,

Póst- og fjarskiptastofnun veitir heimildir á 500 kHz og 70 MHz

Póst- og fjarskiptastofnun veitir heimildir á 500 kHz og 70 MHz böndunum (sjá einnig viðbótarfrétt dags. 22. febrúar)

Í.R.A. hefur borist svar við erindi félagsins dags. 13. janúar s.l. til Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS), þar sem m.a. var óskað eftir heimildum á 500 kHz og 70 MHz böndunum fyrir íslenska leyfishafa.

Bréf PFS er dagsett í dag, 19. febrúar 2010 og heimilar stofnunin tímabundna notkun á eftirfarandi tíðnum í tilraunaskyni með eftirfarandi skilyrðum:

Á 600 metra bandinu: 493-510 kHz. Einvörðungu er heimiluð A1A tegund útgeislunar. Hámarks útgeislað afl er 100W. Heimildin gildir til 31.12.2010. Þeir leyfishafar sem hafa hug á að vinna á umræddum tíðnum þurfa að sækja sérstaklega um það til stofnunarinnar á netfangið: hrh@pfs.is og pfs@pfs.is.

Á 4 metra bandinu: 70.000-70.200 MHz. Hámarks bandbreidd er 16 kHz (engin skilyrði hvað varðar tegund útgeislunar). Hámarks útgeislað afl er 100W. Heimildin gildir til 31.12.2010. Þeir leyfishafar sem hafa hug á að vinna á umræddum tíðnum þurfa að sækja sérstaklega um það til stofnunarinnar á netfangið: hrh@pfs.is og pfs@pfs.is.

Bæði nýju böndin eru opin N-leyfishöfum sem og G-leyfishöfum.

Stjórn Í.R.A. fagnar þessum áfanga með þökkum fyrir hönd íslenskra leyfishafa.

VIÐBÓTARFRÉTT 22.2.2010

Staðfest var í símtali í morgun (22. febrúar) á milli undirritaðs og fulltrúa Póst- og fjarskiptastofnunar, að tilgreindar aflheimildir í ofangreindum tíðnisviðum eru samkvæmt aflskilgreiningu í núgildandi reglugerð, sem er eftirfarandi: “Sendiaflið er toppgildi aflsins (PEP), þ.e. hæsta meðalafl sem sendirinn gefur frá sér á hverri períóðu RF-merkisins í 50/300/600 ohma endurkastslaust álag”.

Ofangreindu til staðfestingar, Jónas Bjarnason, TF2JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two × three =