CQ World Wide DX SSB keppnin fer fram helgina 26.-27. október.

Þetta er stærsta alþjóðlega SSB keppni ársins; 48 klst., engin tímatakmörk og í boði eru yfir 60 mismunandi keppnisflokkar.

Markmiðið er að ná eins mörgum samböndum og frekast er unnt við aðra radíóamatöra um allan heim – í eins mörgum löndum (DXCC einingum) og á eins mörgum CQ svæðum og frekast er unnt. Keppt er á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz.

Stjórn félagsins hvetur félagsmenn til þátttöku og að skila inn radíódagbókum að keppni lokinni. Í fyrra (2023) var skilað dagbókum fyrir 9 TF kallmerki Í 4 keppnisflokkum til keppnisstjórnar CQ.

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Heimasíða keppninnar: https://cqww.com/  
Keppnisreglur: https://cqww.com/rules.htm

Benedikt Sveinsson TF3T setti nýtt íslenskt met í flokki einmenningsstöðva [öll bönd, háafl] í CQ WW DX SSB keppninni 2023. Alls 3.811 QSO, 104 CQ svæði, 401 DXCC eining og 3,229,980 heildarpunktar. Myndin var tekin í glæsilegri fjarskiptaaðstöðu þeirra bræðra [Benedikts TF3T og Guðmundar TF3SG] á Stokkseyri.

Opið var í Skeljanesi fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 17. október.

Í  fundarsal fóru fram óformlegar umræður, m.a. um DMR fjarskipti (Digital Mobile Radio) en stjórn félagsins samþykkti nýlega að standa fyrir uppsetningu DMR endurvarpa í Skeljanesi (sem félagið fékk að gjöf frá Finnlandi).

Til að undurbúa þær umræður, lágu frammi prentuð eintök af glærum Erik Finskas, OH2LAK/TF3EY frá erindi sem hann flutti í Skeljanesi vorið 2019. Í glærunum koma fram fróðlegar upplýsingar um DMR, vefslóð: https://onedrive.live.com/?authkey=%21AHYrwN21juFt5p0&id=B76BB14D3F52BFF4%2170754&cid=B76BB14D3F52BFF4&parId=root&parQt=sharedby&o=OneUp

.

Sérstakir gestir okkar voru radíóamatörar frá Slóveníu, Simon Pribec, S54MI; Luca Hrvatin, S53CL; og Agar Gorecan, S56RGA. Þeir eru búsettir í hafnarborginni Koper í suðvesturhluta Slóvenínu og eru félagar í „Klub Jardan Kooper; S59CST/S58W“.

Þeir ferðuðust m.a. um hringveginn og voru mjög hrifnir af náttúru landsins. Þeir höfðu meðferðis HF stöð og búnað og einnig fyrir QO-100 gervitunglið, en útveguðu sér diskloftnet hér á landi sem þeir síðan gáfu félaginu til að ráðstafa þegar þeir kvöddu í gærkvöldi.

Alls mættu 16 félagar og 3 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í haustblíðu og logni í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Pier Albert Kaspersma TF3PKN, Garðar Valberg Sveinsson TF8YY, Einar Kjartansson TF3EK, Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Mathías Hagvaag TF3MH (bak í myndavél).
Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS og Hrafnkell Eiríksson TF3HR. Fjær: Kristján Benediktsson TF3KB.
Í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Kristján Benediktsson TF3KB, Simon Pribec S54MI, Agar Gorecan S56RGA og Luca Hrvatin S53CL.
Agar Gorecan S56RGA, Luca Hrvatin S53CL og Simon Pribec, S54MI afhenda diskloftnetið góða.


Kveðja frá hópnum. QSL kortið er fyrir kallmerkið sem þeir nota frá félagstöðinni S59CST í keppnum, S58W. Myndir: TF3JB.

Reynir Björnsson, TF3JL hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað.

Samkvæmt upplýsingum frá fjölskyldunni, lést hann þann 15. október á krabbameinslækningadeild Landspítala í Reykjavík. Útför hans verður tilkynnt síðar.
Reynir var á 86. aldursári og var handhafi leyfisbréfs radíóamatöra nr. 319.

Um leið og við minnumst Reynis með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur.

Fyrir hönd stjórnar ÍRA,

Jónas Bjarnason, TF3JB
Formaður

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 17. október fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.

Hugmyndin er, að þeir hittist kl. 20:30 sem hafa áhuga á DMR fjarskiptum (Digital Mobile Radio) en stjórn félagsins samþykkti nýlega að standa fyrir uppsetningu DMR endurvarpa í Skeljanesi. Upplýsingar um DMR má sjá í ágætu erindi sem Erik Finskas OH2LAK/TF3EY flutti í Skeljanesi í mars 2019:  http://dy.fi/vof

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Myndin er af Erik Finskas OH2LAK/TF3EY 13. júní s.l. þegar hann færði ÍRA Motorola DR300 UHF endurvarpa að gjöf frá klúbbi sínum í Finnlandi (OH2CH). Ljósmynd: TF3JB.

JARTS WW RTTY CONTEST
Keppnin stendur yfir frá laugardegi 19. október kl. 00:00 til sunnudags 20. október kl. 24:00.
Hún fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RST + aldur þátttakanda.
http://jarts.jp/rules2024.html

YBDXPI FT8 CONTEST
Keppnin stendur yfir frá laugardegi 19. október kl. 00:00 til sunnudags 20. október kl. 23:59.
Hún fer fram á FT8 á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: 4 stafa Maidenhead reitur (e. grid square).
http://contest.ybdxpi.net/home-ft8/rules/

10-10 INTERNATIONAL FALL CONTEST, CW
Keppnin stendur yfir frá laugardegi 19. október kl. 00:01 til sunnudags 20. október kl. 23:59.
Hún fer fram á CW á 10 metrum.
Skilaboð 10-10 félaga: Nafn + 10-10 félagsnúmer + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining).
https://www.ten-ten.org/index.php/activity/2013-07-22-20-26-48/qso-party-rules

YLRL DX/NA YL Anniversary Contest
Keppnin stendur yfir frá laugardegi 19. október kl. 14:00 til mánudags 21. október kl. 02:00.
Hún fer fram á CW/SSB og Digital á öllum HF böndum nema WARC (þ.e. 12, 17 og 30M).
Skilaboð. RS(T) + raðnúmer + (ARRL deild (e. section)/fylki í Kanada/DXCC eining).
https://ylrl.net/contests

WORKED ALL GERMANY CONTEST
Keppnin stendur yfir frá laugardegi 19. október kl. 15:00 til sunnudags 20. október kl. 14:59.
Hún fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð DL stöðva sem eru DARC félagar: RS(T) + DOK númer (e. chapter code).
Skilaboð DL stöðva sem eru ekki DARC félagar: RS(T) + bókstafirnir „NM“.
Skilaboð annarra: RST + raðnúmer.
https://www.darc.de/der-club/referate/conteste/wag-contest/en/rules

Stew Perry Topband Challenge
Keppnin stendur yfir frá laugardegi 19. október kl. 15:00 til sunnudags 20. október kl. 15:00.
Hún er fram á CW á 160 metrum.
Skilaboð: RST + 4 stafa Maidenhead reitur (e. grid square).
https://www.kkn.net/stew

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Félagsstöðin TF3W tók þátt í Scandinavian Activity keppninni á SSB frá Skeljanesi um nýliðna helgi (12.-13. október). Sigurður R. Jakobsson, TF3CW virkjaði stöðina. Þrátt fyrir erfið skilyrði náðust 1,168 sambönd og 393,984 heildarstig. Þakkir til TF3CW fyrir þátttöku í keppninni. Ljósmynd: TF3JB.

Ágætu félagsmenn!

Mér er ánægja að tilkynna um útkomu félagsblaðsins okkar CQ TF, 4. tbl. 2024 í dag, 13. október.

Blaðið er vistað á stafrænu formi á heimasíðu félagsins og má sækja það af vefslóðinni hér að neðan.

Vefslóð: https://tinyurl.com/CQTF-2024-4

73 – Sæmi, TF3UA
ritstjóri CQ TF

„Uppskeruhátið“ ÍRA fór fram í félagsaðstöðunni Skeljanesi fimmtudaginn 10. október. Til afhendingar voru verðlaunagripir og viðurkenningaskjöl fyrir bestan árangur í fjarskiptaleikum félagsins á árinu 2024; páskaleikum, sumarleikum og TF útileikum.

Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður setti dagskrána stundvíslega kl. 20:30 og bauð félagsmenn velkomna. Að því búnu fluttu þeir Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður TF útileikana og Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY umsjónarmaður páskaleika og sumarleika stutt erindi með upplýsingum um hvern viðburð, m.a. um þátttöku og niðurstöður. Að því búnu tók varaformaður aftur við og hófust þá afhendingar verðlauna og viðurkenninga. Tveir félagar fengu flesta verðlaunagripi og viðurkenningar, þeir Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY og Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN eða fimm hvor um sig.

Sérstakar þakkir til umsjónarmannanna Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY og Einars Kjartanssonar, TF3EK fyrir þeirra frábæra framlag. Ennfremur sérstakar þakkir til Andrésar Þórarinssonar, TF1AM varaformanns fyrir að stjórna kvöldinu af röggsemi og húmor. Síðast en ekki síst, þakkir til Jóns Svavarssonar, TF1JON ljósmyndara félagsins fyrir frábærar myndir.

Stjórn ÍRA.

Tafla með upplýsingar um skiptingu verðlauna og viðurkenninga í fjarskiptaleikum ÍRA á árinu 2024.

TF útileikar ÍRA 2024. Frá vinstri: Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, (1. sæti); Einar Kjartansson TF3EK (3. sæti); og Andrés Þórarinsson TF1AM (2. sæti).
Páskaleikar ÍRA 2024. Frá vinstri: Andrés Þórarinsson TF1AM (1. sæti); Hrafnkell Sigurðsson TF8KY (2. sæti); og Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN (3. sæti).
Sumarleikar ÍRA 2024. Frá vinstri: Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN (1. sæti); Eiður Kristinn Magnússon TF1EM (2.sæti); og Hrafnkell Sigurðsson TF8KY (3. sæti).
Páskaleikar ÍRA 2024, viðurkenningar. Frá vinstri: Óðinn Þór Hallgrímsson TF1MSN (225 sambönd); (2) Hrafnkell Sigurðsson TF8KY (177 sambönd); og Sigmundur Karlsson TF3VE (146 sambönd).
Sumarleikar ÍRA 2024, viðurkenningar. Frá vinstri: Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN (234 sambönd); Eiður Kristinn Magnússon TF1EM (186 sambönd); og Pier Abert Kaspersma TF3PKN (166 sambönd). Ljósmyndir: Jón Svavarsson TF3JON.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 10. október frá kl. 20:00 til 22:00.

Fram fer afhending verðlaunagripa og viðurkenningaskjala í fjarskiptaleikum ársins:

  •  Páskaleikum ÍRA 2024, sem fram fóru 3.-5. maí.
  •  Sumarleikum ÍRA 2024, sem fram fóru 5.-7. júlí.
  •  TF útileikum ÍRA 2024,  sem fram fóru 3.-5. ágúst s.l.

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY umsjónarmaður páska- og sumarleikana og Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður útileikana munu afhenda viðurkenningar og hefst dagskrá kl. 20:30 stundvíslega.

QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og raða innkomnum kortum.

Félagsmenn fjölmennið. Veglegar kaffiveitingar.

Stjórn ÍRA.

Mynd 1.  Verðlaunagripir fyrir fyrstu þrjú sætin í Páskaleikunum 2024: (1) Andrés Þórarinsson, TF1AM; (2) Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY; og (3) Óðinn Þór Hallgrímsson.

Mynd 2. Viðurkenningarskjöl fyrir fjölda sambanda í Páskaleikunum 2024: (1) Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN; (2) Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY; og (3) Sigmundur Karlsson, TF3VE.

Upplýsingar um verðlaunahafa og ljósmyndir af viðurkenningum í sumarleikunum og TF útileikunum birtust í fyrri pósti.

ÍRA hafa borist upplýsingar um tíðnir á 40 og 20 metrum sem hafa verið teknar til notkunar fyrir neyðarfjarskipti vegna fellibylsins Milton sem gengur nú yfir Yucatan í Mexíkó og stefnir m.a. á ríkið Florida í Bandaríkjunum, en radíóamatörar annast neyðarfjarskipti á þessum svæðum.

Tíðnirnar eru: 7.128 MHz og 14.225 MHz.

Þess er farið á leit að íslenskir radíóamatörar taki tillit til þessara forgangsfjarskipta, a.m.k. næstu daga.

Stjórn ÍRA.

Gervihnattamynd af fellibylnum Milton sem var tekin í gær (7. október).

Námskeið ÍRA til amatörprófs sem hófst 16. september s.l. var hálfnað í gær, mánudag 7. október. Þá var 10. kennslukvöldið (af 20) í umsjón Yngva Harðarsonar, TF3Y.

Kennsla fer fram í Háskólanum í Reykjavík í staðnámi. Samanlagt eru 23 skráðir, þar af 19 á námskeiðið og 4 í próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis. Þann 29. október verður síðasta kennslukvöldið. Kennarar eru alls 10 frá félaginu.

Þess má geta, að opið verður til 25. október n.k. fyrir skráningu í próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis sem haldið verður í Háskólanum í Reykjavík 2. nóvember n.k. Póstfangið er: ira@ira.is

Bestu óskir um gott gengi til þátttakenda og þakkir til allra sem koma að verkefninu.

Stjórn ÍRA.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 10. október frá kl. 20:00 til 22:00.

Fram fer afhending verðlaunagripa og viðurkenningaskjöl í Sumarleikum ÍRA 2024 sem fram fóru 5.-7. júlí s.l. og í TF útileikum ÍRA 2024 sem fram fóru 3.-5. ágúst s.l.

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY umsjónarmaður sumarleikana og Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður útileikana munu afhenda viðurkenningarnar og hefst dagskrá kl. 20:30 stundvíslega.

QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og raða innkomnum kortum.

Félagsmenn fjölmennið. Veglegar kaffiveitingar.

Stjórn ÍRA.

Mynd 1.  Verðlaunagripir fyrir fyrstu þrjú sætin í Sumarleikum ÍRA 2024: (1) Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN; (2) Eiður Kristinn Magnússon, TF1EM; og (3) Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY.

Mynd 2.  Verðlaunagripur fyrir fyrsta sætið í TF útileikum ÍRA 2024: Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY.

Mynd 3.  Viðurkenningarskjöl fyrir fyrstu fimm sætin í TF útileikum ÍRA 2024: (1) Hrafnkell Sigurðsson TF8KY; (2) Andrés Þórarinsson, TF1AM; (3) Einar Kjartansson, TF3EK, (4) Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN; og (5) Eiður Kristinn Magnússon, TF1EM.

Mynd 4. Viðurkenningarskjöl fyrir fjölda sambanda í Sumarleikum ÍRA 2024: (1) Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN; (2) Eiður Kristinn Magnússon, TF1EM; og (3) Pier Albert Kaspersma, TF3PKN. Ljósmyndir: TF3JB.

.

MAKROTHEN RTTY CONTEST
Keppnin er þrískipt, þ.e. fer fram laugardag 12. október kl. 00:00-08:00 og kl. 16:00-24:00 og síðan sunnudag 13. október kl. 08:00-16:00.
Hún fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RST + + 4 stafa Maidenhead reitur (e. grid square).
http://www.pl259.org/makrothen/makrothen-rules/

QRP ARCI FALL QSO PARTY
Keppnin stendur yfir á laugardag 12. október kl. 00:00-23:59.
Hún fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð ARCI félaga: RST + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining) + ARCI félagsnúmer.
Skilaboð annarra: RST + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC einingu) + útgangsafl sendis.
http://qrparci.org/contest/fall-qso-party

OCEANIA DX CONTEST, CW
Keppnin stendur yfir á laugardag 12. október kl. 06:00 til sunnudags 13. október kl. 06:00.
Hún fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RST + raðnúmer.
https://www.oceaniadxcontest.com

SKCC WEEKEND SPRINTATHLON
Keppnin stendur yfir á laugardag 12. október kl. 12:00 til sunnudags 13. október kl. 12.00.
Hún fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15, 10 og 6 metrum.
Skilaboð: RST + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining) + nafn + (SKCC félagsnúmer/NONE).
https://www.skccgroup.com/operating_activities/weekend_sprintathon

SCANDINAVIAN ACTIVITY CONTEST, SSB
Keppnin stendur yfir á laugardag 12. október kl. 12:00 til sunnudags 13. október kl. 12:00.
Hún fer fram á SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RS + raðnúmer.
http://www.sactest.net/blog/scandinavian-activity-contest-2024-rules/

Stefnt er að því að félagsstöðin TF3W taki þátt á Scandinavian Activity keppninni á SSB helgina 12.-13. október. Í boði er, að taka þátt allan tímann eða hluta úr degi. Áhugasamir félagsmenn eru beðnir um að hafa samband með því að senda tölvupóst til félagsins á netfangið: IRA@IRA.is

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

TF3PKN virkjaði félagsstöðina TF3W í SAC SSB keppninni í fyrra (2023).
TF5J virkjaði einnig félagsstöðina TF3W í SAC SSB keppninni í fyrra (2023). Ljósmyndir: TF3JB.