Myndin er frá vinnu við SteppIR loftnet félagsins 1. nóvember s.l. Ljósm. TF2JB.

Ákveðið hefur verið að setja aftur upp SteppIR Yagi-loftnet félagsins laugardaginn 20. mars og er miðað er við að hefjast handa kl. 10 árdegis. Sveinn Bragi Sveinsson, TF3SNN, hefur nú lokið við viðgerð loftnetsins og verður klár með það, nýjar festingar og það fleira sem til þarf fyrir þann tíma. Þeir félagsmenn sem áhuga hafa á að hjálpa til eru velkomnir. Heitt verður á könnunni og boðið verður upp á ný vínarbrauð frá Geirabakaríi í Borgarnesi.

Endanleg staðfesting þess efnis, að ráðist verði í verkefnið á laugardag verður birt hér á heimasíðunni á fimmtudagskvöld, þar sem halda þarf þeim möguleika opnum að geta frestað uppsetningu fram á sunnudag ef þörf er á vegna veðurs. Markmiðið er að loftnetið verði tilbúið til notkunar í CQ World-Wide WPX SSB keppnina sem fer fram helgina 27.-28. mars n.k.

Guðmundur Sveinsson, TF3SG, kynnti hér á heimasíðunni í fyrradag (13. mars) þá hugmynd, að félagsstöðin verði virkjuð til þátttöku í keppninni í ár undir kallmerkinu TF3W. Þeir félagsmenn sem áhuga hafa á að koma að undirbúningi eða þátttöku í keppninni hafi samband við TF3SG á dn@hive.is eða í GSM 896-0814.

TF2JB

CQ WW 160 SSB keppnin fór fram um síðustu helgi.  Ekki voru margar TF stöðvar meðal keppenda en TF3SG tók þátt í keppninni.  Það voru frekar döpur skilyrði en það heyrðist í mörgum sterkum stöðvum á meginlandinu næst okkur.   Alls rötuðu 41 land inn í loggin, 45 margfaldarar og 4 svæði.  Samtals 87 qso.  Það sem mér fannst einna skemmtilegast við þessa keppni voru tilraunir mínar með að senda á 10w, var með 8 sambönd á aðeins 10w.

73

Guðmundur, TF3SG

Nú er stefnt að því að halda hinn árlega flóamarkað með gamalt rafmagnsdót og öllu öðru sem viðkemur amatörradíói sunnudaginn 21. mars og hefst hann kl. 10.00. Það var mikið fjör í fyrra og margt um manninn. Mikil var leitað að þéttum, spólum, einöngrurum, tengjum og þess háttar. Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta með sem mest af dóti.

73 Guðmundur, TF3SG

Halldór Guðmundsson, TF3HZ mun halda fyrirlestur sinn um digital mótun á morgun fimmtudag 11. mars kl. 20.15.  Halldór er hafsjór af fróðleik um stafrænar mótunaraðferðir og hefur frá mörgu að segja.  Fyrirlestrinum var frestað fyrir um hálfum mánuði vegna snjókomu sem spáð hafði verið.  Halldór mun m.a. fjalla um JT65a og taka við fyrirspurnum á eftir.  Mætum tímanlega.

73

Guðmundur, TF3SG

Þorvaldur Stefánsson, TF4M, við stöð sína í Otradal. Myndin er tekin í fyrra (2009).

Þorvaldur, TF4M, hefur sótt um Worked All Zones Award (WAZ) á 160 metrum. WAZ er eitt af þekktustu og elstu viðurkenningarskjölum radíóamatöra í heimi og þykir flestum leyfishöfum yfirleitt nógu erfitt að vinna að því á hærri böndunum, en Þorvaldur hefur nú slegið enn eitt Íslandsmetið og er fyrstur hér á landi til að fá viðurkenninguna á 160 metra bandinu.

Vegna þess hversu erfitt er að uppfylla kröfur um sambönd við stöðvar í sérhverju hinna 40 svæða (e. zones) á 160 metrum, er fyrirkomulagið þannig, að boðið er upp á svokallaða “Basic” viðurkenningu” og er hægt að sækja um hana þegar menn eru komnir með staðfestingu á samböndum við stöðvar í a.m.k. 30 svæðum. Síðan eru í boði viðurkenningarmiðar fyrir sérhvern áfanga þar fyrir ofan, þ.e. 35 svæði, 36 svæði, 37 svæði, 38 svæði, 39 svæði og loks 40 svæði.

Þorvaldur var í dag (8. mars) kominn með staðfest sambönd við stöðvar í 37 svæðum af 38 sem hann hefur þegar haft sambönd við (en bíður staðfestingar frá svæði 9). Eins og staðan er í dag, vantar hann aðeins sambönd við stöðvar í tveimur svæðum, þ.e. á svæði 2 og svæði 37. Ljóst er, að sambönd við stöðvar á þessum tveimur svæðum verða “auðveld” samanborið við sambönd við stöðvar í þeim 38 svæðum sem þegar eru í höfn og því aðeins spurning um tíma, hvenær Þorvaldur “loggar” þau.

Fyrir hönd stjórnar félagsins, er undirrituðum sönn ánægja að óska Þorvaldi til hamingju með frábæran árangur sem er á heimsmælikvarða, ekki síst þegar litið er til erfiðrar hnattstöðu landsins með tilliti til fjarskipta í þessu tíðnisviði.

Jónas Bjarnason,
formaður Í.R.A.

Í.R.A. óskar eftir áhugasömum félagsmanni til að annast QSL stofu félagsins. Embættið snýst um að annast útsendingu QSL korta félagsmanna sem berast til kortastofunnar.

Eftirtaldir veita upplýsingar:

Jón Gunnar Harðarson, TF3PPN, fráfarandi QSL Manager: tf3ppn@gmail.com / hs 566-7231 / GSM 664-8182.
Jónas Bjarnason, TF2JB, formaður: jonas@hag.is / hs 437-0024 / GSM 898-0559.
Guðmundur Sveinsson, TF3SG, varaformaður: dn@hive.is / hs 552-2575 / GSM 896-0814.

TF2JB

Þorvaldur Stefánsson, TF4M hefur til sýnis á heimasíðu sinni viðurkenningu ARRL á því að Þorvaldur Stefánsson, TF4M hafi WAS 160m CW.  Við þetta tækifæri færir stjórn ÍRA, Þorvaldi innilegar heillaóskir með þessa viðurkenningu og frábæran árangur á 160m CW.

73

Guðmundur Sveinsson, TF3SG

Í mars eru margar keppnir sem vert er að gefa gaum að.  ARRL International DX Contest á SSB fer fram 6 – 7 mars næstkomandi,  Í lok marsmánaðar CQ WW WPX SSB sem fer fram 27 – 28 mars. Sjá einnig upplýsingar um keppnir á bls. 51 í nýjasta CQ TF; 1. tbl. 2010.

73

Guðmundur, TF3SG

Vegna snjókomu og óhagstæðrar veðurspár nú í kvöld er fimmtudagsfyrirlestri Halldórs Guðmundssonar, TF3HZ aflýst í kvöld. kv Guðmundur, TF3SG

Halldór Guðmundsson, TF3HZ verður með kynningu í kvöld fimmtudag á digital mótunaraðferðum.  Halldór mun byrja klukkan 20.15 og mun m.a. kynna JT65A úr WSJT forritapakkanumm, notkun, uppsetningu og hvernig QSO fer fram.  Hann mun svo segja frá WSPR ef áhugi er .

73

Guðmundur, TF3SG

Janúarhefti félagsblaðsins okkar, CQ TF, er komið á netið í endanlegri útgáfu.

http://dev.ira.is/wp-content/uploads/2016/09/cqtf_28arg_2010_01tbl.pdf

Póst- og fjarskiptastofnun veitir heimildir á 500 kHz og 70 MHz böndunum (sjá einnig viðbótarfrétt dags. 22. febrúar)

Í.R.A. hefur borist svar við erindi félagsins dags. 13. janúar s.l. til Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS), þar sem m.a. var óskað eftir heimildum á 500 kHz og 70 MHz böndunum fyrir íslenska leyfishafa.

Bréf PFS er dagsett í dag, 19. febrúar 2010 og heimilar stofnunin tímabundna notkun á eftirfarandi tíðnum í tilraunaskyni með eftirfarandi skilyrðum:

Á 600 metra bandinu: 493-510 kHz. Einvörðungu er heimiluð A1A tegund útgeislunar. Hámarks útgeislað afl er 100W. Heimildin gildir til 31.12.2010. Þeir leyfishafar sem hafa hug á að vinna á umræddum tíðnum þurfa að sækja sérstaklega um það til stofnunarinnar á netfangið: hrh@pfs.is og pfs@pfs.is.

Á 4 metra bandinu: 70.000-70.200 MHz. Hámarks bandbreidd er 16 kHz (engin skilyrði hvað varðar tegund útgeislunar). Hámarks útgeislað afl er 100W. Heimildin gildir til 31.12.2010. Þeir leyfishafar sem hafa hug á að vinna á umræddum tíðnum þurfa að sækja sérstaklega um það til stofnunarinnar á netfangið: hrh@pfs.is og pfs@pfs.is.

Bæði nýju böndin eru opin N-leyfishöfum sem og G-leyfishöfum.

Stjórn Í.R.A. fagnar þessum áfanga með þökkum fyrir hönd íslenskra leyfishafa.

VIÐBÓTARFRÉTT 22.2.2010

Staðfest var í símtali í morgun (22. febrúar) á milli undirritaðs og fulltrúa Póst- og fjarskiptastofnunar, að tilgreindar aflheimildir í ofangreindum tíðnisviðum eru samkvæmt aflskilgreiningu í núgildandi reglugerð, sem er eftirfarandi: “Sendiaflið er toppgildi aflsins (PEP), þ.e. hæsta meðalafl sem sendirinn gefur frá sér á hverri períóðu RF-merkisins í 50/300/600 ohma endurkastslaust álag”.

Ofangreindu til staðfestingar, Jónas Bjarnason, TF2JB.