PRÓF FST TIL AMATÖRLEYFIS 16. MARS
Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis var haldið í félagsaðstöðu ÍRA við Skeljanes laugardaginn 16. mars.
Alls þreyttu fimm próf í raffræði og tækni og fjórir próf í reglum og viðskiptum. Niðurstöður verða birtar á þessum vettvangi strax í byrjun næstu viku.
Upphaflega voru átta skráðir í prófið. Tveir drógu sig til baka og einn var fjarverandi vegna veikinda.
Sérstakar þakkir til Prófnefndar ÍRA og til Fjarskiptastofu.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!