,

Próf 28. apríl, undirbúningsfundur á föstudag

Hluti nemenda sem sat próf til amatörleyfis í félagsaðstöðunni við Skeljanes í maí 2011.


Alls skráðu sig 15 manns í fyrirhugað próf til amatörleyfis án undangengins námskeiðs, sem auglýst var á heimasíðu Í.R.A. nýlega. Stjórn félagsins hefur nú borist jákvæð umsögn prófnefndar félagsins hvað varðar prófhald laugardaginn 28. apríl. Prófað verður bæði á íslensku og ensku. Í.R.A. hefur, í framhaldi, farið þess formlega á leit við Póst- og fjarskiptastofnun að prófið verði haldið þann dag.

Félagið býður hér með upp á sérstakt kynningarkvöld föstudaginn 30. mars kl. 20:30 í félagsaðstöðu Í.R.A. Sagt verður frá fyrirkomulagi prófs og hvert námsefnið er. Fjölrituð eintök verða á boðstólum. Nýirpróftakar eru sérstaklega hvattir til að koma. Fyrirspurnum má beina á ira hjá ira.is

Félagsheimili ÍRA

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

16 + 13 =