,

Páskaleikar 2018, kynning 24. mars

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, flutti áhugaverða kynningu í Skeljanesi um Páskaleikana 2018 sem verða haldnir laugardaginn 31. mars og sunnudaginn 1. april (páskadag). Markmiðið er að fá menn í loftið og hafa gaman af.

Leikarnir fara fram á 2M – 4M – 6M – 70CM – 23CM og 80M. Allar tegundur útgeislunar (mótanir) eru heimilaðar. Hafa má samband hvenær sem er þessa 2 sólarhringa og við sömu stöð oftar en einu sinni, en a.m.k. 6 klst. þurfa þá að líða á milli QSO‘a til að fá punkta. Nánari upplýsingar: http://vhfleikar.ira.is/paskar/ Í boði eru vegleg verðlaun:

  1. verðlaun: Alinco DJ-G7T, 3-banda FM handstöð á 2M, 70CM og 23CM.
    2. verðlaun: Yaesu FTM-3200DRE/E, 2M 65W bílstöð á C4FM og FM.
    3. verðlaun: Páskaegg nr. 3.
    4. verðlaun: Páskaegg nr. 4.

Ólafur B. Ólafsson, TF3ML, gefur verðlaunin.

Alls mættu 14 félagar í Skeljanes í dag. Í fundarhléi voru kaffiveitingar í boði TF3ML.

TF8KY flutti erindi um Páskaleikana.

Hluti félaga sem hlýddu á erindi TF8KY.

TF3DT skoðar Alinco DJ-G7T handstöðina sem er í 1. verðlaun.

Í fundarhléi sýndi TF3ML heimasmíðaðan tvípól fyrir nýjan radíóvita á 70 MHz. Hliðstæð loftnet verða smíðuð fyrir nýja vita á 2M og 6M.

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

16 − 11 =