,

PÁSKALEIKAR 2023

Glæsilegir verðlaunagripir eru í boði fyrir fyrstu þrjú sætin.

Kæru félagar!

Nú er komið að því sem allir hafa verið að bíða eftir. Það eru að koma Páskar. Hí, hí… Það þýðir bara eitt… PÁSKALEIKAR !!!

Spenningurinn að verða óbærilegur. Kjaftasögur á kreiki um að einhverjir radíóamatörar séu að undirbúa stórsókn í næstu leikum. Nú þurfa allir sem vettlingi geta valdið að gera þeim þetta ekki auðvelt. Allir upp með græjurnar, upp á heiðar, fjöll og út í eyjar. Eða bara láta fara vel um sig heima í „sjakknum“. Frábært tækifæri til að prófa nýja dótið, eða gamla dótið. Það besta er, það þarf ekki að vera með rándýrar græjur. Einföld handstöð frá Kína er allt sem þarf til að vera með. Oft koma bestu sögurnar frá afrekum með litlum búnaði.

Ertu upptekin(n) þessa helgi? Það þarf ekkert endilega að vera „all-in“ alla helgina. Endilega hoppa inn á tíðnirnar þegar tími gefst. Þetta verður B A R A gaman!

Endurvarpar halda áfram að vera með. Endurvarpar koma sem sér band í leikinn. Þetta kryddar leikinn, eykur möguleika handstöðva, örvar notkun endurvarpa og við lærum betur á útbreiðslu þeirra.

Gerum þetta með stæl, sýnum á Facebook hvað við erum virkir amatörar. Allir grobbpóstar úr leiknum kærkomnir. Pósta, pósta og pósta meira.

Eins og venjulega verður “online” leikjavefur þar sem þátttakendur skrá sig til leiks. Hægt verður að skrá sig inn í leikinn allan tímann þangað til leikurinn endar. Slóðin á leikjavefinn er ….

http://leikar.ira.is/paskar2023  Endilega kíkið á vefinn, lesið leiðbeiningar og skráið ykkur til leiks. Þetta er ekkert mál. Svo eru allir til í að hjálpa. Óðinn, TF2MSN hefur verið duglegur að hjálpa eins og svo oft áður.

Blásið verður til leiks kl. 18:00 föstudaginn 7. apríl og leikurinn stendur til kl. 18:00 sunnudaginn 9. apríl. Hittumst í loftinu…á 23cm, 70cm, 2m, 4m, 6m, 80m og síðast en ekki síst – endurvarpar.

Muna að endurnýja leyfið á 4m ef það er útrunnið. Bara eitt Email á Fjarskiptastofu: hrh@fjarskiptastofa.is

73, TF8KY,
umsjónarmaður Páskaleika ÍRA

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five × two =