PÁSKALEIKAR ÍRA 2021 NÁLGAST
Kæru félagar!
Nú er komið að því sem allir hafa verið að bíða eftir. Það eru að koma páskar. Það þýðir bara eitt…PÁSKALEIKAR. Þetta verður hrikalega gaman. Allir upp með græjurnar, upp á heiðar, fjöll og út í eyjar…eða bara láta fara vel um sig heima í „sjakknum“. Frábært tækifæri til að prófa nýja dótið, eða gamla dótið. Það besta er, það þarf ekki að vera með rándýrar græjur. Einföld handstöð frá Kína er allt sem þarf til að vera með. Það þarf ekkert endilega að vera „all-in“ alla helgina. Endilega hoppa inn á tíðnirnar þegar tími gefst. Það getur bara verið gaman.
NÝJUNG! Getum notað endurvarpa! Endurvarpar koma sem sér band í leikinn. Þetta á eftir að auka möguleika hand-stöðva, örva notkun endurvarpa og við lærum betur á útbreiðslu þeirra. Gerum þetta með stæl, sýnum á FB hvað við erum virkir amatörar. Allir “grobbpóstar” kærkomnir.
Eins og venjulega verður “online” leikjavefur þar sem þátttakendur skrá sig til leiks. Hægt verður að skrá sig inn í leikinn allan tímann þar til leikurinn endar. Slóðin á leikjavefinn er http://leikar.ira.is/paskar2021
Endilega kíkið á vefinn, lesið leiðbeiningar og skráið ykkur til leiks. Þetta er auðveldara en menn gætu haldið. ATH ATH ATH! Breyttur tími. Blásið verður til leiks kl. 18 föstudag 2. apríl og leikurinn stendur til kl. 18 sunnudag 4. apríl.
Hittumst í loftinu….23cm, 70cm, 2m, 4m, 6m, 80m og síðast en ekki síst, endurvarpar! 73 de TF8KY.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!