Radíóamatörar um allan heim eru beðnir um að taka tillit til neyðarfjarskiptaumferðar á tíðnunum 14245, 14300, 7045 og 3720 kHz í dag og næstu daga. Þetta er vegna jarðskjálftanna á Haiti. Sjá nánar meðfylgjandi upplýsingar:
“Amateur Radio operators should be made aware that emergency traffic pertaining to the Haitian earthquake is expected on 14265 kHz. CO2KK, Arnie, the IARU Region II Area C Emergency Coordinator, has organized nets on 7045 and 3720 kHz. As of 0245Z today no HH stations had checked in. Additional frequencies may be activated on different bands at different times of day, so be sure to listen carefully before transmitting to make sure you are not interfering with emergency traffic.
Late yesterday a 7.0 magnitude earthquake hit Haiti (HH), which has since been followed by more than a dozen aftershocks. HH2/HB9AMO, Pierre, is OK and was located about 140 km north of Port-au-Prince in Cap Haitien. He is there working for the United Nations World Food Program. Later today Pierre will be traveling to the capital. Communications in and out of Haiti have been largely cut. No word has been received as of yet from any of the national HH Amateur Radio operators”.
TF2JB
Comment frá TF3Y
Comment frá TF3JA
Laugardaginn 23. janúar næstkomandi er fyrirhugað að halda amatörpróf fyrir þá sem vilja öðlast réttindi sem amatörar eða auka réttindi sýn (úr N leyfi í G leyfi).
Raf- og radíótækniprófið verður haldið í Flensborgarskóla (gengið inn norðanmeginn, sjá hér ) kl. 10:00 um morguninn og prófið í lögum og reglugerð ásamt viðskiptaháttum kl. 12:00.
Þeir sem ekki sitja námskeiðið sem nú er í gangi til undirbúnings en hafa hug á að þreyta próf eru beðnir um að láta Hrafnkel TF3HR vita (he@klaki.net).
TF3RPC er kominn í loftið á ný – reiðubúinn til þjónustu! Endurvarpinn hefur jafnframt fengið nýja tíðni sem er 25 kHz ofar í bandinu heldur en sú eldri. Nýja tíðnin er: 145.775 MHz (eldri tíðni var 145.750 MHz).
Nýja tíðnin var í hlustun allan desembermánuð fram í byrjun þessa mánaðar. Síðan hefur stöðin verið prufukeyrð í sendingu á nýju tíðninni að undaförnu. Niðurstöður lofa mjög góðu. Engu að síður verður að líta á næstu 3 mánuði sem reynslutímabil og eru menn hvattir til að nota endurvarpann svo og að muna eftir að endurforrita stöðvar sínar (og leitara) með nýju tíðninni: 145.775 MHz.
Endurvarpsstöðin er af gerðinni Kenwood TKR-750 og var hún til viðgerðar hjá Sigurði Harðarsyni, TF3WS. Stjórn Í.R.A. þakkar Sigurði vel unnið verk.
Úrslitin í SSB hluta CQ WPX keppninnar 2009 hafa verið gerð opinber. Alls skiluðu sjö íslenskar stöðar inn radíódagbókum til keppnisstjórnar.
Bestum heildarárangri TF-stöðva náði Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA, eða 1,088,472 punktum. Hann keppti í einmenningsflokki á 14 MHz (hámarks útgangsafl). Jón hafði alls 1336 QSO og 616 forskeyti (e. prefixes). Sigurður Jakobsson, TF3CW, náði næst bestum heildarárangri, eða 853,440 punktum. Hann keppti í einmenningsflokki á öllum böndum (hámarks útgangsafl). Sigurður hafði alls 941 QSO og 480 forskeyti. Andrés Þórarinsson, TF3AM, náði þriðja besta árangri, eða 100,188 punktum. Hann keppti í einmenningsflokki á öllum böndum (hámarks útgangsafl). Andrés hafði alls 342 QSO og 242 forskeyti.
Fyrstu morsútsendingar á nýju ári hefjast 7 janúar kl. 19.00 og það er Jón Þóroddur, TF3JA sem heldur ótrauður áfram því starfi sem hófst seinni part síðasta árs. Sendingar verða á 3710 KHz. Nánar verður sagt frá morskennslu ÍRA seinna.
73
Guðmundur, TF3SG
Sælir félagar, langar að segja ykkur frá því að í gærmorgun 3. janúar var ég með tvö sambönd við ZL1 og ZL4. Hreint ótrúlegt merki frá ZL1 sem var með merki upp á 57. Einnig sterk merki í Alaska, og svo Japan kl. 15.45 GMT Sambandið við ZL4DH er lengsta samband sem ég hef haft samtals 17.819 km. samkvæmt Google Earth en ZL4DH er í TeAnau í Fiordland.
73 bestu jóla og áramótakveðjur og takk fyrir árið sem var að líða,
Guðmundur, TF3SG
Comment frá TF2JB
Þetta er frábær árangur Guðmundur. Til hamingju.
73 de TF2JB.
Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári.
Jónas Bjarnason, TF2JB,
formaður.
Sælir félagar, langar að segja ykkur frá því að ég var að prófa nýtt loftnet á 80m SSB og var svo heppinn að vera með flott samband strax við VK6LK, einnig HL3, Mexíkó og nokkrar JA.
73
Guðmundur, TF3SG
síðasta blaði CQ TF var auglýst eftir áhugasömum félagsmönnum til þess að endurskoða og fara yfir reglur TF útileikana.
Upprunalega var frestur til 14. nóvember s.l. Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest til áramóta.
Félagsmenn sem áhuga hafa á að starfa í þessum starfshóp, er bent á að hafa samband við formann (TF2JB) eða varaformann (TF3SG)
73
Guðmundur, TF3Sg
Þorvaldur TF4M hefur náð sambandi við öll ríki Bandaríkjanna á 160m á þremur dögum.
Flest samböndin eru þegar staðfest á LoTW en síðast þegar fréttist var hann með 48 ríki þegar staðfest. Kláraðist þetta um síðustu helgi. Þorvaldur er með smá umfjöllun um þetta á heimasíðu sinni, hér: http://tf4m.com/archives/1414
Þetta er fáheyrður árangur og hefur þegar vakið athygli út fyrir landsteinana. Sjá t.d. heimasíðu sænska félagsins hér: http://www.ssa.se/
Reglurnar fyrir WAS viðurkenninguna er að finna hér http://www.arrl.org/awards/was/
73, Yngvi TF3Y
Á sunnudagsopnun í Skeljanesinu í gær þar sem saman voru komnir nokkrir harðjaxlar úr hópi íslenskra radíóamatöra spunnust skemmtilegar umræður um 160 metra bandið. TF3SG stóð fyrir opnuninni í gær og bauð, í tilefni af afmæli eins félaga okkar, TF3IGN, uppá meiri kræsingar en á venjulegri sunnudagsopnun. Mikið fjör hefur verið á 160 metra bandinu undanfarið og snérist umræðan um hvort 160 metra bandið væri virkilegra mikið betra í sólarlágmarki samanborið við skilyrðin í sólarhámarki. Sitt sýndist hverjum um þetta mál eins og gengur og gerist. Ákveðið var að hvetja sem flesta félaga okkar til að segja frá sinni reynslu og gera þannig tilraun til að safna saman sem mestum upplýsingum um áhrif sólarinnar á skilyrðin hér á okkar norðlægu slóðum í grennd við Norðurljósabeltið.
73 de TF3JA
Comment frá TF3SG – Guðmundur Sveinsson
Það vantar að fá Þorvald, TF4M til að koma og halda fyrirlestur og segja frá reynslu sinni af 160m bandinu, hann er án efa sá sem hefur mesta reynslu og þekkingu á því bandi.
Minnt er á skilafrest í janúarhefti félagsblaðs Í.R.A., CQ TF, í lok sunnudagsins 20. desember.
Lesendur eru hvattir til að senda ritstjóra efni um afrek í loftinu, tækjabúnað, loftnet, skemmtilegar myndir, eða annað sem við radíóamatörar kunnum að meta. Texti þarf ekki að vera fullbúinn og ritstjóri aðstoðar við að pússa hann til eða skrifa efnið eftir stikkorðum, ef svo ber undir. Efni má senda ritstjóra:
Kristinn Andersen, TF3KX
Austurgata 42, 220 Hafnarfjörður
Netfang: tf3kx@simnet.is
GSM: 825-8130
Það er fróðleg umfjöllun á vef CNN um amatörfjarskipti á Haiti í kjölfar náttúruhamfaranna hér .