Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Guðmundur Birgir Pálsson TF3AK, Pier Albert Kaspersma TF3PKN, Benedikt Sveinsson TF3T, Einar Kjartansson TF3EK og Mathías Hagvaag TF3MH.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 10. ágúst.

Umræður voru á báðum hæðum, menn hressir og TF3IRA var í loftinu á FM á 2 metrum og á morsi á 17 metrum.

Yfir kaffinu var m.a. rætt um TF útileikana sem haldnir voru um síðustu helgi og báru menn saman bækur sínar. Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður leikanna staðfesti að mikið væri komið inn af dagbókum, en skilafrestur er fram á mánudag. Einnig var mikið rætt um loftnet, tæki og búnað og skilyrðin á böndunum, m.a. um QO-100 gervitunglið sem sendir merki á 10.489 GHz.

Þór Þórisson, TF1GW færði félaginu töluvert af vönduðu radíódóti.

Alls mættu 24 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í sumarblíðu og logni í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Kristján Benediktsson TF3KB, Þór Þórisson TF1GW, Arnlaugur Guðmundsson TF3RD og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS.
Þór Þórisson TF1GW færði félaginu töluvert af vönduðu radíódóti. Mathías Hagvaag TF3MH ræðir við hann.
Einar Kjartansson TF3EK, Pier Albert Kaspersma TF3PKN og Eiður Kristinn Magnússon TF1EM.
Kristján Benediktsson TF3KB og Þorvaldur Bjarnason TF3TB.
Sigurður Elíasson TF3-044, Einar Kjartansson TF3EK og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson. Fjær: Mathías Hagvaag TF3MH, Þorvaldur Bjarnason TF3TB og fleiri.
Skemmtilegt sjónarhorn. Nýja OptiBeam Yagi loftnet TF3IRA sést fyrir miðri mynd og til vinstri má sjá New-Tronics Hustler 5BTV stangarloftnet félagsstöðvarinnar. Myndin var tekin í veðurblíðunni fyrir utan Skeljanes að kvöldi fimmtudagsins 10. ágúst. Ljósmyndir: TF3JB.

Ein af stóru keppnum ársins er Worked All Europe (WAE) keppnin. Morshlutinn verður haldinn helgina 12.-13. ágúst. Þetta er 48 klst. keppni, en þátttaka er leyfð samanlagt í mest 36 klst.

Markmiðið er að hafa sambönd við stöðvar utan Evrópu, þ.e. sambönd innan Evrópu gilda ekki í keppninni.  Skilaboð: RST+raðnúmer. QTC skilaboð gefa punkta aukalega.

Sambönd við hverja nýja DXCC einingu (e. entity) gilda sem margfaldarar, auk sambanda við hvert nýtt kallsvæði í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Suður-Afríku,  Japan og Brasilíu, auk kallsvæðanna RA8 og RA9.

Margfaldarar hafa aukið vægi eftir böndum; á 80 metrum fjórir, á 40 metrum þrír og á 20/15/10 metrum tveir. WAE er haldin á vegum DARC, landsfélags radíóamatöra í Þýskalandi.

Vefslóð á keppnisreglur: https://www.darc.de/der-club/referate/conteste/wae-dx-contest/en/

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

KiwiSDR viðtæki Georgs Kulp, TF3GZ yfir netið á Raufarhöfn var tekið niður í gær, 8. ágúst.

Það hafði verið tengt í fjögur ár; var sett upp 10. ágúst 2019. Georg leitar að nýjum stað til uppsetningar fyrir tækið. KiwiSDR viðtæki Georgs á Bjargtöngum verður áfram QRV ásamt viðtæki Árna Helgasonar, TF3AH.

Þakkir til þeirra Georgs Kulp, TF3GZ, Árna Helgasonar TF4AH og Karl Georgs Karlssonar TF3CZ fyrir dugnað og elju við að sinna verkefninu um viðtæki yfir netið – sem er mikilvægt fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í HF, VHF og UHF tíðnisviðum, auk hlustara sem áhuga hafa á útbreiðslu radíóbylgna.

Stjórn ÍRA.

KiwiSDR viðtækið var staðsett í stöðvarhúsinu á myndinni. Yfirlitsmyndin sýnir turnana sem héldu uppi lóðréttu T-loftneti. Ljósmynd: TF3GZ.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 10. ágúst kl. 20-22 fyrir félagsmenn og gesti.

QSL stjóri verður búinn að tæma pósthóf félagsins og raða innkomnum kortum í hólf félagsmanna. Nýjustu tímarit landsfélaga radíóamatöra í nágrannalöndunum liggja frammi. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Mynd úr fundarsal ÍRA í félagsaðstöðunni í Skeljanesi.

TF útileikum ÍRA 2023 lauk í dag, 7. ágúst á hádegi.

Á annan tug leyfishafa tóku þátt og voru stöðvar virkar frá öllum landshlutum, nema Austurlandi. Flest sambönd voru á tali (SSB) en einnig á morsi (CW). Ekki er vitað um að menn hafi notað FT8 eða FT4 samskiptaháttinn. Tíðnin 3.633 MHz á 80 metrum var mest notuð ásamt 1.845 MHz á 160 metrum, 7.120 MHz á 40 metrum og 5.363 MHz á 60 metra bandi.

Skilyrði til fjarskipta innanlands voru erfið fyrri daginn, en úr rættist þegar leið á keppnina. Félagsstöðin TF3IRA var virk bæði á laugardag og sunnudag og voru alls höfð alls 52 sambönd frá Skeljanesi. Ánægjulegt erindi barst frá Fjarskiptastofu fyrir leikana þess efnis, að leyfishafar hefðu heimild til að nota allt að 100W í tilraunum á 60 metra bandi í útileikunum.

Fjarskiptadagbókum má skila með því að fylla út eyðublað á vefslóðinni https://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar  Einnig má senda gögnin á stafrænu formi, t.d. adif, í tölvupósti á ira@ira.is  Frestur til að ganga frá dagbókum er til 13. ágúst.

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY hefur sett upp Excel skjal fyrir dagbókafærslur í útileikunum. Þátttakendur geta sent skjalið á Kela hrafnk@gmail.com eftir verslunarmannahelgina og hann mun útbúa skriftu sem gerir mögulegt að setja færslurnar beint inn í gagnagrunninn hjá TF3EK. Sækið skjalið hér (það verður að afrita slóðina í nýjan flipa, það virkar ekki að smella á hlekkinn): http://cloudqso.com/downloads/Utileikar.xlsx

Þakkir til félagsmanna fyrir þátttökuna. Sérstakar þakkir fær Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður TF útileikana fyrir góða kynningu og utanumhald.

Stjórn ÍRA.

Skemmtileg mynd af fjarskiptaaðstöðu TF3PKN fyrri dag keppninnar þegar Pier var staddur skammt frá Garðskagavita á Reykjanesi. Loftnetið virkaði vel á 160, 80, 60 og 40 metrum. Ljósmynd: TF3PKN.

Útileikarnir 2023 voru hálfnaðir á hádegi í dag, sunnudaginn 6. ágúst.

Afar erfið fjarskiptaskilyrði voru í framan af degi í gær (laugardag), en strax betri í gærkvöldi og nokkuð góð í morgun (sunnudag).

Félagsstöðin TF3IRA var starfrækt frá hádegi í gær og aftur í morgun (sunnudag) frá kl. 10 og voru alls 52 sambönd komin í dagbókina á hádegi, bæði á morsi og tali. Sambönd voru m.a. við stöðvar á Garðskaga, Akranesi, Borgarfirði, Sauðárkróki, Stokkseyri og á höfuðborgarsvæðinu.

Hafa má sambönd má sambönd hvenær sem er á leikjatímanum, svo fremi að a.m.k. 8 klst. séu liðnar frá fyrra sambandi, en mælt er með þessum tímum síðari dag leikanna:

• Sunnudagur: 17:30-19:00.
• Mánudagur: 10:00-12:00
.

Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt.

Stjórn ÍRA.

Reglur TF-útileika: https://eik.klaki.net/tmp/reglur23.pdf
Vefsíða fyrir innslátt á loggum: https://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar
Eldri reglur: https://www.ira.is/tf-utileikar-eldri-reglur/
Dagbókarblað til útprentunar: http://www.ira.is/dagbokareydublad-fyrir-tf-utileika-2023/

Icom IC-7610 stöð félagsins var notuð á 160, 80 og 40 metrum í útileikunum. Loftnet á 160 metrum: 78 m. endafæddur vír; á 80 metrum: 40 m. endafæddur vír og á 40 metrum: endafæddur 20 m. langur vír.
Icom IC-7300 stöð félagsins var notuð á 60 metrunum. Loftnet: Hustler 5-BTV stangarloftnet og Ten Tec model 238B loftnetsaðlögunarrás. Ljósmyndir: TF3JB.

TF útileikarnir verða haldnir um verslunarmannahelgina. Þeir hefjast á hádegi laugardag 5. ágúst og lýkur á hádegi á mánudag 7. ágúst, frídag verslunarmanna.

Félagsstöðin TF3IRA verður virk í leikunum á 160, 80, 60 og 40 metrum SSB og CW, a.m.k. frá hádegi á laugardag og fram eftir degi og frá kl. 11 á sunnudag og fram eftir degi.

Félagar sem vilja hjálpa til við að virkja félagsstöðina eru velkomnir í Skeljanes.

Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður leikanna veitir allar upplýsingar: einar52@gmail.com

Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt!

Stjórn ÍRA.

Reglur TF-útileika: https://eik.klaki.net/tmp/reglur23.pdf
Vefsíða fyrir innslátt á loggum: https://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar
Eldri reglur: https://www.ira.is/tf-utileikar-eldri-reglur/
Dagbókarblað til útprentunar: http://www.ira.is/dagbokareydublad-fyrir-tf-utileika-2023/

.

Myndin er af Icom IC-7300 stöð félagsins í leikunum í fyrra (2022). IC-7300 stöðin verður notuð á 60 metrum á tali og morsi. IC-7610 stöð félagsins verður notuð á 160, 80 og 40 metrum á tali og morsi.

TF útileikarnir verða haldnir um verslunarmannahelgina. Þeir hefjast á hádegi laugardag 5. ágúst og lýkur á hádegi á mánudag 7. ágúst, frídag verslunarmanna.

Reglum hefur verið breytt lítið eitt frá fyrra ári. Ekki er lengur sett hámark á þann tíma sem stöð má vera opin. Nú má nota þær mótanir sem samrýmast reglugerðinni og bandplani IARU Svæðis 1. Lágmarks upplýsingar sem skiptast þarf á eru nú aðeins fjögurra stafa Maidenhead reitur (e. grid square).

Líkt og fyrri ár, heimilar Fjarskiptastofa þátttakendum að nota allt að 100W á 60 m. bandi, þannig að ekki þarf að sækja sérstaklega um aukna aflheimild.

Reglur TF-útileika: https://eik.klaki.net/tmp/reglur23.pdf
Vefsíða fyrir innslátt á loggum: https://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar
Ábendingar varðandi loftnet: https://eik.klaki.net/tmp/loftnet.pdf
Eldri reglur: https://www.ira.is/tf-utileikar-eldri-reglur/

Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, veitir allar upplýsingar: einar52@gmail.com

Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt!

Stjórn ÍRA.

Viðurkenningar í útileikunum eru tvennskonar. Vandaður verðlaunaplatti, grafinn á málmplötu á viðargrunni fyrir bestan árangur og skrautrituð viðurkenningarskjöl fyrir fyrstu fimm sætin.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 3. ágúst fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20 til 22.

Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Nýjustu tímarit radíóamatöra liggja frammi í fundarsal á 1. hæð.

QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf félagsins og raða innkomnum kortum í hólf félagsmanna. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Mynd úr fundarsal í Skeljanesi.
Enn er nokkuð eftir af radiódóti sem er í boði til félagsmanna.

Félagsstöðin TF3W var QRV á morsi í RSGB IOTA keppninni helgina 29.-30. júlí. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW virkjaði stöðina frá félagsaðstöðunni í Skeljanesi.

Notuð voru öll bönd [keppninnar]: 80, 40, 20, 15 og 10 metrar og var þetta frumraun á nýju endafæddu 40 m. löngu vírloftneti félagsins fyrir 80 og 40 metra böndin, sem sett var upp 26. júlí s.l. og kom glimrandi vel út.

Heildarfjöldi sambanda var 1527; nettó fjöldi: 1511. Fjöldi sambanda eftir böndum:  80M = 43, 40M = 197, 20M =831, 15M = 398 og 10M = 42 samabönd. Fjöldi IOTA eininga: 152 og fjöld punkta: 11.145. Viðvera: 21 klst. Niðurstaða: 1.770.040 heildarpunktar.

Sérstakar þakkir til Sigurðar R. Jakobssonar, TF3CW fyrir að virkja stöðina.

Stjórn ÍRA.

Sunnudagur 30. júlí kl. 12:02 og keppnin yfirstaðin. Sigurður R. Jakobsson TF3CW í fjarskiptaherbergi ÍRA í Skeljanesi.

Unnið var í loftnetum félagsins í Skeljanesi miðvikudaginn 26. júlí.

Skipt var út „skotti“ frá „hardline“ kapli sem fæðir OptiBeam Yagi loftnetið á 20 metrum, auk þess sem skipt var út stögum sem ganga út á bómuna. Í annan stað var sett upp nýtt loftnet fyrir 80 og 40 metra böndin.

Georg Kulp, TF3GZ hafði útbúið nýtt „skott“ sem var tengt yfir í „hardline“ kapalinn. Stögin sem ganga út á bómuna voru einnig endurnýjuð og annaðist Sigurður R. Jakobsson, TF3CW innkaup á nauðsynlegu efni. Allt kom frábærlega vel út; standbylgja: 1,14.

Þá var sett upp nýtt 40 metra langt endafætt tveggja banda loftnet frá HyEnd Antenna fyrir 80 og 40 metra böndin. Það var strengt frá sama röri og 160 metra endafædda loftnetið er fest við – yfir í nýja turninn sem settur var upp í byrjun mánaðarins. Allt kom vel út; standbylgja 1,69 á 80 metrum og 1,05 á 40 metrum.

Þakkir til Sigurðar R. Jakobssonar TF3CW, Georgs Kulp TF3GZ og Jónasar Bjarnasonar TF3JB fyrir frábært vinnuframlag. Armar-vinnulyftur ehf., fá ennfremur sérstakar þakkir fyrir stuðninginn.

Stjórn ÍRA.

Siggi TF3CW tekur á móti bílnum rá Örmum með Genie S65-XC skotbómukrananum.
Georg TF3GZ kominn upp í 18 metra hæð.
TF3GZ undirbýr verkefnið.
Byrjað var á að endurnýja “skottið”.
Nýtt “skott” tengt og frágengið. Mynd: TF3GZ.
Mynd af öðru bómustaginu. Allt saman vandað og ryðfrítt efni. Mynd: TF3GZ.
Tengikassar fyrir 160m og 40/80m loftnetin. Mynd: TF3GZ.
Á meðan TF3GZ vann utandyra þurfti ýmislegt að gera innandyra. TF3CW setur tengi á kóaxkapal. Með Sigga á myndinni er Reynir Björnsson TF3JL sem kom í heimsókn. Ljósmyndir: TF3GZ og TF3JB.

Næsta námskeið ÍRA til amatörprófs verður haldið 25. september til 7. nóvember og próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis laugardag 11. nóvember.

Námskeiðið verður haldið í Háskólanum í Reykjavík – samtímis í staðnámi og fjarnámi. Í boði er að mæta í kennslustofu þegar það hentar og taka þátt yfir netið þegar það hentar. Námskeiðið er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Kennt verður á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum kl. 18:30-21:30 í kennslustofu M-117.

Námskeiðsgjald er kr. 22.500. Greiðsla þarf að hafa borist gjaldkera fyrir 3. september n.k. Í framhaldi (þann 15. september) verður námsefni á prenti póstlagt. Greiðsluupplýsingar: http://www.ira.is/skraning-a-namskeid/  Bent á fræðslustyrki stéttarfélaga og Vinnumálastofnunar til þeirra sem sækja námskeiðið.

Fyrirspurnir eru velkomnar á póstfang félagsins: ira@ira.is

Stjórn ÍRA.

Skipulag: https://tinyurl.com/namsk-haust23
Vefslóðir á námsefni: https://tinyurl.com/namsefni-haust23
Kynningarefni: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2021/12/Kynning-2022.pdf

Alls koma 10 leiðbeinendur að kennslu á námskeiðinu. Þeir eru: Kristinn Andersen TF3KX, Ágúst Úlfar Sigurðsson TF3AU, Henry Arnar Hálfdánarson TF3HRY, Haukur Konráðsson TF3HK, Njáll H. Hilmarsson TF3NH, Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX, Hrafnkell Eiríksson TF3HR, Andrés Þórarinsson TF1AM, Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA og Óskar Sverrisson TF3DC.