20 og 30 metrum.
TF8KY              RTTY á 20 metrum.
TF/PF3X           FT8 á 40 metrum.
TF/DL2GRC     SSB um QO-100 gervitunglið.

.

Mathías Hagvaag TF3MH var QRV vikuna 24.-30. ágúst. Myndin er af Mathíasi í glæsilegri fjarskiptaaðstöðu hans í Reykjavík. Ljósmynd: TF1AM.

Næsta tölublað CQ TF, 4. tölublað ársins 2023, kemur út 1. október n.k.

Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr.

Félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu.

Skilafrestur efnis er til 15. september. Netfang: saemi@hi.is

Félagskveðjur og 73,

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA
ritstjóri CQ TF

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 31. ágúst kl. 20 til 22 fyrir félagsmenn og gesti.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin.

Nýjustu tímaritin liggja frammi. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Úr félagsstarfinu. Guðmundur Sigurðsson TF3GS tengir nýtt loftnet við endurvarpann TF1RPE (Búra) 2. október 2010.