Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudag 13. júní fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20-22.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri ÍRA verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar fyrir opnun. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

.

Ólafur Engilbertsson, TF3SO hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað.

Samkvæmt upplýsingum í Mbl. lést hann þann 1. júní í Landspítalanum í Fossvogi eftir stutt veikindi. Útför hans fer fram frá Selfosskirkju 14. júní kl. 14:00.

Ólafur var á 81. aldursári og handhafi leyfisbréfs radíóamatöra nr. 135.

Um leið og við minnumst Ólafs með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur.

Fyrir hönd stjórnar ÍRA,

Jónas Bjarnason, TF3JB
formaður

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 19. maí til 25. maí. Um var að ræða 16 einstök kallmerki. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og/eða FT4), en einnig á morsi (CW), fjarritun (RTTY) og tali (SSB). Bönd: 6, 10, 12, 15, 17, 20, 30, 40 og 60 metrar.

Kallmerki fær skráningu þegar leyfishafi [eða hlustari] hefur haft samband við [eða heyrt í] TF kallmerki. Svokallað „self spotting“ er ekki tekið með. Upplýsingarnar eru fengnar á síðunni http://new.dxsummit.fi/#/ Sambærilegar síður eru í boði á netinu til samanburðar.

Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund(ir) útgeislunar og band/bönd sem kallmerki fær skráningu á.

Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.

Stjórn ÍRA.

TF1EIN                  FT8 á 6, 15, 40 og 60 metrum.
TF1EM                  FT8 á 15 metrum.
TF2MSN               FT8 á 15, 17 og 30 metrum; SSB á 17 metrum.
TF3AO                  RTTY á 20 metrum.
TF3EO                   CW á 20 og 30 metrum.
TF3DC                   CW á 15 og 17 metrum.
TF3PKN                FT8 á 15 metrum.
TF3PPN                FT8 á 15 metrum.
TF3VE                   FT4 og FT8 á 6, 17, og 20 metrum.
TF3VG                   FT8 á 80, 60 og 10 metrum.
TF3VS                    FT4 og FT8 á 12, 15 og 20 metrum.
TF3W                    CW á 20 og 40 metrum.
TF3Y                      CW á 20 metrum.
TF4WD                 FT4 á 20 metrum og SSB á 20 metrum.
TF5B                      FT8 á 6 metrum.
TF8SM                  FT4 á 15 og 40 metrum.

Félagsstöðin TF3W var virk í CQ WW WPX CW keppninni 25.-26. maí. Keppt var í M/2 (Multi Two) flokki sem þýðir að heimilt er að virkja tvo senda samtímis. Á mynd: Yngvi Harðarson TF3Y (nær) og Guðmundur Sveinsson (fjær). Alls mönnuðu 8 leyfishafar stöðina. Ljósmynd: Sigurður R. Jakobsson TF3CW.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 6. júní fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20-22.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.

QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Félagsaðstaða ÍRA er í þessu húsi við Skeljanes í Reykjavík.

BATAVIA DX CONTEST
Stendur yfir laugardag 8. júní frá kl. 00:00 og lýkur á sunnudag 9. júní kl. 17:00.
Keppnin fer fram á SSB á 80, 40 og 10 metrum.
Skilaboð stöðva í Indónesíu: RS + 2 stafa kóði fyrir hérað (e. dirstrict).
Skilaboð annarra: RS + DXCC eining.
http://batavia.orarilokaljakut.or.id/

VK SHIRES CONTEST
Stendur yfir á laugardag 8. júní frá kl. 00:00 og lýkur á sunnudag 9. júní kl. 23:59.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 160, 80, 40, 15 og 10 metrum.
Skilaboð VK stöðva: RS(T) + 2 stafa kóði fyrir hérað (e. shire).
Skilaboð annarra: RS(T) + CQ svæðisnúmer.
https://www.wia.org.au/members/contests/wavks

SKCC WEEKEND SPRINTATON
Stendur yfir á laugardag 8. júní frá kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 9. júní kl. 24:00.
Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15, 10 og 6 metrum.
Skilaboð: RST + ríki/fylki/hérað + nafn + SKCC númer (eða „None“ fyrir aðra).
https://www.skccgroup.com/operating_activities/weekend_sprintathon

PORTUGAL DAY CONTEST
Stendur yfir á laugardag 8. júní frá kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 9. júní kl. 12:00.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð CT stöðva: RS(T) + svæði (e. district).
Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer.
https://portugaldaycontest.rep.pt/rules.php

GACW WWSA DX CONTEST
Stendur yfir á laugardag 8. júní frá kl. 15:00 og lýkur á sunnudag 9. júní kl. 15:00.
Keppnin fer fram á CW á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RST + CQ svæðisnúmer.
https://gacw.ar

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Heathkit HW-101 er 100W SSB/CW stöð sem vinnur á 10-80 metrum. HW-101 varð vinsæl hjá radíóamatörum hér á landi strax og hún kom á markað árið 1970 enda verð hagkvæmt þar sem stöðin var seld ósamsett. 101 var því mikið notuð í alþjóðlegum keppnum frá TF næstu árin; sérstaklega framundir 1980.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Georg Kulp, TF3GZ hafa að undanförnu unnið að undirbúningi uppsetningar á svokölluðum „HT“ hugbúnaði í tengslum við 2 metra bandið. Kerfið vinnur nú snurðulaust samkvæmt prófunum við Kristján J. Gunnarsson, TF4WD á Sauðárkróki þann 31. maí.

Hugbúnaðurinn gefur félagsmönnum sem eru með búsetu þar sem ekki næst samband við VHF endurvarpa eða eru á ferðalagi og ná ekki sambandi við endurvarpa á 2 metrum – en hafa aðgang að netinu – aðgang í gegnum TF3RPB (QRG 145.650 MHz) endurvarpann í Bláfjöllum með því að sækja forrit á heimasíðu HT: https://play.google.com/store/apps/details?id=com.benshikj.ht&hl=en_US

Á heimasíðu HT er í boði frítt „HT DWP“ „app“ til að tengjast Bláfjöllum yfir netið – t.d. í gegnum heimilistölvu eða GSM síma. Félagsmenn um allt land geta þannig fengið afnot af 2 metra bandinu. Notaður er UHF hlekkur í Bláfjöllum (QRG 439.975).

Eins og er fara fjarskiptin fram í gegnum búnað á heimili Georgs Kulp, TF3GZ í Reykjavík en búnaðurinn verður fluttur á næstu dögum á endanlegt QTH. Það er félagssjóður ÍRA sem kostar verkefnið, samkvæmt samþykkt á fundi stjórnar ÍRA þan 19. október (2023).

Sérstakar þakkir til þeirra Ara og Georgs fyrir aðkomu þeirra að þessu mikilvæga verkefni.

Þakkir einnig til félagsmanna sem hafa gefið búnað til verkefnisins: TF1EIN aflgjafa; TF3GZ Diamond loftnet og TF3JB Samsung GSM síma.

Stjórn ÍRA.

VGC VR-N7500 VHF/UHF stöð sem félagssjóður ÍRA festi kaup á til verkefnisins.
Einar Kjartansson TF3EK.

TF útileikar: Einar Kjartansson, TF3EK, kynnti Útileikana.
Einar Kjartansson, TF3EK, fékk leyfið 2006. Hann var kosinn í stjórn ÍRA 2015 og varð gjaldkeri og starfaði fram að aðalfundi 2019. Þá voru Útileikarnir í nokkurri lægð og Einari var treyst fyrir að veita þeim forstöðu. Ýmsar reglur voru þá í gangi sem gerðu þátttökuna ekki einfalda, t.d. kallsvæði „Ø“ sem og útreikningur á margföldurum – og bæði þessi atriði ollu deilum. Eiginlega gaf best að taka bara þátt frá sinni heimastöð og sleppa því að vera á ferð. 

Einar stokkaði þetta talsvert upp 2017 og aftur 2023 þegar gerðar voru mikilvægar breytingar, m.a. að fjarlægja takmörkun við 3 sambönd milli stöðva og tímabilið var stytt úr 3 sólarhringjum í 2 sólarhringa.

Þátttaka í Útileikunum hefur farið vaxandi og fjöldi sambanda aukist, bæði vegna meiri viðveru og eins hins að nú er almennari þátttaka á öllum böndum en áður voru 80m aðallega notaðir.  Einar kynnti að þessu sinni komandi Útileika sem verða um Verslunarmannahelgina 3.-5. ágúst n.k. en þeir eru 10. útileikarnir sem Einar veitir forstöðu.

Hrafnkell Sigurðsson TF8KY.

U/VHF leikar: Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, kynnti U/VHF leikana.
Hrafnkell, TF8KY, fékk leyfi 2015 og var kosinn í stjórn ÍRA og varð ritari. U/VHF leikarnir voru þá til sem TF3GL hafði komið á koppinn 2012. Hrafnkell sem var nýr sá tilkynningu um U/VHF leikana 2015 og kallaði á VHF og einn svaraði, Óðinn, TF2MSN. Svo reyndi hann á UHF og einn svaraði, Óðinn, TF2MSN. Ekkert meir. Sama gerðist á leikunum 2016. Stjórn ÍRA ræddi um að leggja leikana niður en svo fór að Hrafnkell tók þá að sér.

Hann hafði tvennt í huga: Fá upp eitthvert gagnvirkt kerfi, og svo ætlaði hann sér ekki að fá alla loggana til að fara yfir – samböndin yrðu einfaldlega tekin góð og gild. Ölvir, TF3WZ fékk lénið og Hrafnkell skrifaði fyrstu útgáfu leikjavefkerfisins sem keyrt var á fartölvu úti í bílskúr hjá honum. 

Upphaflega var staðsetning stöðva gefin upp sem hnit í lengd og breidd en svo tóku „Maidenhead“ reitirnir yfir. Stigagjöfin var upphaflega óbreytt, t.d. var til stigagjafar notuð vegalengd í öðru veldi sem var auðvitað afar hagstætt þeim sem voru á ferðinni.

Fyrsta árið, 2017, gekk frábærlega, nýi gagnvirki vefurinn var afar vel lukkaður og Óli, TF3ML hreifst og sótti turninn sinn og fór á flakk og fékk aðra með sér – og þetta var virkilega flott og allir voru kátir á eftir. Óðinn og Óli ræddu um að gera þetta sem fyrst aftur og hví ekki um páskana næstu.  Þannig fæddust páskaleikarnir sem Hrafnkell tók einnig að sér.

Hrafnkell hefur því annast þessa leika alla tíð, fyrst 2017 og tvenna leika á ári eftir það eða 15 leika alls eftir þetta sumar. Stigareikningur hefur aðeins breyst í gegnum tíðina sem og viðmótið á vefnum og allt hefur það gert leiknum til góða. Þátttakan hefur farið vaxandi og fjöldi sambanda aukist.  Hrafnkell kynnti komandi U/VHF leika sem verða helgina 5.-7. júlí nk.

Sérstakar þakkir til þeirra Einars Kjartanssonar, TF3EK og Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY fyrir vönduð og fróðleg erindi. Einnig þakkir til Njáls H. Hilmarssonar, TF3NH fyrir að taka erindin upp.

Alls mættu 29 félagar og 3 gestir í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld.

F.h. stjórnar,

Andrés Þórarinsson, TF1AM
varaformaður ÍRA

.

Mathias Hagvaag TF3MH, Njáll H. Hilmarsson TF3NH og Andrés Þórarinsson TF1AM.
Kjartan Birgisson TF1ET og Georg Kulp TF3GZ.
Guðmundur Birgir Pálsson TF3AK og Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN.
Heimir Konráðsson TF1EIN, Sigmundur Karlsson TF3VE og Gísli Guðnason TF6MK.
Eiður Kristinn Magnússon TF1EM og Sigmundur Karlsson TF3VE. Fjær: Georg Kulp TF3GZ, Benedikt Sveinsson TF3T og Alex M. Senchurov, TF/UT4EK.
Sveinn Goði Sveinsson TF3ID og Ríkharður sem var að kynna sér starfsemi ÍRA. Hann hefur hug á að sækja námskeið félagsins til amatörprófs sem hefst í september n.k. Ljósmyndir: TF3JB.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 30. maí fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00-22:00.

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY og Einar Kjartansson, TF3EK mæta með erindin:  „VHF/UHF leikar ÍRA 2024“ og „TF útileikar ÍRA 2024“. Flutningur erinda hefst kl. 20:30 stundvíslega.

Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf ÍRA, sækja kort og raða í hólfin. Nýjustu tímaritin liggja frammi. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Skeljanesi 26. maí. Á hægri hönd má sjá hluta af 80 metra ¼λ færanlegu stangarloftneti sem TF3SG lánaði til notkunar í keppninni. Fjær (nær sjónum) má sjá 18 metra glertrefjastöngin frá Spiderbeam sem TF3CW lánaði til notkunar í keppninni og heldur uppi delta loftneti á 40 metrum.

Félagsstöðin TF3W er virkjuð í CQ World Wide WPX CW keppninni, sem hófst í gær (25.5.) og lýkur á miðnætti í kvöld (26.5.). Keppt er í “Two-Transmitter (Multi-Two)” keppnisflokki.

Klukkan 14 í dag (sunnudag) var alls búið að hafa alls 3,464 QSO og þá stóð fjöldi margfaldara í alls 1,177. Skilyrði hafa misjöfn/sæmileg á 15, 20 og 40 metrum, en 160, 80 og 10 metra böndin hafa nánast verið úti. Þessir koma að því að virkja stöðina í keppninni:

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW.
Alex M. Senchurov, TF/UT4EK).
Yngvi Harðarson, TF3Y.
Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA.
Kristinn Andersen, TF3KX.
Óskar Sverrisson, TF3DC.
Egill Ibsen, TF3EO.
Guðmundur Sveinsson, TF3SG.

Að auki veitti Benedikt Sveinsson, TF3T dýrmæta aðstoð við undirbúning og lánaði búnað, auk þeirra Guðmundur Sveinsson, TF3SG sem lánaði Yaesu FTdx10 HF stöð og Jónasar Bjarnasonar, TF3JB sem lánaði Amp Supply LK500-ZC 1kW RF magnara.

Sérstakar þakkir til Sigurðar R. Jakobssonar, TF3CW fyrir að hvetja til verkefnisins og fyrir alla vinnu við undirbúning, lán á búnaði og faglegt utanumhald.

Með ósk um gott gengi og þakkir til allra sem komu að verkefninu!

Stjórn ÍRA.

SVIPMYNDIR ÚR KEPPNINNI.

Undirbúningur í Skeljanesi 24. maí. Sigurður R. Jakobsson TF3CW og Alex M. Senchurov, TF/UT4EK.
Kristinn Andersen TF3KX á lyklinum laugardag 25. maí.
Yngvi Harðarson TF3Y á lyklinum 25. maí.
Sigurður R. Jakobsson TF3CW á lyklinum 25. maí.
Skeljanesi 26. maí. Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA, Kristinn Andersen TF3KX og Alex M. Senchurov, TF/UT4EK. Sæmundur og Kristinn voru að ljúka vaktinni frá kl. 06-12:00 en Alex var að taka við vaktinni 12:00-18:00.
Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA og Egill Ibsen TF3EO. Egill var að taka við vaktinni kl. 12:00-18.00.
Skeljanesi 26. maí. Skemmtilegt sjónarhorn sem sýnir 40 og 80 metra loftnetin sem voru sett upp sérstaklega fyrir keppnina. Ljósmyndir: TF3EO og TF3JB.

Áður kynnt erindi þeirra Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY og Einars Kjartanssonar, TF3EK „VHF/UHF leikar ÍRA 2024 og TF útileikar ÍRA 2024“ sem halda átti fimmtudaginn 23. maí, frestast af óviðráðanlegum ástæðum.

Erindin verða þess í stað flutt viku síðar, fimmtudaginn 30. maí kl. 20:30. Beðist er velvirðingar á þessari breytingu.

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 23. maí frá kl. 20:00-22:00 og er almenn málaskrá í boði á opnu húsi.

Nýjustu tímaritin liggja frammi. TF3MH QSL stjóri félagsins verður búinn að flokka QSL kort í hólf félagsmanna. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes.

Stjórn ÍRA.

.

Félagsaðstaða ÍRA hefur aðsetur í þessu húsi við Skeljanes í Reykjavík.