,

Póst- og fjarskiptastofnun framlengir heimildir á 500 kHz, 5 MHz og 70 MHz

Í.R.A. hefur borist erindi Póst- og fjarskiptastofnar dags. 13. desember þess efnis, að heimildir til íslenskra leyfishafa um tímabundna notkun tíðna í 500 kHz, 5 MHz og 70 MHz tíðnisviðunum, sem renna áttu út þann 31. desember n.k. hafi verið framlengdar um tvö ár, til 31. desember 2012. Heimildir á 500 kHz og 70 MHz eru framlengdar óbreyttar frá fyrri heimild þann 19. febrúar s.l. Stofnunin gerir þá breytingu hvað varðar 5 MHz, að í stað 8 fastra tíðna áður, er nú veitt 150 kHz heimild í tíðnisviðinu 5.260-5.410 MHz. Þessi breyting er samhljóma beiðni félagsins til stofnunarinnar dags. 13. janúar s.l., nema að afl frá fyrri heimild er samtímis skert úr 200W í 100W.

Nánar til tekið heimilar stofnunin tímabundna notkun á eftirfarandi tíðnum í tilraunaskyni með eftirfarandi skilyrðum:

600 metra bandið Tíðnisviðið 493-510 kHz er heimilað; A1A tegund útgeislunar; og hámarks útgeislað afl 100W.
60 metra bandið Tíðnisviðið 5260-5410 kHz er heimilað; J3E (USB) og A1A tegundir útgeislunar; hámarks bandbreidd 3 kHz; og hámarks útgeislað afl 100W.
4 metra bandið Tíðnisviðið 70.000-70.200 MHz er heimilað; engin skilyrði um tegund útgeislunar en hámarks bandbreidd er 16 kHz; og hámarks útgeislað afl 100W.

Það á við um öll böndin, að þeir leyfishafar sem óska að vinna á umræddum tíðnum þurfa að sækja sérstaklega um það til stofnunarinnar á netfangið: hrh@pfs.is. Tíðnisviðin eru opin opin G-leyfishöfum sem og N-leyfishöfum. Nánar verður fjallað um málið í næsta tölublaði CQ TF, 1. tbl. 2011.

Stjórn Í.R.A. fagnar þessum áfanga fyrir hönd íslenskra leyfishafa.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

9 − six =