Félagsblað ÍRA, CQ TF janúarhefti 2012, er komið út. Blaðið hefur verið sent í tölvupósti til allra félagsmanna sem hafa netfang, en að auki geta félagsmenn nálgazt blaðið hér á vef ÍRA.
Blaðið er samtals 32 síður, þar sem farið er yfir starf félagsins sl. haust og að auki er þar að finna áhugaverðar greinar og efni félagsmanna um amatörradíó.
Næsta hefti CQ TF kemur út í apríl og skilafrestur er undir lok marzmánaðar.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00Kristinn Andersenhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngKristinn Andersen2012-01-11 09:55:002017-07-16 09:56:06CQ TF janúarhefti 2012 komið út
Næsta erindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið í félagsaðstöðu Í.R.A. fimmtudaginn 12. janúar. Þá kemur Andrés Þórarinsson, TF3AM, í Skeljanesið og nefnist erindi hans: Heimasmíði tvípóla fyrir HF í bílskúrnum (láréttra og lóðréttra). Erindið hefst stundvíslega kl. 20:30.
Andrés mun m.a. fjalla um smíði tvípóla fyrir 10m, 15m og 20m böndin úr álrörum sem keypt eru hjá efnissölum hér heima, uppsetningu 12 metra hárrar stangar með slíkum loftnetum og fjarstýringu þeirra. Fjöldi ljósmynda. Einnig
fjallar hann um smíði á lóðréttum tvípól með 600 Ohma fæðilínu og “tjúningu” inni í “sjak”.
Rætt verður um fræðin að baki stærðar og hæðar tvípóla, og reynsluna af þessum netum. Loks mun Andrés fjalla um smíði á 12 metra langri ferðastöng sem gerð er úr álrörum, og um hæla og frágang allan.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar verða í boði félagssjóðs.
Á myndinni má m.a. sjá þrenn sett af heimasmíðuðum láréttum tvípólum hjá TF1AM.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2012-01-08 09:52:432017-07-16 09:54:51TF3AM verður með fimmtudagserindið 12. janúar
Fimmtudagserindið þann 5. janúar var í höndum Georgs Magnússonar, TF2LL og nefndist það Loftnetsframkvæmdir hjá TF2LL í Norðtungu í Borgarfirði sumarið 2010. Erindi Georgs var afar fróðlegt og hann útskýrði ítarlega forsendur fyrir vali á loftnetum, rótor, turnsmíðinni sjálfri og nauðsynlegum aukahlutum. Í öllum tilvikum var leitast við að vanda vel til verks enda um að ræða framkvæmd til frambúðar. Meðal annars var leitað til verkfræðistofu með hönnun undirstöðu turnsins, auk þess sem mannvirkið var teiknað upp og sett í umhverfismat. Tilskilin leyfi voru fyrir hendi haustið 2010 og reisti Georg turninn fullbúinn með loftnetum þann 21. október 2010.
Um er að ræða rúmlega 28 metra háan þrístrendan loftentsturn sem er að stærstum hluta heimasmíðaður. Hann er reistur á sérhannaðri undirstöðu og fóru 13 rúmmetrar af steypu í mótin. Á turninum eru tvö loftnet, annars vegar OptiBeam 18-6 fyrir 40-10 metra böndin og OptiBeam 1-80 sem er fyrir 80 metrana. Uppsetning veitir möguleika til að nota turninn fyrir fleiri loftnet, þar sem út frá honum má strengja víranet, t.d. fyrir 160 metrana. Rótorinn er af gerðinni Prosistel PST-71D og er hann staðsettur í botni turnsins og snýr loftnetum með sérsmíðuðu drifskafti. Snjöll lausn er, að kaplarnir upp í loftnetin eru þræddir í gegnum drifskaftið.
Aðalloftnet Georgs er OptiBeam OB-18-6, sem er 18 stika Yagi loftnet fyrir sex bönd, þ.e. 40/20/17/15/12 og 10 metrana. Bómulengd er 12 metrar. Lengsta stikan er 14,6 metrar og eiginþyngd loftnetsins er 115 kg. Loftnetið er 3 stika á 40m, 4 stika á 20-17-15 og 12 metrunum og 7 stika á 10 metrunum. Uppgefinn ávinningur á bandi, yfir tvípól: 4,8 / 7,3 / 7,5 / 7,8 / 7,0 / 7,7 dB. Efra loftnetið á turninum er Optibeam OB-1-80, sem er styttur tvípóll á 80 metrunum. Hann er 17,6 metrar á lengd og vegur 25 kg. Í fæðipunkti eru rafliðar og spólur sem skipta á milli neðri og efri hluta bandsins. Þriðja loftnet Georgs frá OptiBeam er af gerðinni OB-5-6, sem er fyrir 6 metra bandið og gefur 8,8 dB ávinning yfir tvípól. Það loftnet er uppsett á minni turni, nokkurn spöl frá þeim háa.
Í lok erindis svaraði fyrirlesari fjölmörgum fyrirspurnum og stóðu umræður yfir til kl. 23. Rúmlega 30 félagsmenn mættu í Skeljanesið.
Stjórn Í.R.A. þakkar Georg Magnússyni, TF2LL, fyrir vel heppnað og áhugavert erindi.
Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, starfrækti TF3W frá félagsstöð Í.R.A. 18.-19. september. Ljósmynd: TF3LMN.
Úrslitin í CQ WW WPX SSB keppninni 2011 hafa verið kunngerð. Samkvæmt upplýsingum frá keppnisnefnd CQ tímaritsins varð Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, í 2. sæti yfir heiminn og í 1. sæti í Evrópu.
Heildarstig voru 7.473.415. Hann keppti í einmenningsflokki á 20 metrum, hámarksafli. Sigurður varð vel fyrir ofan árangur þeirra stöðva sem næstar komu, t.d. OH4A sem var með 6.886.168 heildarstig og S55T sem var með 6.763.484 heildarstig.
Stjórn Í.R.A. óskar Sigurði til hamingju með glæsilegan árangur.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2012-01-06 09:47:032017-07-16 09:48:07TF3CW í 2. sæti yfir heiminn í WPX SSB 2011
Samkvæmt upplýsingum frá Vilhjálmi Sigurjónssyni í dag, er komin út reynsluþýðing á íslensku á dagbókarforritinu Logger32. Þýðingin var gerð af Vilhjálmi og er forritið algerlega ókeypis.
Forritið er fáanlegt á vefslóðinni logger32.net. Þeir sem hafa sett það upp nýlega geta látið nægja að sækja uppfærslu. Hafi menn eldri útgáfur verður að sækja það frá grunni. Þýðingar eru svo í deildinni „support files” og nægir að sækja TF skjalið, afþjappa því í sömu möppu og forritið er og þá kemur þýðingin inn af sjálfu sér.
Stjórn Í.R.A. vill koma á framfæri þakklæti til Vilhjálms fyrir hönd félagsmanna fyrir þessa miklu vinnu. Líklega er um að ræða fyrsta dagbókarforritið af þessu tagi sem þýtt er á íslensku.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2012-01-06 09:43:172017-07-16 09:46:53Reynsluþýðing á Logger32 er komin út
Georg Magnússon TF2LL við nýuppsteypta undirstöðuna fyrir 28 metra háan loftnetaturn hans. Myndin var tekin 12. júlí 2010 áður en steypumótin voru fjarlægð. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF2JB.
Þá er komið að fyrsta fimmtudagserindinu á síðari hluta vetrardagskrár félagsins á yfirstandandi starfsári.
Erindið verður haldið í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 5. janúar n.k. og hefst stundvíslega klukkan 20:30.
Fyrirlesari kvöldsins er Georg Magnússon, TF2LL og nefnist erindið Loftnetsframkvæmdir hjá TF2LL í Norðtungu í Borgarfirði sumarið 2010. Georg mun fara yfir loftnetaval og turnframkvæmdina sjálfa í máli og myndum.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar eru í boði félagsins.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2012-01-06 09:41:042017-07-16 09:42:10TF2LL verður með fimmtudagserindið 5. janúar
SteppIR 3E 3 staka Yagi loftnet TF3IRA er staðsett við félagsaðstöðuna í Skeljanesi.
Vetrardagskrá Í.R.A. fyrir tímabilið janúar-apríl 2012 liggur nú fyrir og er til kynningar í meðfylgjandi töflum. Samkvæmt dagskránni verða alls 10 erindi í boði (jafn marga fimmtudaga), auk sýningar heimildarmyndar frá T32C DX-leiðangrinum sem farinn var s.l. sumar. Sunnudagsopnanir félagsaðstöðunnar hefjast á ný í marsmánuði og verða kynntar þegar nær dregur. Dagskráin verður nánar til kynningar í 1. tbl. CQ TF sem kemur út síðar í þessum mánuði (janúar). Vinna við verkefnið var í höndum Kjartans H. Bjarnasonar, TF3BJ, varaformanns félagsins og er honum þökkuð góð störf.
J A N Ú A R
Viðburður
Upplýsingar
Fyrirlesari/umsjón
Tímasetning
Skýringar/annað
5. jan., fimmtudagur
Erindi
Loftnetsframkvæmdir hjá TF2LL sumarið 2010
Georg Magnússon, TF2LL
20:30-22:00
Kaffihlé kl. 21:15
12. jan., fimmtudagur
Erindi
Heimasmíði tvípóla loftneta á HF í bílskúrnum
Andrés Þórarinsson, TF3AM
20:30-22:00
Kaffihlé kl. 21:15
19. jan., fimmtudagur
Opið hús
Kaffi á könnunni
Almennar umræður
20:00-22:00
Alm. opnunarkvöld
26. jan., fimmtudagur
Erindi
VHF leikar 2012; möguleikar á VHF/UHF; sögur
Guðmundur Löve, TF3GL
20:30-22:00
Kaffihlé kl. 21:15
F E B R Ú A R
Viðburður
Upplýsingar
Fyrirlesari/umsjón
Tímasetning
Skýringar/annað
2. febr., fimmtudagur
Opið hús
Kaffi á könnunni
Almennar umræður
20:00-22:00
Alm. opnunarkvöld
9. febr., fimmtudagur
Erindi
Alþjóðlegar keppnir, þátttaka og undirbúningur
Sigurður TF3CW & Yngvi TF3Y
20:30-22:00
Kaffihlé kl. 21:15
16. febr., fimmtudagur
Opið hús
Kaffi á könnunni
Almennar umræður
20:00-22:00
Alm. opnunarkvöld
23. febr., fimmtudagur
Erindi
Ráðstefnan í IARU Svæði 1 2011; niðurstöður
Kristján Benediktsson, TF3KB
20:30-22:00
Kaffihlé kl. 21.15
M A R S
Viðburður
Upplýsingar
Fyrirlesari/umsjón
Tímasetning
Skýringar/annað
1. mar., fimmtudagur
Opið hús
Kaffi á könnunni
Almennar umræður
20:00-22:00
Alm. opnunarkvöld
8. mar., fimmtudagur
Erindi
QRP kvöld; heimasmíði og notkun QRP senda
Kristinn Andersen, TF3KX
20:30-22:00
Kaffihlé kl. 21:15
15. mar., fimmtudagur
Erindi
Hvernig reiknar IARU forritið út sviðsstyrk?
Vilhjálmur Kjartansson, TF3DX
20:30-22:00
Kaffihlé kl. 21:15
22. mar., fimmtudagur
DVD mynd
Heimildarmynd frá T32C DX-leiðangrinum
Guðmundur Sveinsson, TF3SG
20:45-21:30
Kaffiveitingar
29. mar., fimmtudagur
Erindi
Nýir möguleikar APRS kerfisins
Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA
20:30-22:00
Kaffihlé kl. 21:15
A P R Í L
Viðburður
Upplýsingar
Fyrirlesari/umsjón
Tímasetning
Skýringar/annað
12. apr., fimmtudagur
Erindi
QRO kvöld; heimasmíði RF magnara og notkun
Benedikt Sveinsson, TF3CY
20:30-22:00
Kaffihlé kl. 21:15
26. apr., fimmtudagur
Erindi
Alþjóðleg viðurkenningarskjöl radíóamatöra
Jónas TF2JB, Guðlaugur TF8GX
20:30-22:00
Kaffihlé kl. 21:15
(Ath. félagsaðstaðan verður lokuð fimmtudagana 5. og 19. apríl þar sem það eru almennir frídagar.)
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-12-28 07:12:282017-03-30 07:12:48GLEÐILEGT NÝTT ÁR 2012
Glæsileg aðstaða kortastofu Í.R.A. eftir breytingar og lokafrágang.
Við flutninga QSL stofu félagsins í nýtt rými þann 24. nóvember s.l. gafst tækifæri til að setja upp merkingar við QSL skáp félagsins. Við flutninginn var einnig byrjað á breytingum á merkingum við hólf félagsmanna, þ.e. endurgerð þeirra og uppfærlsu – sem nú er lokið fyrir öll kallsvæði. Þeir félagsmenn sem þurftu að bíða úthlutunar hólfa vegna þessa eru beðnir velvirðingar, en nýtt merkingakerfi hefur m.a. í för með sér að í framtíðinni verður ekki um biðtíma að ræða. Bjarni Sverrisson, TF3GB, er QSL stjóri innkominna korta.
Nýju QSL skilagreinarnar fyrir útsend kort sem kynntar voru á heimasíðu félagsins þann 9. desember (ásamt tilheyrandi umslögum) eru vel staðsettar vinstra megin við QSL skápinn. Hægra megin, neðarlega, má svo sjá mótttökukassa fyrir kort til útsendingar. Guðmundur Sveinsson, TF3SG, er QSL stjóri félagsins.
Endurskipulagningu á aðstöðu QSL stofunnar sem hófst í júlímánuði í fyrra (2010) er nú lokið. Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum til hamingju með farsæla lausn á þessu mikilvæga verkefni og þakkar þeim Bjarna og Guðmundi gott vinnuframlag.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-12-26 07:11:312017-03-30 07:12:20Frágangi og merkingum á QSL skáp lokið
Félagsaðstaða Í.R.A. við Skeljanes verður lokuð fimmtudaginn 22. desember. Næsti reglulegur opnunardagur verður
fimmtudaginn 29. desember n.k. kl. 20:00-22:00.
Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-12-19 07:09:582017-03-30 07:11:03Næsta opnun í Skeljanesi verður 29. desember n.k.
QSL skilagreinar fyrir QSL Bureau félagsins voru fyrst kynntar til sögunnar árið 2009 og endurgerðar í fyrra (2010). Í nóvember 2011 kom fram hugmynd um að nýta bakhlið eyðublaðsins (sem til þess tíma hafði verið auð) og birta þar leiðbeiningar frá QSL Manager ásamt lista yfir þau DXCC lönd sem ekki hafa starfandi QSL Bureau. Samkvæmt þessu var unnin upp endurgerð skilagrein í samvinnu við Guðmund Sveinsson, TF3SG, QSL Manager félagsins sem nú hefur verið til dreifingar frá 9. desember. Sjá mynd af fram- og bakhliðum nýju skilagreinarinnar hér fyrir neðan
Eins og sjá má á myndinni hefur framhlið skilagreinarinnar verið endurhönnuð m.a. með tilliti til þeirra sem handskrifa á eyðublöðin. Í annan stað hefur QSL Manager ákveðið að bjóða um val á greiðsluaðferð þegar menn greiða fyrir kort til útsendingar. Annars vegar gildir óbreytt fyrirkomulag áfram, þ.e. að leggja reiðufé í umslagið með kortunum. Nýbreytnin felst í því að bjóða félagsmönnum að leggja kortagjaldið inn á bankareikning kortastofunnar. Kosturinn er einkum sá, að t.d. félagsmenn úti á landi og aðrir sem kjósa að senda kortin í pósti til kortastofunnar, þurfa ekki lengur að leggja reiðufé í umslagið með kortunum.
Kjósi menn að leggja beint inn á reikning kortastofunnar, eru bankaupplýsingar þessar: Banki nr. 0111 / höfuðbók 05 reikningur nr. 246483 / kennitala 040659-6259. Í skýringu með greiðslu, skal skrá kallmerki/hlustmerki félagsmanns og fjölda innsendra korta.
Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum til hamingju með þessa nýju þjónustu.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-12-18 07:08:152017-03-30 07:09:52Nýjar skilagreinar frá TF Í.R.A. QSL Bureau
Á stjórnarfundi nr. 6/2011 var samþykkt að skipa Sæmund Þorsteinsson, TF3UA, formann nýrrar EMC nefndar félagsins
(e. Electro Magnetic Compatibility). Sæmundi var falið að velja tvo leyfishafa til samstarfs í nefndinni og kynnti hann val sitt á
stjórnarfundi nr. 7/2011 sem haldinn var nýlega. Það eru: Gísli G. Ófeigsson, TF3G og Yngvi Harðarson, TF3Y.
Nefndin mun fljótlega koma saman, semja tillögur að reglum/erindisbréfi og undirbúa frumvarp til lagabreytinga á aðalfundi
Í.R.A. 2012. EMC nefnd verður einskonar „fastanefnd” innan félagsins, líkt og t.d. prófnefnd. Nefndin hefur það verksvið
að vera félagsmönnum til aðstoðar (ef óskað er) þegar truflanir koma fram, vera stjórn til ráðgjafar og í sérstökum tilvikum,
Póst- og fjarskiptastofnun, sbr. umfjöllun í síðasta hefti CQ TF.
CQ TF janúarhefti 2012 komið út
Félagsblað ÍRA, CQ TF janúarhefti 2012, er komið út. Blaðið hefur verið sent í tölvupósti til allra félagsmanna sem hafa netfang, en að auki geta félagsmenn nálgazt blaðið hér á vef ÍRA.
Blaðið er samtals 32 síður, þar sem farið er yfir starf félagsins sl. haust og að auki er þar að finna áhugaverðar greinar og efni félagsmanna um amatörradíó.
Næsta hefti CQ TF kemur út í apríl og skilafrestur er undir lok marzmánaðar.
73 – Kiddi, TF3KX, ritstjóri CQ TF
Netfang: cqtf@ira.is, GSM: 825-8130
TF3AM verður með fimmtudagserindið 12. janúar
Andrés Þórarinsson, TF3AM.
Næsta erindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið í félagsaðstöðu Í.R.A. fimmtudaginn 12. janúar. Þá kemur Andrés Þórarinsson, TF3AM, í Skeljanesið og nefnist erindi hans: Heimasmíði tvípóla fyrir HF í bílskúrnum (láréttra og lóðréttra). Erindið hefst stundvíslega kl. 20:30.
Andrés mun m.a. fjalla um smíði tvípóla fyrir 10m, 15m og 20m böndin úr álrörum sem keypt eru hjá efnissölum hér heima, uppsetningu 12 metra hárrar stangar með slíkum loftnetum og fjarstýringu þeirra. Fjöldi ljósmynda. Einnig
fjallar hann um smíði á lóðréttum tvípól með 600 Ohma fæðilínu og “tjúningu” inni í “sjak”.
Rætt verður um fræðin að baki stærðar og hæðar tvípóla, og reynsluna af þessum netum. Loks mun Andrés fjalla um smíði á 12 metra langri ferðastöng sem gerð er úr álrörum, og um hæla og frágang allan.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar verða í boði félagssjóðs.
Á myndinni má m.a. sjá þrenn sett af heimasmíðuðum láréttum tvípólum hjá TF1AM.
Vel heppnað fimmtudagserindi TF2LL
Georg Magnússson, TF2LL
Fimmtudagserindið þann 5. janúar var í höndum Georgs Magnússonar, TF2LL og nefndist það Loftnetsframkvæmdir hjá TF2LL í Norðtungu í Borgarfirði sumarið 2010. Erindi Georgs var afar fróðlegt og hann útskýrði ítarlega forsendur fyrir vali á loftnetum, rótor, turnsmíðinni sjálfri og nauðsynlegum aukahlutum. Í öllum tilvikum var leitast við að vanda vel til verks enda um að ræða framkvæmd til frambúðar. Meðal annars var leitað til verkfræðistofu með hönnun undirstöðu turnsins, auk þess sem mannvirkið var teiknað upp og sett í umhverfismat. Tilskilin leyfi voru fyrir hendi haustið 2010 og reisti Georg turninn fullbúinn með loftnetum þann 21. október 2010.
Um er að ræða rúmlega 28 metra háan þrístrendan loftentsturn sem er að stærstum hluta heimasmíðaður. Hann er reistur á sérhannaðri undirstöðu og fóru 13 rúmmetrar af steypu í mótin. Á turninum eru tvö loftnet, annars vegar OptiBeam 18-6 fyrir 40-10 metra böndin og OptiBeam 1-80 sem er fyrir 80 metrana. Uppsetning veitir möguleika til að nota turninn fyrir fleiri loftnet, þar sem út frá honum má strengja víranet, t.d. fyrir 160 metrana. Rótorinn er af gerðinni Prosistel PST-71D og er hann staðsettur í botni turnsins og snýr loftnetum með sérsmíðuðu drifskafti. Snjöll lausn er, að kaplarnir upp í loftnetin eru þræddir í gegnum drifskaftið.
Aðalloftnet Georgs er OptiBeam OB-18-6, sem er 18 stika Yagi loftnet fyrir sex bönd, þ.e. 40/20/17/15/12 og 10 metrana. Bómulengd er 12 metrar. Lengsta stikan er 14,6 metrar og eiginþyngd loftnetsins er 115 kg. Loftnetið er 3 stika á 40m, 4 stika á 20-17-15 og 12 metrunum og 7 stika á 10 metrunum. Uppgefinn ávinningur á bandi, yfir tvípól: 4,8 / 7,3 / 7,5 / 7,8 / 7,0 / 7,7 dB. Efra loftnetið á turninum er Optibeam OB-1-80, sem er styttur tvípóll á 80 metrunum. Hann er 17,6 metrar á lengd og vegur 25 kg. Í fæðipunkti eru rafliðar og spólur sem skipta á milli neðri og efri hluta bandsins. Þriðja loftnet Georgs frá OptiBeam er af gerðinni OB-5-6, sem er fyrir 6 metra bandið og gefur 8,8 dB ávinning yfir tvípól. Það loftnet er uppsett á minni turni, nokkurn spöl frá þeim háa.
Í lok erindis svaraði fyrirlesari fjölmörgum fyrirspurnum og stóðu umræður yfir til kl. 23. Rúmlega 30 félagsmenn mættu í Skeljanesið.
Stjórn Í.R.A. þakkar Georg Magnússyni, TF2LL, fyrir vel heppnað og áhugavert erindi.
Power Point skyggnur sem fylgja erindinu verða settar inn á eftirfarandi slóð á heimasíðu félagsins: http://www.ira.is/pages/viewpage.action?pageId=4555138
Vefslóð OptiBeam: http://www.optibeam.de/
Vefslóð Prosistel: http://www.prosistel.net/
Yfir 30 félagsmenn hlýddu á erindi Georgs í félagsaðstöðunni þann 5. janúar 2012. Ljósmynd: TF3LMN.
Loftnetsturninn með OptiBeam OB-18-6 og OB-1-80 loftnetunum séð úr fjarlægð. Ljósmynd: TF2LL.
Glæsileg sjón! OP-18-6 loftnetið er neðar og OP-1 ofar. Ljósmynd: TF2JB.
TF3CW í 2. sæti yfir heiminn í WPX SSB 2011
Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, starfrækti TF3W frá félagsstöð Í.R.A. 18.-19. september. Ljósmynd: TF3LMN.
Úrslitin í CQ WW WPX SSB keppninni 2011 hafa verið kunngerð. Samkvæmt upplýsingum frá keppnisnefnd CQ tímaritsins varð Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, í 2. sæti yfir heiminn og í 1. sæti í Evrópu.
Heildarstig voru 7.473.415. Hann keppti í einmenningsflokki á 20 metrum, hámarksafli. Sigurður varð vel fyrir ofan árangur þeirra stöðva sem næstar komu, t.d. OH4A sem var með 6.886.168 heildarstig og S55T sem var með 6.763.484 heildarstig.
Stjórn Í.R.A. óskar Sigurði til hamingju með glæsilegan árangur.
Reynsluþýðing á Logger32 er komin út
Vilhjálmur Sigurjónsson, TF3VS
Samkvæmt upplýsingum frá Vilhjálmi Sigurjónssyni í dag, er komin út reynsluþýðing á íslensku á dagbókarforritinu Logger32. Þýðingin var gerð af Vilhjálmi og er forritið algerlega ókeypis.
Forritið er fáanlegt á vefslóðinni logger32.net. Þeir sem hafa sett það upp nýlega geta látið nægja að sækja uppfærslu. Hafi menn eldri útgáfur verður að sækja það frá grunni. Þýðingar eru svo í deildinni „support files” og nægir að sækja TF skjalið, afþjappa því í sömu möppu og forritið er og þá kemur þýðingin inn af sjálfu sér.
Stjórn Í.R.A. vill koma á framfæri þakklæti til Vilhjálms fyrir hönd félagsmanna fyrir þessa miklu vinnu. Líklega er um að ræða fyrsta dagbókarforritið af þessu tagi sem þýtt er á íslensku.
Logger32
Sjá nánar á http://www.logger32.net/
TF2LL verður með fimmtudagserindið 5. janúar
Georg Magnússon TF2LL við nýuppsteypta undirstöðuna fyrir 28 metra háan loftnetaturn hans. Myndin var tekin 12. júlí 2010 áður en steypumótin voru fjarlægð. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF2JB.
Þá er komið að fyrsta fimmtudagserindinu á síðari hluta vetrardagskrár félagsins á yfirstandandi starfsári.
Erindið verður haldið í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 5. janúar n.k. og hefst stundvíslega
klukkan 20:30.
Fyrirlesari kvöldsins er Georg Magnússon, TF2LL og nefnist erindið Loftnetsframkvæmdir hjá TF2LL í Norðtungu
í Borgarfirði sumarið 2010. Georg mun fara yfir loftnetaval og turnframkvæmdina sjálfa í máli og myndum.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar eru í boði félagsins.
Vetrardagskrá Í.R.A. fyrir tímabilið janúar-apríl 2012
SteppIR 3E 3 staka Yagi loftnet TF3IRA er staðsett við félagsaðstöðuna í Skeljanesi.
Vetrardagskrá Í.R.A. fyrir tímabilið janúar-apríl 2012 liggur nú fyrir og er til kynningar í meðfylgjandi töflum. Samkvæmt dagskránni verða alls 10 erindi í boði (jafn marga fimmtudaga), auk sýningar heimildarmyndar frá T32C DX-leiðangrinum sem farinn var s.l. sumar. Sunnudagsopnanir félagsaðstöðunnar hefjast á ný í marsmánuði og verða kynntar þegar nær dregur. Dagskráin verður nánar til kynningar í 1. tbl. CQ TF sem kemur út síðar í þessum mánuði (janúar). Vinna við verkefnið var í höndum Kjartans H. Bjarnasonar, TF3BJ, varaformanns félagsins og er honum þökkuð góð störf.
J A N Ú A R
Viðburður
Upplýsingar
Fyrirlesari/umsjón
Tímasetning
Skýringar/annað
F E B R Ú A R
Viðburður
Upplýsingar
Fyrirlesari/umsjón
Tímasetning
Skýringar/annað
M A R S
Viðburður
Upplýsingar
Fyrirlesari/umsjón
Tímasetning
Skýringar/annað
A P R Í L
Viðburður
Upplýsingar
Fyrirlesari/umsjón
Tímasetning
Skýringar/annað
(Ath. félagsaðstaðan verður lokuð fimmtudagana 5. og 19. apríl þar sem það eru almennir frídagar.)
GLEÐILEGT NÝTT ÁR 2012
Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra farsældar á nýju ári.
Frágangi og merkingum á QSL skáp lokið
Glæsileg aðstaða kortastofu Í.R.A. eftir breytingar og lokafrágang.
Við flutninga QSL stofu félagsins í nýtt rými þann 24. nóvember s.l. gafst tækifæri til að setja upp merkingar við QSL skáp félagsins. Við flutninginn var einnig byrjað á breytingum á merkingum við hólf félagsmanna, þ.e. endurgerð þeirra og uppfærlsu – sem nú er lokið fyrir öll kallsvæði. Þeir félagsmenn sem þurftu að bíða úthlutunar hólfa vegna þessa eru beðnir velvirðingar, en nýtt merkingakerfi hefur m.a. í för með sér að í framtíðinni verður ekki um biðtíma að ræða. Bjarni Sverrisson, TF3GB, er QSL stjóri innkominna korta.
Nýju QSL skilagreinarnar fyrir útsend kort sem kynntar voru á heimasíðu félagsins þann 9. desember (ásamt tilheyrandi umslögum) eru vel staðsettar vinstra megin við QSL skápinn. Hægra megin, neðarlega, má svo sjá mótttökukassa fyrir kort til útsendingar. Guðmundur Sveinsson, TF3SG, er QSL stjóri félagsins.
Endurskipulagningu á aðstöðu QSL stofunnar sem hófst í júlímánuði í fyrra (2010) er nú lokið. Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum til hamingju með farsæla lausn á þessu mikilvæga verkefni og þakkar þeim Bjarna og Guðmundi gott vinnuframlag.
Næsta opnun í Skeljanesi verður 29. desember n.k.
Félagsaðstaða ÍRA
Félagsaðstaða Í.R.A. við Skeljanes verður lokuð fimmtudaginn 22. desember. Næsti reglulegur opnunardagur verður
fimmtudaginn 29. desember n.k. kl. 20:00-22:00.
Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar.
Nýjar skilagreinar frá TF Í.R.A. QSL Bureau
Guðmundur Sveinsson TF3SG
QSL skilagreinar fyrir QSL Bureau félagsins voru fyrst kynntar til sögunnar árið 2009 og endurgerðar í fyrra (2010). Í nóvember 2011 kom fram hugmynd um að nýta bakhlið eyðublaðsins (sem til þess tíma hafði verið auð) og birta þar leiðbeiningar frá QSL Manager ásamt lista yfir þau DXCC lönd sem ekki hafa starfandi QSL Bureau. Samkvæmt þessu var unnin upp endurgerð skilagrein í samvinnu við Guðmund Sveinsson, TF3SG, QSL Manager félagsins sem nú hefur verið til dreifingar frá 9. desember. Sjá mynd af fram- og bakhliðum nýju skilagreinarinnar hér fyrir neðan
Eins og sjá má á myndinni hefur framhlið skilagreinarinnar verið endurhönnuð m.a. með tilliti til þeirra sem handskrifa á eyðublöðin. Í annan stað hefur QSL Manager ákveðið að bjóða um val á greiðsluaðferð þegar menn greiða fyrir kort til útsendingar. Annars vegar gildir óbreytt fyrirkomulag áfram, þ.e. að leggja reiðufé í umslagið með kortunum. Nýbreytnin felst í því að bjóða félagsmönnum að leggja kortagjaldið inn á bankareikning kortastofunnar. Kosturinn er einkum sá, að t.d. félagsmenn úti á landi og aðrir sem kjósa að senda kortin í pósti til kortastofunnar, þurfa ekki lengur að leggja reiðufé í umslagið með kortunum.
Kjósi menn að leggja beint inn á reikning kortastofunnar, eru bankaupplýsingar þessar: Banki nr. 0111 / höfuðbók 05 reikningur nr. 246483 / kennitala 040659-6259. Í skýringu með greiðslu, skal skrá kallmerki/hlustmerki félagsmanns og fjölda innsendra korta.
Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum til hamingju með þessa nýju þjónustu.
EMC nefnd Í.R.A. skipuð
Yngvi Harðarson TF3Y
Gísli G. Ófeigsson, TF3G
Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA.
Á stjórnarfundi nr. 6/2011 var samþykkt að skipa Sæmund Þorsteinsson, TF3UA, formann nýrrar EMC nefndar félagsins
(e. Electro Magnetic Compatibility). Sæmundi var falið að velja tvo leyfishafa til samstarfs í nefndinni og kynnti hann val sitt á
stjórnarfundi nr. 7/2011 sem haldinn var nýlega. Það eru: Gísli G. Ófeigsson, TF3G og Yngvi Harðarson, TF3Y.
Nefndin mun fljótlega koma saman, semja tillögur að reglum/erindisbréfi og undirbúa frumvarp til lagabreytinga á aðalfundi
Í.R.A. 2012. EMC nefnd verður einskonar „fastanefnd” innan félagsins, líkt og t.d. prófnefnd. Nefndin hefur það verksvið
að vera félagsmönnum til aðstoðar (ef óskað er) þegar truflanir koma fram, vera stjórn til ráðgjafar og í sérstökum tilvikum,
Póst- og fjarskiptastofnun, sbr. umfjöllun í síðasta hefti CQ TF.
Stjórn Í.R.A. býður nefndina velkomna til starfa.