CQ World Wide DX SSB keppnin var haldin helgina 26.-27. október. Keppnisnefnd bárust alls 9.995 dagbækur. Þar af voru 9 TF kallmerki sem kepptu í sex keppnisflokkum, auk viðmiðunardagbókar (e. Check-Log).
Bráðabirgðaniðurstöður (e. raw scores) liggja fyrir frá keppnisnefnd samkvæmt áætlaðri stöðu í viðkomandi keppnisflokki yfir heiminn og yfir Evrópu. Lokaniðurstöður verða tilkynntar síðar.
FISTS SATURDAY SPRINT CONTEST Keppnin stendur yfir laugardag 9. nóvember frá kl. 00:00 til kl. 23:59. Hún fer fram á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum á CW. Skilaboð FISTS félaga: RST + nafn + FIST númer + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining). Skilaboð annarra: RST + nafn + FIST félagsnúmer + „Ø“ + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining). https://fistsna.org/operating.php#sprints
10-10 INTERNATIONAL, FALL CONTEST Keppnin hefst á laugardag 9. nóvember kl. 00:01 og lýkur á sunnudag 10. nóvember kl. 23:59. Hún fer fram á 10 metrum á stafrænum mótunum (e. digital). Skilaboð 10-10 félaga: RST + nafn + 10-10 félagsnúmer + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining). https://www.ten-ten.org/index.php/activity/2013-07-22-20-26-48/qso-party-rules
JIDX PHONE CONTEST Keppnin hefst á laugardag 9. nóvember kl. 07:00 og lýkur á sunnudag 10. nóvember kl. 13:00. Hún fer fram á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum á SSB. Skilaboð japanskra stöðva: RS + 2 stafir fyrir hérað í JA. Skilaboð annarra: RS + CQ svæði (TF=40). http://www.jidx.org/jidxrule-e.html
SKCC WEEKEND SPRINTATHON Keppnin hefst á laugardag 9. nóvember kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 10. nóvember kl. 24:00. Hún fer fram á 160, 80, 40, 20, 15, 10 og 6 metrum á CW. Skilaboð: RST + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining) + nafn + (SKCC félagsnúmer/“None“). https://www.skccgroup.com/operating_activities/weekend_sprintathon
OK/OM DX CONTEST. Keppnin hefst á laugardag 9. nóvember kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 10. nóvember kl. 12:00. Hún fer fram á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum á CW. Skilaboð OK/OM stöðva: RST + 3 bókstafir fyrir hérað í OK/OM. Skilaboð annarra: RST + raðnúmer. http://okomdx.crk.cz/index.php?page=send-log
Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis var haldið í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 2. nóvember kl. 10:00 árdegis. Alls þreyttu 14 prófið. Niðurstöður verða birtar á þessum vettvangi strax og þær liggja fyrir.
Af alls 24 þátttakendum sem ýmist voru skráðir á námskeið félagsins í haust (19) eða eingöngu í próf (5) mættu 14 á prófstað eða tæplega 60%.
Námskeið til amatörprófs er stærsta verkefni sem ÍRA tekst á hendur hverju sinni. Sérstakar þakkir til allra sem gerðu námskeiðshald félagsins haustið 2024 mögulegt.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-11-02 14:53:332024-11-02 15:12:27PRÓF TIL AMATÖRLEYFIS 2. NÓVEMBER
Minnt er á próf Fjarskiptastofu (FST) til amatörleyfis sem verður haldið í Háskólanum í Reykjavík, stofu M117 laugardag 2. nóvember.
Kl. 10:00 – 12:00 Raffræði og radíótækni. Kl. 13:00 – 14:00 Reglur og viðskipti. Kl. 14:30 – Prófsýning.
Prófið er öllum opið og er þátttaka í námskeiði til amatörprófs ekki forsenda þess að sitja prófið. ÍRA hefur sent lista til Fjarskiptastofu yfir þátttakendur í nýliðnu námskeiði og yfir aðila sem eingöngu hafa óskað að sitja prófið. Alls er um að ræða 24 aðila.
Aðrir þurfa að tilkynna þátttöku í prófinu beint til Fjarskiptastofu á bæði þessi netföng: hrh(hjá)fjarskiptastofa.is og bjarni(hjá)fjarskiptastofa.is
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-11-01 08:47:042024-11-01 08:53:12PRÓF FST TIL AMATÖRLEYFIS 2. NÓVEMBER
Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis verður haldið í Háskólanum í Reykjavík, stofu M117 laugardag 2. nóvember n.k. samkvæmt eftirfarandi:
10:00 – 12:00 Raffræði og radíótækni. 13:00 – 14:00 Reglur og viðskipti. 14:30 – Prófsýning.
Prófið er öllum opið og er þátttaka í námskeiði til amatörprófs ekki forsenda þess að sitja prófið. ÍRA hefur sent inn lista fyrir þá sem taka þátt í yfirstandandi námskeiði og/eða hafa staðfest skráningu í prófið.
Aðrir þurfa að tilkynna þátttöku í prófinu beint til Fjarskiptastofu á bæði þessi netföng: hrh(hjá)fjarskiptastofa.is og bjarni(hjá)fjarskiptastofa.is
Eftirfarandi úrræði er í boði ef um það er beðið með því að senda póst á ira@ira.is sem er stækkun prófgagna í A3.
1) Notið einfaldar reiknivélar, sem augljóslega geta ekki geymt gögn. Engin gögn eru leyfð. 2) Hafið með ykkur blýanta, strokleður og reglustiku sem hentar reiknigrafi. 3) Endanleg einkunn kemur frá Fjarskiptastofu á uppgefið netfang, annars heimilisfang. 4) Gætið þess að hvorttveggja sé greinilega skrifað. 5) Engum rissblöðum er útbýtt, notið auðu hliðar prófblaðanna.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-10-29 16:44:232024-10-29 16:44:42PRÓF TIL AMATÖRLEYFIS 2. NÓVEMBER
Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 31. október fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Kaffiveitingar.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-10-28 19:21:052024-10-28 19:23:58OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 31. OKTÓBER
Sigurður Jakobsson, TF3CW virkjaði félagsstöðina TF3W í CQ World Wide DX SSB keppninni helgina 26.-27. október.
Þrátt fyrir bilað Yagi loftnet á 20 m. varð útkoman frábær, alls 4.514 QSO og 2,858,458 heildarpunktar. Sjá meðfylgjandi yfirlitstöflu sem sýnir niðurbrot eftir böndum o.fl.
TF3W keppti í „Einmenningsflokki, án aðstoðar, á öllum böndum, fullu afli“. Sérstakar þakkir til Sigurðar R. Jakobssonar, TF3CW fyrir að virkja stöðina í keppninni.
Á hádegi í dag (mánudag) hafði keppnisgögnum verið skilað inn fyrir eftirtalin TF kallmerki: TF2MSN, TF3EK, TF3JB, TF3PKN, TF3T, TF3VS og TF3W. Önnur TF kallmerki sem heyrðust í keppninni: TF3SG og TF8KY.
Opið var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudag 24. október. Benedikt Sveinsson, TF3T hélt fræðsluerindi kvöldsins sem var: „CQ WW keppnirnar; hvernig tek ég þátt?“ og hófst erindið stundvíslega kl. 20:30.
Benedikt, sem hefur náð mjög góðum árangri meðal TF stöðva í mörgum alþjóðlegum keppnum útskýrði, að í boði eru CQ WW DX keppnir á CW, RTTY og SSB síðari hluta árs og CQ WW WPX keppnir sem eru í boði á CW, RTTY og SSB, fyrri hluta árs. Eftir þennan inngang var einungis rætt um CQ World Wide DX keppnirnar, en SSB hlutinn er einmitt haldin um þessa helgi, 26.-27. október og ætlar Benedikt að taka þátt.
Hann varpaði fram spurningunni: „Getur TF stöð unnið CQ WW?“ Og hann svaraði sjálfur: „Nei, ekki yfir heiminn en e.t.v. yfir Evrópu; því veldur stigagjöfin“. Stöðvar sem eru í Karabíska hafinu, eða undan vesturströnd Afríku (eða í Afríku), fá 3 stig fyrir hvert samband á meðan TF stöð fær einungis 1 stig fyrir hvert samband við Evrópu. Vegna þessa eru allar helstu keppnisstöðvar þarna suðurfrá. Meira að segja Grænland, sem er einnig í CQ svæði 40 fær fleiri stig en TF þar sem Grænland telst til meginlands Norður Ameríku. Benedikt fjallaði einnig um hvernig keppnisstöðvar hafi þróast, t.d. með eina aðalstöð á hverju bandi og eina eða jafnvel tvær aukastöðvar á sama bandi einungis til að veiða margfaldara. Annars væru yfir 60 keppnisflokkar í boði í CQ WW keppnunum, þannig að hver og einn á að eiga auðvelt með að taka þátt í keppnunum.
Gerður var góður rómur að erindi Benna, og margir voru með spurningar. Sérstakar þakkir til Benedikts Sveinssonar, TF3T fyrir áhugavert erindi og vel flutt. Ennfremur þakkir til Vilhjálms Í. Sigurjónssonar, TF3VS fyrir ljósmyndir.
Alls mættu 15 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík, þ.á.m. 2 gestir, Ómar Magnússon, TF3WK sem er búsettur í Danmörku þar sem hann notar kallmerkið OZ1OM og Alex M. Senchurov, TF3UT. Ómar reiknar með að mæta aftur í Skeljanes n.k. fimmtudagskvöld.
Stjórn ÍRA.
(Upptaka var gerð af erindi TF3T sem verður á boði fljótlega á þessum vettvangi).
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-10-26 12:08:232024-10-26 12:29:45ERINDI TF3T Í SKELJANESI 24. OKTÓBER
Tilkynning var send út frá ARRL 23. október þess efnis, að afgreiðsla umsókna um DXCC og DXCC uppfærslur væri hafin á ný, sbr. meðfylgjandi skilaboð.
Stjórn ÍRA.
“The ARRL DXCC® System has been returned to service, and our staff is again processing applications for credit toward DXCC awards. The queue includes nearly 3,000 award applications submitted via Logbook of The World® (LoTW®) accounts and mailed paper applications. We are processing the backlog as quickly as possible, and will provide additional progress updates.
For now, the online DXCC application will remain offline. Any new award applications we receive will experience significant delays as we work through the backlog”.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-10-24 07:58:452024-10-24 08:01:04TILKYNNING FRÁ ARRL
ÍRA hafa borist upplýsingar um tíðnir á 40 og 20 metrum sem hafa verið teknar til notkunar fyrir neyðarfjarskipti vegna fellibylsins Oscar sem gengur nú yfir Kúbu og stefnir m.a. á Bahamaeyjar, en radíóamatörar annast neyðarfjarskipti á þessum svæðum.
Tíðnirnar eru: 7.110 MHz, 7.120 MHz og 14.325 MHz.
Þess er farið á leit að íslenskir radíóamatörar taki tillit til þessara forgangsfjarskipta, a.m.k. næstu daga.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-10-21 11:57:262024-10-21 11:57:27NEYÐARFJARSKIPTI Á 40 og 20 METRUM
Fræðsludagskrá ÍRA heldur áfram fimmtudaginn 24. október og verður opið í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20 til 22.
Að þessu sinni mætir Benedikt Sveinsson, TF3T á staðinn með erindið: „CQ WW keppnirnar; hvernig tek ég þátt?“ og hefst erindið stundvíslega kl. 20:30.
CQ World Wide DX keppnirnar hafa um áratuga skeið verið stærstar og vinsælastar hjá radíóamatörum um allan heim og hafa íslenskar stöðvar oft náð frábærum árangri.
Félagsmenn hvattir til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2024-10-21 08:42:322024-10-21 08:43:48TF3T VERÐUR MEÐ FIMMTUDAGSERINDIÐ
NIÐURSTAÐA ÚR PRÓFI FJARSKIPTASTOFU
Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis fór fram í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 2. nóvember.
Alls þreyttu 14 prófið. Í raffræði og radíótækni náðu allir fullnægjandi árangri til G-leyfis sem og í reglum og viðskiptum.
Albert Snær Guðmundsson, 200 Kópavogur (G-leyfi).
Birgir Freyr Birgisson, 110 Reykjavík (G-leyfi).
Daníel Smári Hlynsson, 200 Kópavogur (G-leyfi).
Emill Fjóluson Thoroddsen, 105 Reykjavík (G-leyfi).
Guðjón Már Gíslason, 200 Kópavogur (G-leyfi).
Gunnar Bjarki Guðlaugsson, 220 Hafnarfjörður (G-leyfi).
Gunnar Ragnarsson, 104 Reykjavík (G-leyfi).
Helgi Gunnarsson, 220 Hafnarfjörðu (G-leyfi).
Hlynur Karlsson, 740 Neskaupstaður (G-leyfi).
Jón Atli Magnússon, 220 Hafnarfjörður (G-leyfi).
Óskar Ólafur Hauksson, 210 Garðabær (G-leyfi).
Ríkharður Þórsson, 112 Reykjavík (G-leyfi).
Róbert Svansson, 109 Reykjavík (G-leyfi).
Sæmundur Árnason, 112 Reykjavík (G-leyfi).
Viðkomandi eru þessa dagana að senda umsóknir til Fjarskiptastofu um kallmerki. Upplýsingar um úthlutuð kallmerki verða birtar fljótlega.
Innilegar hamingjuóskir til viðkomandi og verið velkomnir í loftið!
Stjórn ÍRA.
CQ WW DX SSB 2024, BRÁÐAB.NIÐURSTÖÐUR
CQ World Wide DX SSB keppnin var haldin helgina 26.-27. október. Keppnisnefnd bárust alls 9.995 dagbækur. Þar af voru 9 TF kallmerki sem kepptu í sex keppnisflokkum, auk viðmiðunardagbókar (e. Check-Log).
Bráðabirgðaniðurstöður (e. raw scores) liggja fyrir frá keppnisnefnd samkvæmt áætlaðri stöðu í viðkomandi keppnisflokki yfir heiminn og yfir Evrópu. Lokaniðurstöður verða tilkynntar síðar.
Hamingjuóskir til viðkomandi.
Stjórn ÍRA.
ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 9.-10. NÓVEMBER
WAE DX CONTEST, RTTY
Keppnin hefst á laugardag 9. nóvember kl. 00:00 og lýkur á sunnudag 10. nóvember kl. 23:59.
Hún fer fram á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum á RTTY.
Skilaboð: RST + raðnúmer.
https://www.darc.de/der-club/referate/conteste/wae-dx-contest/en
FISTS SATURDAY SPRINT CONTEST
Keppnin stendur yfir laugardag 9. nóvember frá kl. 00:00 til kl. 23:59.
Hún fer fram á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum á CW.
Skilaboð FISTS félaga: RST + nafn + FIST númer + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining).
Skilaboð annarra: RST + nafn + FIST félagsnúmer + „Ø“ + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining).
https://fistsna.org/operating.php#sprints
10-10 INTERNATIONAL, FALL CONTEST
Keppnin hefst á laugardag 9. nóvember kl. 00:01 og lýkur á sunnudag 10. nóvember kl. 23:59.
Hún fer fram á 10 metrum á stafrænum mótunum (e. digital).
Skilaboð 10-10 félaga: RST + nafn + 10-10 félagsnúmer + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining).
https://www.ten-ten.org/index.php/activity/2013-07-22-20-26-48/qso-party-rules
JIDX PHONE CONTEST
Keppnin hefst á laugardag 9. nóvember kl. 07:00 og lýkur á sunnudag 10. nóvember kl. 13:00.
Hún fer fram á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum á SSB.
Skilaboð japanskra stöðva: RS + 2 stafir fyrir hérað í JA.
Skilaboð annarra: RS + CQ svæði (TF=40).
http://www.jidx.org/jidxrule-e.html
SKCC WEEKEND SPRINTATHON
Keppnin hefst á laugardag 9. nóvember kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 10. nóvember kl. 24:00.
Hún fer fram á 160, 80, 40, 20, 15, 10 og 6 metrum á CW.
Skilaboð: RST + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining) + nafn + (SKCC félagsnúmer/“None“).
https://www.skccgroup.com/operating_activities/weekend_sprintathon
OK/OM DX CONTEST.
Keppnin hefst á laugardag 9. nóvember kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 10. nóvember kl. 12:00.
Hún fer fram á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum á CW.
Skilaboð OK/OM stöðva: RST + 3 bókstafir fyrir hérað í OK/OM.
Skilaboð annarra: RST + raðnúmer.
http://okomdx.crk.cz/index.php?page=send-log
Með ósk um gott gengi!
Stjórn ÍRA.
PRÓF TIL AMATÖRLEYFIS 2. NÓVEMBER
Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis var haldið í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 2. nóvember kl. 10:00 árdegis. Alls þreyttu 14 prófið. Niðurstöður verða birtar á þessum vettvangi strax og þær liggja fyrir.
Af alls 24 þátttakendum sem ýmist voru skráðir á námskeið félagsins í haust (19) eða eingöngu í próf (5) mættu 14 á prófstað eða tæplega 60%.
Námskeið til amatörprófs er stærsta verkefni sem ÍRA tekst á hendur hverju sinni. Sérstakar þakkir til allra sem gerðu námskeiðshald félagsins haustið 2024 mögulegt.
Stjórn ÍRA.
PRÓF FST TIL AMATÖRLEYFIS 2. NÓVEMBER
Minnt er á próf Fjarskiptastofu (FST) til amatörleyfis sem verður haldið í Háskólanum í Reykjavík, stofu M117 laugardag 2. nóvember.
Kl. 10:00 – 12:00 Raffræði og radíótækni. Kl. 13:00 – 14:00 Reglur og viðskipti. Kl. 14:30 – Prófsýning.
Prófið er öllum opið og er þátttaka í námskeiði til amatörprófs ekki forsenda þess að sitja prófið. ÍRA hefur sent lista til Fjarskiptastofu yfir þátttakendur í nýliðnu námskeiði og yfir aðila sem eingöngu hafa óskað að sitja prófið. Alls er um að ræða 24 aðila.
Aðrir þurfa að tilkynna þátttöku í prófinu beint til Fjarskiptastofu á bæði þessi netföng: hrh(hjá)fjarskiptastofa.is og bjarni(hjá)fjarskiptastofa.is
Með ósk um gott gengi.
Stjórn ÍRA.
PRÓF TIL AMATÖRLEYFIS 2. NÓVEMBER
Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis verður haldið í Háskólanum í Reykjavík, stofu M117 laugardag 2. nóvember n.k. samkvæmt eftirfarandi:
10:00 – 12:00 Raffræði og radíótækni.
13:00 – 14:00 Reglur og viðskipti.
14:30 – Prófsýning.
Prófið er öllum opið og er þátttaka í námskeiði til amatörprófs ekki forsenda þess að sitja prófið. ÍRA hefur sent inn lista fyrir þá sem taka þátt í yfirstandandi námskeiði og/eða hafa staðfest skráningu í prófið.
Aðrir þurfa að tilkynna þátttöku í prófinu beint til Fjarskiptastofu á bæði þessi netföng: hrh(hjá)fjarskiptastofa.is og bjarni(hjá)fjarskiptastofa.is
Eftirfarandi úrræði er í boði ef um það er beðið með því að senda póst á ira@ira.is sem er stækkun prófgagna í A3.
1) Notið einfaldar reiknivélar, sem augljóslega geta ekki geymt gögn. Engin gögn eru leyfð.
2) Hafið með ykkur blýanta, strokleður og reglustiku sem hentar reiknigrafi.
3) Endanleg einkunn kemur frá Fjarskiptastofu á uppgefið netfang, annars heimilisfang.
4) Gætið þess að hvorttveggja sé greinilega skrifað.
5) Engum rissblöðum er útbýtt, notið auðu hliðar prófblaðanna.
Með ósk um gott gengi.
Prófnefnd ÍRA.
OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 31. OKTÓBER
Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 31. október fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Kaffiveitingar.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
.
TF3W í CQ WW DX SSB KEPPNINNI 2024
Sigurður Jakobsson, TF3CW virkjaði félagsstöðina TF3W í CQ World Wide DX SSB keppninni helgina 26.-27. október.
Þrátt fyrir bilað Yagi loftnet á 20 m. varð útkoman frábær, alls 4.514 QSO og 2,858,458 heildarpunktar. Sjá meðfylgjandi yfirlitstöflu sem sýnir niðurbrot eftir böndum o.fl.
TF3W keppti í „Einmenningsflokki, án aðstoðar, á öllum böndum, fullu afli“. Sérstakar þakkir til Sigurðar R. Jakobssonar, TF3CW fyrir að virkja stöðina í keppninni.
Á hádegi í dag (mánudag) hafði keppnisgögnum verið skilað inn fyrir eftirtalin TF kallmerki: TF2MSN, TF3EK, TF3JB,
TF3PKN, TF3T, TF3VS og TF3W. Önnur TF kallmerki sem heyrðust í keppninni: TF3SG og TF8KY.
Stjórn ÍRA.
ERINDI TF3T Í SKELJANESI 24. OKTÓBER
Opið var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudag 24. október. Benedikt Sveinsson, TF3T hélt fræðsluerindi kvöldsins sem var: „CQ WW keppnirnar; hvernig tek ég þátt?“ og hófst erindið stundvíslega kl. 20:30.
Benedikt, sem hefur náð mjög góðum árangri meðal TF stöðva í mörgum alþjóðlegum keppnum útskýrði, að í boði eru CQ WW DX keppnir á CW, RTTY og SSB síðari hluta árs og CQ WW WPX keppnir sem eru í boði á CW, RTTY og SSB, fyrri hluta árs. Eftir þennan inngang var einungis rætt um CQ World Wide DX keppnirnar, en SSB hlutinn er einmitt haldin um þessa helgi, 26.-27. október og ætlar Benedikt að taka þátt.
Hann varpaði fram spurningunni: „Getur TF stöð unnið CQ WW?“ Og hann svaraði sjálfur: „Nei, ekki yfir heiminn en e.t.v. yfir Evrópu; því veldur stigagjöfin“. Stöðvar sem eru í Karabíska hafinu, eða undan vesturströnd Afríku (eða í Afríku), fá 3 stig fyrir hvert samband á meðan TF stöð fær einungis 1 stig fyrir hvert samband við Evrópu. Vegna þessa eru allar helstu keppnisstöðvar þarna suðurfrá. Meira að segja Grænland, sem er einnig í CQ svæði 40 fær fleiri stig en TF þar sem Grænland telst til meginlands Norður Ameríku. Benedikt fjallaði einnig um hvernig keppnisstöðvar hafi þróast, t.d. með eina aðalstöð á hverju bandi og eina eða jafnvel tvær aukastöðvar á sama bandi einungis til að veiða margfaldara. Annars væru yfir 60 keppnisflokkar í boði í CQ WW keppnunum, þannig að hver og einn á að eiga auðvelt með að taka þátt í keppnunum.
Gerður var góður rómur að erindi Benna, og margir voru með spurningar. Sérstakar þakkir til Benedikts Sveinssonar, TF3T fyrir áhugavert erindi og vel flutt. Ennfremur þakkir til Vilhjálms Í. Sigurjónssonar, TF3VS fyrir ljósmyndir.
Alls mættu 15 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík, þ.á.m. 2 gestir, Ómar Magnússon, TF3WK sem er búsettur í Danmörku þar sem hann notar kallmerkið OZ1OM og Alex M. Senchurov, TF3UT. Ómar reiknar með að mæta aftur í Skeljanes n.k. fimmtudagskvöld.
Stjórn ÍRA.
(Upptaka var gerð af erindi TF3T sem verður á boði fljótlega á þessum vettvangi).
TILKYNNING FRÁ ARRL
Tilkynning var send út frá ARRL 23. október þess efnis, að afgreiðsla umsókna um DXCC og DXCC uppfærslur væri hafin á ný, sbr. meðfylgjandi skilaboð.
Stjórn ÍRA.
“The ARRL DXCC® System has been returned to service, and our staff is again processing applications for credit toward DXCC awards. The queue includes nearly 3,000 award applications submitted via Logbook of The World® (LoTW®) accounts and mailed paper applications. We are processing the backlog as quickly as possible, and will provide additional progress updates.
For now, the online DXCC application will remain offline. Any new award applications we receive will experience significant delays as we work through the backlog”.
NEYÐARFJARSKIPTI Á 40 og 20 METRUM
ÍRA hafa borist upplýsingar um tíðnir á 40 og 20 metrum sem hafa verið teknar til notkunar fyrir neyðarfjarskipti vegna fellibylsins Oscar sem gengur nú yfir Kúbu og stefnir m.a. á Bahamaeyjar, en radíóamatörar annast neyðarfjarskipti á þessum svæðum.
Tíðnirnar eru: 7.110 MHz, 7.120 MHz og 14.325 MHz.
Þess er farið á leit að íslenskir radíóamatörar taki tillit til þessara forgangsfjarskipta, a.m.k. næstu daga.
Stjórn ÍRA.
TF3T VERÐUR MEÐ FIMMTUDAGSERINDIÐ
Fræðsludagskrá ÍRA heldur áfram fimmtudaginn 24. október og verður opið í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20 til 22.
Að þessu sinni mætir Benedikt Sveinsson, TF3T á staðinn með erindið: „CQ WW keppnirnar; hvernig tek ég þátt?“ og hefst erindið stundvíslega kl. 20:30.
CQ World Wide DX keppnirnar hafa um áratuga skeið verið stærstar og vinsælastar hjá radíóamatörum um allan heim og hafa íslenskar stöðvar oft náð frábærum árangri.
Félagsmenn hvattir til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar.
Stjórn ÍRA.