Stjórn Í.R.A. samþykkti á stjórnarfundi nr. 5/2011 að stofna sérstakan sjóð til minningar um látna félagsmenn. Sjóðurinn verði notaður í þágu nýrra leyfishafa svo þeir komist í loftið. Á fundinum var samþykkt að ánafna 25 þúsund krónum úr félagssjóði í minningu Sveins Guðmundssonar, TF3T, sem lést í byrjun september s.l.
Sveinn Guðmundsson, TF3T, var handhafi leyfisbréfs nr. 24 og heiðursfélagi í Í.R.A.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-11-30 22:06:132017-03-29 22:07:13Sjóður til minningur um látna félagsmenn
Næsti viðburður á vetrardagskrá félagsins er erindi Jóns Þórodds Jónssonar TF3JA neyðarfjarskiptastjóra Í.R.A. fimmtudaginn 1. desember n.k. kl. 20:30 í félagsaðstöðunni við Skeljanes. Erindið fjallar um neyðarfjarskipti
radíóamatöra. Sérstakir gestir Jóns Þórodds á fundinum verða Rögnvaldur Ólafsson lögreglufulltrúi og verkefna-
stjóri og Víðir Reynisson deildarstjóri, báðir starfsmenn Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra (RLR).
Rögnvaldur Ólafsson
Víðir Reynisson
Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri og Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá Almannavarnadeild RLR.
Stjórn Í.R.A. undirbýr um þessar mundir mótun stefnu félagsins í málaflokknum. Grundvöllur þeirrar vinnu er að Í.R.A.
viðurkennir mikilvægi neyðarfjarskipta. Um árabil hefur málaflokkurinn þó ekki verið sérstaklega til umfjöllunar innan
félagsins. Samkvæmt því þarfnast hann kynningar og tíma til umræðu og mótunar á meðal félagsmanna.
Undirstaða þess að hægt sé að fara út í kynningu á málaflokknum út fyrir raðir félagsmanna, er að fyrir liggi hugsan-
leg aðkoma íslenskra radíóamatöra að neyðarfjarskiptum í landinu. Í annan stað, er mikilvægt að fyrir liggi (að stærst-
um hluta) hvað það er sem félagið telur sig hafa fram að færa í þessum efnum. Jón Þóroddur mun m.a. ræða þessa
þætti og skýra frá hugmyndum sínum hvað varðar málaflokkinn í heild.
Félagar, mætum stundvíslega! Kaffiveitingar verða í boði félagsins.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-11-27 22:04:272017-03-29 22:06:05TF3JA verður með fimmtudagserindið 1. desember
Jónas Bjarnason TF2JB “á lyklinum”. Myndin var tekin við vígslu samgönguminjasafnsins að Skógum 8. júní 2009. Ljósmynd: Sigurður Harðarson, TF3WS.
Áður auglýst sunnudagsopnun á morgun, sunnudaginn 27. nóvember kl. 10:30-12:00, fellur niður. Umræður, undir stjórn Jónasar Bjarnasonar, TF2JB, um reglugerðarmál, frestast því um óákveðinn tíma.
Beðist er velvirðingar á þessari breytingu sem kemur til vegna þátttöku í CQ WW DX CW keppninni 2011 sem fram fer um helgina.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-11-26 22:03:242017-03-29 22:04:19Sunnudagsopnun fellur niður 27. nóvember
Fimmtudaginn 24. nóvember var vígt nýtt húsnæði félagsins á 2. hæð í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Um er að ræða flutning á sameiginlegri aðstöðu QSL Bureau’sins og smíðaaðstöðunnar í hornherbergi á hæðinni (þar sem fjarskiptaherbergi félagsins var til ársins 2008). Það sem gerst hefur í millitíðinni er, að nýlega náðust samningar um makaskipti á herbergjunum á milli Í.R.A. og ORG Ættfræðiþjónustunnar.
Myndin sýnir innlit í nýja herbergið frá hurðaropi við gang (sjá má í hurðarhúninn sem er lengst niður til hægri á myndinni).
Ávinningur félagsins af þessum skiptum er hentugra herbergi fyrir QSL Bureau félagsins og smíðaaðstöðuna, auk þess sem rými fæst til ráðstöfunar fyrir aðstöðu sérhæfðs búnaðar fyrir fyrirhugaðan fjarskiptahóp innan félagsins um svokölluð “veik fjarskipti” (e. weak signal communications).
Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum með hamingju með aukna húsnæðisaðstöðu félagsins. Bestu þakkir til Jóns Svavarssonar, TF3LMN, fyrir myndatökuna.
Rúmgott er um smíðaaðstöðuna í nýja herberginu. Þrátt fyrir að lofthæð sé nokkru minni þar sem veggurinn er tekinn inn (vegna kvistarins) finnst ekkert fyrir því þegar sest er niður við 180 cm langt vinnuborðið. Stöðin á smíðaborðinu er Heathkit HW-101 sendi-/móttökustöð fyrir 10-80 metra böndin.
QSL skápurinn á nýja staðnum. QSL skilagreinarnar og tilheyrandi umslög eru vel staðsett vinstra megin við skápinn. Hægra megin, neðarlega, má sjá nýjan kassa fyrir móttöku á QSL kortum til útsendingar. Eftir er að setja uppleiðbeiningar fyrir ofan hann.
Nýja bókahillan kemur vel út. Bæði er, að hún rúmar fleiri bækur en sú eldri (þ.e. hillur ná niður í gólfhæð) og að hún er fyrirferðarminni (nettari) en sú eldri, sem er mikilvægt þegar komið er inn í herbergið, þar sem inngangur er nokkuð mjór (sbr. fyrstu mynd).
Í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Yngvi Harðarson TF3Y og Sigurður Óskarsson TF2WIN.
Tvennir vel heppnaðir viðburðir á yfirstandandi vetrardagskrá félagsins fóru fram um nýliðna helgi. Annars vegar sá Yngvi Harðarson, TF3Y um kynningu á “WriteLog” keppnisdagbókarforritinu á laugardag og hins vegar leiddi Ársæll Óskarsson, TF3AO umræður á sunnudag með kynningu á RTTY út frá þemanu um þátttöku í keppnum.
Alls sóttu um 15 félagsmenn þessa viðburði. Glærur frá báðum erindum/kynningum verða settar á eftirfarandi vef-
svæði á heimasíðu félagsins (innan tíðar) undir ítarefni.
Ársæll Óskarsson TF3AO flutti vel heppnað erindi um þátttöku í keppnum á RTTY.
Yngvi nefndi erindi sitt WriteLog keppnisforritið og var um að ræða kynningu/hraðnámskeið fyrir hádegi laugardaginn 19. nóvember. Í samtali við Yngva eftir kynninguna kom m.a. fram að hann hafi ekki að öllu leyti verið ánægður með
kynninguna þar sem ný uppfærsla sem hann hafði sótt á netið kvöldið áður virkaði ekki fullkomlega þegar að kynningunni
kom. Yngvi sagði, að engu að síður hafi kynningin verið nytsamleg fyrir þá sem mættu. Hann sagði ennfremur að áhugi
manna virtist einkum beinast að notkun WriteLog á RTTY og PSK tegundum útgeislunar. Ánægja var með erindi Yngva
og hafa þegar borist óskir um endurtekningu og framhaldskynningu.
Ársæll nefndi erindi sitt Að hefja RTTY keppnisferilinn og var það haldið fyrir hádegi sunnudaginn 20. október. Um var
að ræða fyrstu sunnudagsopnun félagsaðstöðunnar á þessum vetri. Í samtali við Ársæl síðar sama dag kom fram, að hann
var ánægður með viðtökurnar. Það voru félagsmenn líka, sbr. eftirfarandi tölvupóst: “Framsagan hjá TF3AO s.l. sunnudag tókst frábærlega vel. Bæði var mæting býsna góð og ekki síðra að erindið var vel undirbúið og flutt af skörgungsskap.
Bestu þakkir til þeirra Yngva Harðarsonar, TF3Y og Ársæls Óskarsonar, TF3AO fyrir vel heppnað framlag á vetrardagskrá.
Ennfremur þakkir til Jóns Þórodds Jónssonar, TF3JA og Jóns Svavarssonar, TF3LMN fyrir ljósmyndirnar.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-11-23 21:59:062017-03-29 22:00:34Vel heppnaðir viðburðir á vetrardagskrá um helgina
Næsti viðburður á yfirstandandi vetrardagskrá félagsins er sýning heimildarmyndar frá DX-leiðangri fimmtudagskvöldið 24. nóvember n.k. kl. 20:30. Guðmundur Sveinsson, TF3SG, er sýningarstjóri kvöldsins og mun hann kynna myndina, sem er í boði Þorvaldar Stefánssonar, TF4M, en hann gaf félaginu safn slíkra mynda fyrir nokkru.
Sýningin hefst stundvíslega kl. 20:30. Kaffiveitingar verða í boði félagsins.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-11-23 21:58:222017-03-29 21:58:59TF3SG verður sýningarstjóri á fimmtudagskvöld
Frestur til að skila keppnisdagbókum í CQ WW DX SSB keppninni 2011 rann út í gær, 21. nóvember. Alls skiluðu 12 TF stöðvar
fjarskiptadagbókum til keppnisnefndar CQ tímaritsins. Stöðvarnar 12 kepptu í 9 keppnisflokkum samkvæmt meðfylgjandi töflu.
Yngvi Harðarson, TF3Y.
Andrés Þórarinsson, TF3AM.
Þessar þrjár stöðvar voru með afgerandi bestan árangur: Sigurður R. Jakobsson, TF3CW var alls með 1.444.550 heildarpunkta. Hann keppti í einmenningsflokki á 14 MHz, háafli. Yngvi Harðarson, TF3Y, var með 571.710 heildarpunkta. Hann keppti í einmenningsflokki á 28 MHz, háafli frá TF4X (stöð Þorvaldar Stefánssonar, TF4M). Þá var Andrés Þórarinsson, TF3AM, með 484.472 heildarpunkta, en hann keppti í einmenningsflokki á öllum böndum, háafli.
Keppnisflokkur
Kallmerki
Ætlaður árangur (1)
Skýringar
Einmenningsflokkur, öll bönd, háafl
Unknown macro: {center}TF3AM
Unknown macro: {center}484.473
Einmenningsflokkur, öll bönd, háafl, aðstoð
Unknown macro: {center}TF3SG
Unknown macro: {center}100.285
Einmenningsflokkur, öll bönd, háafl, aðstoð
Unknown macro: {center}TF3IG
Unknown macro: {center}3.956
Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl
Unknown macro: {center}TF3PPN
Unknown macro: {center}34.650
Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl
Unknown macro: {center}TF3DC
Unknown macro: {center}32.918
Einmenningsflokkur, 10 metrar, háafl
Unknown macro: {center}TF4X
Unknown macro: {center}571.710
TF3Y op.
Einmenningsflokkur, 10 metrar, lágafl
Unknown macro: {center}TF8GX
Unknown macro: {center}267.072
Einmenningsflokkur, 15 metrar, háafl
Unknown macro: {center}TF3AO
Unknown macro: {center}153.722
Einmenningsflokkur, 15 metrar, háafl
Unknown macro: {center}TF3CY
Unknown macro: {center}135.256
Einmenningsflokkur, 20 metrar, háafl
Unknown macro: {center}TF3CW
Unknown macro: {center}1.444.550
Einmenningsflokkur, 80 metrar, háafl
Unknown macro: {center}TF3ZA
Unknown macro: {center}147.599
Fleirmenningsflokkur, öll bönd, háafl, aðstoð
Unknown macro: {center}TF3W
Unknown macro: {center}47.278
TF3CY, TF3FIN, TF3HP og TF3JA op’s.
(1) claimed score.
Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með árangurinn.
Fyrsta sunnudagsopnun á yfirstandandi vetrardagskrá verður haldin sunnudaginn 20. nóvember n.k. í félagsaðstöðu
Í.R.A. við Skeljanes. Ársæll Óskarsson, TF3AO, flytur erindið “Að byrja RTTY keppnisferilinn” og leiðir umræður.
Ársæll hefur aflað sér góðrar þekkingar á RTTY fjarskiptum í gegnum árin og hefur m.a. langa reynslu af þátttöku í
alþjóðlegum keppnum á RTTY, bæði frá félagsstöðinni TF3IRA / TF3W og frá eigin stöð. Ársæll var t.d. með bestan
árangur af TF stöðvum, bæði í sínum keppnisflokki (einsbands, 14 MHz, hámarks útgangsafl) og í heild í CQ WPX RTTY DX keppninni 2011 eða 933,500 stig. Að baki þeim árangri voru alls 844 QSO og 500 forskeyti. Þess má geta,
að Ársæll var einnig með bestan árangur af TF stöðvum í sömu keppni í fyrra (2010).
Húsið verður opnað kl. 10 árdegis og er miðað við að dagskrá verði tæmd á hádegi. Í boði verður vandað kaffimeðlæti.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega.
Yngvi Harðarson TF3Y við stjórnvölinn á TF4X í CQ WW DX SSB keppninni 2011. Ljósmynd: TF4M.
Yngvi Harðarson, TF3Y, verður með kynningu/hraðnámskeið á WriteLog keppnisdagbókarforritinu laugardaginn 19. nóvember kl. 10:00 í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi. Stefnt er að því að ljuka kynningunni fyrir hádegi.
WriteLog for Windows er meðal vinsælustu keppnisdagbókarforrita á meðal radíóamatöra fyrir CW, SSB og RTTY. Það var t.d. næst mest notað í World Radiosport Team Champonship keppninni í fyrra (2010). Innkaupsverð er hagstætt og kostar WriteLog “version 10” t.d. $35. Ennfremur er fáanleg ódýrari útgáfa af forritinu sem kostar um helming af því verði.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega.
Áður auglýst erindi Jóns Þórodds Jónssonar, TF3JA, fimmtudaginn 17. nóvember um neyðarfjarskipti frestast um tvær vikur, til fimmtudagsins 1. desember kl. 20:30.
Sérstakir gestir Jóns Þórodds á fundinum þann 1. desember verða þeir Rögnvaldur Ólafsson lögreglufulltrúi og verkefnastjóri og Víðir Reynisson deildarstjóri, hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra (RLR).
Víðir Reynisson
Rögnvaldur Ólafsson
Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri og Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá Almannavarnadeild RLR.
Dagskráin n.k. fimmtudag, þ.e. 17. nóvember breytist samkvæmt því og verður “opið hús” í boði í Skeljanesi
frá kl. 20-22 með venjubundnum kaffiveitingum.
Samkvæmt ofangreindu færist áður auglýst erindi um viðurkenningaskjöl radíóamatöara þann 1. desember yfir
á síðari hluta vetrardagskrárinnar í febrúar-apríl 2012. Aðrir viðburðir á yfirstandandi vetrardagskrá (sem er til
kynningar á heimasíðu) eru óbreyttir. Beðist er velvirðingar á þessum breytingum.
F.h. stjórnar Í.R.A.,
Jónas Bjarnason, TF2JB,
formaður.
________________________
Samkvæmt 5. grein laga um almannavarnir nr. 82/2008 annast ríkislögreglustjóri starfsemi almannavarna í umboði innanríkisráðherra áður dómsmálaráðherra. Með lögum nr. 44/2003 voru almannavarnir fluttar frá Almannavörnum ríkisins til embættis ríkislögreglustjóra, til að annast heildarskipulagningu almannavarna og framkvæmdir á þeim þáttum sem falla undir ríkisvaldið. Einnig er ábyrgð ríkislögreglustjóra vegna almannavarna skilgreind í 5. grein lögreglulaganna nr. 90/1996 þar sem kveðið er á að ríkislögreglustjóri annist málefni almannavarna í umboði innanríkisráðherra (áður dómsmálaráðherra).
Verkefni ríkislögreglustjóra vegna almannavarna fela m.a. í sér víðtækt samstarf við stofnanir þjóðfélagsins varðandi neyðarskipulagið með það að markmiði að tryggja öryggi almennings og vinna að gerð og endurskoðun viðbragðsáætlana.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjórans samhæfir almannavarnaáætlanir sveitarfélaga og stofnana og hefur eftirlit með endurskoðun og viðhaldi þeirra. Stjórn aðgerða í héraði þegar almannavarnaástand ríkir er í höndum lögreglustjóra í viðkomandi lögregluumdæmi. Almannavarnanefnd skal skipuð sýslumanni þess umdæmis, sem sveitarfélagið er í, fulltrúum úr sveitarstjórn og þeim fulltrúum sveitarstjórna, sem í starfi sínu sinna verkefnum í þágu hins almenna borgara. Á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum sitja lögreglustjórar viðkomandi umdæma í almannavarnanefndum, en ekki sýslumenn.
Almannavarnanefndir eru skipaðar af sveitarstjórn og felst hlutverk þeirra í stefnumótun og skipulagningu starfs að almannavörnum í héraði.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-11-15 21:51:232017-03-29 21:53:48Erindi TF3JA frestast til fimmtudagsins 1. desember n.k.
Niðurstöður eru komnar úr morshluta Scandinavian Activity keppninnar 2011 sem fram fór helgina 16.-17. september s.l.
Að þessu sinni bárust alls 1196 keppnisdagbækur. Finnar urðu Norðurlandameistarar og unnu þar með Skandinavíubikar-
inn (Scandinavian Cup). Finnskir radíóamatörar (OH) sendu alls inn 187 dagbækur, Svíar (SM) 109, Norðmenn (LA) 27,
Danir (OZ) 22, Álandseyjar (OH0) 4 og Ísland (TF) 3.
Bestum árangri íslenskra stöðvar náði TF8GX sem varð í 24. sæti með alls 442 QSO í flokki einmenningsstöðva, á öllum
böndum, lágafli. TF3DC náði líka ágætum árangri og varð í 46. sæti í sama keppnisflokki með alls 205 QSO. Alls skiluðu
88 þátttakendur inn dagbóknum í keppnisflokknum. Þá varð TF3W (TF3SA op) í 48. sæti með alls 1244 QSO í flokki ein-
menningsstöðva, á öllum böndum, háafli. Alls skiluðu 109 þátttakendur inn dagbókum í keppnisflokknum. Þegar litið er til
þátttökutíma og aðstæðna íslensku stöðvanna verður árangur þeirra að teljast vel ásættanlegur.
Niðurstöður í talhluta keppninnar eru væntanlegar á næstunni. Í umsögn keppnisnefndar á heimasíðu segir m.a. að saman-
lagður fjöldi innsendra keppnisdagbóka (í báðum hlutum keppninnar) hafi verið um 15% meiri 2011 samanborið við fyrra ár.
Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með árangurinn.
Í góðum félagsskap. Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA og Anna dótturdóttir hans.
Vetrardagskrá félagsins 2011 er nú hálfnuð og verður Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA, neyðarfjarskiptastjóri Í.R.A.
með fimmtudagserindið: Neyðarfjarskipti radíóamatöra þann 17. nóvember n.k. kl. 20:30 í félagsaðstöðunni við
Skeljanes.
Stjórn Í.R.A. undirbýr um þessar mundir mótun stefnu félagsins í málaflokknum. Grundvöllur þeirrar vinnu er að Í.R.A.
viðurkennir mikilvægi neyðarfjarskipta. Um árabil hefur málaflokkurinn þó ekki verið sérstaklega til umfjöllunar innan
félagsins. Samkvæmt því þarfnast hann kynningar og tíma til umræðu og mótunar á meðal félagsmanna.
Grundvöllur þess að hægt sé að fara út í kynningu á málaflokknum út fyrir raðir félagsmanna, er að fyrir liggi hugsan-
leg aðkoma íslenskra radíóamatöra að neyðarfjarskiptum í landinu. Í annan stað, er mikilvægt að fyrir liggi (að stærst-
um hluta) hvað það er sem félagið telur sig hafa fram að færa í þessum efnum.
Jón Þóroddur mun m.a. ræða þessa þætti og skýra frá hugmyndum sínum hvað varðar málaflokkinn í heild.
Félagar, mætum stundvíslega! Kaffiveitingar verða í boði félagsins.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-11-13 21:49:482017-03-29 21:50:27TF3JA verður með fimmtudagserindið 17. nóvember
Sjóður til minningur um látna félagsmenn
Sveinn Guðmundsson verkfræðingur TF3T (sk).
Stjórn Í.R.A. samþykkti á stjórnarfundi nr. 5/2011 að stofna sérstakan sjóð til minningar um látna félagsmenn. Sjóðurinn verði notaður í þágu nýrra leyfishafa svo þeir komist í loftið. Á fundinum var samþykkt að ánafna 25 þúsund krónum úr félagssjóði í minningu Sveins Guðmundssonar, TF3T, sem lést í byrjun september s.l.
Sveinn Guðmundsson, TF3T, var handhafi leyfisbréfs nr. 24 og heiðursfélagi í Í.R.A.
TF3JA verður með fimmtudagserindið 1. desember
Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA.
Næsti viðburður á vetrardagskrá félagsins er erindi Jóns Þórodds Jónssonar TF3JA neyðarfjarskiptastjóra Í.R.A.
fimmtudaginn 1. desember n.k. kl. 20:30 í félagsaðstöðunni við Skeljanes. Erindið fjallar um neyðarfjarskipti
radíóamatöra. Sérstakir gestir Jóns Þórodds á fundinum verða Rögnvaldur Ólafsson lögreglufulltrúi og verkefna-
stjóri og Víðir Reynisson deildarstjóri, báðir starfsmenn Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra (RLR).
Rögnvaldur Ólafsson
Víðir Reynisson
Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri og Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá Almannavarnadeild RLR.
Stjórn Í.R.A. undirbýr um þessar mundir mótun stefnu félagsins í málaflokknum. Grundvöllur þeirrar vinnu er að Í.R.A.
viðurkennir mikilvægi neyðarfjarskipta. Um árabil hefur málaflokkurinn þó ekki verið sérstaklega til umfjöllunar innan
félagsins. Samkvæmt því þarfnast hann kynningar og tíma til umræðu og mótunar á meðal félagsmanna.
Undirstaða þess að hægt sé að fara út í kynningu á málaflokknum út fyrir raðir félagsmanna, er að fyrir liggi hugsan-
leg aðkoma íslenskra radíóamatöra að neyðarfjarskiptum í landinu. Í annan stað, er mikilvægt að fyrir liggi (að stærst-
um hluta) hvað það er sem félagið telur sig hafa fram að færa í þessum efnum. Jón Þóroddur mun m.a. ræða þessa
þætti og skýra frá hugmyndum sínum hvað varðar málaflokkinn í heild.
Félagar, mætum stundvíslega! Kaffiveitingar verða í boði félagsins.
Sunnudagsopnun fellur niður 27. nóvember
Jónas Bjarnason TF2JB “á lyklinum”. Myndin var tekin við vígslu samgönguminjasafnsins að Skógum 8. júní 2009. Ljósmynd: Sigurður Harðarson, TF3WS.
Áður auglýst sunnudagsopnun á morgun, sunnudaginn 27. nóvember kl. 10:30-12:00, fellur niður. Umræður, undir stjórn Jónasar Bjarnasonar, TF2JB, um reglugerðarmál, frestast því um óákveðinn tíma.
Beðist er velvirðingar á þessari breytingu sem kemur til vegna þátttöku í CQ WW DX CW keppninni 2011 sem fram fer um helgina.
Aukin húsnæðisaðstaða Í.R.A. í Skeljanesi
Fimmtudaginn 24. nóvember var vígt nýtt húsnæði félagsins á 2. hæð í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Um er að ræða flutning á sameiginlegri aðstöðu QSL Bureau’sins og smíðaaðstöðunnar í hornherbergi á hæðinni (þar sem fjarskiptaherbergi félagsins var til ársins 2008). Það sem gerst hefur í millitíðinni er, að nýlega náðust samningar um makaskipti á herbergjunum á milli Í.R.A. og ORG Ættfræðiþjónustunnar.
Myndin sýnir innlit í nýja herbergið frá hurðaropi við gang (sjá má í hurðarhúninn sem er lengst niður til hægri á myndinni).
Ávinningur félagsins af þessum skiptum er hentugra herbergi fyrir QSL Bureau félagsins og smíðaaðstöðuna, auk þess sem rými fæst til ráðstöfunar fyrir aðstöðu sérhæfðs búnaðar fyrir fyrirhugaðan fjarskiptahóp innan félagsins um svokölluð “veik fjarskipti” (e. weak signal communications).
Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum með hamingju með aukna húsnæðisaðstöðu félagsins. Bestu þakkir til Jóns Svavarssonar, TF3LMN, fyrir myndatökuna.
Rúmgott er um smíðaaðstöðuna í nýja herberginu. Þrátt fyrir að lofthæð sé nokkru minni þar sem veggurinn er tekinn inn (vegna kvistarins) finnst ekkert fyrir því þegar sest er niður við 180 cm langt vinnuborðið. Stöðin á smíðaborðinu er Heathkit HW-101 sendi-/móttökustöð fyrir 10-80 metra böndin.
QSL skápurinn á nýja staðnum. QSL skilagreinarnar og tilheyrandi umslög eru vel staðsett vinstra megin við skápinn. Hægra megin, neðarlega, má sjá nýjan kassa fyrir móttöku á QSL kortum til útsendingar. Eftir er að setja uppleiðbeiningar fyrir ofan hann.
Nýja bókahillan kemur vel út. Bæði er, að hún rúmar fleiri bækur en sú eldri (þ.e. hillur ná niður í gólfhæð) og að hún er fyrirferðarminni (nettari) en sú eldri, sem er mikilvægt þegar komið er inn í herbergið, þar sem inngangur er nokkuð mjór (sbr. fyrstu mynd).
Vel heppnaðir viðburðir á vetrardagskrá um helgina
Í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Yngvi Harðarson TF3Y og Sigurður Óskarsson TF2WIN.
Tvennir vel heppnaðir viðburðir á yfirstandandi vetrardagskrá félagsins fóru fram um nýliðna helgi. Annars vegar sá
Yngvi Harðarson, TF3Y um kynningu á “WriteLog” keppnisdagbókarforritinu á laugardag og hins vegar leiddi
Ársæll Óskarsson, TF3AO umræður á sunnudag með kynningu á RTTY út frá þemanu um þátttöku í keppnum.
Alls sóttu um 15 félagsmenn þessa viðburði. Glærur frá báðum erindum/kynningum verða settar á eftirfarandi vef-
svæði á heimasíðu félagsins (innan tíðar) undir ítarefni.
Ársæll Óskarsson TF3AO flutti vel heppnað erindi um þátttöku í keppnum á RTTY.
Yngvi nefndi erindi sitt WriteLog keppnisforritið og var um að ræða kynningu/hraðnámskeið fyrir hádegi laugardaginn
19. nóvember. Í samtali við Yngva eftir kynninguna kom m.a. fram að hann hafi ekki að öllu leyti verið ánægður með
kynninguna þar sem ný uppfærsla sem hann hafði sótt á netið kvöldið áður virkaði ekki fullkomlega þegar að kynningunni
kom. Yngvi sagði, að engu að síður hafi kynningin verið nytsamleg fyrir þá sem mættu. Hann sagði ennfremur að áhugi
manna virtist einkum beinast að notkun WriteLog á RTTY og PSK tegundum útgeislunar. Ánægja var með erindi Yngva
og hafa þegar borist óskir um endurtekningu og framhaldskynningu.
Ársæll nefndi erindi sitt Að hefja RTTY keppnisferilinn og var það haldið fyrir hádegi sunnudaginn 20. október. Um var
að ræða fyrstu sunnudagsopnun félagsaðstöðunnar á þessum vetri. Í samtali við Ársæl síðar sama dag kom fram, að hann
var ánægður með viðtökurnar. Það voru félagsmenn líka, sbr. eftirfarandi tölvupóst: “Framsagan hjá TF3AO s.l. sunnudag
tókst frábærlega vel. Bæði var mæting býsna góð og ekki síðra að erindið var vel undirbúið og flutt af skörgungsskap.
Bestu þakkir til þeirra Yngva Harðarsonar, TF3Y og Ársæls Óskarsonar, TF3AO fyrir vel heppnað framlag á vetrardagskrá.
Ennfremur þakkir til Jóns Þórodds Jónssonar, TF3JA og Jóns Svavarssonar, TF3LMN fyrir ljósmyndirnar.
TF3SG verður sýningarstjóri á fimmtudagskvöld
Guðmundur Sveinsson, TF3SG
Næsti viðburður á yfirstandandi vetrardagskrá félagsins er sýning heimildarmyndar frá DX-leiðangri fimmtudagskvöldið
24. nóvember n.k. kl. 20:30. Guðmundur Sveinsson, TF3SG, er sýningarstjóri kvöldsins og mun hann kynna myndina, sem er í boði Þorvaldar Stefánssonar, TF4M, en hann gaf félaginu safn slíkra mynda fyrir nokkru.
Sýningin hefst stundvíslega kl. 20:30. Kaffiveitingar verða í boði félagsins.
12 TF stöðvar skiluðu inn keppnisdagbókum
Sigurður R. Jakobsson, TF3CW.
Frestur til að skila keppnisdagbókum í CQ WW DX SSB keppninni 2011 rann út í gær, 21. nóvember. Alls skiluðu 12 TF stöðvar
fjarskiptadagbókum til keppnisnefndar CQ tímaritsins. Stöðvarnar 12 kepptu í 9 keppnisflokkum samkvæmt meðfylgjandi töflu.
Yngvi Harðarson, TF3Y.
Andrés Þórarinsson, TF3AM.
Þessar þrjár stöðvar voru með afgerandi bestan árangur: Sigurður R. Jakobsson, TF3CW var alls með 1.444.550 heildarpunkta. Hann keppti í einmenningsflokki á 14 MHz, háafli. Yngvi Harðarson, TF3Y, var með 571.710 heildarpunkta. Hann keppti í einmenningsflokki á 28 MHz, háafli frá TF4X (stöð Þorvaldar Stefánssonar, TF4M). Þá var Andrés Þórarinsson, TF3AM, með 484.472 heildarpunkta, en hann keppti í einmenningsflokki á öllum böndum, háafli.
Keppnisflokkur
Kallmerki
Ætlaður árangur (1)
Skýringar
(1) claimed score.
Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með árangurinn.
Vefslóð keppnisnefndar CQ tímaritsins: http://www.cqww.com/logs_received_ssb.php
TF3AO leiðir umræður á 1. sunnudagsopnun vetrarins
Ársæll Óskarsson, TF3AO
Fyrsta sunnudagsopnun á yfirstandandi vetrardagskrá verður haldin sunnudaginn 20. nóvember n.k. í félagsaðstöðu
Í.R.A. við Skeljanes. Ársæll Óskarsson, TF3AO, flytur erindið “Að byrja RTTY keppnisferilinn” og leiðir umræður.
Ársæll hefur aflað sér góðrar þekkingar á RTTY fjarskiptum í gegnum árin og hefur m.a. langa reynslu af þátttöku í
alþjóðlegum keppnum á RTTY, bæði frá félagsstöðinni TF3IRA / TF3W og frá eigin stöð. Ársæll var t.d. með bestan
árangur af TF stöðvum, bæði í sínum keppnisflokki (einsbands, 14 MHz, hámarks útgangsafl) og í heild í CQ WPX
RTTY DX keppninni 2011 eða 933,500 stig. Að baki þeim árangri voru alls 844 QSO og 500 forskeyti. Þess má geta,
að Ársæll var einnig með bestan árangur af TF stöðvum í sömu keppni í fyrra (2010).
Húsið verður opnað kl. 10 árdegis og er miðað við að dagskrá verði tæmd á hádegi. Í boði verður vandað kaffimeðlæti.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega.
TF3Y kynnir “WriteLog” keppnisforritið á laugardag
Yngvi Harðarson TF3Y við stjórnvölinn á TF4X í CQ WW DX SSB keppninni 2011. Ljósmynd: TF4M.
Yngvi Harðarson, TF3Y, verður með kynningu/hraðnámskeið á WriteLog keppnisdagbókarforritinu laugardaginn
19. nóvember kl. 10:00 í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi. Stefnt er að því að ljuka kynningunni fyrir hádegi.
WriteLog for Windows er meðal vinsælustu keppnisdagbókarforrita á meðal radíóamatöra fyrir CW, SSB og RTTY. Það var t.d. næst mest notað í World Radiosport Team Champonship keppninni í fyrra (2010). Innkaupsverð er hagstætt og kostar WriteLog “version 10” t.d. $35. Ennfremur er fáanleg ódýrari útgáfa af forritinu sem kostar um helming af því verði.
Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega.
________________________
Vefslóð fyrir heimasíðu WriteLog: http://writelog.com/
Vefslóð með nytsömum upplýsingum um WriteLog: http://k9jy.com/blog/
Erindi TF3JA frestast til fimmtudagsins 1. desember n.k.
Jón Þ. Jónsson, TF3JA.
Áður auglýst erindi Jóns Þórodds Jónssonar, TF3JA, fimmtudaginn 17. nóvember um neyðarfjarskipti frestast um tvær vikur, til fimmtudagsins 1. desember kl. 20:30.
Sérstakir gestir Jóns Þórodds á fundinum þann 1. desember verða þeir Rögnvaldur Ólafsson lögreglufulltrúi og verkefnastjóri og Víðir Reynisson deildarstjóri, hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra (RLR).
Víðir Reynisson
Rögnvaldur Ólafsson
Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri og Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá Almannavarnadeild RLR.
Dagskráin n.k. fimmtudag, þ.e. 17. nóvember breytist samkvæmt því og verður “opið hús” í boði í Skeljanesi
frá kl. 20-22 með venjubundnum kaffiveitingum.
Samkvæmt ofangreindu færist áður auglýst erindi um viðurkenningaskjöl radíóamatöara þann 1. desember yfir
á síðari hluta vetrardagskrárinnar í febrúar-apríl 2012. Aðrir viðburðir á yfirstandandi vetrardagskrá (sem er til
kynningar á heimasíðu) eru óbreyttir. Beðist er velvirðingar á þessum breytingum.
F.h. stjórnar Í.R.A.,
Jónas Bjarnason, TF2JB,
formaður.
________________________
Samkvæmt 5. grein laga um almannavarnir nr. 82/2008 annast ríkislögreglustjóri starfsemi almannavarna í umboði innanríkisráðherra áður dómsmálaráðherra. Með lögum nr. 44/2003 voru almannavarnir fluttar frá Almannavörnum ríkisins til embættis ríkislögreglustjóra, til að annast heildarskipulagningu almannavarna og framkvæmdir á þeim þáttum sem falla undir ríkisvaldið. Einnig er ábyrgð ríkislögreglustjóra vegna almannavarna skilgreind í 5. grein lögreglulaganna nr. 90/1996 þar sem kveðið er á að ríkislögreglustjóri annist málefni almannavarna í umboði innanríkisráðherra (áður dómsmálaráðherra).
Verkefni ríkislögreglustjóra vegna almannavarna fela m.a. í sér víðtækt samstarf við stofnanir þjóðfélagsins varðandi neyðarskipulagið með það að markmiði að tryggja öryggi almennings og vinna að gerð og endurskoðun viðbragðsáætlana.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjórans samhæfir almannavarnaáætlanir sveitarfélaga og stofnana og hefur eftirlit með endurskoðun og viðhaldi þeirra. Stjórn aðgerða í héraði þegar almannavarnaástand ríkir er í höndum lögreglustjóra í viðkomandi lögregluumdæmi. Almannavarnanefnd skal skipuð sýslumanni þess umdæmis, sem sveitarfélagið er í, fulltrúum úr sveitarstjórn og þeim fulltrúum sveitarstjórna, sem í starfi sínu sinna verkefnum í þágu hins almenna borgara. Á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum sitja lögreglustjórar viðkomandi umdæma í almannavarnanefndum, en ekki sýslumenn.
Almannavarnanefndir eru skipaðar af sveitarstjórn og felst hlutverk þeirra í stefnumótun og skipulagningu starfs að almannavörnum í héraði.
Niðurstöður komnar úr CW-hluta SAC keppninnar 2011
Niðurstöður eru komnar úr morshluta Scandinavian Activity keppninnar 2011 sem fram fór helgina 16.-17. september s.l.
Að þessu sinni bárust alls 1196 keppnisdagbækur. Finnar urðu Norðurlandameistarar og unnu þar með Skandinavíubikar-
inn (Scandinavian Cup). Finnskir radíóamatörar (OH) sendu alls inn 187 dagbækur, Svíar (SM) 109, Norðmenn (LA) 27,
Danir (OZ) 22, Álandseyjar (OH0) 4 og Ísland (TF) 3.
Bestum árangri íslenskra stöðvar náði TF8GX sem varð í 24. sæti með alls 442 QSO í flokki einmenningsstöðva, á öllum
böndum, lágafli. TF3DC náði líka ágætum árangri og varð í 46. sæti í sama keppnisflokki með alls 205 QSO. Alls skiluðu
88 þátttakendur inn dagbóknum í keppnisflokknum. Þá varð TF3W (TF3SA op) í 48. sæti með alls 1244 QSO í flokki ein-
menningsstöðva, á öllum böndum, háafli. Alls skiluðu 109 þátttakendur inn dagbókum í keppnisflokknum. Þegar litið er til
þátttökutíma og aðstæðna íslensku stöðvanna verður árangur þeirra að teljast vel ásættanlegur.
Niðurstöður í talhluta keppninnar eru væntanlegar á næstunni. Í umsögn keppnisnefndar á heimasíðu segir m.a. að saman-
lagður fjöldi innsendra keppnisdagbóka (í báðum hlutum keppninnar) hafi verið um 15% meiri 2011 samanborið við fyrra ár.
Stjórn Í.R.A. óskar hlutaðeigandi til hamingju með árangurinn.
Heimasíða (smella má á Results CW): http://sactest.net/
TF3JA verður með fimmtudagserindið 17. nóvember
Í góðum félagsskap. Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA og Anna dótturdóttir hans.
Vetrardagskrá félagsins 2011 er nú hálfnuð og verður Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA, neyðarfjarskiptastjóri Í.R.A.
með fimmtudagserindið: Neyðarfjarskipti radíóamatöra þann 17. nóvember n.k. kl. 20:30 í félagsaðstöðunni við
Skeljanes.
Stjórn Í.R.A. undirbýr um þessar mundir mótun stefnu félagsins í málaflokknum. Grundvöllur þeirrar vinnu er að Í.R.A.
viðurkennir mikilvægi neyðarfjarskipta. Um árabil hefur málaflokkurinn þó ekki verið sérstaklega til umfjöllunar innan
félagsins. Samkvæmt því þarfnast hann kynningar og tíma til umræðu og mótunar á meðal félagsmanna.
Grundvöllur þess að hægt sé að fara út í kynningu á málaflokknum út fyrir raðir félagsmanna, er að fyrir liggi hugsan-
leg aðkoma íslenskra radíóamatöra að neyðarfjarskiptum í landinu. Í annan stað, er mikilvægt að fyrir liggi (að stærst-
um hluta) hvað það er sem félagið telur sig hafa fram að færa í þessum efnum.
Jón Þóroddur mun m.a. ræða þessa þætti og skýra frá hugmyndum sínum hvað varðar málaflokkinn í heild.
Félagar, mætum stundvíslega! Kaffiveitingar verða í boði félagsins.