Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 25. febrúar.

Grímuskylda er ásamt þeirri kvöð að leitast verði við að halda 2m nálægðarmörkum. Aðgangur að herbergi QSL stofu á 2. hæð verður takmarkaður við 1 félaga í einu, en fjarskiptaherbergi verður lokað. Ekki verður boðið upp á veitingar. Félagsaðstaðan verður opin kl. 20-22.

Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.

Velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

.

Andlitsgrímur og handspritt eru í boði við inngang í húsnæðið.

Fundarsalur ÍRA í Skeljanesi, suðurhluti. Ljósmynd: TF3JB.

CQ WPX RTTY keppnin fór fram helgina 13.-14. febrúar síðastliðinn.

Þetta er tveggja sólarhringa keppni og markmiðið er að ná samböndum við eins margar aðrar stöðvar radíóamatöra um heiminn með eins mörgum mismunandi forskeytum og frekast er unnt á 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz.

Keppnisdagbækur voru sendar inn fyrir fimm TF kallmerki: TF1AM, TF2MSN, TF3DC og TF3VE, samkvæmt eftirfarandi:

TF1AM – einmenningsflokkur – háafl.
TF2MSN – einstaklingsflokkur – lágafl.
TF3AO – einstaklingsflokkur – háafl.
TF3VE – einstaklingsflokkur – lágafl.
TF3DC – samanburðardagbók (e. check-log).

Niðurstöður verða birtar í júlíhefti CQ tímaritsins.

https://cqwpxrtty.com/logs_received.htm

Ágæti félagsmaður!

Með tilvísan til 17. gr. félagslaga, er hér með boðað til aðalfundar ÍRA laugardaginn 13. mars 2021.

Fundurinn verður haldinn í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 13:00.

Dagskrá er samkvæmt 19. gr. félagslaga.

Reykjavík 19. febrúar 2021,
fyrir hönd stjórnar ÍRA,

Jónas Bjarnason, TF3JB,
formaður.

Félagsaðstaða ÍRA var opin 18. febrúar. Þetta var önnur opnunin eftir samfellda 5 mánaða lokun vegna Covid-19; en fyrsta opnun var s.l. fimmtudag.

Allir með andlitsgrímur og allir sprittuðu hendur við inngang  í húsnæðið. Þór Þórisson, TF1GW, kom færandi hendi með radíódót úr dánarbúi TF3GB sem var til boða fyrir viðstadda samkvæmt forsendunni : „fyrstur kemur…fyrstur fær“. Hver félagi mátti hafa með sér þrjá hluti úr húsi. Margt nytsamlegt var í boði.  

Að vanda voru fjörugar umræður, m.a. um loftnet; ýmsar lausnir við uppsetningu vírneta, eins- og margbanda. Töluvert rætt um aflmagnara. Einnig rætt um aflgjafa, m.a. um  veikleika „switch-mode“aflgjafa samanborið við „linear“. Síðan vangaveltur um VHF og UHF böndin, m.a. að það mætti vera meiri virkni á 2 metrum.

Fjarskiptaherbergi félagsins var áfram lokað og aðgangur að herbergi QSL stofunnar var takmarkaður við einn félaga í einu. Allir voru sáttir við það fyrirkomulag.

Vel heppnað opnunarkvöld og almenn ánægja með að félagsaðstaðan væri aftur opin. Alls mættu 12 félagar í Skeljanes þetta ágæta febrúarkvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Skeljanesi 18. febrúar. Frá vinstri: Sigmundur Karlsson TF3VE, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Benedikt Sveinsson TF3T, Georg Kulp TF3GZ og Mathías Hagvaag TF3MH.
Frá vinstri: Mathías Hagvaag TF3MH, Jón Björnsson TF3PW, Garðar Valberg Sveinsson TF8YY, Sigmundur Karlsson TF3VE og Wilhelm Sigurðsson TF3AWS.
Fremst á mynd til vinstri og til hægri: Hans Konrad Kristjánsson TF3FG og Sigmundur Karlsson TF3VE. Fjær: Mathías Hagvaag TF3MH, Jón Svavarsson TF3JON og Wilhelm Sigurðsson TF3AWS. Ljósmyndir: TF3JB.

ARRL International DX keppnin 2021 á morsi (CW) verður haldin 20.-21. febrúar. Þetta er tveggja sólarhringa keppni á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrunum.

Markmiðið er að hafa eins mörg QSO og mögulegt er á þessum tíma við aðrar amatörstöðvar í Bandaríkjunum og Kanada. Mest er hægt að hafa 63 margfaldara á einu bandi.

Hvert ríki í Bandaríkjunum og hvert fylki í Kanada telja. Öll ríki í Bandaríkjunum gilda þannig sem margfaldarar nema KH6 og KL7 en “District of Columbia, DC” kemur inn sem margfaldari í keppninni.

  • 48 ríki Bandaríkjanna (e. contiguous states) og „District of Columbia (DC)“.
  • 14 fylki Kanada: VO1, VO2, NB, NS, PEI (VY2), VE2, VE3, VE4, VE5, VE6, VE7, VE8 (NWT), VY1 (YUK), VY0.

Með ósk um gott gengi,

Stjórn ÍRA.

Keppnisreglur: http://www.arrl.org/arrl-dx

Teknar hafa verið saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) á HF böndunum vikuna 10.-16. febrúar 2021. Tvær fyrri samantektir voru gerðar 3.-9. og 25.-31. janúar s.l.

Alls voru 18 TF kallmerki skráð á þyrpingu nú samanborið við 13 síðast. Flestar stöðvar voru virkar á stafrænum mótunum (FT8, FT4), en einnig á tali (SSB), morsi (CW) og fjarvélritun (RTTY). Stöðvarnar voru QRV á  15, 17, 20, 30, 40 og 80 metrum.

Kallmerki fær skráningu á þyrpingu þegar erlendur leyfishafi hefur haft samband og eða heyrir í viðkomandi TF kallmerki, auk þess sem hlustarar setja stundum inn skráningar. Upplýsingarnar eru fengnar á http://www.dxsummit.fi/#/  Fleiri sambærilegar síður eru í boði á netinu til samanburðar.

Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund(ir) útgeislunar og band/bönd sem kallmerki fær skráningu á:

TF1AM——RTTY á 20, 40 og 80 metrum.
TF1EIN——SSB/FT8 á 15, 40 og 80 metrum.
TF1OL——-FT8 á 30 metrum.
TF2CT——-FT8 á 80 metrum.
TF2MSN—-SSB/FT8 á 17, 20 og 30 metrum.
TF3AO——RTTY á 20 metrum.
TF3CW/P—CW á 20 metrum.
TF3JB——–FT8 á 17 og 20 metrum.
TF3MH——FT8 á 17 og 30 metrum.
TF3PPN—–RTTY á 15 og 20 metrum.
TF3SG——-CW á 80 metrum.
TF3T———SSB á 80 metrum.
TF3VS——-FT8 á 30 metrum.
TF3XO——-SSB á 20 metrum.
TF5B———FT8 á 15, 17 og 40 metrum.
TF8KY——-SSB á 20 og 40 metrum.
TF8KY/P—-SSB á 40 metrum.
TF8YY——-SSB á 20 metrum.

Kallmerki sem voru í fyrri tveimur samantektum en eru ekki með að þessu sinni:  TF1A, TF3IG, TF3LB, TF3PL, TF3VG, TF4M og TF6JZ.

Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.

Stjórn ÍRA.

Myndin sýnir glæsilega fjarskiptaaðstöðu Jakobs Geirs Kolbeinssonar TF3XO í Reykjavík. Ljósmynd: TF3XO.

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 18. febrúar.

Grímuskylda verður í húsnæðinu ásamt þeirri kvöð að leitast verði við að halda 2 metra nálægðarmörkum. Aðgangur að herbergi QSL stofu á 2. hæð verður takmarkaður við 1 félaga í einu, en fjarskipta-herbergi verður lokað. Ekki verður boðið upp á veitingar. Félagsaðstaðan verður opin á venjulegum opnunartíma, kl. 20-22.

Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.

Velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

.

Andlitsgrímur og handspritt eru í boði við inngang í húsnæðið.

Mynd úr fundarsal á 1. hæð í Skeljanesi. Auðvelt er að hafa gott bil á milli stóla. Ljósmynd: TF3JB.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi var opnuð á ný fimmtudaginn 11. febrúar. Þá voru liðnir fimm mánuðir frá því síðast var opið, þ.e. um miðjan september 2020.

Menn byrjuðu að mæta fljótlega upp úr kl. 20. Allir virtu andlitsgrímuskyldu og við inngöngu í salinn voru menn beðnir um að spritta hendur.

Fjörugar umræður byrjuðu fljótlega að „rúlla“ stóðu látlaust fram undir klukkan tíu. Og ekki skorti umræðuefni. Rætt var m.a. um böndin, skilyrðin, tækin, loftnet, tæknina og heimasmíðar. Fram kom að einn félagi hafði fengið „direct“ QSL kort frá Úkraínu sama dag sem var póststimplað 5. nóvember. Mikið var rætt um mismunandi gerðir/tegundir HF, VHF og UHF loftneta, m.a. með tilliti til uppsetningar í fjölbýlishúsum. Hans Konrad Kristjánsson, TF3FG færði félaginu nokkrar veglegar hankir af kóax kapli og ætlar að koma með töluvert af radíódóti næsta fimmtudag.

Fjarskiptaherbergi félagsins var haft lokað og aðgangur að herbergi QSL stofunnar var takmarkaður við einn félaga í einu. Það fyrirkomulag gekk vel. Vel heppnað opnunarkvöld og almenn ánægja með að félagsaðstaðan væri loks opin á ný. Alls mættu 11 félagar í Skeljanes þetta ágæta febrúarkvöld.

Skeljanesi 11. febrúar. Frá vinstri (við borð): Mathías Hagvaag TF3MH, Valtýr Einarsson TF3VG, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Ólafur Örn Ólafsson TF1OL, Georg Kulp TF3GZ og Benedikt Sveinsson TF3T. Bæði TF3MH og TF3AWS hafa fengið Covid-19 veiruna og voru því undanþegnir grímunotkun. Ljósmynd: TF3JB.
Frá vinstri: Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Georg Kulp TF3GZ, Mathías Hagvaag TF3MH, Valtýr Einarsson TF3VG og Wilhelm Sigurðsson TF3AWS. Ljósmynd: TF3JB.
Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A sagðist vilja halda meir en 2 metra fjarlægð til öryggis. Ljósmynd: TF3JB.

Nýr radíóviti, S55ZMS, er virkur á 40.570 MHz á 8 metra bandi.  Hann sendir út á morsi og PI4 stafrænni mótun.

Vitinn varð virkur 9. febrúar 2021. Sendiafl er 7W og loftnet er láréttur tvípóll. Loftnet vitans er staðsett á einum af loftnetsturnum keppnisstöðvarinnar S53M í norðausturhluta Slóveníu.

Þetta er fjórði radíóvitinn á 8 metrum, sbr. grein Guðmundar Sigurðssonar, TF3GZ um 40 MHz bandið sem birtist í 1. tbl. CQ TF 2021, bls. 41. http://www.ira.is/wp-content/uploads/2021/01/cqtf_35arg_2021_01tbl.pdf

Myndin er af loftnetsaðstöðu keppnisstöðvarinnar S53M í Slóveníu þar sem S55ZMS hefur aðstöðu. Ljósmynd: RTV Club S53M.

CQ WPX World Wide RTTY keppnin verður haldin helgina 13.-14. febrúar.

Þetta er tveggja sólarhringa keppni og markmiðið er að ná samböndum við eins margar aðrar stöðvar radíóamatöra um heiminn með eins mörgum mismunandi forskeytum og frekast er unnt á 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz.

Keppnin hefst á 00:00 á laugardag og lýkur kl. 23:59 á sunnudag.

Keppnisreglur: https://cqwpxrtty.com/rules.htm

Með tilvísan til nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tók gildi 8. febrúar og gildir til 3. mars n.k. og í ljósi þess að sóttvarnalæknir telur í lagi að ráðast í varfærnar tilslakanir, hefur stjórn ÍRA ákveðið, að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði opnuð á ný fimmtudaginn 11. febrúar.

Grímuskylda verður í húsnæðinu ásamt þeirri kvöð að leitast verði við að halda 2 metra nálægðarmörkum. Aðgangur að herbergi QSL stofu á 2. hæð verður takmarkaður við 1 félaga í einu, en fjarskiptaherbergi verður lokað. Ekki verður boðið upp á veitingar. Félagsaðstaðan verður opin á venjulegum opnunartíma, kl. 20-22.

Rúmir 5 mánuðir eru síðan félagaðstaðan var síðast opin, þann 17. september (2020).

Verið verkomin í Skeljanes.

Stjórn ÍRA.

Keppnisgögn voru send fyrir þrjú íslensk kallmerki í morshluta CQ WW DX 160 metra keppninnar 2021 sem fram fór 29.-31. janúar s.l. Íslensku stöðvarnar skiptust á þrjá keppnisflokka:

TF1AM –  einmenningsflokkur , aðstoð, háafl.

TF3SG – einmenningsflokkur, háafl.         

TF3Y – einmenningsflokkur, lágafl.

Lokaniðurstöður verða birtar í ágústhefti CQ tímaritsins 2021.   

https://www.cq160.com/logs_received_cw.htm