PRÓF FJARSKIPTASTOFU 16. MARS
Jákvætt svar hefur borist frá Fjarskiptastofu (FST) við ósk stjórnar ÍRA um að næsta próf til amatörleyfis verði haldið í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, laugardaginn 16. mars n.k. kl. 10:00–12:00 Raffræði og radíótækni; kl. 13:00–14:00 Reglur og viðskipti; og kl. 14:30–Prófsýning.
Eftir að námskeiði félagsins til amatörprófs lauk í haust var um að ræða nokkurn fjölda þátttakenda sem ekki höfðu möguleika á að mæta til prófs 11. nóvember s.l. Hugmyndin er, að gera þessum aðilum kleift að sitja nú próf til amatörleyfis.
Þar sem um er að ræða einskonar sjúkrapróf/upptökupróf verður ekki í boði námskeið eða annar undirbúningur á vegum félagsins. Prófið er án kostnaðar, er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Alls höfðu sjö aðilar staðfest skráningu þann 21. febrúar.
Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig til prófs með því að senda tölvupóst á ira@ira.is eigi síðar en 8. mars n.k.
Fyrirspurnir eru velkomnar á póstfang félagsins: ira@ira.is
Stjórn ÍRA.
.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!