Guðjón Helgi Elíasson TF3WO og Benedikt Guðnason TF3TNT í Skeljanesi 15. desember. Ljósmynd: TF3LMN.

Fimmtudagserindið 15. desember var í höndum þeirra Guðjóns Helga Elíassonar, TF3WO og Benedikts Guðnasonar, TF3TNT. Umræðuefni kvöldsins var smíði “collinear” loftneta í metrabylgju- og sentimetrabylgjusviðinu (VHF og UHF) og kynning á fyrirkomulagi endurvarpsstöðva í tíðnisviðunum. Þeir félagar útskýrðu m.a. (og sýndu myndir) frá smíði á 13 dB “collinear” loftneti á UHF sem búið var til úr “hard-line” kóaxkapli.

Loftnetið kom mjög vel út í prófunum, m.a. yfir 100 km vegalengd á mjög litlu afli (300 mW). Töluverðar umræður urðu m.a. um útgeislun frá loftnetum af þessari gerð. Þá kynntu þeir félagar stuttlega hugmyndir sínar um endurvarpsstövar sem vinna á mismunandi miklu afli, e.t.v. allt að 500W og svokallaða “diversity” notkun sem er áhugaverð útfærsla. Guðjón og Benedikt sýndu fjölda mynda með erindinu sem var vel heppnað. Á þriðja tug félagsmanna hlýddu á erindið.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Guðjóni og Benedikt áhugavert erindi og Jóni Svavarssyni, TF3LMN, fyrir myndatökuna

Þeir Guðjón og Benedikt sýndu fjölda áhugaverðra mynda með erindi sínu. Ljósmynd: Jón Svavarsson, TF3LMN.

Nú nálgast undirbúningur janúarheftis blaðsins okkar, CQ TF. Félagsmenn ÍRA eru hvattir til að senda ritstjóra efni, eða ábendingar um efni. Til greina kemur allt sem tengist amatör radíói, s.s.

…Tæki, loftnet eða hugbúnaður
…Frásagnir úr DX, keppnum eða frá fyrri tíð
…Ferðasögur um amatör radíó
…Heimasmíðar, tækin í sjakknum
…Og MYNDIR eru lífga alltaf upp á blaðið!

Ritstjóri þarf alls ekki fullbúið efni, heldur er nóg að senda punkta eða ábendingar.

Blaðið verður unnið milli jóla og nýárs og miðað er við skilafrest sjálfan jóladaginn, sunnudaginn 25. desember. Látið annars vita ef efni kann að vera á leiðinni. Það er okkar sjálfra að gera blaðið eins áhugavert og við viljum!

73 og jólakveðjur – Kiddi, TF3KX – ritstjóri CQ TF

Netfang: cqtf@ira.is
GSM: 825-8130

Í.R.A. hefur borist erindi frá Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) dags. 15. desember 2011 þess efnis, að íslenskum leyfishöfum er veittur
aðgangur að tíðnisviðinu 1850-1900 kHz í tilgreindum alþjóðlegum keppnum radíóamatöra. Í annan stað er G-leyfishöfum veitt heimild
til að nota fullt afl í sviðinu (þ.e. 1kW). Erindi stofnunarinnar er í samræmi við beiðni félagsins þessa efnis, sem send var stofnuninni fyrr
í þessum mánuði.

Um er að ræða endurnýjun núgildandi heimildar fyrir almanaksárið 2012, sem hefði að óbreyttu, runnið út í lok þessa árs (2011). Hún
er veitt á víkjandi grundvelli (forgangsflokkur 2). Þeir leyfishafar sem óska að vinna í umræddu tíðnisviði í einhverri (eða öllum) neðan-
greindra keppna þurfa að sækja um það sérstaklega til stofnunarinnar á netfangið: hrh hjá pfs.is.

Stjórn Í.R.A. fagnar framkominni heimild stofnunarinnar.


Tilgreindar alþjóðlegar keppnir árið 2012 eru í tímaröð eftir mánuðum.

Keppni

Teg. útg.

Hefst

Lýkur

Tímalengd

CQ World-wide 160 m keppnin
Unknown macro: {center}CW

Föstudag 27. janúar kl. 22:00 Sunnudag 29. janúar kl. 22:00
Unknown macro: {center}48 klst.

ARRL DX keppnin
Unknown macro: {center}CW

Laugardag 18. febrúar kl. 00:00 Sunnudag 19. febrúar kl. 23:59
Unknown macro: {center}48 klst.

CQ World-wide 160 m keppnin
Unknown macro: {center}SSB

Föstudag 24. febrúar kl. 22:00 Sunnudag 26. febrúar kl. 22:00
Unknown macro: {center}48 klst.

ARRL DX keppnin
Unknown macro: {center}SSB

Laugardag 3. mars kl. 00:00 Sunnudag 4. mars kl. 23:59
Unknown macro: {center}48 klst.

CQ WPX keppnin
Unknown macro: {center}SSB

Laugardag 24. mars kl. 00:00 Sunnudag 25. mars kl. 23:59
Unknown macro: {center}48 klst.

CQ WPX keppnin
Unknown macro: {center}CW

Laugardag 26. maí kl. 00:00 Sunnudag 27. maí kl. 23:59
Unknown macro: {center}48 klst.

IARU HF Championship
Unknown macro: {center}CW/SSB

Laugardag 7. júlí kl. 12:00 Sunnudag 8. júlí kl. 12:00
Unknown macro: {center}24 klst.

CQ World-wide DX keppnin
Unknown macro: {center}SSB

Laugardag 27. október kl. 00:00 Sunnudag 28. október kl. 23:59
Unknown macro: {center}48 klst.

CQ World-wide DX keppnin
Unknown macro: {center}CW

Laugardag 24. nóvember kl. 00:00 Sunnudag 25. nóvember kl. 23:59
Unknown macro: {center}48 klst.

ARRL 160 metra keppnin
Unknown macro: {center}CW

Föstudag 1. desember kl. 22:00 Sunnudag 2. desember kl. 16:00
Unknown macro: {center}40 klst.

Richard L. King K5NA var á lyklinum frá TF4X í CQ WW 160 metra keppninni 2011.

Í desemberhefti CQ tímaritsins 2011 eru birtar niðurstöður úr CQ WW DX 160 metra keppninni árið 2011. Morshluti keppni-
nnar fór fram 28.-30. janúar s.l. og talhlutinn 25.-27. febrúar s.l. Alls sendu fimm TF-stöðvar inn keppnisdagbækur að þessu
sinni, þ.e. fjórar í morshlutanum og ein í talhlutanum, sbr. eftirfarandi skiptingu:

Mors – Einmenningsflokkur, hámarksafl: 2 stöðvar.
Mors – Einmenningsflokkur, lágafl: 2 stöðvar.
Tal – Einmenningsflokkur, hámarksafl: 1 stöð.

TF4X var með afburðagóðan árangur í keppninni eða 1.031.438 heildarstig (alls 1.512 QSO). Það sama á ekki síður við um
TF3DX/m sem var með 51.728 heildarstig úr bílnum (alls 172 QSO).

Niðurstöður í keppninni fyrir TF-stöðvar urðu að öðru leyti samkvæmt eftirfarandi:

Keppnisflokkur

Kallmerki

Árangur (stig)

QSO

Margfaldarar

DXCC einingar

Mors, einmenningsflokkur, hámarksafl
Unknown macro: {center}TF4X (K5NA op.)

Unknown macro: {center}1.031.438

Unknown macro: {center}1.512

Unknown macro: {center}41

Unknown macro: {center}76

Mors, einmenningsflokkur, hámarksafl
Unknown macro: {center}TF3SG

Unknown macro: {center}125.633

Unknown macro: {center}284

Unknown macro: {center}26

Unknown macro: {center}47

Mors, einmenningsflokkur, lágafl
Unknown macro: {center}TF3DX/m

Unknown macro: {center}51.728

Unknown macro: {center}172

Unknown macro: {center}13

Unknown macro: {center}40

Mors, einmenningsflokkur, lágafl
Unknown macro: {center}TF8SM

Unknown macro: {center}13.644

Unknown macro: {center}85

Unknown macro: {center}0

Unknown macro: {center}36

Tal, einmenningsflokkur, hámarksafl
Unknown macro: {center}TF3SG

Unknown macro: {center}26.488

Unknown macro: {center}111

Unknown macro: {center}4

Unknown macro: {center}40

Hamingjuóskir til hlutaðeigandi með árangurinn.


(Þakkir til TF4M fyrir meðfylgjandi ljósmynd).

Eftir nokkurt hlé verður byrjað aftur á morssendingum þriðjudaginn 13. desember.  Stefán Arndal, TF3SA mun senda út mors á ca. 3540 kHz klukkan 21.00. Fram að jólum verður sent dagana 13. og 14. desember og svo aftur 19, 20 og 21 desember.  Í febrúar verður stöðutaka í morsi og veittar viðurkenningar eins og hefðbundið er.  Stöðutakan verður í móttöku á stafagrúbbum og sendingu á morsi.  Nánar verður greint frá formi væntanlegrar stöðutöku í morsi byrjun janúar.

73

Guðmundur de TF3SG

Benedikt Guðnason, TF3TNT

Guðjón Helgi Elíasson, TF3WO.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Síðasti viðburður á yfirstandandi vetrardagskrá verður haldinn fimmtudaginn 15. desember kl. 20:30 í félags-
aðstöðunni í Skeljanesi. Þá munu þeir Benedikt Guðnason, TF3TNT og Guðjón Egilsson, TF3WO, fjalla um
smíði loftneta í metrabylgju- og sentimetrabylgjusviðinu (VHF og UHF) og um hugmyndir sínar um endurvarpa í
þessum tíðnisviðum. Þeir félagar hafa m.a. gert áhugaverðar tilraunir með smíði og prófun á lóðréttum „collinear”
loftnetum á þessum tíðnisviðum undanfarin misseri.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta stundvíslega. Kaffiveitingar verða í boði félagsins.

Henry Arnar Hálfdánarson TF3HRY og Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB

R-326 herviðtækið sem er ca. frá árinu 1950.

Tvennir vel heppnaðir viðburðir á vetrardagskrá félagsins fóru fram sunnudagana 4. og 11. desember. Þann 4. desember leiddi Sigurbjörn Þór “Doddi” Bjarnason, TF3SB, umræður um hvernig best er staðið að því að gera upp eldri tæki. Að sögn Dodda, var morguninn vel heppnaður og umræður áhugaverðar. Hann sagðist hafa tekið með sér gamalt rússneskt herviðtæki, R-326, fyrir tíðnisviðið 1-20 MHz, sem var skrúfað í sundur á staðnum og skoðað. Hann sagði að menn hafi bæði verið hissa á að sjá svo mikil gæði og snjallar útfærslur í smíði þessa næstum 60 ára gamla tækis.

Tússtaflan kom í góðar þarfir í umræðum Sæmundar um fæðilínur, loftnet og aðlögun.

 

Þann 11. desember leiddi Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA, umræður um fæðilínur. Að sögn Sæmundar, voru umræður mjög góðar. Meðal annars var rætt um einstakar gerðir loftneta og aðlögun þeirra við sendi á sem tapminnstan hátt. Hann sagði ljóst, að verulegur áhugi væri um þessar mundir hjá mönnum á loftnetasmíðum. Alls sóttu um 20 félagsmenn þessa viðburði.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Sigurbirni Þór Bjarnasyni, TF3SB og Sæmundi E. Þorsteinssyni, TF3UA, fyrir að annast viðburðina svo og þeim Óskari Sverrissyni, TF3DC og Jóni Þóroddi Jónssyni, TF3JA, fyrir myndirnar.

Bjarni Sigurðsson verkfræðingur hjá PFS fjallaði um hættu frá útgeislun loftneta í tíðnisviðum radíóamatöra.

Fimmtudagserindið þann 8. desember var í höndum Bjarna Sigurðssonar, sérfræðings hjá Póst- og fjarskipta-
stofnum (PFS). Umræðuefni kvöldsins var geislunarhætta í tíðnisviðum radíóamatöra. Bjarni fór yfir kröfur sem gerðar
eru til sendi- og loftnetabúnaðar í núgildandi reglugerð um starfsemi radíóamatöra og í alþjóðafjarskiptareglugerðinni og
kynnti m.a. tilmæli ITU nr. K.52, K.61 og K.70 (sjá umfjöllun neðar).

Hann útskýrði hættu sem getur stafað af notkun sendibúnaðar (ef ekki er gætt varkárni) svo og hvað varðar fjarlægð frá
loftnetum. Hann fór einnig vel yfir forsendur hvað varðar tíðni og sendiafl og benti m.a. á, að taka þurfi að auki tillit til tíma-
lengdar sendinga. Hann sýndi nokkur dæmi um þessi atriði út frá algengum loftnetum, þar sem hann notaði ICNIRPcalc
V1.01 forritið frá IARU Svæði 1 sem getur reiknað útgeislun frá loftnetum og öryggismörk og auðveldar útreikninga á út-
geislun frá loftnetum. Hann kynnti jafnframt um tilurð svipaðs forrits á heimasíðu ITU (sem þó tekur tillit til mun fleiri þátta).
Fram kom, að augun eru þau líffæri sem eru viðkvæmust, sérstaklega þegar unnið er á QRO afli á hærri tíðnum.

Erindið var fróðlegt, vel fram sett og áhugavert. Fyrirspurnir voru fjölmargar og leysti fyrirlesari vel úr þeim. Stefnt er að því
að Power Point skyggnur með erindinu verði settar á heimasíðu félagsins innan tíðar.

Stjórn Í.R.A. þakkar Bjarna áhugavert erindi og Póst- og fjarskiptastofnun fyrir þann stuðning sem félaginu er sýndur með
að gera þennan viðburð mögulegan.

Góð mæting var í Skeljanesið fimmtudagskvöldið 8. desember, eða um 30 félagsmenn.

Í umræðum kom m.a. fram hjá Sæmundi TF3UA að ákveðið hafi verið að stofna til sérstakrar EMC nefndar Í.R.A.

Kristján Benediktsson TF3KB ræddi m.a. um forrit sem geta reiknað út geislun frá loftnetum og öryggismörk.

Í kaffihléi. Kjartan H. Bjarnason TF3BJ varaformaður og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS prófnefndarmaður.

Í kaffihléi. Haraldur Þórðarson TF3HP, Óskar Sverrisson TF3DC og Gísli G. Ófeigsson TF3G.

Í kaffihléi. Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN, Guðjón Helgi Egilsson TF3WO og Ólafur H. Ólafsson, TF3ML.

Helstu tilmæli ITU (sbr. umfjöllun að ofan):

ITU Recommendation K.52
Guidance on complying with limits for human exposure to electromagnetic fields. This Recommendation aims to help with compliance of telecommunication installations and mobile handsets or other radiating devices used against the head with safety limits for human exposure to electromagnetic fields (EMFs). It presents general guidance, a calculation method, and an installation assessment procedure. The assessment procedure for telecommunication installations, based on safety limits provided by ICNIRP, helps users determine the likelihood of installation compliance based on accessibility criteria, antenna properties and emitter power. The IEC Standard for the compliance measurement of mobile handsets is recommended.

ITU Recommendation K.61
Guidance on measurement and numerical prediction of electromagnetic fields for compliance with human exposure limits for telecommunication installations. Recommendation ITU-T K.61 helps telecommunication operators to verify compliance with exposure standards promulgated by local or national authorities. This Recommendation gives guidance on measurement methods that can be used to achieve a compliance assessment. It also provides guidance on the selection of numerical methods suitable for exposure prediction in various situations.

ITU Recommendation K.70
Mitigation techniques to limit human exposure to EMFs in the vicinity of radio-communication stations. This Recommendation contains a software EMF-estimator that implements the methodology described in ITU-T K.70, and gives the possibility to calculate the cumulative exposure for the reference levels. It also contains the library of the radiation patterns of transmitting antennas for a wide range of radio communication and broadcast services. The EMF-estimator is not appropriate for the equipment certification in order to put it on the market. A new version v2.0.0 of EMF estimator is available in ITU-T K.70 (2007) Amend.2 (2011-05).

Bjarni Sigurðsson sérfræðingur hjá PFS.

Næsti viðburður á vetrardagskrá félagsins er í höndum Bjarna Sigurðssonar, verkfræðings hjá Póst- og fjarskiptastofnun (PFS).
Bjarni verður með erindi um geislunarhættu í tíðnisviðum radíóamatöra fimmtudaginn 8. desember kl. 20:30 í félagsaðstöðunni í Skeljanesi.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta stundvíslega. Kaffiveitingar verða í boði félagsins.

____________


Í tilefni erindis Bjarna, er vakin athygli á að á vegum IARU Svæðis 1 var nýlega tilkynnt um uppfærslu ICNIRPcalc forritsins sem reiknar geislun frá loftnetum og öryggismörk og getur auðveldað radíóamatörum útreikninga á geislun frá loftnetum þeirra. Nýja útgáfan nefnist ICNIRPcalc V1.01 og má velja um ensku eða frönsku (en eldri útgáfa var aðeins á þýsku). Sækja má nýju útgáfuna á eftirfarandi vefslóð:

http://www.iaru-r1.org/index.php?option=com_content&view=article&id=860:new-version-of-icnirpcalc-now-for-download-&catid=43:emc&Itemid=95

Guðlaugur Kristinn Jónsson TF8GX í fjarskiptaherberginu ásamt dótturdóttur sinni Freyju.

Niðurstöður í Scandinavian Activity Contest (SAC) keppnini 2011, SSB hluta sem haldin var helgina 8.-9. október s.l.
liggja nú fyrir. Þrjár TF stöðvar sendu inn keppnisgögn, TF3AO, TF3W og TF8GX, auk TF3DC sem sendi inn saman-
burðardagbók (e. check log). Niðurstöður eru glæsilegar fyrir Guðlaug K. Jónsson, TF8GX, sem náði 1. sæti
og Norðurlandatitli í keppnisriðlinum Einmenningsstöðvar, öll bönd, lágafl. Guðlaugur varð langefstur í riðlinum
af 102 þátttakendum frá Norðurlöndunum með 220.313 heildarstig. Þess má geta, að þetta er fjórði Norðurlandatitillinn
sem Guðlaugur Kristinn landar í keppnisriðlinum frá árinu 1999.

Árangur TF3W var einnig mjög góður, en félagsstöðin lenti í 4. sæti í keppnisriðlinum Fleirmenningsstöðvar, einn sendir,
öll bönd, háafl af 35 þátttakendum frá Norðurlöndunum. Alls mönnuðu átta leyfishafar félagsstöðina í keppninni: TF3AO,
TF3CY, TF3FIN, TF3HP, TF3JA, TF3SA, TF3SG og TF3WIN.

Keppnisflokkur

Kallmerki

Árangur

QSO

QSO stig

Margfaldarar

Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl

TF8GX

848

2.059

197

220.313

Einmenningsflokkur, 10 metrar, háafl

TF3AO

5

11

5

55

Fleirmenningsflokkur, öll bönd, háafl

TF3W

1.529

3.827

157

607.119

Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með glæsilegan árangur.

Benedikt Sveinsson TF3CY í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC SSB keppninni 8. október 2011.

Ársæll Óskarsson TF3AO í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC SSB keppninni 8. október 2011.

Gunnar Svanur Hjálmarsson TF3FIN í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC SSB keppninni 2011.

Jón Þóroddur Jónsson TF3JA í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC SSB keppninni 8. október 2011.

Guðmundur Sveinsson TF3SG og Haraldur Þórðarson TF3HP í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC keppninni 2011.

Stefán Arndal, TF3SA, við stjórnvölinn á TF3W í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi 17. september. Ljósm.: TF3JA.

Ársæll Óskarsson TF3AO og Sigurður Óskarson TF2WIN í fjarskiptaherbergi TF3W í SAC SSB keppninni 2011.

Talið frá vinstri: Bjarni Sverrisson, TF3GB; Guðmundur Löve, TF3GL; Guðjón Helgi Egilsson, TF3WO; Benedikt Guðnason, TF3TNT; Robert (Bob) Chandler, VE3SRE; Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI; Bjarni Magnússon, TF3BM; og Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB.

Næsta sunnudagsopnunin á yfirstandandi vetrardagskrá verður haldin sunnudaginn 4. desember í félagsaðstöðu Í.R.A.
við Skeljanes. Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB, leiðir umræðurnar að þessu sinni og er umfjöllunarefnið hvernig best er
staðið að því að gera upp gömul tæki. Doddi hefur langa og yfirgripsmikla reynslu af að gera upp eldri lampatæki, þ.m.t.
RF magnara, sendi-/móttökustöðvar, viðtæki og fleira, enda sérlegur áhugamaður um umfjöllunarefnið.

Þess má geta, að Doddi var í hópi 6 félagsmanna Í.R.A. sem virkjuðu kallmerkið TF7V frá Stórhöfða í Vestmannaeyjum
árið 1975 (tveimur árum eftir gos) en þá hafði forskeytið TF7 verið QRT í aldarfjórðung. Hann tók jafnframt þátt í undir-
búningi DX-leiðangranna TF4F til Flateyjar á Breiðafirði (1977) og TF6M að Kirkjubæjarklaustri (1978).

Doddi mun meðal annars ræða nauðsyn þess að endurnýja tiltekna íhluti í algengum tækjum sem enn eru í notkun hérlendis,
svo sem FT-101B/E/F og FT-101Z/ZD. Sem dæmi, má nefna að þéttasett í FT-101Z/ZD sem samanstendur af 65 íhlutum
er fáanlegt fyrir tiltölulega lágt verð (en útskipting íhlutanna lengir verulega líftíma tækjanna). Sama á við um aðrar vinsælar
stöðvar, svo sem Kenwood TS-500 línuna (og upp úr). Hann mun jafnframt gefa góð ráð hvað varðar önnur tæki.

Umræður hefjast um kl. 10:30 árdegis og er miðað við að dagskrá verði tæmd á hádegi. Í boði verður vandað kaffimeðlæti.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega.

Jón Þóroddur Jónsson TF3JA neyðarfjarskiptastjóri Í.R.A. flutti erindi um neyðarfjarskipti radíóamatöra.

Fimmtudagserindið þann 1. desember var í höndum Jóns Þórodds Jónssonar, TF3JA, neyðarfjarskiptastjóra félagsins.
Umræðuefni kvöldisins var neyðarfjarskipti radíóamatöra. Sérstakur gestur fundarins var Víðir Reynisson, deildarstjóri
hjá Almannavarnadeild RLR og kynnti hann afstöðu embættisins til neyðarfjarskipta.

Víðir Reynisson deildarstjóri hjá Almannavarnadeild RLR flutti erindi um neyðarfjarskipti frá sjónarmiði embættisins.


Jón Þóroddur fjallaði almennt um þá auðlind sem radíóamatörar eru og vísaði m.a. til þeirra tíðnisviða sem þeir hafa til
afnota, leikni í fjarskiptum (á mismunandi tegundum útgeislunar), getu til að leysa tæknilega sem samskiptalega hnökra,
auk almennrar og víðtækrar þekkingar á fjarskiptum sem áhugamáli. Í ljósi þessa mætti hugsa sér aðkomu radíóamatöra
að neyðarfjarskiptum á breiðum grundvelli.

Víðir fjallaði um afstöðu almannavarnadeildar RLR til neyðarfjarskipta og flutti fróðlegt yfirlit í því sambandi. Hann skýrði
m.a. frá helstu hnökrum í kerfinu og sagði menn meðvitaða um að bæta megi neyðarfjarskipti á landinu enda þurfi þau
ætíð að vera til endurskoðunar. Í þessu sambandi ræddi hann m.a. hin þrjú kerfi sem neyðarfjarskiptum stæðu nú til boða,
þ.e. Tetra, VHF og GSM. Hann ræddi m.a. um reynsluna frá gosinu í Eyjafjallajökli. Hann sagðist telja radíóamatöra eiga
aðkomu að málaflokknum hvatti félagið til að skoða þau mál frekar.

Bæði erindin voru mjög fróðleg og spurðu félagsmenn margra spurninga. Í umræðum komu fram ýmsar hugmyndir um
aðkomu íslenskra leyfishafa að viðfangsefninu og gæti hún í raun verið allt frá því að annast sérhæfða fræðslu, til beinnar
þátttöku í aðgerðum. Alls sóttu 25 félagar erindið þrátt fyrir snjókomu og vetrarfærð.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Jóni Þóroddi og Víði áhugaverð erindi, svo og Jóni Svavarssyni, TF3LMN, fyrir myndatökuna.

Flærur má finna undir ítarefni.

Í kaffihléi. Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX sagðist lengi hafa haft áhuga á neyðarfjarskiptum.

Í kaffihléi. Heimir Konráðsson TF1EIN og Ársæll Óskarsson TF3AO sögðu umfjöllunarefni kvöldsins áhugavert.