PÁSKALEIKARNIR 2021 NÁLGAST
Páskaleikar ÍRA 2021 verða haldnir helgina 2.-4. apríl n.k.
Meðal nýjunga að þessu sinni er sú breyting, að leikarnir hefjast föstudaginn 2. apríl kl. 18:00 og lýkur eftir tvo sólarhringa, sunnudaginn 4. apríl kl. 18:00.
Þessi breyting á tímasetningu er sú sama og var kynnt í VHF/UHF leikunum í fyrra og almenn ánægja var með.
Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, umsjónarmaður leikanna mun kynna reglurnar fljótlega á þessum vettvangi.
Stjórn ÍRA.
.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!