,

PRÓF FST TIL AMATÖRLEYFIS 16. MARS

Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis var haldið í félagsaðstöðu ÍRA við Skeljanes laugardaginn 16. mars.

Alls þreyttu fimm próf í raffræði og tækni og fjórir próf í reglum og viðskiptum. Niðurstöður verða birtar á þessum vettvangi strax í byrjun næstu viku.

Upphaflega voru átta skráðir í prófið. Tveir drógu sig til baka og einn var fjarverandi vegna veikinda.

Sérstakar þakkir til Prófnefndar ÍRA og til Fjarskiptastofu.

Stjórn ÍRA.

Mynd úr prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis 16. mars 2024. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × one =