Vilhjálmur Sigurjónsson, TF3VS, mun stjórna uppboði á flóamarkaðnum 16. október.
Nokkur undanfarin ár hefur Í.R.A. staðið fyrir árlegum flóamarkaði/söludegi innan félagsins. Félagsmenn hafa þá geta komið með hluti sem þeir vilja selja, gefa eða skipta á, auk þess sem félagið hefur boðið hluti sem því hefur áskotnast gefins eða til sölu við hagstæðu verði. Í fyrra (2010) var kynnt til sögunnar sú nýjung að efna til uppboðs á völdum hlutum á flóamarkaðnum. Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, tók að sér verkefnið og þótti takast vel upp. Hann hefur nú samþykkt að hafa með höndum stjórn á uppboði á flóamarkaðnum sem efnt verður til í félagsaðstöðunni, sunnudaginn 16. október n.k.
Að þessu sinni er hugmyndin að bjóða upp á nýjung í tengslum við flóamarkaðinn. Það er, að félagsmenn sem hafa áhuga á að selja stöðvar, aukahluti eða verðmeiri búnað, m.a. loftnet, geta nú skráð þá hluti fyrirfram hjá félaginu. Upplýsingunum verður safnað saman frá og með deginum í dag (4. október), og áfram næstu daga, eða til 11. október. Degi síðar, 12. október, verður síðan birtur listi með þessum upplýsingum hér á heimasíðunni, svo menn geti fengið nokkra hugmynd fyrirfram um það, sem verður í boði á flóamarkaðnum. Þeir sem hafa áhuga, geta skráð tæki og búnað hjá Vilhjálmi, TF3VS, með því að senda honum tölvupóst með upplýsingunum á póstfangið: tf3vs(hjá)ritmal.is
Dæmi um upplýsingar sem ágætt er að skrá hjá Vilhjálmi:
1. Tegund og gerð: Yaesu FT-840 100W SSB/CW sendistöð fyrir 10-160m böndin.
2. Vinnsluspenna: 13.8VDC.
3. Ástand: Í góðu lagi.
4. Fylgihlutir: 500 Hz kristalsía (fyrir mors), handhljóðnemi, leiðbeiningabók og straumsnúra.
5. Aðrar upplýsingar: Mjög vel með farin.
6. Lágmarksverð: 60 þúsund krónur.
_____________________________________________________________________
Stjórn Í.R.A. hvetur félaga til að nýta tækifærið og koma tækjum/búnaði í verð sem e.t.v. hefur ekki verið notaður í einhvern tíma (eða jafnvel svo árum skiptir). Nú býðst tækifæri til að gera bragarbót á.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-10-04 11:14:102017-03-29 11:16:18Nýjung á flóamarkaði Í.R.A. 16. október n.k.
Langþráðu takmarki var náð í síðustu viku, en þá voru DXCC viðurkenningaskjölin þrjú fyrir TF3IRA sótt í innrömmun og bíða nú uppsetningar. Þess má geta, að ARRL hefur staðfest að DXCC viðurkenningaskjöl hafi ekki áður verið gefin út á félagsstöðina. Um er að ræða þrjú viðurkenningaskjöl, þ.e. fyrir mors (CW), tal (Phone) og allar tegundir útgeislunar (Mixed). Hugmyndin var upphaflega að leitast við að fá skjölin til landsins í tíma fyrir 65 ára afmæli félagsins þann 14. ágúst s.l., sem náðist ekki. Mestu skiptir að viðurkenningaskjölin eru komin í hendur félagsins verður valin staðsetning í fjarskiptaherbergi félagsins næstu daga í samráði við stöðvarstjóra. Búist er við, að hægt verði að sækja um fjórða skjalið fyrir stafrænar mótanir (Digital modes) fyrir áramót. Ástæða er til að taka fram, að DXCC viðurkenningaskjölin eru félagssjóði að kostnaðarlausu, þ.e. umsóknargjald til ARRL, sendingarkostnaður og kostnaður við innrömmun eru gjöf til félagsins. Viðkomandi eru færðar bestu þakkir.
Þá er komið að fyrsta fimmtudagsviðburðinum á fyrri hluta vetrardagskrár félagsins starfsárið 2011/2012. Það er afhending verðlauna og viðurkenninga í TF útileikunum 2011 sem haldnir voru um s.l. verslunarmannahelgi (30. júlí til 1. ágúst). Athöfnin fer fram í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 6. október n.k. og hefst stundvíslega kl. 20:30.
Bjarni Sverrisson, TF3GB, umsjónarmaður útileikanna, stjórnar athöfninni og afhendir 1. verðlaun sem eru ágrafinn verðlaunaplatti og viðurkenningarskjöl, fyrir annað og þriðja sæti, auk viðurkenningaskjala fyrir þátttöku. Alls tóku 19 TF-stöðvar þátt í útileikunum að þessu sinni og var þátttakan frá kallsvæðum TF1, TF2, TF3, TF4, TF5, TF8, TF9 og TFØ; einvörðungu vantaði stöðvar frá kallsvæðum 6 og 7. Þeir sem voru umsjónarmanni til aðstoðar við yfirferð fjarskiptadagbóka og útreikninga voru þeir Guðmundur Sveinsson, TF3SG;Kristinn Andersen, TF3KX; og Óskar Sverrisson, TF3DC.
Félagar, mætum stundvíslega. Veglegar kaffiveitingar verða í boði félagsins.
Í útileikunum 2011 var þátttaka frá öllum kallsvæðum nema TF6 og TF7.
Hugmyndin er að efna til umræðna og þróa smám saman regluverk fyrir einfalda VHF-fjarlægðarkeppni með öðrum áherzlum en TF-útileikarnir, sem jú eru einkum háðir á HF og með kallsvæða- og kallmerkjamargföldurum.
Einn helzti vandinn var að finna staðsetningarkerfi sem í senn væri nógu nákvæmt og nógu einfalt. Eftir að hafa skoðað Maidenhead (grid squares-kerfið) varð úr að nota einfaldlega gráður lengdar og breiddar með tveimur aukastöfum (þ.e. hundraðshlutum úr gráðu). Þetta þýðir vitaskuld að GPS-tæki þarf að vera með í för, ellegar landakort og reglustika.
Þá er það stigaútreikningurinn: Á að fara eftir finfaldri vegalengd (þetta er jú fjarlægðarkeppni), eða vegalengd í öðru veldi (sbr. deyfingu á afli radíóbylgna með fjarlægð í öðru veldi)? Úr varð að byrja á að fara eftir “aflformúlunni”, og jafngildir því tvöföldun fjarlægðar fjórföldun á stigatölu. Um þetta má færa rök á báða bóga, og kjörinn vettvangur til þess er Comment-fídusinn í wiki-kerfinu.
Loks var ákveðið að halda sig við “bandaskipulag” líkt og í útileikunum, þannig að stig fást fyrir 6m, 4m (með tilskilin leyfi), 2m, 70cm og hærri bönd. Þetta gefur skemmtilega möguleika, þar sem eiginleikar þessara banda eru jafnvel meira mismunandi innbyrðis en HF-bandanna (sem dæmi má nefna speglun af flugvélum á 2m/70cm og Sporadic-E á 6m).
Frjóar og fjörugar umræður óskast í vetur, svo verða megi af þessu næsta sumar.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3GL - Guðmundur Lövehttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3GL - Guðmundur Löve2011-09-30 22:16:362017-03-28 22:16:55VHF-leikar, hugmyndavinna
Félagið hefur fest kaup á nýrri Yaesu FT-7900E sambyggðri FM sendi-/móttökustöð fyrir 144 MHz og 430 MHz tíðnisviðin. Sendiafl er valkvætt, 5/10/20/50W á 2 metrum og 5/10/20/45W á 70 cm. Viðtæki þekur aukalega tíðnisviðin frá 108 til 520 MHz og frá 700-1000 MHz. FT-7900E kemur í stað eldri stöðvar (Yaesu FT-4700RH) sem félaginu var gefin fyrir rúmum tveimur áratugum. Nýja stöðin kostaði 40 þúsund krónur, en raunverulegt verð er nær 50 þúsund krónum. Umrætt verð er í raun innkaupsverð og flutningskostnaður til landsins, þar sem aðflutningsgjöld voru gjöf til félagsins. Viðkomandi eru færðar þakkir. Nánari tæknilegar upplýsingar má sjá á eftirfarandi vefslóð: http://www.universal-radio.com/catalog/fm_txvrs/0790.html
Líkt og um hefur verið rætt, m.a. við undirbúning starfsáætlunar stjórnar félagsins fyrir yfirstandandi starfstímabil, er hugmyndin að þegar gengið hefur verið frá nýju stöðinni í fjarskiptaherberginu, verði ætíð opið á 145.500 MHz og 433.500 MHz á opnunarkvöldum í félagsaðstöðunni. Þannig, að félagar geti kallað á TF3IRA og verið nokkuð vissir um að fá svar þegar viðvera er í húsnæðinu. Þessu fylgja ótvíræð þægindi, m.a. þegar menn eru að gera tilraunir o.s.frv. Því skal haldið til haga, að þótt Kenwood TS-2000 stöð félagsins geti verið QRV með ágætum í þessum tíðnisviðium, þá má ekki taka hana fyrir not af þessu tagi, vegna þess að hún þarf að geta verið QRV jafnt á HF sem og á VHF/UHF (í gegnum gervitungl) á opnunarkvöldum.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-09-30 22:08:532017-03-28 22:09:36TF3IRA fær nýja VHF-UHF FM stöð
Mælingahús háloftadeildar Raunvísindastofnunar H.Í. í Leirvogi. Mælingar hafa verið gerðar frá árinu 1957.
Miklar truflanir voru á segulsviðinu á mánudag og náðu þær hámarki um kl. 19:30, sbr. meðfylgjandi línurit. Á línuritunum hér fyrir neðan má sjá stöðuna kl. 10:50 á þriðjudag (27. september). Truflanir hafa haldið áfram í dag (28. september). Efsta ritið (Z) sýnir styrkleika segulsviðs jarðar í stefnu lóðrétt niður, næsta línurit (H) sýnir láréttan styrkleika sviðsins og neðsta línuritið (D) sýnir áttavitastefnuna. Z og H eru sýnd í einingunum nanotesla (nT), en D er sýnt í gráðum sem reiknast sólarsinnis frá norðri um austur upp í 360°. Ef D er t.d. 346° merkir það að misvísun áttavitans í Leirvogi er 346° til austurs eða 14° til vesturs (360-346 = 14). Meðalmisvísun á Reykjavíkursvæðinu er um 2° meiri til vesturs og væri þá um 16° V í þessu dæmi.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-09-27 22:07:552017-03-28 22:08:43Truflanir á segulsviðinu
Félagsstöð ÍRA var í gangi á fimmtudag og aftur föstudag og laugardag. Fjarlæg kallmerki sem enduðu í logg ÍRA voru meðak annars KL7, KH6, JA, XE, HZ, ásamt sennilega vel á þriðja hundrað kallmerkjum frá vesturströnd N-Ameríku og Kanada. Flest samböndin voru á tali samtals 380 og var TF3SG sá sem sat við hljóðnemann.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3SG - Guðmundur Sveinssonhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3SG - Guðmundur Sveinsson2011-09-26 22:07:312017-03-28 22:07:50Skemmtileg opnun á 10m og 12m
Unnið við SteppIR 3E Yagi loftnet TF3IRA veturinn 2009/2010. Ljósmynd: TF2JB.
Vetrardagskrá Í.R.A. fyrir tímabilið október-desember 2011 liggur nú fyrir sbr. meðfylgjandi töflu. Samkvæmt áætluninni er alls 21 viðburður í boði; þar af átta erindi. Meðal nýjunga, má nefna hvað varðar árlegan söludag að hausti (flóamarkað), að nú verður félagsmönnum boðið að skrá sendi-/móttökustöðvar og verðmeiri búnað fyrirfram og síðan verður listinn birtur til kynningar á netinu með ca. viku fyrirvara. Fyrirkomulag verður sérstaklega kynnt innan tíðar. Þá má nefna ánægjulega nýjung, sem er liðsstyrkur frá Póst- og fjarskiptastofnun, en Bjarni Sigurðsson, sérfræðingur hjá stofnuninni mun koma og flytja erindi í félagsaðstöðunni í desember n.k. Þá má nefna kynningardaga sem eru í boði til að kynna gervihnattafjarskipti frá TF3IRA og upprifjun og kynningar á keppnisforritunum “WinTest” og “WriteLog”. Svokallaðar „sunnudagsopnanir” eru nú tvöfalt fleiri en áður, eða fjórar og verður fyrsta sunnudagsopnunin þann 20. nóvember. Að þessu sinni koma alls 17 félagsmenn beint að dagskránni og eru þeim færðar bestu þakkir. Það er Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ, varaformaður félagsins, sem stjórnaði verkefninu og er honum færðar sérstakar þakkir fyrir vel skipulagða og áhugaverða vetrardagskrá.
O K T Ó B E R
Mán.- og vikudagur
Viðburður
Heiti erindis/upplýsingar
Fyrirlesari/leiðbeinandi
Tímasetning
Skýringar/annað
6. okt.; fimmtudagur
Afh. viðurkenninga
Afhending viðurkenninga í TF útileikunum 2011
Bjarni Sverrisson, TF3GB
20:30-21:15
Kaffiveitingar
13. okt.; fimmtudagur
Erindi
„Faros”; sjálfvirk vöktun HF-skilyrða með radíóvitum
JX50 DX-leiðangurinn sumarið 2011 í máli og myndum
Jón Erlingsson, TF3ZA
20:30-22:00
Kaffihlé kl. 21:15
22. okt.; laugardagur
Kynningardagur
DX-sambönd um gervitungl; sýnikennsla frá TF3IRA
Benedikt Sveinsson, TF3CY
14:00-17:00
Kaffiveitingar
27. okt.; fimmtudagur
Erindi
Merki og mótun
Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX
20:30-22:00
Kaffihlé kl. 21:15
N Ó V E M B E R
Mán.- og vikudagur
Viðburður
Heiti erindis/upplýsingar
Fyrirlesari/leiðbeinandi
Tímasetning
Skýringar/annað
3. nóv.; fimmtudagur
Erindi
„EzNEC” loftnetsforritið og notkunarmöguleikar þess
Guðmundur Löve, TF3GL
20:30-22:00
Kaffihlé kl. 21:15
10. nóv.; fimmtudagur
Opið hús
Kaffi á könnunni
Almennar umræður
20:00-22:00
Almennt opnunarkvöld
12. nóv.; laugardagur
Kynningardagur
DX-sambönd um gervitungl; sýnikennsla frá TF3IRA
Benedikt Sveinsson, TF3CY
14:00-17:00
Kaffiveitingar
17. nov.; fimmtudagur
Erindi
Neyðarfjarskipti radíóamatöra
Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA
20:30-22:00
Kaffihlé kl. 21:15
19. nóv.; laugardagur
Hraðnámskeið
„WriteLog” keppnisforritið
Yngvi Harðarson, TF3Y
10:00-12:00
Kaffiveitingar
20. nóv.; sunnudagur
Sófaumræður
Sambönd á stafrænum tegundum útgeislunar (RTTY)
Ásæll Óskarsson, TF3AO
10:30-12:00
Kaffiveitingar; 1. sunnudagsopnun
24. nóv.; fimmtudagur
Heimildarmynd
DVD mynd frá DX leiðangri í boði TF4M
Guðmundur Sveinsson, TF3SG
20:30-21:15
Kaffiveitingar
27. nóv.; sunnudagur
Sófaumræður
Íslenska reglugerðin
Jónas Bjarnason, TF2JB
10:30-12:00
Kaffiveitingar; 2. sunnudagsopnun
D E S E M B E R
Mán.- og vikudagur
Viðburður
Heiti erindis/upplýsingar
Fyrirlesari/leiðbeinandi
Tímasetning
Skýringar/annað
1. des.; fimmtudagur
Erindi
Viðurkenningaskjöl radíóamatöra
Jónas, TF2JB og Guðlaugur, TF8GX
20:30-22:00
Kaffihlé kl. 21:15
4. des.; sunnudagur
Sófaumræður
Að gera upp gömul lampatæki
Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB
10:30-12:00
Kaffiveitingar; 3. sunnudagsopnun
8. des.; fimmtudagur
Erindi
Geislunarhætta í tíðnisviðum radíóamatöra
Bjarni Sigurðsson, sérfræðingur hjá PFS
20:30-22:00
Kaffihlé kl. 21:15
11. des.; sunnudagur
Sófaumræður
Fæðilínur og skyldir hlutir
Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA
10:30-12:00
Kaffiveitingar; 4. sunnudagsopnun
15. des.; fimmtudagur
Erindi
Smíði loftneta á VHF/UHF og endurvarpamál
Benedikt, TF3TNT og Guðjón, TF3WO
20:30-22:00
Kaffihlé kl. 21:15
Dagskrá er sett fram með fyrirvara um breytingar.
Breytingar frá auglýstri dagskrá verða settar á heimasíðu félagsins með eins miklum fyrirvara og frekast er unnt.
Fyrirspurnir/upplýsingar: Kjatan H. Bjarnason, TF3BJ, tölvupóstfang: “kjartan hjá skyggnir.is”.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-09-21 22:06:232017-03-28 22:07:25Vetrardagskráin fyrir október-desember er komin.
Munið að skilafrestur í októberhefti CQ TF er nk. sunnudag, 25. september. Allt efni sem tengist amatör radíói er tekið til greina – texti eða myndir. Tilvalið væri að senda…
Frásagnir eða myndir frá sumrinu
Efni sem tengist TF útileikunum
Efni frá vitahelginni
Myndir af tækjum, loftnetum, eða frásagnir af DX.
Ritstjóri tekur við efni og aðstoðar við að setja það upp, eins og þarf.
Laugardaginn 24. september komum við TF3GD til Hawaii. Ég er með 2W CW QRP og hyggst reyna við TF snemma á morgnana að
íslenskum tíma (sjá viðlagt um skilyrðin) eftir því sem aðstæður (loftnet og ferðir með ferðafélögum) leyfa. Tíðnin yrði 14.034 kHz +/- QRM.
Í dag, 19. sept, fljúgum við til San Francisco, en reikna ekki með að verða QRV þar.
Engin tölva er með í för, en vonast til að komast af og til í tölvupóstinn.
Svo nánar um tíma síðar.
73, Villi TF3DX.
Comment frá TF3Y
Í framhaldi af frétt Villa TF3DX þá hef ég sett upp vefsíðu þar sem sýni móttökuskilyrði á KH6WO. Slóðin er: http://www.tf3y.net/tf3y_faros.html
Sendir KH6WO er með 100W sendiafl þannig að búast má við að merki frá KH6/TF3DX með 2W verði um 17dB daufara en þó ekki útilokað að Villi komi upp loftneti sem hefur ávinning í okkar átt. Það er aðeins breytilegt hvenær merki KH6WO er sterkast en oftast virðist það vera best á tímabilinu kl. 05:30-06:00 á 14MHz.
73, Yngvi TF3Y
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-09-19 22:02:412017-03-28 22:05:39TF3DX og TF3GD QRV frá KH6-landi
SDR viðtæki Ara Þórs Jóhannessonar, TF3ARI, sem staðsett er á Garðskaga, var í gær (17. september) flutt tímabundið af tíðninni 3637 kHz yfir á 14,034 MHz til að auðvelda hlustun eftir merkjum frá TF3DX og TF3GD (XYL TF3DX) frá Kyrrahafinu, en þau hjón ráðgera að verða QRV frá Hawaii (KH6) á þeirri tíðni (+/- QRM) frá 24.-30. september n.k. (á morsi). Viðtækið er Flex-1500; bandbreidd er 800 Hz á USB. Loftnet er 40 metra langur vír. Slóðin er: http://www.livestream.com/tf8sdr
Nánari upplýsingar. Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI, stendur að baki uppsetningu SDR viðtækisins og er það staðsett skammt frá vitanum. Sigurður Smári Hreinsson, TF8SM, kemur jafnframt að málinu og annaðist hann m.a. öflun heimildar hjá sveitarfélaginu fyrir staðsetningu viðtækis í gamla vitavarðarhúsinu á staðnum. Verkefnið snýst um staðsetningu viðtækis á Garðskaga til móttöku á innanlandstíðninni, 3637 kHz, sem fyrst um sinn verður einvörðungu sett á netið (en í framhaldi einnig á 2 metra bandið) í því augnamiði, að auðvelda leyfishöfum sem búa við truflanir í þéttbýlinu á stór-Reykjavíkursvæðinu (og annars staðar) að hafa sambönd á 80 metrum. Þegar fram í sækir, er hugmyndin að senda merkin út á tíðninni 144.650 MHz og hefur Póst- og fjarskiptastofnun úthlutað Ara Þór kallmerkinu TF8SDR til þeirra nota.
Um er að ræða mjög áhugavert verkefni og má hrósa þeim félögum fyrir frumkvæðið. Hvorutveggja er, að staðurinn er áhugaverður til móttöku merkja á 80 metrum (sem og á öðrum böndum) og hins vegar, að sendingarnar á 2 metra bandinu munu einnig gagnast við hinar ýmsu tilraunir leyfishafa í metrabylgjusviðinu. Fyrstu “beta” útsendingarnar frá SDR viðtækinu á Garðskaga voru settar á netið þann 5. september s.l.
______________
Skilaboð frá Ara Þór, 18. september: Linkur inn á SRD virkar bara um helgar í augnablikinu því tækið er tengt í gegnum 3G og er tengingin (9 Gb) kostnaðarsöm. Áhugasömum má benda á að hægt er að hlusta á viðtækið allan sólahringinn á SKYPE. Nafnið inn á skype er TF8SDR og er viðtækið á “auto answer mode”. Vonir standa til að internetmál verði leyst fljótlega og þá er hægt að hafa skemmtilega heimasíðu þar sem hver og einn getur stillt viðtækið sjálfstætt um +/- 90 KHz frá 3.637 MHz.
______________
Rifja má upp (og eins og reyndar kom fram á fundinum í Skeljanesi s.l. fimmtudagskvöld) að gerð var tilraun með að setja merki af innanlandstíðninni á 80 metrum á netið í marsmánuði 2009 í tengslum við ferð 4X4 félaga (og leyfishafa í þeirra hópi) upp á miðhálendið. Þá var notað SDR viðtæki í eigu Hrafnkels Eiríkssonar, TF3HR, sem Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, setti saman. Hrafnkell Eiríksson, TF3HR, stóð þannig fyrir verkefninu – með aðstoð Jóhanns Friðrikssonar, TF3WX, sem vann forritavinnu ásamt honum.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-09-18 22:00:522017-07-25 12:39:48SDR viðtæki QRV á 14 MHz við Garðskagavita
Stefán Arndal, TF3SA, við stjórnvölinn á TF3W í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi 17. september. Ljósm.: TF3JA.
Félagsstöðin TF3W hefur verið QRV í Scandinavian Activity morskeppninni sem hófst í dag (laugardag) á hádegi og hefur Stefán Arndal, TF3SA, verið á lyklinum. Stöðin var undirbúin til þátttöku með skömmum fyrirvara af þeim Benedikt Sveinssyni, TF3CY, stöðvarstjóra og Guðmundi Sveinssyni, TF3SG. Að sögn Benedikts, var SteppIR 3E Yagi loftnetinu snúið og það sett fast ca. í 265° (þar sem AlfaSpid rótorinn er enn bilaður) en stjórnbúnaður SteppIR loftnetsins gefur möguleika á að skipta á milli átta í 180° plani sem hjálpar mikið.
Stefán byrjaði keppnina á 21 MHz í dag en fór síðan QSY niður á 14 MHz um kl. 19:00 og er þar enn QRV þegar þetta er skrifað um kl. 22 á laugardeginum. Þá var fjöldi QSO’a kominn í um 550. Að sögn Benedikts, voru skilyrðin góð framan af degi, en hafa versnað með kvöldinu (K stuðullinn var t.d. kominn upp í 5 um kl. 20:00). Harris 110 RF magnari félagsins hefur verið notaður í keppninni ca. á 700W útgangsafli. Hugmyndin er, að vinna á 80 metrunum í nótt ef skilyrðin leyfa og mun Guðmundur þá koma með færanlegt 22 metra hátt stangarloftnet sitt á staðinn. SAC keppnin er 24 klst. keppni og lýkur á hádegi á morgun, sunnudag.
Þrjár aðrar TF-stöðvar hafa verið skráðar á þyrpingu (e. cluster) í keppninni, það eru þeir TF3DC, TF3SG og TF8GX.
Nýjustu fréttir 18. september kl. 13:00:Stefán hafði alls 1198 QSO og var einsamall í keppninni frá félagsstöðinni. Stjórn Í.R.A. óskar honum til hamingju með árangurinn sem er mjög góður miðað við léleg skilyrði.
Stefán Arndal, TF3SA, í fjarskiptaherbergi Í.R.A. að keppni lokinni. Ljósmynd: TF3JA.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2011-09-17 21:59:532017-03-28 22:00:43TF3W er QRV í SAC CW keppninni
Nýjung á flóamarkaði Í.R.A. 16. október n.k.
Vilhjálmur Sigurjónsson, TF3VS.
Vilhjálmur Sigurjónsson, TF3VS, mun stjórna uppboði á flóamarkaðnum 16. október.
Nokkur undanfarin ár hefur Í.R.A. staðið fyrir árlegum flóamarkaði/söludegi innan félagsins. Félagsmenn hafa þá geta komið með hluti sem þeir vilja selja, gefa eða skipta á, auk þess sem félagið hefur boðið hluti sem því hefur áskotnast gefins eða til sölu við hagstæðu verði. Í fyrra (2010) var kynnt til sögunnar sú nýjung að efna til uppboðs á völdum hlutum á flóamarkaðnum. Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, tók að sér verkefnið og þótti takast vel upp. Hann hefur nú samþykkt að hafa með höndum stjórn á uppboði á flóamarkaðnum sem efnt verður til í félagsaðstöðunni, sunnudaginn 16. október n.k.
Að þessu sinni er hugmyndin að bjóða upp á nýjung í tengslum við flóamarkaðinn. Það er, að félagsmenn sem hafa áhuga á að selja stöðvar, aukahluti eða verðmeiri búnað, m.a. loftnet, geta nú skráð þá hluti fyrirfram hjá félaginu. Upplýsingunum verður safnað saman frá og með deginum í dag (4. október), og áfram næstu daga, eða til 11. október. Degi síðar, 12. október, verður síðan birtur listi með þessum upplýsingum hér á heimasíðunni, svo menn geti fengið nokkra hugmynd fyrirfram um það, sem verður í boði á flóamarkaðnum. Þeir sem hafa áhuga, geta skráð tæki og búnað hjá Vilhjálmi, TF3VS, með því að senda honum tölvupóst með upplýsingunum á póstfangið: tf3vs(hjá)ritmal.is
_____________________________________________________________________
Dæmi um upplýsingar sem ágætt er að skrá hjá Vilhjálmi:
1. Tegund og gerð: Yaesu FT-840 100W SSB/CW sendistöð fyrir 10-160m böndin.
2. Vinnsluspenna: 13.8VDC.
3. Ástand: Í góðu lagi.
4. Fylgihlutir: 500 Hz kristalsía (fyrir mors), handhljóðnemi, leiðbeiningabók og straumsnúra.
5. Aðrar upplýsingar: Mjög vel með farin.
6. Lágmarksverð: 60 þúsund krónur.
_____________________________________________________________________
Stjórn Í.R.A. hvetur félaga til að nýta tækifærið og koma tækjum/búnaði í verð sem e.t.v. hefur ekki verið notaður í einhvern tíma (eða jafnvel svo árum skiptir). Nú býðst tækifæri til að gera bragarbót á.
F.h. stjórnar,
73, Jónas Bjarnason, TF2JB, formaður.
DXCC viðurkenningaskjölin fyrir TF3IRA
Langþráðu takmarki var náð í síðustu viku, en þá voru DXCC viðurkenningaskjölin þrjú fyrir TF3IRA sótt í innrömmun og bíða nú uppsetningar. Þess má geta, að ARRL hefur staðfest að DXCC viðurkenningaskjöl hafi ekki áður verið gefin út á félagsstöðina. Um er að ræða þrjú viðurkenningaskjöl, þ.e. fyrir mors (CW), tal (Phone) og allar tegundir útgeislunar (Mixed). Hugmyndin var upphaflega að leitast við að fá skjölin til landsins í tíma fyrir 65 ára afmæli félagsins þann 14. ágúst s.l., sem náðist ekki. Mestu skiptir að viðurkenningaskjölin eru komin í hendur félagsins verður valin staðsetning í fjarskiptaherbergi félagsins næstu daga í samráði við stöðvarstjóra. Búist er við, að hægt verði að sækja um fjórða skjalið fyrir stafrænar mótanir (Digital modes) fyrir áramót. Ástæða er til að taka fram, að DXCC viðurkenningaskjölin eru félagssjóði að kostnaðarlausu, þ.e. umsóknargjald til ARRL, sendingarkostnaður og kostnaður við innrömmun eru gjöf til félagsins. Viðkomandi eru færðar bestu þakkir.
Afhending verðlauna í TF útileikunum 2011
Bjarni Sverrisson, TF3GB.
Þá er komið að fyrsta fimmtudagsviðburðinum á fyrri hluta vetrardagskrár félagsins starfsárið 2011/2012. Það er afhending verðlauna og viðurkenninga í TF útileikunum 2011 sem haldnir voru um s.l. verslunarmannahelgi (30. júlí til 1. ágúst). Athöfnin fer fram í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 6. október n.k. og hefst stundvíslega kl. 20:30.
Bjarni Sverrisson, TF3GB, umsjónarmaður útileikanna, stjórnar athöfninni og afhendir 1. verðlaun sem eru ágrafinn verðlaunaplatti og viðurkenningarskjöl, fyrir annað og þriðja sæti, auk viðurkenningaskjala fyrir þátttöku. Alls tóku 19 TF-stöðvar þátt í útileikunum að þessu sinni og var þátttakan frá kallsvæðum TF1, TF2, TF3, TF4, TF5, TF8, TF9 og TFØ; einvörðungu vantaði stöðvar frá kallsvæðum 6 og 7. Þeir sem voru umsjónarmanni til aðstoðar við yfirferð fjarskiptadagbóka og útreikninga voru þeir Guðmundur Sveinsson, TF3SG; Kristinn Andersen, TF3KX; og Óskar Sverrisson, TF3DC.
Félagar, mætum stundvíslega. Veglegar kaffiveitingar verða í boði félagsins.
Í útileikunum 2011 var þátttaka frá öllum kallsvæðum nema TF6 og TF7.
VHF-leikar, hugmyndavinna
Sett hefur verið upp vefsíða með drögum að reglum og tilhögun kringum hugsaða VHF-leika næsta sumar:
http://www.ira.is/vhf-leikar/
Hugmyndin er að efna til umræðna og þróa smám saman regluverk fyrir einfalda VHF-fjarlægðarkeppni með öðrum áherzlum en TF-útileikarnir, sem jú eru einkum háðir á HF og með kallsvæða- og kallmerkjamargföldurum.
Einn helzti vandinn var að finna staðsetningarkerfi sem í senn væri nógu nákvæmt og nógu einfalt. Eftir að hafa skoðað Maidenhead (grid squares-kerfið) varð úr að nota einfaldlega gráður lengdar og breiddar með tveimur aukastöfum (þ.e. hundraðshlutum úr gráðu). Þetta þýðir vitaskuld að GPS-tæki þarf að vera með í för, ellegar landakort og reglustika.
Þá er það stigaútreikningurinn: Á að fara eftir finfaldri vegalengd (þetta er jú fjarlægðarkeppni), eða vegalengd í öðru veldi (sbr. deyfingu á afli radíóbylgna með fjarlægð í öðru veldi)? Úr varð að byrja á að fara eftir “aflformúlunni”, og jafngildir því tvöföldun fjarlægðar fjórföldun á stigatölu. Um þetta má færa rök á báða bóga, og kjörinn vettvangur til þess er Comment-fídusinn í wiki-kerfinu.
Loks var ákveðið að halda sig við “bandaskipulag” líkt og í útileikunum, þannig að stig fást fyrir 6m, 4m (með tilskilin leyfi), 2m, 70cm og hærri bönd. Þetta gefur skemmtilega möguleika, þar sem eiginleikar þessara banda eru jafnvel meira mismunandi innbyrðis en HF-bandanna (sem dæmi má nefna speglun af flugvélum á 2m/70cm og Sporadic-E á 6m).
Frjóar og fjörugar umræður óskast í vetur, svo verða megi af þessu næsta sumar.
73, Gummi TF3GL
TF3IRA fær nýja VHF-UHF FM stöð
Félagið hefur fest kaup á nýrri Yaesu FT-7900E sambyggðri FM sendi-/móttökustöð fyrir 144 MHz og 430 MHz tíðnisviðin. Sendiafl er valkvætt, 5/10/20/50W á 2 metrum og 5/10/20/45W á 70 cm. Viðtæki þekur aukalega tíðnisviðin frá 108 til 520 MHz og frá 700-1000 MHz. FT-7900E kemur í stað eldri stöðvar (Yaesu FT-4700RH) sem félaginu var gefin fyrir rúmum tveimur áratugum. Nýja stöðin kostaði 40 þúsund krónur, en raunverulegt verð er nær 50 þúsund krónum. Umrætt verð er í raun innkaupsverð og flutningskostnaður til landsins, þar sem aðflutningsgjöld voru gjöf til félagsins. Viðkomandi eru færðar þakkir. Nánari tæknilegar upplýsingar má sjá á eftirfarandi vefslóð: http://www.universal-radio.com/catalog/fm_txvrs/0790.html
Líkt og um hefur verið rætt, m.a. við undirbúning starfsáætlunar stjórnar félagsins fyrir yfirstandandi starfstímabil, er hugmyndin að þegar gengið hefur verið frá nýju stöðinni í fjarskiptaherberginu, verði ætíð opið á 145.500 MHz og 433.500 MHz á opnunarkvöldum í félagsaðstöðunni. Þannig, að félagar geti kallað á TF3IRA og verið nokkuð vissir um að fá svar þegar viðvera er í húsnæðinu. Þessu fylgja ótvíræð þægindi, m.a. þegar menn eru að gera tilraunir o.s.frv. Því skal haldið til haga, að þótt Kenwood TS-2000 stöð félagsins geti verið QRV með ágætum í þessum tíðnisviðium, þá má ekki taka hana fyrir not af þessu tagi, vegna þess að hún þarf að geta verið QRV jafnt á HF sem og á VHF/UHF (í gegnum gervitungl) á opnunarkvöldum.
Truflanir á segulsviðinu
Mælingahús háloftadeildar Raunvísindastofnunar H.Í. í Leirvogi. Mælingar hafa verið gerðar frá árinu 1957.
Miklar truflanir voru á segulsviðinu á mánudag og náðu þær hámarki um kl. 19:30, sbr. meðfylgjandi línurit. Á línuritunum hér fyrir neðan má sjá stöðuna kl. 10:50 á þriðjudag (27. september). Truflanir hafa haldið áfram í dag (28. september). Efsta ritið (Z) sýnir styrkleika segulsviðs jarðar í stefnu lóðrétt niður, næsta línurit (H) sýnir láréttan styrkleika sviðsins og neðsta línuritið (D) sýnir áttavitastefnuna. Z og H eru sýnd í einingunum nanotesla (nT), en D er sýnt í gráðum sem reiknast sólarsinnis frá norðri um austur upp í 360°. Ef D er t.d. 346° merkir það að misvísun áttavitans í Leirvogi er 346° til austurs eða 14° til vesturs (360-346 = 14). Meðalmisvísun á Reykjavíkursvæðinu er um 2° meiri til vesturs og væri þá um 16° V í þessu dæmi.
Gögn eru endurnýjuð á tíu mínútna fresti. Sjá nánar vefslóð: http://www.raunvis.hi.is/~halo/leirvogur.html
Skemmtileg opnun á 10m og 12m
Félagsstöð ÍRA var í gangi á fimmtudag og aftur föstudag og laugardag. Fjarlæg kallmerki sem enduðu í logg ÍRA voru meðak annars KL7, KH6, JA, XE, HZ, ásamt sennilega vel á þriðja hundrað kallmerkjum frá vesturströnd N-Ameríku og Kanada. Flest samböndin voru á tali samtals 380 og var TF3SG sá sem sat við hljóðnemann.
73, Guðmundur TF3SG
Vetrardagskráin fyrir október-desember er komin.
Unnið við SteppIR 3E Yagi loftnet TF3IRA veturinn 2009/2010. Ljósmynd: TF2JB.
Vetrardagskrá Í.R.A. fyrir tímabilið október-desember 2011 liggur nú fyrir sbr. meðfylgjandi töflu. Samkvæmt áætluninni er alls 21 viðburður í boði; þar af átta erindi. Meðal nýjunga, má nefna hvað varðar árlegan söludag að hausti (flóamarkað), að nú verður félagsmönnum boðið að skrá sendi-/móttökustöðvar og verðmeiri búnað fyrirfram og síðan verður listinn birtur til kynningar á netinu með ca. viku fyrirvara. Fyrirkomulag verður sérstaklega kynnt innan tíðar. Þá má nefna ánægjulega nýjung, sem er liðsstyrkur frá Póst- og fjarskiptastofnun, en Bjarni Sigurðsson, sérfræðingur hjá stofnuninni mun koma og flytja erindi í félagsaðstöðunni í desember n.k. Þá má nefna kynningardaga sem eru í boði til að kynna gervihnattafjarskipti frá TF3IRA og upprifjun og kynningar á keppnisforritunum “WinTest” og “WriteLog”. Svokallaðar „sunnudagsopnanir” eru nú tvöfalt fleiri en áður, eða fjórar og verður fyrsta sunnudagsopnunin þann 20. nóvember. Að þessu sinni koma alls 17 félagsmenn beint að dagskránni og eru þeim færðar bestu þakkir. Það er Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ, varaformaður félagsins, sem stjórnaði verkefninu og er honum færðar sérstakar þakkir fyrir vel skipulagða og áhugaverða vetrardagskrá.
Dagskrá er sett fram með fyrirvara um breytingar.
Breytingar frá auglýstri dagskrá verða settar á heimasíðu félagsins með eins miklum fyrirvara og frekast er unnt.
Fyrirspurnir/upplýsingar: Kjatan H. Bjarnason, TF3BJ, tölvupóstfang: “kjartan hjá skyggnir.is”.
Skilafrestur í CQ TF sunnudaginn 25. sept
Munið að skilafrestur í októberhefti CQ TF er nk. sunnudag, 25. september. Allt efni sem tengist amatör radíói er tekið til greina – texti eða myndir. Tilvalið væri að senda…
Frásagnir eða myndir frá sumrinu
Efni sem tengist TF útileikunum
Efni frá vitahelginni
Myndir af tækjum, loftnetum, eða frásagnir af DX.
Ritstjóri tekur við efni og aðstoðar við að setja það upp, eins og þarf.
73 – Kiddi, TF3KX – ritstjóri CQ TF. Netfang: cqtf@ira.is
TF3DX og TF3GD QRV frá KH6-landi
Vilhjálmur Þór, TF3DX og XYL Guðrún, TF3GD.
Góðir félagar!
Laugardaginn 24. september komum við TF3GD til Hawaii. Ég er með 2W CW QRP og hyggst reyna við TF snemma á morgnana að
íslenskum tíma (sjá viðlagt um skilyrðin) eftir því sem aðstæður (loftnet og ferðir með ferðafélögum) leyfa. Tíðnin yrði 14.034 kHz +/- QRM.
Í dag, 19. sept, fljúgum við til San Francisco, en reikna ekki með að verða QRV þar.
Engin tölva er með í för, en vonast til að komast af og til í tölvupóstinn.
Svo nánar um tíma síðar.
73, Villi TF3DX.
Comment frá TF3Y
Í framhaldi af frétt Villa TF3DX þá hef ég sett upp vefsíðu þar sem sýni móttökuskilyrði á KH6WO. Slóðin er: http://www.tf3y.net/tf3y_faros.html
Sendir KH6WO er með 100W sendiafl þannig að búast má við að merki frá KH6/TF3DX með 2W verði um 17dB daufara en þó ekki útilokað að Villi komi upp loftneti sem hefur ávinning í okkar átt. Það er aðeins breytilegt hvenær merki KH6WO er sterkast en oftast virðist það vera best á tímabilinu kl. 05:30-06:00 á 14MHz.
73, Yngvi TF3Y
SDR viðtæki QRV á 14 MHz við Garðskagavita
Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI.
SDR viðtæki Ara Þórs Jóhannessonar, TF3ARI, sem staðsett er á Garðskaga, var í gær (17. september) flutt tímabundið af tíðninni 3637 kHz yfir á 14,034 MHz til að auðvelda hlustun eftir merkjum frá TF3DX og TF3GD (XYL TF3DX) frá Kyrrahafinu, en þau hjón ráðgera að verða QRV frá Hawaii (KH6) á þeirri tíðni (+/- QRM) frá 24.-30. september n.k. (á morsi). Viðtækið er Flex-1500; bandbreidd er 800 Hz á USB. Loftnet er 40 metra langur vír. Slóðin er: http://www.livestream.com/tf8sdr
Nánari upplýsingar. Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI, stendur að baki uppsetningu SDR viðtækisins og er það staðsett skammt frá vitanum. Sigurður Smári Hreinsson, TF8SM, kemur jafnframt að málinu og annaðist hann m.a. öflun heimildar hjá sveitarfélaginu fyrir staðsetningu viðtækis í gamla vitavarðarhúsinu á staðnum. Verkefnið snýst um staðsetningu viðtækis á Garðskaga til móttöku á innanlandstíðninni, 3637 kHz, sem fyrst um sinn verður einvörðungu sett á netið (en í framhaldi einnig á 2 metra bandið) í því augnamiði, að auðvelda leyfishöfum sem búa við truflanir í þéttbýlinu á stór-Reykjavíkursvæðinu (og annars staðar) að hafa sambönd á 80 metrum. Þegar fram í sækir, er hugmyndin að senda merkin út á tíðninni 144.650 MHz og hefur Póst- og fjarskiptastofnun úthlutað Ara Þór kallmerkinu TF8SDR til þeirra nota.
Um er að ræða mjög áhugavert verkefni og má hrósa þeim félögum fyrir frumkvæðið. Hvorutveggja er, að staðurinn er áhugaverður til móttöku merkja á 80 metrum (sem og á öðrum böndum) og hins vegar, að sendingarnar á 2 metra bandinu munu einnig gagnast við hinar ýmsu tilraunir leyfishafa í metrabylgjusviðinu. Fyrstu “beta” útsendingarnar frá SDR viðtækinu á Garðskaga voru settar á netið þann 5. september s.l.
______________
Skilaboð frá Ara Þór, 18. september:
Linkur inn á SRD virkar bara um helgar í augnablikinu því tækið er tengt í gegnum 3G og er tengingin (9 Gb) kostnaðarsöm.
Áhugasömum má benda á að hægt er að hlusta á viðtækið allan sólahringinn á SKYPE. Nafnið inn á skype er TF8SDR og
er viðtækið á “auto answer mode”. Vonir standa til að internetmál verði leyst fljótlega og þá er hægt að hafa skemmtilega
heimasíðu þar sem hver og einn getur stillt viðtækið sjálfstætt um +/- 90 KHz frá 3.637 MHz.
______________
Rifja má upp (og eins og reyndar kom fram á fundinum í Skeljanesi s.l. fimmtudagskvöld) að gerð var tilraun með að setja merki af innanlandstíðninni á 80 metrum á netið í marsmánuði 2009 í tengslum við ferð 4X4 félaga (og leyfishafa í þeirra hópi) upp á miðhálendið. Þá var notað SDR viðtæki í eigu Hrafnkels Eiríkssonar, TF3HR, sem Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, setti saman. Hrafnkell Eiríksson, TF3HR, stóð þannig fyrir verkefninu – með aðstoð Jóhanns Friðrikssonar, TF3WX, sem vann forritavinnu ásamt honum.
TF3W er QRV í SAC CW keppninni
Stefán Arndal, TF3SA, við stjórnvölinn á TF3W í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi 17. september. Ljósm.: TF3JA.
Félagsstöðin TF3W hefur verið QRV í Scandinavian Activity morskeppninni sem hófst í dag (laugardag) á hádegi og hefur Stefán Arndal, TF3SA, verið á lyklinum. Stöðin var undirbúin til þátttöku með skömmum fyrirvara af þeim Benedikt Sveinssyni, TF3CY, stöðvarstjóra og Guðmundi Sveinssyni, TF3SG. Að sögn Benedikts, var SteppIR 3E Yagi loftnetinu snúið og það sett fast ca. í 265° (þar sem AlfaSpid rótorinn er enn bilaður) en stjórnbúnaður SteppIR loftnetsins gefur möguleika á að skipta á milli átta í 180° plani sem hjálpar mikið.
Stefán byrjaði keppnina á 21 MHz í dag en fór síðan QSY niður á 14 MHz um kl. 19:00 og er þar enn QRV þegar þetta er skrifað um kl. 22 á laugardeginum. Þá var fjöldi QSO’a kominn í um 550. Að sögn Benedikts, voru skilyrðin góð framan af degi, en hafa versnað með kvöldinu (K stuðullinn var t.d. kominn upp í 5 um kl. 20:00). Harris 110 RF magnari félagsins hefur verið notaður í keppninni ca. á 700W útgangsafli. Hugmyndin er, að vinna á 80 metrunum í nótt ef skilyrðin leyfa og mun Guðmundur þá koma með færanlegt 22 metra hátt stangarloftnet sitt á staðinn. SAC keppnin er 24 klst. keppni og lýkur á hádegi á morgun, sunnudag.
Þrjár aðrar TF-stöðvar hafa verið skráðar á þyrpingu (e. cluster) í keppninni, það eru þeir TF3DC, TF3SG og TF8GX.
Nýjustu fréttir 18. september kl. 13:00: Stefán hafði alls 1198 QSO og var einsamall í keppninni frá félagsstöðinni.
Stjórn Í.R.A. óskar honum til hamingju með árangurinn sem er mjög góður miðað við léleg skilyrði.
Stefán Arndal, TF3SA, í fjarskiptaherbergi Í.R.A. að keppni lokinni. Ljósmynd: TF3JA.